Morgunblaðið - 15.01.1966, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 15. janúar 1966
Umferð og slysahœtta
Brýna nauðsyn ber til þess,
að ökumenn virði merktar
gangbrautir, og aki ekki
framhjá stöðvuðum bíl
Suðurlandsbrautin er mikil umferðarbraut. Strætisvagnar á austurleið stanza á norðurhlið
hennar, og farþegar, sem eiga heima handan brautarinnar verða að komast yfir um þessa
miklu og nær sífelldu umferð. Myndin sýnir eitt slysið, sem varð við það, að ökumaður
gætti ekki gangbrautarinnar, en gangbrautarmerkið sést hægra megin brautarinnar.
í DAG ætlum við að ræða um
umferð gangandi fólks í sam-
bandi við merktar göngubraut
ir yfir götur. Slysahætta af
völdum bifreiða, þegar öku-
menn virða ekki rétt gang-
andi fólks. Á þessum stöðum
er gífurleg og fullkomin
ástæða til að stinga við fót-
um, og skapa betri umferðar-
menningu, hvað þessu viðkem
ur.
GANGBRAUT VDE)
MIÐBÆJARSKÓLANN
Ein hættulegasta gangbraut
yfir götu í Reykjavík er vafa-
laust sú yfir Fríkirkjuveginn
hjá Miðbæjarbamaskólanum,
sérstaklega fyrir þá sök, að
þar eiga börn oftast leið um.
Margoft hafa þar orðið slys,
en oftar hefur þeim verið forð
að á síðustu stundu.
Mörg dæmi eru til þess, að
heiðvirðir bifreiðastjórar hafa
stanzað, þegar þeir hafa séð
börn vera komin út á gang-
brautina, en ekki reiknað
með því, að glannar fyrir aft-
an þá, aka fram úr hægra
megin og skapa þannig stór-
fellda lífshættu fyrir þá veg-
farendur, sem í góðri trú telja
sér óhætt að ganga yfir braut-
ina.
HVENÆR VERÐUR
NÆSTA DAUÐASLYS
Þennan glannaskap og ein-
staka kæruleysi einstakra bif-
reiðastjóra fyrir lífi vegfar-
enda verður að stöðva þegar
í stað, ef ekki á verra af að
hljótast. Hvenær næsta dauða
slys eða limlesting verður af
þessum sökum, skal engu um
spáð, en slíkt hlýtur að vera
á næsta leiti, ef ekki er
stranglega tekið í taumana.
Og enginn veit, hver fyr-
ir verður. Við, sem eigum
ung börn okkar á götunni,
getum ekki talið þau óhult
þar, meðan annað eins og
þetta viðgengst í umferðar-
málum höfuðborgarinnar.
BLIKKANDI
GANGBRAUTARLJÓS
Aðrar borgir hafa lagt á
gangbrautirnar miklu meiri
áherzlu en við, og gætum
UMFERÐ
GANGAND/ MANNA.
l’ól.grein umferdarlaganna segir:
Gangandi menn skulu nota gangstéttir og gangstíga, sem
liggja með akbrautum. Skulu þeir að jafnaði ganga á vinstri
hluta stéttar eða stígs og víkja til vinstri fyrir þeim, sem á
móti koma, en hleypa þeim fram hjá sér á hægri hönd er
fram úr ganga.
Ef ekki er gangstétt eða gangstígur meðfram vegi, skulu menn
að jafnaði ganga á hægri vegarbrún og aldrei fleiri en tveir
samhliða.
Þar sem merkt er gangbraut yfir veg, skulu menn nota hana,
er þeir ætla yfir veginn. Ef ekki er gangbraut, skulu menn
ávalt ganga þvert yfir veg með jöfnum hraða. Gangandi
menn skulu gæta vel að umferð, áður en farið er yfir veg.
við tekið upp aðferðir þeirra
á einn eða annan veg. I Lond-
on eru brautir þessar, sem
ætlaðar eru gangandi fólki til
að komast yfir götu, merktar
með blikkandi götuvitum,
sem í sífellu minna bifreiða-
stjórana á, að þeir séu komn-
ir að gangbraut, þar sem þeim
ber skylda til að gæta fyllstu
varúðar, og virða rétt hins
gangandi fólks, enda liggur
við því ströng refsing að ó-
hlýðnast þessu, og vitað er,
að þeim er ekki hlíft, sem sek
ir eru um svo gróft umferðar
brot.
Einnig kæmi að sjálfsögðu
til mála, að setja upp venju-
leg umferðarljós á hættuleg-
ustu staðina, svo sem þennan
við Miðbæjarskólann og víða
á Laugaveginum og Suður-
landsbrautinni væri full þörf
á slíkum vitum til að tryggja
umferð gangandi fólks slysa-
laust yfir götu.
Annars er það gott ráð,
að vegfarenduf rétti út hand-
legg til að sýna ökumönnum
Verða sett upp blikk-
andi Ijós við gang-
brautir?
vilja sinn að fara yfir göt-
una, og hygg ég þá, að flest-
ir muni virða þá ábendingu.
En svo sem áður segir, eru
þeir enn altlof margir, sem
annað hvort af kunnáttuleysi
eða kæruleysi fara fram úr
stöðvuðum bíl við gangbraut,
steðja að, meiri gleði ríkir á
heimilum landsmanna.
Slys. gera ekki boð á und-
an sér. Bezt er því að var-
ast þau, og byrgja brunninn
áður en barnið er dottið of-
an í.
Fr. S.
Á þessari mynd sést greinilega, hvar ekið hefur verið yfir zebrabraut, gangbraut, þar sem
fólkið á réttinn. Ef myndin prentast vel, má eflaust sjá bremsuför vörubílsins, sem þarna
olli slysi. Ef til vill verður nauðsynlegt að taka upp blikkandi Ijósmerki við svona göngu-
brautir, eins og gert er í London, ef ökumenn fara ekki á næstunni að stanza við þær og
hlýða settum reglum.
og ekki vita þeir, sem slíkt
gera, nema reiðarslagið af
slíku gáleysi bitni næst á
þeim eða þeirra nánustu.
AÐ LOKUM
Ég eða þú, vegfarandi góð-
ur! Enginn veit, hver verður
næstur, ef þessa slysaöldu
lægir ekki. Sameinumst því
um það, gott fólk, að forðast
slysin. Ökum varlegar og með
meiri athugun og meiri til-
litssemi í garð hvers annars,
og þá mun það sannast, að
slysum fækkar, færri sorgir
HÁAR SLYSATÖLUR í
REYKJAVÍK
Samkvæmt skýrslum lög-
reglunnar í Reykjavík yfir
slys, sem orðið hafa á gang-
andi fólki á árinu 1965, hafa
samtals 124 vegfarendur orð-
ið fyrir slysum. Af þeim voru
66 börn. Þetta eru alltof há-
ar tölur á okkar fámenna
landi. Desember var mesti
slysamánuðurinn, þá slösuð-
ust 15 gangandi menn og
konur. Af þeirri tölu voru
5 börn. Júní hafði fæst slys-
in eða 7 og þá 6 börn.
Gerum allt, sem í okkar
valdi stendur til að fækka
slysunum.