Morgunblaðið - 15.01.1966, Page 13
Laugardagur 15. janúar 1966
MORGU NBLAÐIÐ
13
Jón Rögnvaldsson
verksíjóri
Farþeg:ar stíga upp í þyrluna á þaki Pan American byggingar-
innar á Kennedy flugvelli í N ew York.
jÞyrlur ttytja Sar-
þega Pan Jlwn
út i þotur og inn i borg i New York
Jón Rögnvaldsson, fyrrv. yfir-
verkstjóri, andaðist í sjúkrahúsi
hér í borg sunnudaginn 9. jan-
úar, 75 ára að aldri.
Hann var fæddur hinn 24.
júní 1891 í Arney á Breiðafirði.
Foreldrar hans voru Rögnvaldur
Hannesson, útvegsbóndi, ættað-
ur af Mýrum og kona hans Júlí-
ana Þorbjörnsdóttir. Eignuðust
þau hjónin þrjú börn, sem nú
eru öll látin.
Jón ólst upp í foreldrahúsum
til 19 ára aldurs, en þá hvarf
hann að heiman. Fyrst fór hann
um skamman tíma í siglingar á
norsku skipi, unz hann réðist
sem háseti á Steriing, sem þá
var stjórnað af Emil Nielsen,
síðar fyrsta forstjóra Eimskipa-
félags íslands.
Jón Rögnvaldsson réðist til
Eimskipafélagsins, þegar það
var stofnað árið 1914 og starfaði
hjá því eftir það, fyrst sem há-
seti á e.s. Gullfossi í fyrstu ferð
skipsins til landsins, síðan sem
háseti og bátsmaður á ýmsum
öðrum skipum félagsins. Árið
1928 var honum falin verkstjórn
og síðar yfirverkstjóm við skipa
og vöruafgreiðslu Eimskipafél-
agsins í Reykjavík. Hrátt varð
þetta eitt hið umfangsmesta og
vandasamasta verkstjórnarstarf
í Reykjavík. Við þetta starf
vann hann þar til árið 1957, að
hann lét af störfum sökum ald-
urs. Átti hann þá að baki 43
ára starfssldur hjá Eimskipa-
félaginu, þar af um tvo áratugi
sem yfirverkstjóri.
Jón Rögnvaldsson var mikill
mannkostamaður, greindur vel,
trúr og heill í starfi. Hann var
góður drengur, dugmikill, gæt-
inn og laginn verkstjórnandi.
Baráttan á litlum opnum bátum
í misjöfnum veðrum, við harða
strauma og hættur Breiðafjarð-
ar hafa ásamt meðfæddum hæfi-
leikum og góðu uppeldi mótað
þennan dugmikla mann.
Jón naut mikils trausts for-
ráðamanna Eimskipafélagsins.
Hann var virtur af þeim sem
hann stjórnaði, o.g naut al-
mennra vinsælda allra þeirra,
sem honum kynntust.
Margar stórfelldar breytingar
urðu á öllum starfsháttum, bæði
til sjós og lands, á því tímabili
sem Jón Rögnvaldsson var yfir-
verkstjóri. Skipin urðu fleiri og
stærri og verkefnin jukust,
ekki hvað sízt á stríðsárunum,
þegar leysa varð umfangsmikil
og erfið verkefni við ófullnægj-
anidi aðstæður. Reyndi þá mjög
á þolinmæði, þrautseigju og úr-
ræðasemi Jón Rögnvaldssonar.
Þeir, sem muna árin fyrir
síðari heimsstyrjöldina, minn-
ast einnig atvinnuleysis og
skorts. Erfiðast átti Jón með að
neita mönnum um vinnu. Bezt
leið honum, þegar nóg var að
starfa. Verkamenn fundu vel
hug Jóns í þeirra garð. Þeir
kunnu að meta hjartahlýju
hans og ósérhlífni.
Ég vil fyrir hönd Eimskipa-
félagsins minnast með þakklæti,
hversu frábært starf Jón heitinn
leysti af hendi fyrir félagið. Per-
sónulega vil ég þakka margra
ára vinátu og gott samstarf.
Árið 1918 giftist Jón Rögnvalds
son eftirlifandi konu sinni, Jón-
friði Ólafsdóttur, ættaðri frá
Breiðafirði. Fyrsta hjúskapar-
árið var heimili þeirra á Hellis-
sandi, en síðan fluttust þau til
Reykjavíkur, þar sem heimili
þeirra hefur verið síðan. Þau
hjónin eignuðust fjögur börn,
þrjú þeirra eru á lífi, Júliana og
Guðmundur verkstjóri hjá Eim-
skipafélaginu, búsett í Reykja-
vik, og Björgfríður búsett í
Bandaríkjunum, en einn son,
Ólaf, misstu þau 17 ára gamlan.
Ennfremur ólu þau upp dóttur-
son sinn, Ólaf sem búsettur er í
Reykjavík.
Ég sendi frú Jónfríði, börnum
og öðrum ættingjum innileg-
ustu samúðarkveðjur mínar.
Óttarr Möller.
Leopoldville, 12. jan — AP.
• Byltingarstjórnin í Mið-
Afríkulýðveldinu hefur bann
að fjölkvæni í landinu, að því
er fréttastofan í Kongó herm-
ir. Akvörðun stjórnarinnar
tekur þegar gildi en nær ekki
til þeirra hjónabanda, sem
þegar hefur verið til stofnað.
Um 40% ilbúa Mið-Afríku-
lýðveldisins eru Múhameðs-
trúar en samkvæmf þeirri trú
hafa menn leyfi til þess að
eiga sér fjórar konur, svo
framarlega, se..i þeir geta
sýnt fram á að þeir geti séð
fyrir þeim.
HINN 22. desember s.l. hófust
áætlunarferðir með þyrlum milli
Pan Am byggingarinnar í miðri
New York borg og J. F. Kennedy
flugvallarins. Ferðin tekur aðeins
7 minútur en eins og þeir vita
sem reynt hafa getur þessi ferð
í bil tekið 1—2 tíma og stundum
lengur ef umferðin er mikil.
Það er flugfélagið „New York
Airways" sem annast þetta flug
á vegum Pan American. Farnar
eru 17 fer’ðir á dag — í sambandi
við ferðir Pan American frá
J. F. Kennedy flugvelli.
Þessi flugferð kostar kr. 300,00
fyrir aðra leiðina en kr. 430.00
báðar leiðir, en það er minna en
kostar áð aka leigubil þessa sömu
leið.
• Farþegar sem fara frá New
York aka að sérstakri afgreiðslu
í Pan • American byggingunni.
Hraðfara lyftur flytja farþegana
upp á 58. hæð byggingarinnar, I
en þaðan eru nokkur skref út
á þak byggingannnar þar sem
þyrlan stendur tiibúin til flugs.
Þegar þyrlan lendir við bygg-
ingu Pan Am á flugvellinum
ganga farþegar beint um borð í
þotuna sem flytur þá frá New
York.
Þegar farþegar Pan Am koma
til New York og hafa lokið toll-
skoðun er þeiln ekið beint að
þyrlunni sem flytur þá á 7 mín-
útum til miðborgarinnar og lend-
ir með þá á þaki Pan Am bygg-
ingarinnar á miðri Manhattan.
Þess má að lokum geta að ís-
lenzkir farþegar Pan Am geta að
sjálfsögðu keypt sína þyrlu-far-
miða um leið og þeir kaupa far-
seðla sína hjá Aðalumboði Pan
American, í Reykjavík, eða hjá
ferðaskrifstofunum.
Ferðir Pan.Am um ísland eru
á hverjum fimmtudegi. Þoturnar
koma hingað að morgni og fara til
Glasgow og Kaupmannahafnar.
Flugtíminn til Hafnar er 3 Vi timi
og er komið til Hafnar um há-
degið á dönskum tíma. Til New
York eru svo ferðir á hverju
fimmtudagskvöldi kl. 7 og komið
til New York sama kvöld kl. 8:30
áe New York tíma. Flugtími um
5 Vz klst.
Sukarno ræöst
á blaðamenn
Djakarta, 11. janúar — AP.
SUKARNO, Indónesíuforseti,
tilkynnti í dag, að öllum banda-
rískum fréttamönnum héfði ver-
ið vísað úr landinu. Skýrði for-
setinn frá þessari ákvörðun
sinni í ræðu, er hann hélt, er
hann veitti viðtöku skilríkjum
nýs sendiherra Sýrlands, H. M.
Sudjono.
Sukarno sagði, að hann sæi
sér ekki annað fært en vísa öll-
um bandarískum fréttamönnum
úr landi, því að þeir færu ætíð
með rangt mál í fréttaflutningi
sínum af innanríkisdeilum þeim,
sem nú standa í Indónesíu.
Um þessar mundir eru aðeins
tveir bandarískir fréttaritarar í
Indónesíu, fréttaritari „New
York Times“, og fréttamaður
United Press International.
Llfljótsvatn! LBfljótsvatn!
Úlfljótsvatnsvaka verður haldin í Skátaheimilinu,
sunnudaginn 16. janúar kl. 3.00, fyrir stúlkur, sem
dvöldust á Kvenskátaskólanum að Úlfljótsvatni
síðastliðið sumar. — Mætið vel.
Foringjar.
BÖKHALDARAR!
HÖFUM AFTUR FENGIÐ KOR TAKASSA MEÐ OGÁNVAGNA.
KASS ARNIR ERU FYRIR A 4. ÁN EFA FALLEGUSTU, VÖND-
UÐUSTU OG ÓDÝRUSTU B ÓKHALDSKASSAR SEM HÉR
FÁST. EIGUM EINNIG STAFR ÓF, MILLISPJÖLD, RIDDARA
OG FLEIRA.
ÚTVEGUM EINNIG :
SPJALDSKRARKASSA
FYRIR FÉLAGASAMTÖK, STÆRÐ A 5 MEÐ EÐA ÁN VAGNS.
FYRIRLIGGJANDI: VAGNAR F YRIR RIT- OG REIKNIVELaR.
KOMIÐ OG SKOÐIÐ ME ÐAN ÚRVALIÐ ER NÓG!
Borgarfell hf.
Laugavegi 18 — Sími 11372.