Morgunblaðið - 15.01.1966, Síða 18

Morgunblaðið - 15.01.1966, Síða 18
18 MORCUNBLAÐIÖ Laugardagur 15. janúar 1966 APÓTEK Afgreiðslustúlku vantar sem fyrst. Þarf að hafa gangfræðapróf eða hliðstæða mennt- un. — Upplýsingar í Garðs Apóteki laugar- dag og sunnudag kl. 1 — 4. r >> Utgerðarmenn Hraðfrystihús í Keflavík óskar að taka á leigu góðan bát á n.k. petavertíð. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Leigubátur — 8088“. Aðstoðarráðskona óskast að Reykjalundi. — Uppl. gefur mat- ráðskonan, sími um Brúarland eða í síma 32045. Framdrifslokur í Ford Bronco fyrirliggjandi. Verð kr. 2385.— umboðið Sveinn Egilsson hf. Sími 22466. Eiginkona mín og móðir okkar GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR Stórholti 21: Reykjavík, andaðist á heimili sínu 14. janúar síðastliðinn. Einar Þórðarson og börn. Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma MARÍA S. HELGADÓTTIR Hólmavík, andaðist á Landsspítalanum 14. þessa mánaðar. Ingimundur Ingimundarson, börn, tengdabörn og barnaböm. Jarðarför móður og fósturmóður okkar, SIGRÍÐAR FINNBOGADÓTTUR Tómasarhaga 24, sem andaðist aðfaranótt 9. þ.m. fer fram frá Dómkirkj- unni mánudaginn 17. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Athöfninni verður útvarpað. Matthildur Jónsdóttir, Hrafnkatla Einarsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, GUÐNA STÍGSSONAR fyrrv. löggildingarmanns. Margrét Guðbrandsdóttir. Við þökkum auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar JÓHÖNNU ÖNNU I»ORBJARNARDÓTTUR sem lézt að heimili sínu, Haukabrekku, 2. janúar sl. Halldóra Daníelsdóttir, Óskar Daníelsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður VIGGÓS BALDVINSSONAR húsgagnasmíðameistara. Oddbjörg Sigurðardóttir, dætur og tengdasynir. Vélstjóri 1. vélstjóra vantar á góðan vertíðarbát frá Grindavík. Upplýsingar í síma 18997. Brottfluttir Héraðsbúar Lýst er eftir nafni á félagsheimilið á Egilsstöðum. Tillögur sendist Sveini Jónssyni, Egilsstöðum fyrir 1. febrúar næstkomandi. Kastklúbbur Íslands minnir á kastæfingar klúbbsins í K.R.-húsinu á sunnudögum kl. 12,10—1. Nýir þátttakendur innritaðir í verzl. Veiðimaðurinn. STJÓRNIN. Útgerðarmenn Fiskverkunarstöð í Reykjavík óskar að kaupa físk úr bátum á komandi vertíð. Allskonar þjónustu hægt að veita. Einnig kemur til greina að sækja fisk til verstöðva á Suð-vesturlandi. Tilboð sendist Mbl. fyrir 22. janúar n.k. merkt: „8210“. Tilboð 'óskast í Bakkastíg nr, 10 (Vesturbakki), til niður- rifs og brottflutnings. Upplýsingar á hafnarskrifstofunni. Hafnarstjórinn í Reykjavík. Jarlínn tók súrsíld Akranesi, 10. janúar. — MIKL- AR skipakomur eru í dag. Litla- fell kom í morgun með olíu, sömuleiðis Kyndill, sem kom með oliu og benzín. Þriðja skipið var m.s. Arnar- fell, er flutti hingað áburð. Landlega er í dag yfir alla línuna og austan landnyrðings- stormur. Fjórða skipið kom og í morg- un, Jarlinn sem lestar um 800 tunnur af súrsíldarflökum hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. og flytur á Þýzkalandsmarkað. — Oddur. — Eru prófin Framhald af bls. 15. oft ekki nema tveir aðilar virkir og vakandi: Kennarinn og nemandinn, sem yfirheyrð ur er hverju sinni. Allir hinir eru meira og minna óvirkir. Nemandinn á ekki aðeins að 'hlusta. Hann á að vera virkur í hverri kennslustund, en þá verður yfirheyrsluaðferðin að hverfa Virkur í skapandi starfi. Þessi vinnubrögð eru nú smátt og smátt að ryðja sér til rúms, en slík vinnu- brögð krefjast mi-klu meira starfs og meiri árvekni af kennaranum. Nemendumir eiga ekki aðeins að hlusta á hvað Pétur og Páll vita mik- ið, heldur kryfja sjólfir verk- efnin til mergjar í starfi og leit. Stafsetningarkennslan á til dæmis að vera miklu meira í því fólgin, að nemandinn. finni sjálfur í stafsetningar- orðabókinni hvernig á að skrifa orðin en í þessum seig- drepandi stílleiðréttingum, sem kennarar leggja á sig. Það á að breyta lexíu- og yfirheyrsluaðferðinni í skap- andi starf. Það á að slíta kennsluna úr sambandi við prófin, og geta þá kennarar og nemendur orðið óháðari i starfi sínu ef þeir losna und- an svipu prófanna. H. J. M. C». HBIHRMANK VAREMEKLER OSLO Telegramadresse: «Laboritas». Telex: 1216. 15. januar 1916 15. januar 1966

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.