Morgunblaðið - 15.01.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 15.01.1966, Síða 14
14 MORGU NBLAÐIÐ ' Laugardagur 15. j'anúar 1966 Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Eitstjórar: Kitstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstj órn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Yigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FRAMTÍÐ IÐNAÐARINS Gunnar Friðriksson, formað- ur Félags ísl. iðnrekenda, ritaði grein hér í blaðið í gær um stöðu iðnaðarins við ára- mót. í grein þessari kemur fram, að ýmsar greinar verk- smiðjuiðnaðarins eiga nú í töluverðum erfiðleikum vegna aukins frjálsræðis í innflutningi og lækkunar tolla, svo og vegna örrar hækkunar framleiðslukostn- aðar. Þetta hefur mönnum raun- ar verið ljóst um nokkurt skeið, og er það vissulega áhyggjuefni. Verksmiðjuiðn- aðurinn hefur vaxið hér upp á skömmum tíma í skjóli inn- flutningshafta og tollvernd- ar. En þannig hafa aðrar þjóð ir einnig byggt upp sinn verk smiðjuiðnað, og er ekkert við því að segja. Verksmiðjuiðn- aðurinn hér á landi hefur nýtt vinnuafl, sem annars hefði ekki komið að notum, og hann hefur tekið við tölu- verðum hluta þeirrar vinnu- aflsaukningar, sem orðið hef- ur. Að því hlaut að koma, að frjálsræði í innflutningi ^yrði aukið, og tollar lækkað- ir, enda er sú stefna nú ríkj- andi í flestum helztu við- skiptalöndum okkar. Það kann hinsvegar að vera nokk ur spurning, hvort iðnaður- inn hafi verið nægilega vel undir þessar breytingar bú- inn, og hefur þó verið ljóst um nokkurt skeið að hverju stefndi í þessum efnum. En það sem mestu máli skiptir nú, er auðvitað, hvern ig hagur iðnaðarins verður bættur, og í því efni eru at- hyglisverðar ábendingar í fyrrgreindri grein Gunnars Friðrikssonar. Þar segir m.a.: „Þegar horft er fram á við til hins nýbyrjaða árs, hlýtur það að valda verksmiðjuiðn- aðinum nokkrum kvíða, ef enn verður framhald á aukn- ingu framleiðslukostnaðar. Útflutningsframleiðslan og sá iðnaður sem keppa þarf við innfluttan varning fær litlu ráðið um verð á fram- leiðslu sinni, gagnstætt því sem á sér stað um mikinn hluta annarra atvinnuvega. Ef þessi framleiðsla á ekki að leggjast niður, á hún ekki annarra kosta völ en að mæta hinum vaxandi framleiðslu- kostnaði með tæknilegum ráð stöfunum. Fyrir þennan iðn- að er því brýn nauðsyn, að hann öðlist tækifæri til þess að hagnýta sér nýjustu tækni í sem ríkustum mæli. Þess vegrta ber að stefna að því að lækka tolla af vélum, sem ekki eru framleiddar í land- inu, og stuðla þannig að auk- inni vélvæðingu og sjálf- virkni. Finna þarf viðun- andi lausn á því hvernig iðn- aðurinn geti átt greiðan að- gang að tæknilegum leiðbein- ingum. Kanna ætti leiðir til aukins samstarfs og jafnvel samruna fyrirtækja í stærri heildir, og gera þau með þeim hætti öflugri og sterk- ari í samkeppni við erlend fyrirtæki. Vinna þarf ötul- lega að aukinni hagræðingu í iðnaðinum, þar sem henni verður við komið. Tryggja þarf fjármagn til þess að ráð- ast í nauðsynlega uppbygg- ingu og endurbætur og að framkvæmdir þær sem ráð- ist er í komi sem fyrst að full- um notum. Nauðsynlegt er að vinna að lækkun hráefnis- tolla, sérstaklega þeim grein um iðnaðarins sem eiga í mestum erfiðleikum og tryggja ótollvernduðum iðn- aði, svo sem veiðarfæraiðn- aði, hliðstæða aðstöðu og samskonar iðnað.ur nýtur í viðskiptalöndum okkar, Loks ber að stefna að því að auka og bæta tæknimenntunina í landinu sjálfu, svo Tækni- skóli íslands verði þess megn- ugur að útskrifa fullgilda tæknifræðinga.“ Formaður Félags ísl. iðn- rekenda bendir hér á ýmis atriði, sem ýmist er unnið að eða nauðsynlegt er að taka þegar í stað til rækilegrar athugunar. Miklu skiptir, að þróun og vöxtur verksmiðju- iðnaðarins hér á landi stöðv- ist ekki, því að nútímaþjóð- félag byggist fyrst og fremst á háþróuðum iðnaði. Þetta er staðreynd, sem við verðum að hafa í huga. STEFNA, SEM KOMMÚNISTAR SKILJA Johnson, Bandaríkjaforseti, flutti hinn árlega boðskap sinn á Bandaríkjaþingi í fyrradag. í ræðu sinni ræddi forsetinn ítarlega Vietnam- málið, og er ljóst, af ræðu hans, að staðfesta Bandaríkj- anna í því máli er jafn mik- il og áður. Þessi styrjöld legg- ur miklar fjárhagslegar byrð- ar á herðar Bandaríkjamönn- um, svo sem ljóst er af því að Bandaríkjastjórn hefur átt í verulegum erfiðleikum að undanförnu við að koma fjárlagafrumvarpi sínu sam- an á þann hátt, að fjárfram- Ai Halldór Sígurðsson: DLTAIU liðasveitir að ræða. Alveg frá (því Pídel Castró komst til valda á Kúbu fyrir sjö áriwn hefur ríkisstjórnin í Havanna lýst yfir vilja sínum og mætti til að koma af s-tað og styðja fram til sigurs þjóð freteisstyrjaldir í Suður- Ameríku. Uppíhafið á sér stað á Kúbu, þar sem Suður- Ameríkubúar eru þjálfaðir í skærubernaði og uppreisnar Uppreisn Castrósinna í Suður-Ameríku MEÐAN alhéimur fylgist sem dáleiddur með hinni örlaga- ríku atburðarás í Suður- og Suð-austur-Asíu, veitir eng- inn uppreisnarástandinu í Suður-Ameríku neina eftir- tekt. En það hefur ef til vill alltaf verið þannig. Suður- Ameríka er aðeins nefnd í sambandi við kaffi, Copaca- hana, hallaruppreisnir og cha-cha-cha. Borgarastyrjöldin i Colom- bíu, sem stóð yfir í tíu ár, eða fraimiundir 1960, vakti svo litla atíhygli í heimisfréttun- um, að aðeins örféir evrópsk- ir og bandarískir blaðalesend ur lásu um hana. 1 henni létu þó um 300.000 manns lófið. Sú þróun sem í dag á sér stað í Perú hefur sæitt sama afskiptaleysinu. Menn hafa aðeins yppt öxlum yfir hinum hörðu átökum milli stjórnar- hersins og skæruliða Castró- sinna sem staðið hafa í marga mánuði í Andersfjöillunum, og sem hafa leitt til þess að lýst befur verið yfir neyðar- ástandi í Perú. Þrátt fyrir allt er þróun- in í Suður-Ameríiku mjög at- hyglisverð. Andstætt Afrílju t.d., þar sem feommúnisminn 'hefur ekki náð fótfestu er Suður-Ameríka prófsteinn á getu altþjóðlegs kommúnisma. Bæði Moskva og Peking hafa viðurkennt að þessi órólega heimsálifa vei'ti kommúnistum einstakt tækifæri til út- breiðslu á stjórnmála- og efnahagskerfi þeirra. Suður-Ameríka er land í upplausn. Eldgömul samfélög sem fyrir örfáum árum voru áilitin svo eðilileg, að ekki þótti ástæða til að gagnrýna þau, eru nú í upplausn. Á nokkrum stöðum, t.d. í litlu mið-amerísku ríkjunuim ríg- heldur yfirstéttin í forrétt- indi sín. Annars staðar, í Ohile, Argentínu, Uruguay hefur drottnunarvald hennar verið brotið á bafe aftur. í Mexikó, Bólivíu, og á Kúlbu hafa róttækar samfélagsbylt- ingar skapað skilyrði fýrir víðtaekum endurreisnaráætl- unum. Þjóðfélagsvakninigin kemur fram í venkföilluim, kröfugöng um og breytingum í styrk- leikahlutföllium stjórnmála- flokkana. Hið síðasttalda hef- ur bezt feomið í ljós í Ohile, þar sem hinir gamalgrónu stjórnmáilaflofekar biðu gífur ’ legan ósigur í aiþingiskosn- ingunum í marz sl. Hinn litli kristilegi demóikratafliokkur Eduardios Freis, forseta, fékk í einu vettvangi þingmeiri- hluta, en umibótastefna hans hefur vakið mikla athygli. Frei hefur þannig fengið um boð til að framfevæma áætl- un sína í friði, en hún byggist á djúptælkum samfélagsumbót uim eftir demókratiskum leið um. Fylgst er með þessari til raun hans af mikilli athygli í hinuim löndum álfunar. En Fidel Castró þjóðfélagsvakningin kemur einnig fram á nýjan og rót- tækan hiábt. Á s'íðus'tu mánuð um hefur skæruhernaður átt sér stað í þrettán af tuttugu og tveimiur löndum Suður- Ameríku. Nokkrar af þessum skæruliðáhreyfingum hafa ver ið það miáttvana, að fljótlega hefur tekizt að ráða niður- lögum þeirra t.d. í Brasilíu og Argentínu. Annars staðar, svo sem í Guatamala, Vene- zúela, Kólumibíu, Bólivíu og Perú hetfur skæruliðum tek- izt að ná fótfestu og standast gagnárásir stjórnarherjanna. Hverjir styðja þessar upp*- reisnaihreyfingar? Hveru fá þær áorkað? Enginn vafi leik ur á, ’ að í öllum tiLfellunum er um castrósinnaða skæru- andi sikapaður í hinum ýmsu löndum með útvarpssending- um og undirróðri. Stuðning- urinn er fólgin í vopnasend- ingum og efnahagsaðstoð við uppreisnarmenn, og endanleg ur sigur á að vinnast með þvi að sverta ríkisstjórn auðvalds ríkis og heri hennar í augum almennings með ringulreið og skemimdarverkastarfsemi. í fyrrnefndum löndum hef- ur uppreisnarmönnum tekizt að hafa í fullu tré við miiklu öflugri stjórnarheri, hersveit- ir, sem sérstaklega hafa verið þj'álfaðar til að berjast við skæruliða og sprengjuþotur vopnaðar napalm sprengjum. Skæruliðum hefur þó ekki tekiat að vinna almenning á siitt band í þessum löndum. Fyrr en það hefur tekizt er engin von urn endanlegan sig ur, eins og átti sér stað í hin- um sigursæla skæruhernaði Castrós á Kúbu. Castró l'ítur sjálfur á sig sem uppreisn- arforingja Suður-Ameríku og marikmið hans er að gera alia álfuna að „sósíalístískum al- þýðulýðveld'um“. Þetta á að gerast með tæknilegri aðs'toð frá Soivétríkjunum og feín- verskum hugsjónastuðningi. Ekki er hægit að dæima mögu- leika castrósinna í öðrum löndurn eftir hinum auð'velda sigri Castrós á Kúbu. Þvert á móti hefur fordæmi Castrós gert flestum ljóst, etoki sízt Bandariikjamönnum, að tími er komin til að snúa við blað- inu, ef koma á í veg fyrir að fleiri kommúnístísk ríki verði sett á stofn i Vesturálfu. Flest ar ríkisstjórnir í Suður-Ame- rku ha.fa nú hafizt handa um að feoma á aðkallandi endur- 'bótum, þréltt fyrir harða and- stöðu hjá hinum leiðandi þjóð félagsöflum. Það sem mtkil- vægara er, að Bandaríkja- menn eru jfarnir að ýta undir þær ríkistjórnir sem tregastar eru, aðallega gegnum Fram- farabandalagið, með því að lýsa yfir, að þær ríkisstjórnir, sem ekki innleiði umbætur fái enga efnahagsaðstoð. Þar að auki hafa Bandaríkin gert það ljóst með hernaðaríhlut- un sinni í Santó Dómingó, að þeir múni ekki þola nýja Kúbu. En þrátt fyrir allt mun Castróismi í nánustu framtíð halda áfram að vera mikil- væg stórnmálahreyfing í S- Ameríku. lög til umbótamála innan- lands verði ekki skert að ráði, þrátt fyrir aukinn kostnað við styrjöldina í Vietnam. Af þessu er ljóst, að Banda- ríkin verða að taka á sig miklar byrðar vegna styrj- aldar í f jarlægum heimshluta. En forsetinn sagði: „Við höfum barizt gegn kommúnismanum í Kóreu, við Formósuflóann, á Kúbu og nú síðast í Vietnam. Og við munum halda því áfram. Enn sem komið er hafa frið- arumleitanir okkar ekki fengið neinn hljómgrunn í Hanoi. Fyrir nokkrum árum ríkti friður í Vietnam. Norð- ur Vietnam var sjálfstætt kommúnískt ríki. Suður Viet- nam vann að uppbyggingu landsins með aðstoð Banda- ríkjanna. Það voru nokkrir í Suður Vietnam, sem vildu koma þar á kommúnískri stjórn. Þeir höfðu ekki mikið fylgi, en fyrir u.þ.b. 6 árum gerði Norður Vietnam innrás í Suður Vietnam. Þegar átök- in hörðnuðu höfðum við um tvennt að velja. Fara frá Suð- ur Vietnam og leggja landið í hendur kommúnistanna, eða vera kyrrir og berjast við hlið íbúanna í Suður Viet- nam. Við vorum um kyrrt, og við munum vera kyrrir þang- að til árásunum á Suður Viet- nam er hætt.“ Okkur kann að greina á við Bandaríkjamenn um margt. Og óneitamega hefur stefna Johnsons í ýmsum alþjóða- málum vakið töluverða gagn rýni, bæði hér á landi og ann- ars staðar, og af skiljanleg- um ástæðum. Hinsvegar á öll um frjálsum mönnum að vera eðli styrjaldarinnar í Vietnam Ijóst, og þess vegna munu frjálsir menn um heim allan styðja þá stefnu, sem Bandaríkjastjórn hefur mark að í Vietnam, og er sú eina sem kommúnistar skilja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.