Morgunblaðið - 15.01.1966, Síða 12
12
MORCUNBLAÐID
Laugardagur 15. janúar 1966
TIL þessa hafa Svíar ekki
haft orð á sér fyrir hljóðfæra
smíði, a.m.k. hefúr lítið frétzt
af því hér á landi. Fyrir
skömmu barst blaðamanni
Mbl. til eyrna, að hingað tii
lands væru komin ný og for-
vitnileg rafmagnshljóðfæri,
sem framleidd eru í Svílþjlð,
og leitaði hann því uppi eig-
anda þeirra, Pálmar Ólason.
Fyrsta hljóðfærið, sem
blaðamaðurinn sá og heyrði,
var rafmagnsorgel, 'sem í
fyrstu lét ekki mikið yfir sér
og var í útliti svipað þeim
hljóðfærum af þessu tagi, sem
hér hafa verið á markaðnum
Klavitron
r
Ovenjulegt hljóðfæri
Tubonen
Höfum kaupendur að ýmsum
gerðum bíla. Skipti oft
möguleg.
BÍLLINN
Höfðatúni 4.
Símar 21523 og 21524.
um nokkurt skeið. En þegar
eigandinn fór að meðhöndla
verkfærið, kom í ljós að hér
var ekki um að ræða neitt
venjulegt hljóðfæri. í sam-
bandi við þetta hljóðfæri er
heyrn sögu ríkari, en þó mun
blaðamaðurinn freistast til að
útskýra hvaða eiginleikum
það er búið.
Hljóðfæri þetta heitir
„Klavitron”, og að því er eig-
andinn segir, er það bæfi not-
að í kirkjum og í samkomu-
húsum í Svíþjóð. Eins og sézt
á meðfylgjandi mynd, hefur
orgelið tvö lyklaborð og hef-
ur yfir að ráða fjölmörgum
röddum; sumum harla óvenju
legum, svo sem banjó og gít-
ar. Einnig eru á hljóðfærinu
takkar fyrir hljóma, og' er
þeim raðað niður á svipaðan
hátt o.g á harmóftíku. Til Mfg-
unar á tónum orgelsins, er
,,Vibrato“ hnappur. Bergmáls-
stilling mun vera á hljóðfær-
inu, en eigi er blaðamannip-
um kunnugt hvernig hún er
meðhöndluð. Tvö tæki eru
staðsett á gólfinu. leikið er á
þau með fótunum og er _ann-
að þeirra fyrir styrkleika-
breytingar. Hitt tækið er öllu
óvenjulegra, en við notJkun
þess er sem bassaleikari og
trommuleikari hafi bætzt í
„hljómsveitina". Með hæln-
um getur hljóðfæraleikarinn
leikið bassatóna, sem að sjálf
sögðu eru í beirau sambandi
við hljóma þá, sem leiknir
eru á lyklaborðið. Með tánní
getur hans hinsvegar „leikið“
á heilt trommusett.
Eigandinn tjáði blaðamann
inurn að hljóð'æri þetta væri
alil dýrt, en það leyndi sér
ekki, að öll vinna og frá-
gangur er mjög vandaður.
RafmagnShljómsveit þessi er
aðeins 35 kg. á þyngd -og
mjög þægileg í meðförum. Að
því er eigandinn sagði hefur
hljóðfæri þetta vakið mikla
athygli í Svíþjóð o.g hefur
eftirspurnin verið mikil. Allir
varahlutir í hljóðfæri þetta
eru þegar til staðar hér á
landi, og verður það verk-
efni fyrir útvarpsvirkja en
ekki hljóðfæraviðgerðarmann
að gera við það, ef eitthvað
skyldi bila.
Þegar blaðamaðurinn hafði
undrazt mikið yfir þessu raf-
magnsorgeli, dró eigandi þess
fram sívalan pakka, sem
blaðamaður áleit að innihéldi
stjörnukíki. Nei, sú varð ekki
raunin á, hér var komið ann-
að h.ljóðfæri, sem nefnist „Tu
bonen.“ Hiljóðfæri þetta er til
þess ætlað að gera litla dans-
hiljómsveit stærri. Tubonen
býr yfir forvitnilegum eigin-
leikum; hægt er að breyta
lónblænum á fjóra vegu:
kontrabassi, rafmagnsbassi,
barytónsaxófón og fagot.
Hljóðfæri þetta hefur sams-
konar lyklaborð og píanó og
er þyngd þess um 5 kg. Að-
spurður um það, hvort hljóð-
færi þessi væru væntanleg á
markað hér, svaraði eigand-
inn því til, að hann hefði hug
á að kanna markaðsmögu-
leika fyrir þessi tvö hljóð-
færi og einnig annað orgel,
sem ’væri minna í sniðum en
þetta sem hann hefði nú undir
höndum.
Borun hætt í
Hólmi í bili
Akranesi, 12. janúar: —
23 STIGA hiti mældist á botni
holunnar, sem boruð hefir verið
í túninu vestan við húsið á
Innra-Hólmi í Innri-Akranes-
hreppi. Nú hafa þeir bora'ð rúma
190 m. niður, og eru hættir þar í
bili. Nú eru jarðborunarmennirn-
ir, Sigurður Sigfússon og Sigur-
geir Ingimundason í óðaönn að
flytja járðborunartækin að Hvíta
nesi í Skilmannahreppi vestan
við Akrafjall. Ætla þeir áð bora
í Hvítanestúninu ofan við bæinn
í leit að heitu vafni eða handa
Akurnesingum.
Fyrst var borað á Stillholti,
21,5 stig en þá á Hólmi 23 stig
og nú á Hvítarnesi — skyldi
verða alheiíast þar? — Oddur. |
Þrír bátar róa
frá Ólafsfirði
Ólafsfirði, 10. jan.
HÉÐAN munu róa þrír stórir
bátar í vetur, auk þriggja
smærri þilfarsbáta. Afli hefur
venð tregur fram að þessu —
mest fimm lestir í róðri. Um há-
tíðirnar setti niður allmikinn
snjó hér, en í þíðviðrinu und-
anfarna daga hefur hann að
mestu horfið. Eru því vegir orðn
ir vel greiðfærir hér um sveit-
ina, en Lágheiðin er ennþá ó-
fær. Er mikill áhugi hér með-
al fólksir^ um að heiðin verði
rudd, ef sama góðviðrið heldur
áfram.
— Fréttaritari.
íslenzkar kýr eru
langlífar og auðsamar
Athugasemd v/ð greín
Braga Steingr'imssonar
Hr. ritstjóri.
Hinn 19. des. s.l. birtist í heiðr
uðu blaði yðar klausa eftir hr.
Braga Steingrímsson, dýralækni,
undir fyrirsögninni Kúabúsbapur
innt. Vegna þeirra,. sem ókunn-
ugir eru staðreyndunum í þeim
atriðum, sem greinarhöfundur
víkur að, leyfi ég mér að biðja
yður að birta eftirfarandi at-
hugasemd.
Dýralæknirinn staðhæfir, að
heilsufar kúa á mjólkurfram-
leiðslusvæðum hér á landi sé
miklu lakara en annars staðar
þekkist og vanhöld séu stórfelld
árlega á búpeningi.
Á s.l. ári fékk stjórnskipuð
nefnd. tryggingafræðing til að
reikna út vanhöld á nautgripum
og sauðfé. Til grundvallar lagði
hann búnaðarskýrslur (frum-
gögn) Hagstofu íslands árið
1961 (síðasta ár, sem gögn voru
tiltæk frá). Jafnframt athugaði
hann heildarvanhöld ákveðið
árabil og komst að þeirri niður7
stöðu, að á þeim er ekki mikill
munur frá ári til árs. í úrtaki
úr búnaðarskýrslum 1961, sem
tryggingafræðingurinn tók úr 20
hreppum utan kaupstaða, reynd-
ist vera 9,2% nautgripaeignar
landsmanna og 10,7% sauðfjár-
eignar. Vanhöld á nautgripum
reyndust vera 0,99% og á sauð-
fé 3,17%. Nú er það að vísu
frekar matsatriði með kýr en
sauðfé, hvað telja ber til van-
halda, t.d. hvort fullorðin kýr,
sem hætt er við að fá júgur-
bólgu ,er talin hafa verið felld
af þeirri ástæðu (vanhöld) eða
vegna elli. Þótt eitthvað kunni
því að vera vantalið sem van-
höld, þá má þó Ijóst era, að
þau eru mjög lítil hér á landi,
og var það að vísu vitað áður.
Vanhöld þessi eru minni er víð-
ast hvar, ef ekki alls staðar, í
nágrannalöndum okkar, enda er
ófrjósemi og smitsjúkdómar
sjaldgæfari hér en í mjólkurkúm
erlendis.
Lengi hefur verið vitað, að
íslenzkar kýr eru langlífari en
flest, ef ekki öll önnur ræktuð
mjólkurkúakyn. Hefur nokkrum
sinnum verið gerð talning á
meðalaldri kúa þeirra, sem
skýrslur eru haldnar yfir á veg-
um nautgriparæktarfélaganna,
en þær eru yfir 40% af kúa-
stofni landsmanna. Árlega er
svo reiknaður meðalaldur kúa,
sem afurðamestar eru, og er
hann enn hærri. Þannig voru
árið 1962 felldar 55 kýr af þeim,
sem eitthvert ár höfðu mjólkað
yfir 20 þúsund fitueiningar og
nákvæmar skýrslur voru y4ir
frá.fæðingu til dauðadags. Þess-
ar kýr höfðu að meðaltali lifað
í 11 ár og 51 dag. Samsvarandi
aldur 34 kúa árið áður var 12 ár
og 122 dagar. Meðalársafurðir
frá 1. burði til æviloka voru
3927 kg. mjólkur með 4,04%-
mjólkurfitu, en æviafurðir
39667 kg.
Þessi dæmi gefa ekki til
kynna að gjörbreyta þurfi fóðr-
unaraðferðum, eins og greinar-
höfundur heldur fram, og skoð-
un hans á þeim málum bendir
til þess, að hann hafi alls ekki
fylgzt með leiðbeiningum í því
efni, og hvaða breytingum þær
hafi tekið á hverjum tíma, við
það, að heyverkun hefur stöðugt
farið batnandi með aukinni út-
breiðslu súgþurrkunar og vél-
tækni við heyskap, auk þess sem
nýjar rannsóknarniðurstöður
auka stöðugt þekkingu manna á
þessum málum. Þessum leiðbein
ingum er stöðugt komið til
bænda á fundum, í útvarpi og
í rituðu máli, þó ekki í dag-
blöðum að jafnaði.
Væntanlega minnka vanhöld-
in enn við það, að dýralæknum
fjölgar. Ungir, vel menntaðir
menn koma þar til að taka við
af hinum eldri, sem margir'
hverjir hafa unnið mjög gott
starf við erfiðar aðstæður og
fylgzt með nýjungum á sínu
sviði. Ef aftur á móti skyldi á
skorta í því efni einhvers stað-
ar, virðist eðlilegt, að menn
litu í eigin barm, áður en þeir
fara að bjóða aðstoð sína á sviði
búfjárræktar. Yrði það sennilega
árangursríkara í þeirri við-
leitni að draga úr vanhöldum
búfjárins.
Sannleikurinn er sá, að íslenzk
ir bændur hafa náð góðum tök-
um á mjólkurframleiðslunni á
fáum áratugum. Þeim hefur ekki
einungis tekizt að bæta úr þeim
mjólkurskorti, sem ríkti í kaup-
stöðum og kauptúnum, heldur
hefur myndazt varaforði af holl
um og Ijúffengum mjólkurvör-
um þrátt fyrir fjölgun þjóðar-
innar. Þetta hefur þeim tekizt
með því að vinna að kynbótum
í félagsskap sínum, nautgripa-
ræktarfélögunum, og með betri
fóðrun og hirðingu vetur og sum
ar. Þeir hafa tekið upp nýjung-
ar og fylgzt með leiðbeiningar-
starfseminni. Fyrir það, sem
áunnizt hefur, eiga þeir þakkir
skilið. Nú, þegar mjólkurfram-
leiðslan er orðin nóg, treysti
ég þeim vel til að fara að
snúa sér að kjötframleiðslunni.
Eins Og hlutaðeigandi stofnun-
um hefur verið bent á, þá er
nú brýn þörf víðtækari inn-
lendra tilrauna í því efni, þótt
nokkrar hafi þegar verið gerðar
og kynntar fyrir bændum. Er
þess að vænta, að auknar fjár-
veitingar til þeirra mála fáist
hið fyrsta.
Reykjavík, 14. jan. 1966.
Ólafur E. Stefánsson.
Signoi Voldi-
maisson
kaupmaður, Eskihlíð 14.
F. 23/1910. D. 28/11 1965
Herðir vetur frosta fárln,
fallin sumars ljúfu blóm.
Ástvinanna svíða sárin,
sviplegan við lokadóm.
Farðu sæll til fegri heima.
fyrst þig hljótum kveðja nú
unnendurnir aldrei gleyma
ástríki sem veittir þú.
Okkar skynjar hugur hryggur
hversu fágæt var þín lund.
Heill og sannur, trúr og tryggur,
tállaus drengur alla stund.