Morgunblaðið - 15.01.1966, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLADID
' Laugardagur 15. janúar 1966
Á RÁÐSTEFNU um fjármál
sveitarfélaga, sem haldin var
seint í nóvember sl., áttu
fréttamenn blaðsins tal við 10
forystumenn sveitarfélaga og
bafa fimm samtalanna þegar
verið birt. Hér birtast 5 hin
síðari. Samtölin f jalla um al-
mennar fréttir úr hinum
ýmsu sveitarfélögum og á-
stand í atvinnumálum á stöð-
unum.
MikSar framkvæmdir á Akureyri
MAGNÚS E. Guðjónsson, bæjar
stjóri á Akureyri sagði svo frá:
— Atvinnuástand er mjög gott
á Akureyri og er þar frekar
skortur á vinnuafli en hið gagn-
stæða.
Vinnuaflið leitar í allar grein-
ar atvinnulífsins. Að sönnu varð
vart við samdrátt í iðnaði í fyrra
vetur, en svo virðist ekki nú.
Undanfarin ár hefir atvinna ver
ið jafnari allt ári'ð um kring, en
hafi tíð verið sérlega slæm hefir
hringbraut um Akureyri, sem
liggur frá Lónsbrú inn mýrarn-
ar og niður hjá Kollugerði og
yfir Glerá framhjá Lundi og
áfram suður og gert er ráð fyrir
að vegurinn komi á Eyjarfjarðar
braut móts við flugvöllinn. Síð-
an er ráðgerð önnur aðalbraut
frá Glerárgötu, yfir höfnina, eins
og hún er nú og inn að Höefner.
Af iðnaðarbyggingum, sem ver
fð er að reisa má nefna bygg-
ingu við Niðursuðuverksmiðju
Kr. Jónssonar & Co, byggt er við
skinnaverksmiðjuna Iðunni og
verið er að byrja á byggingu
birgðastöðvar Sambands ísl. sam
vinnufélaga fyrir Norður- og
Austurland. Þá eru ýmsar verk-
stæðisbyggingar í framltvæmd.
Á Akureyri vantar mikið af
byggingariðnaðarmönnum.
íbúatala Akureyrarbæjar var
fyrir um ári 9550 og er aukning
nokkuð jöfn árlega eða 2%.
Akureyri rekur sem kunnugt
er mikla þjónustustarfsemi fyrir
byggðarlög Norðurlands. í því
sambandi má nefna að byggt var
búvélaverkstæði á sl. ári á veg-
um ræktunarsambandanna.
Slippurinn á Akureyri er nú að
byggja 350 tonna stálskip fyrir
Magnús Gamalíelsson í Ólafs-
firði og hafin er bygging flug-
skýlis á flugvellinum.
Rætt hefir verið um malbikun
flugbrautar, sem talin er mikil
þörf á, og að Akureyrarbær taki
það verk að sér. En málið er enn
á umræ'ðustigi, sagði Magnús E.
Guðjónsson að lokum.
Blönduós byggir á vaxandi
iönaði
EINAR Þorláksson sveitarstjóri
á Blönduósi segir okkur nokkuð
frá helztu framkvæmdum norður
þar:
— Megin verkefni íbúa Blöndu
óss er þjónustustarfsemi ýmis-
konar við sveitirnar í kring.
Stærsta verzlunin er kaupfélagið.
Hjá okkur eru tvö trésmíða-
verkstæði, Vélsmiðja Húnvetn-
inga og Vélsmiðjan Vísir, sem
bæði stunda auk þess bílavið-
gerðir og annast yfirbyggingar.
Þá er nýlega stofnuð trefjaplast-
verksmiðja, sem framleiðir plast-
báta og alískonar ílát, sem þótt
Aflabrestur háir Hráseyúngum
ÞORSTEINN Valdemarsson, odd-
viti í Hrísey, sagði svo frá hög-
um þar:
— íbúum fer fækkandi í Hrís-
ey. Um áramótin 1964—5 voru
íbúarnir 308 talsins og hætta á
að þeim fækki enn.
Þessu veldur aflabrestur á
fiskimiðum Hríseyinga, en sjáv-
arútvegurinn er einasti atvinnu-
vegurinn þar. I eyjunni hafa ver-
ið og eru dugandi sjósóknarar og
sjósókn er þar stunduð á allmörg
um 8—20 tonna bátum og auk
þess nokkrum opnum trillum.
Ástandið verður að sjálfsögðu
stöðugt alvarlegra ef afli heldur
lítillega borið á atvinnuleysi um
háveturinn.
Framkvæmdir á Akureyri eru
miklar. Þar er unnið mikið að
gatnagerð og holræsagerð og enn
fremur a'ð húsbyggingum. Helztu
byggingarframkvæmdir eru
bygging Iðnskóla, sem hafin var
í sumar, þá ér unnið að bygg-
ingu fjölbýlishúsa, lögreglu-
stöðvar, fangahúss og byggingu
húsnæðis fyrir bifreiðaeftirlit.
Þá er gert ráð fyrir á árinu 1966
verði lokið við skrifstofubygg-
ingar bæjarins í húsi slökkvi-
stöðvarinnar.
Þá voru á sl. ári malbikaðar
3 km. af götum og tekin var í
notkun ný malbikunarstöð, sem
hefir gefið mjög góða raun. Ný-
lega er lokið við malbikun
tveggja akreina innan úr mi'ðbæn
um og út að Glerá.
Eitt stærsta framkvæmdamál,
sem nú er á döfinni á Akureyri
er bygging nýrrar dráttarbautar,
sem á að geta tekið upp 500 tonna
skip og er ráðgert að hún kosti
rúmar 30 milljónir króna. Verður
hún staðsett norðan núverandi
dráttarbrautar. Unnið er að und-
irbúningi málsins en ekki hefir
verið tekin ákvörðun um hvaða
tilboði verður tekið. Þá er mikið
um ibúðarhúsabyggingar og
munu á þri'ðja hundrað íbúða í
byggingu og er árið 1965 mesta
byggingarár í sögu bæjarins.
Nú eru starfræktir fjórir tog-
arar, af fimm, sem eru í eigu Ut-
gerðarfélags Akureyringa h.f. —
Lögðu þeir talsverðan afla á land
í sumar og hraðfrystihúsið hefir
verið starfrækt nokkuð stöðugt
þar til í byrjun október.
Talsvert hefir veri'ð byggt af
húsnæði fyrir atvinnugreinar t.d.
er hafin bygging nýrrar mjólkur
stöðvar. Þá hefir verið gerð áætl
un um nýjan veg. einskonar
áfram að vera jafn lélegur og
verið hefir. Sl. sumar var sér-
lega lélegt. Dragnótaveiðar bát-
anna björguðu hinsvegar því sem
bjargað varð en þær stóðu frá
15. júní til októberlöka.
Sem fyrr segir er í ekkert hús
að venda með atvinnu, ef sjáv-
arafli bregst og því ekki um
annað að gera fyrir eyjaskeggja
en fara á brott til að leita sér
atvinnu.
Útgerðarmenn í Hrísey, og
raunar við Eyjafjörð allan telja
sig fá of lítið fyrir þann afla er
þeir leggja á land, en allur sá
fiskur sem þar er verkaður er
úrvalsvara, en því miður of lítill
greinarmunur gerður á honum
og netafiski sem aflað er annars
staðar við landið. Það er rauna
legt ef aflatregða og lélegt fisk-
verð verður til þess að menn,
sem rótfastir eru á þessum slóð-
um, vérða að flýja býggðarlög
sín.
Siðastliðið sumar var frysti-
húsið i Hrísey endurnýjað og sett
það færibönd og er það nú
ágætis atvinnutæki, sem getur
tekið á móti , g unnið 25 tonn af
fiski á dag. Hjá okkur leggja upp
nokkrir aðkomubátar, bæði frá
Grenivík og Árskógsströnd,
Ekki verður annað sagt en að
skemmtanalífið sé heldur fá-
breytt hjá okkur nú orðið í Hrís-
ey. Unga fólkið sækir burt og
það er fremur dýrt að fara í
land til þess eins að skemmta
sér. Við höfum nú endurbætt
gömlu Sæborg og vonum að það
hús nægi okkur í náinni fram-
tíð til skemmtanahalds. Við get-
um ekki byggt félagsheimili sem
byggir sín fyrstu og erfiðustu
starfsár á mikilli aðsókn, eins og
önnur félagsheimili við Eyja-
fjörð hafa gert.
Kvenfélagið á staðnum hefir
gengizt fyrir skemmtunum og nú
í vetur setur þat upp leik. Áður
hefir leiklistarlíf verið fjörugt í
Hrísey og höfum við farið með
leiksýningar um nágrennið og
gefizt vel.
Vatnsveitumálin eru nú eitt af
okkar erfiðustu málum og von-
andi fæst lausn á þeim áður
langt líður.
Að síðustu berst talið að leik-
list og gömlum Hríseyingum og
spyrjum við Þorstein hvort hon-
um séu ekki einhver sérstök at-
vik minnisstæð í sambandi við
þá.
— Jú, til dæmis Páll Bergsson,
sem var mikill athafnamaður
og fékkst við margt fyrir utan
útgerð og kaupsikap. Hann var
skynisamur maður og víðsýnn.
Ég man vel eftir því, þegar
sonur hans, sem nú er lands-
kunnur leikari, lék hér í „Ævin-
týri á gönguför'. Hríseyingar
settu þá upp sýningu á leiknum,
og hefur Gestur sennilega verið
í menntaskóla. Hann lék Skrifta-
Hans, en Páll, faðir hans, lók
kammerráðið. Ég hef séð þenn-
an sjónleik síðar bæði á Akur-
eyri.og í Reykjavík og get full-
yrt, að þær sýningar hafi ekki
verið betri. Leikurinn var sýnd-
ur lengi og man ég, að Akur-
eyringar fcomu á skipi til þess að
sjá hann. Ég minnist skemmti-
legs atviks frá þessari sýningu.
Einhver elzti Hríseyingurinn þá,
Guðmundur Erlendsson, sat með
öðrum og borfði á næturatriðið,
þegar Skrifta-Hans brýzt inn til
þess að stela. Allir stóðu á önd-
inni, þegar fóturinn á Gesti kom
inn um gluggann, en þá gall
karlinn við: „Nei; Þarna kemur
helvítið “ Það var eins og skvett
hefði verið úr skolpfötu framan
í álhorfendur. En þebta var n>ú í
gamila daga, segir Þorsteinn að
lokum.
hafa góð framleiðsla. Þá annast
verksmiðjan allskonar plast-
klæðningu mest á steinþök húsa
og er plastið þar í staðinn fyrir
járn og timbur. Þrír til fjórir
menn ferðast með tæki frá verk-
smiðjunni til þessarar plast-
klæðningar og voru þeir í vetur
m. a. á Akureyri. Annars hafa
fjármálin verið þessu fyrirtæki
nokkuð erfið.
Af helztu byggingarfram-
kvæmdum má telja að verið er
að byggja kennarabústaði við
kvennaskólann og í smíðum eru
10 íbúðarhús á staðnum. Þá er
verið að ljúka við smíði glæsi-
legrar kaupfélagsbyggingar.
Á Blönduósi hefir verið næg
Og góð atvinna. Sem fyrr segir
er iðnaður og þjónustustarf-
semi meginverkefni Blönduóss-
búa. Reynt er því eftir megni að
byggja iðnaðinn upp. Keyptur
hefir verið vísir að naglaverk-
smiðju, sem á sínum tíma var
sett upp í Borgarnesi. Rafmagn
er enn sem komið er næigilegt
fyrir smáiðnað á staðnum. Verið
er um þessar mundir að leggja
raflínu fram í Svartárdal. Raf-
magn er þegar komið um miðbik
Húnavatnssýsla allt vestur á
Hvammstanga og að Reykjaskóla
í Hrútafirði.
Næsta sumar er ráðgert að
byrja á varanlegri gatnagerð á
staðnum og verður þá steinsteypt
kringum hótelið. Nýbyggðin er
aðallega fyrir utan á, eins og það
er nefnt, eða austan við Blöndu.
Auk þess hefir verið skipulagt
byggingarsvæði upp hæðirnar
fyrir innan kauptúnið. Annars er
það einkar óheppilegt að Blanda
skuli skipta kauptúninu í tvennt,
því það gerir allar framkvæmdir
á staðnum erfiðari og dýrari.
íbúar á Blönduósi eru nú um
690 talsins og flyzt inn alltaf
talsvert á móti því sem fer brott.
Það flytur alltaf eitthvað at
fólki úr sveitunum í kring, én
annars er það fólk sem flyzt til
okkar allsstaðar af landinu. Nú
nýverið hefir flutt til okkar
fjölskylda og mun heimilisfað-
irinn taka við störfum hjá Kaup-
félaginu og svo höfum við feng-
ið nýjan ráðunaut, sem vinna
mun að mjólkurmálum fyrir
bændur bæði í Húnavatnssýslu
og Skagafirði, sagði Einar Þor-
láksson að lokum.
Gotl atviimuástand
í Stykkishólmi
NÝLEGA ráðinn sveitarstjóri,
Sigurður Pálsson, í Stykkis-
hólmi, segir svo frá högum þar
vestra:
— Nú eru alls gerðir út 7
stærri bátar frá Stykkishólmi og
eru þeir af stærðinni 40—120
tonn og auk þess eru gerðir út
nokkrir smærri bátar af stærð-
inni 10—30 tonn. Sjávarútvegur-
inn er undirstöðuatvinnuvegur
hjá okkur í Stykkishólmi. Hér er
einnig allmikill iðnaður, og er
stærsta grein hans skipasmíðar.
Nú er verið að byggja nýja
dráttarbraut. Þá eru og hér tré-
smiðjur, vélsmiðja og bílaverk-
stæði. í Stykkishólmi eru yfir 60
iðnaðarmenn. Þá er verzlun all-
mikil. Verzlunarsvæðið nær frá
Hraunsfirði og inn á Skógar-
strönd. Mjólkurbú er hinsvegar
ekki hér, en bæði úti í Grundar-
firði og inni í Búðardal. Verzlan-
ir eru tvær aðallega, Verzl. Sig-
urðar Ágústssonar og Kaupfélag-
ið. Tvö frystihús eru rekin á
staðnum. Kaupfélagið er að
byggja saltfiskverk.unarhús og
útgerðarfyrirtæki er einnig að
ráðast í byggingu húss fyrir salt-
fiskverkun.
Af öðrum byggingarfram-
kvæmdum má telja að verið er
að byggja nýtt landsímahús sem
fyrirhugað er að taki til starfa
1966 og þá með sjálfvirkri síma-
stöð. Búnaðarbankinn er að
byggja útibú. Þá eru í smíðum
14—15 ibúðarhús.
íbúar í Stykkishólmi eru nú
um 1000 talsins og er fólksfjolg-
un eðlileg á staðnum. Mikil at-
vinna er og vantar fólk.
Aflabrögð voru ágæt sl. sumar
Framh. á bls. 20