Morgunblaðið - 15.01.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.01.1966, Blaðsíða 27
Laugardagur 15. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 27 — 20 skip Framhald af bls. 28. vöruflutningaskip í eign Sem- entverksmiðju ríkisins og olíu- flutningabátur í eign Olíuverzl- unar íslands h.f. Þessi skip koma í marz og júní. Innanlands eru átta skip í smíðuha þar af eitt vöruflutningaskip í eign Flóabátsins Baldurs h.f. á Stykk ishólmi, einn hafnsögubátur í eign Hornafjarðarhafnar og björgunarskip í eign Hafsteins Jóhannssonar á Akranesi. Stærsta skipið sem nú er í smíð- um innanlands og jafnframt stærsta skipið, sem smíðað hef- ur verið hér á landi er stálfiski- skip, 330 brúttórúmlestir í eign Magnúsar Gamalielssonar á Ólafsfirði, en Slippstöðin h.f. á Akureyri annast smíðina. 1 hinni nýju skipaskrá er einn ig sú nýjung, að tekin hafa ver- ið upp skipaskrárnúmer, sem fylgir skipinu þótt það skipti um eiganda og heimahöfn. Auð- velda þessi skipaskrárnúmer leit að teikningum af viðkomandi skipi, ef leggja þarf .þær fram í sjórétti og við önnur tækifæri. Skipaskráin verður að venju send til eftirlitsmanna úti á landi, opinberra stofnanna, skipaskoðunarmanna, bæjarfó- geta og sýslumanna, en að þessu sinni verður einnig nokkur hluti hennar til sölu og kostar ein- takið 150 kr. A árinu 1065 voru skrá 17 ný íslenzk skip samtals 3.169 brúttó rúmlestir og 8 annarskonar skip, þar af 4 vöruflutningaskip, 1 hvalveiðiskip, 1 tankskip, 1 lóðsbátur og 1 seglskip, Storm- svalan, sem er eina seglskipið í íslenzka flotanum. Samtals er þungi þessara skipa 10.617 brúttórúmlestir. Hefur því ís- lenzki skipastóllinn aukist um 13.786 brúttórúmlcstir á árinu 1965. Á fyrrgreindum fundi frétta- manna og skipaskoðunarstjóra, var skýrt frá því, að út hefði verið gefin ný tilskipun um regl tir um sérstök ljósmerki fyrir fiskiskip að veiðum með herpi- liót og kraftblökk. Hljóðar fyrsta grein tilskipunarinnar svo: Vélknúið skip að fiskveið- um með herpinót og kraftblökk má hafa tvö rafgul ljós hvort Hjálmar R. Bárffarsou skipaskoffunarstjóri þráðbeint upp af öðru & þaki stýrishússins. Neðra ljósið á að vera minnst 5 fetum og efra Ijósið mmnst 5 fetum ofar en hliðarljósin, enn fremur skulu þau sjást, hvaðan sem litið er 2 sjómílur álengdar að minnsta kosti. Ljós þessi skulu þanmg gerð, að þau tendrist ög slökkni á víxl með um það bil einnar sekúndu millibili, þannig að neðra ljósið tendrist, þegar slökknar á því neðra og öfugt. Þessi ljós má aðeins sýna með ®n veiðarfæri eru í sjó og eiga þau að vara önnur skip við að fara of nærri. Skipaskoðunarstjóri sýndi fréttamönnum lítið tæki, sem húsi og eiga að sýna skipstjórn- hægt er að koma fyrir í stýris- armönnum hvort útiljósið vinni á réttan hátt. Tæki þetta er ís- lenzk uppfinning og gæti vel komið til mála að selja þau út- gerðarfyrirtækjum erlendis. Settar hafa verið nýjar regl- ur um breytingu á reglum nr. 11 20. janúar 1953, um eftirlit með skipum og öryggi þeirra. Koma þessar reglur, sem fylla níu síðna bækling í stað tæpr- ar blaðsíðu af reglum nr. 11, sem settar voru 1953. Skipaskoðun ríkisins gaf einn- ig. út bækling með alþjóðasigl- ingareglum og öðrum reglúm og leiðbeiningum er varð sigling- ar. Skipaskoðun Ríkisins hafði einnig forgöngu um útgáfu á merkjagjöfum við björgun úr sjávarháska og svar björgunar- manna við neyðarmerkjum manna í sjávarháska, og verður plaggið með þessum íeiðbeining- um geymt í plasthylkjum í gúm björgunarbátum. — Harðari Framh. af bls. 1 tilkynnti Wilson, að brezki samveldismálaráðherrann, Bottomley, sem ráðgert hafði ferð til Rhódesíu, að ráðstefnunni lokinni, myndi hætta við hana, að sinni. Þótti það nokkrum tíðmdum sæta í gær, að koma Bottomley til Salisbury var þar kunngerð, án þess. að ráðherrann sjálfur hefði staðfest, að hann myndi halda þangað. Hins vegar sagði Wilson, að stjórn Ian Smith hefði gert vissar kröfur varð- andi heimsókn Bottomley, sem hefðu verið með öllu óaðgengi- legar. Franska fréttastofan APF skýrði frá því í dag, að Bottom- ley hefði hætt við heimsóknina, m.a. vegna þess, að hætta hefði verið á, að hann yrði opinber- lega móðgaður. Hins vegar sagði talsmaður brezku stjórnarinnar síðar í dag, að Ian Smith hefði gert þær kröfur, ætti að verða af heim- sókn samveldismálaráðherrans, sem jafngiltu viðurkenningu brezku stjórnarinnar á stjórn Smiths, og einhliða sjálfstæðis- yfirlýsingu hennar. — Jón Ásbjörnsson Framhald af bls. 28 formaður Málflutningsmannafé- lags íslands 1922-26, var frum- kvöðull að stofnun Hins íslenzka fornritafélags 1928 og forseti þess frá upphafi, sat í landskjörstjórn 1934-1956, hann átti sæti í stjórn Iþróttasambandsins 1912-18, — stjórn Eimskipafélags íslands 1929-45, í stjórn Fornleifafélags- ins, Vísindafélagi íslendinga o. fl. — 17 ára Framhald af bls. 28. fremur fatnaði. Þann 9. septem- ber virðist hann ekkert hafa ..áð í þarna, en 28. september fór hgnn þarna inn með tvo aðra með sér og stal fatnaði og ávísun og ioks brauzt hann inn á sama stað 22. marz 1965 og ták þá 3060 kr., eina ávísun og fatnað. Er talið að þarna sé alls um 50 þús. kr. verðmæti -ó ræða í pen- ingum. Pilturinn leitaði einnig fanga víðar. Þann 10. oktober brauzt hann inn í Úra- og skartgripa- verzlun Magnúsar E. Baldvins- sonar. Þar stal hann 67 karl- mannsúrum og einni ] orðklukku. Nemur verðmæti j :ss á annað hundrað þúsund kr. miðað við söluverð. Þessi úr eru flest kom- in fram. Heima hjá piltinum voru 55 úranna, vandlega pökkuð, með taui á milli, svo þau risp- uðust ekki. En hann hafði lánað kunningjum sínum úr og úr og notað eitt sjálfur. Af þeim hafa náðzt 6 úr og gert ráð fyrir að 4 komi enn til skila, en tvö eru töpuð. Virðist pilturinn ekki hafa gert neina tilraun til að selja úrin, og ekki hafði hann neinn áhuga á kvenúrum á sín- um tíma, því hann skildi þau eiftir. Annað stórinnbrotið var fram- ★ Við göngum með Þorvaldi Guðmundssyni um bygging- una og komum í forsalinn og fáum skýringar á hverju hlut- verki hver vistarvera þjónar. Elahúshæð virðist verða flísa- lögð öll í- hólf og gólf, en þar eru ýmsar vistarverur. Auk þjónustu fyrir hótelið sjálft, eru vinnuherbergi fyrir mat- argerð flugflota Loftleiða. Meðan við erum að skoða'- kjallarann, en þar eru eld- hús og matargeymslur svo og snyrtingar og gufubaðstofur, énnfremur þvottahús og brauð gerðarhús, kemur Þorvaldur Daníelsson fulltrúi Loftleiða við þessar framkvæmdir og þeir Þorvaldarnir taka að ráðgast um mannaráðningar. Við skoðum næst eldhúsið, sem verið er að júka við að flísaleggjar og þar næst skoð- um við fimm vinnuklefa, sem þannig eru útbúnir að í hverj- um er hæfilegt kuldastig fyrir þá matartegund, sem þar er unnin, einn fyrir ísgerð og desserta og hraðfrystingu á brauðvörum fyrir flugflotann. Næst klefi til að gera til fugla og fisk, þá grænmetisklefi og næst klefi fyrir rótarávexti og loks kjötklefi, en auk þess er annar slíkur við hlið aðal- frystiklefa. Það kemur í ljós að fyrir- komulag frá Vestur-Þýzka- landi og Ameríku, eftir því sem hægt er að tala um fyrir- myndir. Það bezta er sótt til beggja landanna. Tæki eru frá þessum löndum báðum svo og Rafha í Hafnarfirði. Næst komum við upp á íbúð arhæðir og þar hittum við málarameistarann Hörð Jó- hannesson, en hans hlutverk verður að sjálfsögðu mikið um það er lýkur. Þar hittum við og Guðmund Jóhannsson yfirsmið, sem skýrir fyrir okk- ur að þótt í dag líti svo út að langt sé í land með bygging- una hafi svo mikið af verk- inu þegar verið unnið á verk- stæðum Og í verksmiðjum úti um allt land, allt norður til - Byggingarhraði Framhald af bls. 3 fyrir hinum margþætta bún- aði, sem þarf í fullkomið hótel. Frá upphafi hefir verið stefnt að því að hótelið geti evrið þægilegt gestum, en þó án íburðar eða óþarfa kostn- aði, enda ósk stjórnar Loft- leiða hf að hér verði fyrst og fremst um tiltölulega ódýrt ferðamannahótel að ræða“. á flísalagningu i eldhúsL er það húsakostur sem að honum kreppir. Um 100 manna staríslið þarf til hins nýja hótels. Þegar er farið að taka við pöntunum á gistingu í hótel- inu og mun það þykja nýmæli að starf hótelsins er þegar hafið, þótt ekki sé það nema hálfbyggt. Verð hótelherebrgja er þeg- ar ákveðið frá 344 krónum til 903 kr., en venjulegt tveggja manna herebrgi kostar 602 kr. á sólarhring. Ólafur Júlíusson bygginga- fræðingur tjáði okkur að lok- um að eins og fram kæmi í fréttum og öllum tilkynning- um ætti hótelið að vera full- búið og frágengið að öllu leyti fyrir 1. maí. Þetta gæti þó því aðeins staðizt að ekki brygði út af og vonandi færi svo að allt yrði með felldu. Hraði byggingarinnar er með eindæmum og alltaf hefir verið unnið nótt og dag frá því byrjað var 1. janúar 1965. Veriff aff leggja síffustu hönd Akureyrar, og auk þess nokk- uð erlendis, að lokaverkið verði ekki eins mikið og virð- ist, því skilveggir og innrétt- ingar eru margar þegar full- gerðar og aðeins eftir að koma þeim fyrir. Einmitt með þeim hætti er hægt að byggja stór- hýsi sem þetta á jafn skömm- um tíma. Kristinn Magnússon er með Guðmundi, en það er hans hlutverk að sjá um að verksmiðju- og verkstæðis- verk séu þannig úr garði gerð að allt komi heim og saman. Loks lítum við inn til veit- ingastjóra hins væntanlega hótels, Friðriks Gíslasonar, en hann stendur í ráðningu starfsmanna og telur það ganga vel. Hins sé aftur á móti að geta að stöðugt sé vöntun á lærðu fólki bæði matsveinum og þjónum og þyrfti að stuðla að því að styrkja skóla matsveina og framreiðslumanna sem kostur er svo hann geti enn betur gegnt sínu hlutverki. Einkum ið 7. febrúar 1965," og voru þá tveir aðrir piltar með þessum. Brutust þeir inn í húsgagna- verzlunina Búsllóð í Skiþholti. Þar var stolið tveimur radiófón- um af Luxorgerð, að verðmæti 12.555 og 10.495 kr., steroeút- varpstæki á 8.030, ferðaritvél á 4000 kr. og gömlu útvarpstæki. Voru þessir hlutir heima hjá þeim félögum og eru eittihvað skemmdir. Af öðrum innibrotum þessa at- hafnasama innbrotsþjófs á þessu hálfa öðru ári, þar til hann var tekinn, eru innbrot í Radiover á Skólavörðustíg, 10. sept 1964, þar sem stolið var ferðaútvarps- tæki, í Fálkann í sama mánuði, ásamt öðrum pilti, þar sem stolið var hljómplötum, og peningum. Þessir tveir og sá þriðji brutu sýningarkassa á Laugarveg 28 í nóVember það ár og stálu þrem- ur og hálfu pari af trúlofunar- hringum, en það er komið til skila. í ágústmánuði það ár braust pilturinn inn í Fókus í Lækj argötu 6 B og stal 4 ljós- myndavélum. 1 marzmánuði 1165 fór þessi piltur inn í skrifstofu hjá A. Jóhannsson & Smitih í Brautar- holti og stal útvarpstæki og tókk- hefti. Skrifaði hann út eina ávís- un, en þorði svo ekki að eiga við að selja hana. Og 18. desem- ber sl. brauzt hinn inn í Hatta- búðina á Laugavegi 10 og annar piltur með honum, en sá var að- eins í þetta eina skipti með. Létu þeir greipar sópa og stálu vörum fyrir tæp 40 þús. kr., kvennær- fatnaði, töskum, hönzkum háls- festum og er það allt framkomið nú. Piltur þessi hafði ekki komizt í tæri við lögreglúna fyrr, enda aðeins 16 ára gamall, þegar hann hof innbrotaferil sinn og nú ekki orðinn 18 ára. Aðeins einn af hjálparmönnum hans hefur áð- u - lítillega komið við sögu hjá lögreglunni. — íbróttir Framlhald a.f bls. 26 ur alla þá íþróttamenn, sem tóku þátt í fyrsta hluta keppninnar, að sækja vel æfingar deildar- innar og mæta til sexþrautar- keppninnar næstu fimm miðviku daga í KR-húsinu kl. 18.55. Nýir félagar eru ætíð velkomnir! Úrslit í 1. hluta, langstökki án atrennu: 1. Valbjörn Þorláksson 3.04 m. 2. Úlfar Teitsson 2.98 — 3. Einar Frímannsson 2.88 — 4. Niels Siemsen 2.87 — Aðeins 5 cm. skildu að 3. og 8. mann! — Stjóm FKR. ASalfundur Fiskifélagsdeildar Revkjavíkur verður haldinn í Fiskifélagshúsinu, Höfn, Ingólfsstræti, fimmtudag- inn 27. janúar 1966 kl. 9 síðdegis. D a g s k r á : 1. Venjuleg affalfundarstörf. 2. Kosnir 4 fulltrúar á fiskiþing og jafnniargir til vara. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.