Morgunblaðið - 15.01.1966, Qupperneq 16
16
MORCU N BLAÐID
Laugardagur 15. janúar 1966
Gísli Sigurðsson, Minning
ÞAÐ eru margir, sem hafa á því
áhuga að kveðja vini sína, þegar
•þeir fara í langferðir. Þakka
þeim liðna samveru, rifja upp
með þeim ýmislegt, sem á daga
hefur drifið og árna alls góðs á
nýjum stað. Vinur minn, Gísli
Sigurðsson, hefur haldið í þá
ferð, sem allra bíður, en enginn
'kemur úr aftur. Mig langar því
að kveðja hann með fáeinum
fátæklegum orðum, því Gísla
hef ég þekkt vel, bæði á full-
orðinsárum, þegar starf okkar
var tengt og við kepptum að
nokkru hvor móti öðrum, og eins
í bernsku minni, þegar hann
reyndist mér slíkur drengur, að
'hvorki ég né móðir mín munum
nokkurn tímann gleyma því né
geta fullþakkað.
Gísla á Sigtúni mun lengst
verða minnzt sem stjórnanda
langferðabíls og fyrirtækis þess,
sem tengt er ættaróðalinu.
Hann vann ótrauður að því að
byggja upp sérleyfi sitt með góð-
um bílakosti og umhyggju fyrir
farþegum sínum, sem margir
hverjir urðu góðir vinir 'hans.
Munu líka margir Siglfirðingar
þakka honum nú, þegar útséð
er um það, að hann ekur ekki
þangað oftar eða leysir úr vand-
kvæðum þeirra. En þó að starf
Gísla sem bílstjóra og forstjóra
sérleyfisins beri hæst, má þó
ekki gleyma starfi hans fyrir
Sleitustaði og metnaði hans að
gera feðragarð sem beztan. Gat
hann ekki síður glaðzt yfir því
starfi og fagnað, því hver finn-
ur ekki, þegar hann lítur til
Sleitustaða, að þar hefur verið
unnið markvisst af áræði og kær-
leika. Hlutur Gísla var þar stór.
Samt var ævidagur Gísla ekki
eingöngu starfi helgaður. Hann
var hrókur alls fagnaðar í vina-
hópi og var sérlega laginn á
það að gleðja þá og draga inn í
fagnaðinn, sem annars virtust
eitthvað á jaðri hans eða utan-
garðs. Þótti honum heldur ekki
ónýtt að geta hvlízt eftir langan
vinnudag við skemmtan á meðal
glaðra félaga.
Þegar ég nú kveð Gísla Sig-
urðsson og leyfi huganum að
leita á vit minninganna, þakka
ég honum, hvað hann var mér
ungum dreng, og eins heilindi
hans, eftir að við náðum vin-
áttu hvors annars að nýju, full-
tíða menn. Konu hans, börnum,
íoreldrum, systkinum og öðrum
vandamönnum og vinum votta
ég samúð mína, en fel Gísla
forsjá þess leiðsögumannsins í
hans hinztu langferð, sem veg-
inn þekkir og varðað hann hef-
ur.
Birgir Ágústsson.
t
„Hér féll grein af góðum kvisti
grisjaði dauðinn meir en nóg“.
ÞESSI vLsuorð kom mér í hug
nú er ég stóð yfir vini mínum
og svila, Gísla Sigurðssyni látn-
um nú fyrir skömmu.
Fyrir tveim áratugum hófust
fyrstu kynni okkar. Margs hef
ég og fjölskylda min að minnast
frá þeim kynnum: Glaðværðar-
arinnar, hjálpseminnar, hjarta-
hlýjunnar.
1 vöggugjöf hlauztu mikla
kosti.
Baráttuhug og kjark fram-
kvæmdamannsins. Hlýju og við
kvæmni móðurhjartans. Það er
ekki í fyrsta skiptið, sem við
mannanna börn stöndum agndofa
gagnvart hinni torráðnu gátu
mannlífsins.
Þú, sem hafðir svo oftsinnis
barizt móti mishvössum vindi
mannlifsins, og sigrað. — Síðan
snarpur hliðarvindur. — Öllu
lokið.
Minningarnar streyma fram:
„Finnst þér þeir ekki hafa
stækkað", þegar þú brosandi
færðir okkur hjórium syni okk-
ar sólbrenda, bústna, vart þekkj-
anlega að hausti, eftir sumardvöl
ina hjá ykkur Helgu í sveitinni.
I þessu brosi þínu og orðum
fólst ást þín á lífinu, ást þín
á öllu því unga viðkvæma og
vaxandi, sem þú hafðir svo næmt
auga fyrir. „Komdu nú og vertu
hjá okkur í sumar" sagðir þú,
og straukst blíðlega um vanga
aldraðrar móður minnar, sem þú
vissir að þráði sveitina. Þannig
var líf þitt allt. Ávalt glaðvær,
þá sjaldan hryggur, þegar þú
þóttist ekki geta orðið samferða-
mönnum þinum að nægjanlega
miklu liði. Slíkan mann er gott
að eiga að vin.
Fyrir tæpum þrem áratugum
fluttir þú, stoltur og lífsglaður,
hina ungu og glæsilegu brúði
þina, Helgu Magnúsdóttur frá
Söndum á Akranesi, heim á
föðurleifð þína, Sleitustaði í
Skagafirði. Strax var hafist
handa að reisa húsnæði handa
fjölskyldunni, sem hæfði stór-
hug þínum og framtakssemi.
Skömmu síðar skeði sá atburð-
ur, að hús foreldra þinna brann,
Þá var gott að húsrými var
nægjanlegt í nýja húsinu.
Foreldrar þínir reistu nýtt hús,
og nutu dyggilegrar aðstoðar
þinnar. Síðan hafa risið hvert
húsið á fætur öðru á Sleitustaða-
torfunni, í eigu ættmenna þinna.
Hver hefur verið aðal-driffjöður-
in í því er öllum kunnugt er til
þekkja.
Ólíkt er nú um að litast á
Sleitustöðum, en var fyrir aldar-
fjórðungi. Er það óbrotgjarn
minnisvarði um dugnað þinn og
hjálpfýsi, er vekur eftirtekt
þeirra er um garð ganga. Nú
er sköpum skipt.
Fyrir nokkrum dögum flutti
eiginkona þín, börn og tengda-
sonur þig látinn heim að Sig-
túni. Þar var fuliskipuð áhöfn,
þau sem þú elskaðir mest. Ávext
ir hamingjuríks hjónabands ykk-
ar Heigu.
Fyrst fara þurfti þessa ferð,
held ég að hún hafi verið farin
á þann veg, sem þú hefðir helzt
kosið, og þér hæfði.
Vinur, þú ert horfinn sjónum
okkar í bili, þar sem mishvassir
mótvindar og sviptisnarpir hlið-
arvindar fá ekki' grand gert.
Eftir lifir minningin í hjörtum
okkar um drenginn lífsglaða,
hjálpsama Og dagfarsprúða.
Eiginkonu þinni, bömum, öldr
uðum foreldrum og ástvinum
bið ég blessunar í sorg sinni.
Sofðu rótt vinur.
Einar Guðmundsson.
t
ÞEGAR ég tek mér fyrir hend-
ur að minnast með nokkrum
orðum góðvinar míns, Gísla Sig-
urðssonar, sérleyfishafa á Sleitu-
stöðum (Sleitubjarnarstöðum) í
Skagafirði renna upp fyrir mér
margvíslegar minningar um sam
vistir okkar og samskipti, sem
stóðu nær óslitið á annan ára-
tug. Með okkur tókst, fljótlega
eftir að ég flutti til Siglufjarð-
ar, góður kunningsskapur og síð-
an einlæg vinátta og nú er hann
er horfinn finn ég það bezt, að
með honum hefi ég misst ein-
lægari og hollan vin, sem aldrei
brást.
Það er ekki ætlun min i þess-
um fáu orðum að rekja sögu sam
skipta okkar frá upphafi til
enda. — Þá sögu kunnum við
báðir og í mínum huga ‘er hún
geymd en ekki gleymd. — Hún
er mér og veröur alltaf mikils
virði og það ekki síður að hon-
um liðnum en lifs. — Einstakar'
myndir af Gísla heitnum standa
mér þó skýrt fyrir hugskotssjón-
um nú er leiðir skiljast og ég
renni huganum yfir farinn veg
samfylgdar okkar og kynna. —
Ég man hann ötulan og áhuga-
saman, þrunginn lífsþrótti og
fjöri, mitt í önn starfsins, sihugs-
andi um að greiða sem bezt götu
þeirra, sem hann skyldi láta þjón
ustu sína í té við, siglaðan með
gamanyrði og bros á vör. — Ég
minnist hans eirinig á gleðistund
um á góðra vina fundi, er hann
starfs síns vegna gat unnt sér
hvíldar. Á slíkum stundum var
hann iðandi af kæti og lífsgleði
og naut sín þá bezt, er hann var
veitandi en aðrir þiggjendur.
Mest var honum þá skemmt, þeg-
ar þeim sem nutu ofbauð rausn
hans og höfðingsskapur. — —
En ég man hann líka á stund-
um, þegar á móti blés, niður-
beygðan og angurværan.
Hann var maður mikilla geð-
brigða, glaðvær og fullur gáska
hið ytra, en innst inni auðsærð-
ur og viðkvæmur sem barn.
★
Gisli Sigurðsson var fæddur á
ísafirði 10. okt. 1911, sonur
merkishjónanna, sem jafnan eru
kennd við Sleitustaði, Sigurðar
Þorvaldssonar, hreppstjóra og
Guðrúnar Sigurðardóttur. frá
Víðivöllum. Barn að aldri flutt-
ist hann með foreldrum sínum
að Sleitustöðum í Skagafirði og
átti hann þar heima æ síðan.
Vann hann í uppvexti sínum öll
venjuleg sveitastörf í hópi
margra systkina sinna, Hefir
jafnan farið orð af Sleitustaða-
heimilinu fyrir rausn og mynd-
arskap utan húss og innan og
hafa þar lagt hönd að bæði Sig-
urður hreppstjóri Þorvaldsson,
kona hans og börn, er þau uxu
úr grasi. Ungur gerðist Gísli heit
inn bifreiðastjóri og varð það
ævistarf hans að aka bifreiðum,
fyrst vöruflutninga- og farþega-
bifreiðum heima í Skagafirði og
síðan langferðabifreiðum. Ávann
hann sér frá upphafi vinsældir
manna og traust í starfi sínu
fyrir áreiðanleika og frábæra
lipurð í viðskiptum. — Árið 1950
var Gísla heitnum veitt sérleyfi
fyrir farþegaflutningum á ieið-
inni Siglufjörður — Varmahlíð.
Varð það brátt Ijóst, eftir að
hann tók að sér þessa þjónustu,
að þar var kominn réttur mað-
ur á réttan stað. Er skemmst
frá því að segja, að þessi at-
vinnurekstur hans blómgvaðist
með ágætum og fóru umsvif
hans ört vaxandi ár frá ári. Afl-
aði hann með árunum sérieyfa
til farþegaflutninga á leiðinni
Siglufjörður — Akureyri og síð-
an að nokkru á leiðinni Siglu-
fjörður — Reykjavík. Var svo
komið hin síðustu ár, að Sleitu-
staðamenn ráku eina umfangs-
og umsvifamestu bifreiðaútgerð
til farþegaflutninga á sérleyfis-
leiðum á landinu. — ötull þótti
Gísli heitinn við öflun sérleyfa á
hinum ýmsu leiðum. Skal það
mál ekki rakið hér nánar, en
þess aðeins getið, að um það er
lauk mun það hafa verið álit
flestra, sem til þekktu, að vel
væri hann kominn að hinu anna-
sama starfi sínu sakir vinsælda
sinna og manna sinna, sem byggð
ust á fádæma lipurð hans og
þeirra allra, frábærum dugnaði
og alhliða þjónustuvilja.
Fáum mönnum hefi ég kynnzt,
sem bersýnilegar nutu þess en
Gísli heitinn að greiða veg
manna og rétta hjálparhönd í
smáu sem stóru, oft langt um
skyldu fram. í því skyni sparaði
hann hvorki fé né fyrirhöfn og
mun e.t.v. af þeim sökum stund-
um ekki hafa orðið sá fjárhags-
legi ávinningur af rekstri fyrir-
tækisins, sem hann veitti for-
stöðu, sem vænta hefði mátt. —
— En hann var enginn smá-
munamaður í lífi sínu og starfi.
Höfðin-gslund hans var stórbrot-
in og rausn hans lítil takmörk
sett.
Oft hefi ég á liðnum árum
undrazt starfsþrek Gísla, vilja
hans og alhliða dugnað. Sjálfur
ætlaði hann sér oftast erfiðustu
ferðirnar á sérleyfisleiðum
þeirra Sleitustaðamanna og bætti
nóttinni við erfiðan dag, ef hon-
um þótti mikið við liggja á anna-
tímum. Hefir naumast hjá því
farið, að hann hafi að einhverju
leyti ofboðið heilsu sinni með
slíkum vinnuháttum og var hann
að ýmsu leyti farinn að heilsu og
slitinn maður, þegar hann lézt á
miðjum aldri í byrjun þessa mán
aðar.
★
Að mönnum sem Gísla Sigurðs
syni er mikill mannskaði, er þeir
falla frá, langt um aldur fram.
Hann var, svo sem ég hefi reynt
að lýsa í framanrituðu, frábær
að dugnaði, elju og ósérplægni
og hverjum manni hjálpsamari
og fórnfúsari. — Óvildarmenn
mun hann ekki hafa átt, en vini
eignaðist hann marga, sem nú
sakna vinar í stað og muna munu
hann lengi;
Gísli heitinn stóð ekki einn í
lífi sínu og þrotlausu starfi. Hon-
um hlotnaðist sú hamingja að
eignast góða og elskulega konu.
Hann kvæntist Helgu Magnús-
dóttur frá Söndum á Akranesi
þann 6. maí 1939. Hún bjó hon-
um yndislegt heimili, þangað
sem gott var að leita, er hann
unni sér hvíldar, oft örþreyttur
og úrvinda og hún reyndist hon-
um jafnan bezt, þegar mest lá
við. Frú Frú Helga lifir mann
sinn ásamt 4 börnum þeirra og
eru þau þessi: Frú Helga Alda,
hj úkrunarkona, nú búsett í
Reykjavík, Ragnhildur Svala,
gift Sigurði Björnssyni, bifreiða-
stjóra á Sleitustöðum, Aðalheið-
ur Dröfn, nemandi og Sigurður
Rúnar, bæði í foreldrahúsum.
Mikill harmur er nú kveðinn
að Sleitustaðafólkinu við fráfall
Gísla Sigurðssonar, öldruðum
foreldrum hans, börnum og syst-
kinum. Mestur er þó harmur
konu hans. Hún átti á bak að
sjá eiginmanni sínum örfáum
dögum eftir að móðir hennar
lézt.
Til ástvina Gísla heitins
hvarfla hugir margra manna um
þessar mundir, fullir samúðar og
hlýju. — Þess mun verða beðið,
að úr þeim skýjum sorgar og
saknaðar, sem hulið hafa sólar-
sýn um sinn greiðist, svo að ást-
vinum hans öllum og öðrum
þeim, sem honum voru kærir
megi „innan skamms skína, úr
skýjum sólin blíð.“
★
Þú munt svo ekki vinur fram-
ar greiða för mína og fjölskyldu
minar á vegum þessa heims. Fyr-
ir það hefir nú verið tekið fyrr
en vonir stóðu til. — Úr því sem
komið er getum við aðeins þakk-
að þér farargreiðann og sam-
fylgdina og beðið þann, sem á
ríkið, máttin_. og dýrðina, að þér
megi vel greiðast förin um eilífð-
arvegi.
Einar Ingimundarson.
Daníel Benediktsson
Vel er að fauskar fúnir klofni
felli þeir hinn nýja skóg.
En hér féll grein af góðum
stofni
grisjaði dauði meir en nóg.
(Sigurður Sigurðsson)
Slíkar eru staðreyndir hins
daglega lífs. „Maðurinn með
ljáinn" gengur nm og grisjar
mannlífsskóginn, hversu sem
oikkur fellur sú mannlifsstað-
reynd lífs og dauða: „í dag mér
á miorgun þér.“
Einn af merikum sambongurum
okikar er til grafar genginn.
Danfel var Vestfirðingur að
æfct og uppruna. Fæddur að Vig-
ur við fsafjarðardjúp 6. septem-
ber 1889 en dáinn 17. des. síðast
liðinn.
Poreldrar hans voru: Marsibil
Kristjánsdóttir Vigfússonar
bónda í Breiðadal í Önundar-
firði og Benedikt Eyjólfsson ætt
aður úr Eyjafirði.
Um vöggiustað sinn kveður
hann:
Eyjan fagra Vigur var
vöggu minnar staður.
Fyrstu æviárin þar
undi ég sæll og glaður.
Kona Daníels var Jónína Lofts
dóttir úr Fljótsthlíð, mikil mynd-
arkona.. Mikinn hluta ævi sinn-
ar bjó hann í Önundarfirði,
Tungu og á Kirkjubóli í Valþjófs
dal í Önundarfirði. Sfcundaði
hann jafnhliða búskapnum mik-
ið kúfisikveiðar til beitu handa
sjómönnum. Daníel var miikill
hagleiksmaður að hverju verki
sem hann gekk.
Síðustu árin hafði hann búsetu
í Reykjavík og þar gaf hann út
ihina yfirlætislausu kvæðabók
sína: Vísnakver Daníels Ben.“
Því maðurinn var ljóðrænn og
hljóðnæmur á hjartslábt láfsins.
Eifct drengskaparafcvik er mér
fast í minni frá 1938 er ég var
að flytja búferlum frá Álfadal á
Ingjaildssandi eftir 18 ára veru
þar. Ég þurfti að koma fóliki og
fénaði (einkum naubgripum) frá
Sæbólssjó inn að Flateyri í veg
fyrir „Gullfoss“ er var á leið
suður. Mátti því engu muna og
sízt af öllu ef Sæbólssjór yrði
úfinn.
Þá gerir Daníel mér það dreng
skaparbragð, án þess að vera beð
inn að hann leggur niður kúfisks
tekjuna og flytur allt mifct hafur
task inn á Flateyri. Úr því gekk
ferðin fljófct til Reykjavíkur og
þaðan upp að Elliðakoeti, þar
sem ég dvaldi í 8 ár áður en ég
flutti til Reykjavikur.
Ástæðan til þessarar breyting
ar var aðallega fjárkreppa min
ásamit öðrum atvikum, sem hér
verða ekki nefnd.
Ég gat ekki nefnt Daníel svo
að minnast ekki á þetta drengi-
lega atriði í mii.n garð. Slíkt
hefði verið vanþakklæti og ó-
menning á hástigi.
Ég kveð þig Daníel með kærri
þökk fyrir samtfylgdina og sam
úðarkveðju til eftirlifandi ást-
vina. Megi þjóð vor eignast
marga þína jafningja.
Lýk ég svo þ^;su minninga-
spjalli með orðum Einars eBne-
diktssonar er han- regir:
„Vort líf sem svo stutt og
stopult er.
Það stefnir á æðri leiðir.
Og upphimin fegri en augaí
sér.
Mót öllum oss faíminn
breiðir.“
Bjarni ívarsson.
B'ilaþjónustan
Höfðatúni 4
Verkstæði til afnota. Verk-
færalán. — Logsuða, — bón,
— þvottur, — ryksuga.
BUaf)jónustan
Simi 21522.