Morgunblaðið - 15.01.1966, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.01.1966, Qupperneq 15
Laugardagur 15. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 Þorgeir Ibsen skólastjóri: Skóla- og fræðslumál í síðasta hefti „Heimili og Skóli“, sem út kom um síð- ustu áramót, . kennir margra góðra grasa, sem vert væri að kæmu fyrir fleiri sjónir en þeirra, sem eru fastir áskrif- endur þessa ágæta tímarits um uppeldismál. Ein athyglisverðasta og bezta greinin í ritinu að þessu sinni er eftir ritstjóra þess, Hannes J. Magnússon, og ber hún yfirskriftina: „Eru próf- in nauðsynleg?“. — Segja má að þessi grein Hannesar sé tímabær og þörf hugvekja, einmitt nú, þegar próffarg- anið og allt bramboltið, senj því fylgir, virðist vera svo mikilsverður þáttur í skólum skyldunámsins. Hannes setur sig þó ekki upp á móti próf- um í öllu tilliti eða með öðr- um orðum, þar sem þau eiga við. í upphafi greinar sinnar segir hann m.a. þetta: „Próf eru nauðsynleg, jafnvel ó- missandi, sem lokatakmark skólagöngu, sem veitir ein- hver ákveðin réttindi. Það er handhægasta aðferðin til að kanna þekkingu manna, sem Eru prófin nauðsypleg? íslenzkir skólar eru miklir prófskólar og að því leyti ó- líkir skólum í nágrannalönd- um okkar, t.d. á Norðurlönd- um. Þetta er nokkuð ein- kennilegt, því að yfirleitt höf- um við á flestum sviðum fet- að í slóð frændþjóða okkar í skólamálum Próf eru nauð- synleg, jafnvel ómissandi, sem lokatakmark skólagöngu, sem veitir einhver ákveðin réttindi Það er handhægasta aðferðin til að kanna þekk- ingu manna, sem eiga að taka að sér ákveðið hlutverk í þjóðfélaginu En fyrir utan þetta eru þau óþörf, oft bein- líns hættuleg og verður kom- ið að því seinna. Já, prófin eru og hafa verið mikið stórveldi í landi hér, allt frá barnaskólaprófum og upp í háskólapróf Þegar hlut verk skólanna er fyrst og fremst það að veita almenna menntun eru prófin mjög hæpin, og þegar svo er kom- ið, að öll kennsla og skipu- lag skólans er miðað við vænt anlegt próf, erum við komin út á hála braut. Xslenzkir foreldrar leggja mikið upp úr prófum og taka því allar einkunnir hátíðlega. Séu þær háar, fær kennarinn og skólinn hrós fyrir, en séu þær lágar er það talin sök kennarans og skólans og kennarinn talinn lélegur fræð ari Það er ekki tekið með í þetta dæmi, hvort barnið er vel eða illa gefið. Kennararnir hafa því miður margir mót- ast af þrýstingi frá heimil- unurn, og er það kannske eðli legt. Þeim er það af eðlileg- um ástæðum mikið kappsmál, að börnin fái háar einkunnir, og þessar einkunnir vofa yfir höfði kennarans eins og svipa allan veturinn og ráða ósjálf- rátt starfsháttum hans, auð- vitað í samræmi við náms- eiga að taka að sér ákveðið hlutverk í þjóðfélaginu. En fyrir utan þetta eru þau óþörf, oft heinlínis hættu- leg. . . .“ Og síðar í grein- inni, þar sem hann er að ræða um barnaskólaprófin, segir hann: „Prófin eru meira og minna ófullkomin aðferð til að kanna kunnáttu barns- ins, en um leið varasöm og vafasöm“ (Leturbr. mín í báð- um tilvitnunum. Þ.I.). — Þá bendir hann réttilega á, að á Norðurlöndum þekkist ekki þessi viðamiklu próf, og get- ur þess, að í Noregi t.d. standi vorprófin ekki lengur en í 2 til 3 daga, en hér heima á íslandi standi þau í 2—3 vik- ur, en í gagnfræðaskólum allt upp undir 6 vikur. — Þessi grein Hannesar er vissu lega ihugunarverð, kannski fyrst og fremst fyrir það, hversu rausönn hún er og þar hreinskilnislega og pukr- unarlaust fjallað um mál, sem skólamenn hafa harla sund- urleitar skoðanir á. Enginn skyldi ætla, að Hannes skrifi um mál þetta af reynsluleysi. Hann á langan feril að baki skrá. Já, prófið er alltaf fram undan og þá veltur á miklu að börnin standi sig vel. Góðir og samvizkusamir kennarar þora varla að víkja út af þessari braut. Þeir þora varla að gera bekknum daga- mun með einhverju, sem frjóvgar kennsluna og gerir hana skemmtilega. Þeir eiga þá á hættu, að einkunnirnar á prófinu kunni að líða við það. Til að búa börnin sem bezt undir prófið eru lesgreinarn- ar leystar upp í spurningar, hver lesgrein t.d. í 100—150— 200 spurningar, sem börnin eru látin svara á smáprófum. Röng svör eru auðvitað leið- rétt. Þegar kemur svo að vor- prófinu eru valdar úr 20—30 spurningar úr hverri lesgrein, sem börnin hafa kannski svar að oft áður og þær lagðar fyrir börnin á vorprófinu. Með þessu móti geta jafnvel léleg börn náð allgóðu prófi. Þetta er því góð kennsluað- ferð til að ná góðu prófi. En það er mjög varasöm kennslu aðferð að kenna í prófum, þótt það geti kannski leitt til hærri einkunna, einkum hjá miður gefnum börnum. En yfirleitt tel ég það að mörgu leyti afturför að sleppa munnlegu prófunum, en taka upp skriflegu prófin, sem í barnaskólunum að minnsta kosti eru eintómar spurning- ar hver úr sinni áttinni Þótt sæmilega takist tiil að svara þessum sundurleitu spurningum, er langt frá því, að á bak við sé kunnátta, sem barnið býr að til lengdar. Svörin við þessum spuming- um eru oft gíeymd daginn eftir prófið eða vikuna á eftir. Þetta er ekki þekking, sem geymist til seinni tíma. Þessi sundurlausu þekkingarbrot hripa úr barninu eins og vatn úr meis, því hér er aðeins sem farsæll kennari og skóla- stjóri Hann hefir fengizt við kennslu í rösk fjörutíu ár og þar af verið skólastjóri stærsta skóla Norðurlands, Barnaskóla Akureyrar, í tæpa tvo tugi ára. Þótt Hannes hafi nú dregið sig í hlé frá kennslu og skólastjórn, eiga skólamálin hug hans að mestu. Og enn sem fyrr, þegar til mála þessa kemur, er hugur hans leitandi og veit- andi og frjór, svo sem síð- asta hefti „Heimili og skóli“ ber með sér, því að af 9 titil- greinum, sem í heftinu eru, á hann sjálfur 7; 5 frumsamdar og 2 þýddar — Auk þeirrar greinar, sem birtist hér með leyfi Hannesar, er ástæða til þess að benda foreldrum og kennurum á þessar greinar í heftinu: „Þráir söng vor sál“, og „Börnin, sem fara of snemma í skólann“ og svo þýddu greinarnar: „Mesta gleði lifsins," eftir nóbelsverð- launaskáldkonuna, Pearl S. Buck og „Pabbi er aldrei heima“, eftir Max Lerner. Þ. I. um minnisatriði að ræða, en ekki neina samfellda mynd, sem barnið á af viðfangsefn- inu. Þetta er galli allra prófa, einkum þeirra skriflegu. Það hefur verið talinn kostur próf anna að þau gæfu tilefni til upprifjunar á námsefni langs tíma. Það er vafalaust rétt, en hvers’U lengi endist það? Mér er nær að halda, enda sann- færður um, að þessi snögg- soðna þekking, sem börnin eru látin skila á prófum, sé síður en svo endingargóð. Enda í flestum tilfellum að- eins tjaldað til einnar nætur, eða eins dags — prófdagsins. Þessi snöggsoðna prófþekking er lítils virði, vegna þess, að hún verður ekki varanleg eign barnanna. Af þessum á- stæðum hafa próf lítið var- anlegt gildi, að minnsta kosti hjá börnum. Þetta sundur- lausa þekkingarhrafl er ótrú- lega fljótt að gufa upp. Ég gat þess hér að framan, hvernig lesgreinarnar væru lesnar undir próf Svipað má segja um aðrar námsgreinar. Td. reikninginn Mörg undan- farin ár hafa skólarnir fengið prófverkefni frá fræðslumála- skrifstofunni og meðal ann- ars í reikningi .Þessi verk- efni eru svo hvert öðru lík frá ári til árs, að það er vandalaust fyrir kennara, að æfa þessi próf svo, að það sé að verulegu gagni á próf- unum'. Dæmin eru svo lík frá ári til áns að litlu munar. Hér er því fyrir hendi sú freist- ing að æfa þessi tiltölulega fábreyttu próf með vorprófið fyrir augum. En ef þessi próf væru ekki til, myndi hver góður kennari fara sínar eigin götur, sem honum höfðu reynzt vel áður. Hér kemur því að hinu sama: Prófin stjórna kennslunni. Þarna ligg ur mesta hætta prófanna yfir- leitt Þau eru draugur, sem hilýtur að fylgja hverjum Hannes J. Magnússon kennara í starfi sínu og úti- loka að verulegu leyti allt já- kvætt frumkvæði í kennsl- unni Það á að þurka prófin út í núverandi mynd þeirra í barnaskólanum. Þau hafa þar ekki neinu hlutverki að gegna, sem ekki má fullnægja með öðrum hætti. Á Norðurlönd- um þekkjast ekki þessi viða- miklu próf í barnaskólum. f Noregi standa vorprófin t.d. ekki lengur en 2—3 daga, og er þá aðeins prófað lítilshátt- ar í moðurmáli, reikningi og ensku, en það er lögð mikil áherzla á ensku í norskum barnaskólum. Miðsvetrarpróf- um má alveg sleppa. Hver einasti kennari veit upp á hár hvar börnin eru á vegi stödd, jafnvel hvert einstakt þeirra. Kennarar geta gefið einkunn- ir í kennslustundum, og getur það komið í stað prófa. Einnig getur hann haft smápróf við og við til að kanna þekkingu barnanna í einstökum grein- um, ef hann hefur ekki vit- að um hana áður. Slík próf eru meinlaus, ef hann gefur ekki upp einkunnir, en þær ætti aldrei að lesa upp í heyranda hljóði fyrir bekk- inn. Ef foreldrar vilja fá að vita um frammistöðu barn- anna, geta þau haft tal af kennaranum Það er miklu betra en að senda einkunnir þeirra heim án nokkurra skýr inga. Annars er bezt að reyna að venja foreldrana af að meta börn sín eftir meira og minna handahófskenndum tölum. Það þarf að venja for- eldrana af því að trúa á ó- skeikulleik prófanna. Prófin eru meira og minna ófullkom- in aðferð til að kanna kunn- áttu barnsins, en um leið varasöm og vafasöm. Annars er það svo td. í Noregi, að það er bannað að senda eink- unnir barnanna heim fyrr en eftir 10 ára aldur. — Eftir er að minnast á þær sálarkvalir sem mörg börn verða að líða vegna prófanna, einkum hin lakar gefnu. Ég hef og mörgum sinnum séð þessi börn fela einkunnarblöð sín fyrir skóla- systkinum sínum, vegna ótta við lágu einkunnirnar. Þegar heim kemur og barnið á að sýna foreldrum einkunnirnar tekur ekki betra við. í marg- skiptum skólum eru börn í hverri ársdeild þó svo lík, að þetta veldur ekki verulegum óþægindum eða hrellingum. Þótt þessi börn þurfi ekki að óttast vanþóknun kennarans, er hún oft vís heima, og fyrir kemur að börn sýna foreldr- um sínum alls ekki einkunna- blað sitt þegar heim kemur. Kennarar skilja yfirleitt þessi börn og vita hvar skór- inn kreppir að. Þeir reyna því að taka sem mildilegast á þessum ósigrum barnanna. En þyki börnunum vænt um kennara sinn, og það þykir þeim sem betur fer oft, er það eitt nægilegt til að valda þeim kvíða vegna prófanna, að þurfa að valda þarna von- brigðum hjá kennaranum, sem kannski hefur lagt sig allan fram um að koma barninu áfram í náminu. Barnið er ieitt yfir þvi kennarans vegna svo og foreldranna, að geta ekki skílað betri árangri en þetta. Og þar sem það er siður að lesa upp einkunnir allra barna, bætir það við nýjum hrellingum. Það ætti aldrei að lesa upp einkunnir barna. Þær eiga að vera trún- aðarmál kennarans og barns- ins og koma engum öðrum við. DuglegU börnunum er nóg að vita, að þau hafa staðið sig vel. Það á ekki að dekra við hégómaskap þeirra með því að auglýsa gáfur þeirra. Ég hef því oft furðað mig á því að það skuli þykja svo mikill fréttamatur að senda þessar ómerkilegu töl- ur til upplestrar í útvarpi. Það ætti enginn skólastjóri að gera. Ég held, að börnin þafi ekkert gott af því sjálf. Það er betra að bíða og sjá hvað úr þeim verður. Börnin með háu einkunnirnar reyn- ast ekki alltaf að sama skapi vel, þegar út í lífið kemur. Hláu einkunnirnar eru oftast fyrst og fremst afleiðingar af góðri greind, fremur en áhuga og dugnaði Sannleikurinn er sá, að þessi börn leggja oft miklu minna á sig en hin, sem lágu einkunnirnar hljóta. Háu einkunnirnar eru því oft fengnar með minni fyrirhöfn en lágu einkunnirnar. Á bak við þær liggja oft miklar á- hyggjur, erfiði og vonbrigði, þótt þær hafi ekki orðið hærri, þegar á hólminn kom. Þá ber að nefna þann mikla tíma, sem fer í prófin. En þau gerðu eitthvert verulegt gagn, frá sjónarmiði þekkingarinn ar eða uppeldisfræðinnar, væri ekkert við því að segja. En hafi nú prófin enga slíka fcosti, er það sóun á tíma að burðast með þessi viðamiklu próf. í barnaskólanum taka þau að vísu ekki nema 2—3 vikur, en sé aftur miðað við gagnfræðaskólana, munu próf in þar taka upp undir 6 vik- ur. Hvaða vit er í slíku? Hvaða vit er að gera prófin að slíku bákni. Það væri sann arlega betra að verja þessum tíma til áframhaldandi kennslu heldur en slíkrar skriffinsku og allt sem er í kringum hana En að mínu á- liti er hægt að losna við mest- allt þetta brambolt, án þess að skólastarfið líði nokkuð við það. Á meðan próf tíðkast, verða þau allt af til að skyggja á sjálft takmarkið: Að gera nemendurna að betri, þrosk- aðri og hæfari einstakling- um. Á meðan nemendur, kennarar og foreldrar meta skólastarfið í meira og minna fánýtum tölum frá 1 upp í 10, sjáum við skólana og hlut verk þeirra ekki í réttu ljósi. Við verðum að beita öllum okkar kröftum til að ala börn okkar upp í dyggðum og drengskap, og öðrum mann- kostum, sem ekki er hægt að mæla í tölum, svo sem þegn- skap og þjónustulund og rækta kærleiksríkt hugarfar þeirra. Þetta má aldrei gleym ast, þeim sem við skóla- og uppeldisstörf fást. Yfirheyrslurnar, sem eink- unnagjöfin byggist á, verða einnig að þoka um set fyrir skapandi starfi nemendanna sjálfra í kennslustundunum. Með yfirheyrsluaðferðinni, eru Framh. á bls. 18 Hannes J. Magnússon: Eru prófin nauðsynleg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.