Morgunblaðið - 15.01.1966, Blaðsíða 17
Laugardagur 15. janúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
17
SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
<!mmm
ÆSKAN OG FRAMTIÐIN
RITSTJÓRAR: SIGURÐUR HAFSTEIN OG VALUR VALSSON
•.
Fjöfbreyttara og þróttmeira starf en nokkru sinni fyrr
V/ð/a/ v/ð Má Gunnarsson
1»EGAR skipulagt er vetrarstarf
í jafn fjölmennu félagi og Heim-
dalli verður stjórn félagsins að
taka tillit til mjög margvíslegra
skoðana og óska. Mörg og mis-
munandi áhugamál kalla á fjöl-
þætta starfsemi. I»að að í félag-
inu er ungt fólk á aldrinum allt
frá 16-35 ára undirstrikar þörf-
ina á því að ekki má beina starf-
seminni um of í einn farveg. Eitt
hvað á þessa leið sagði Már
Gunnarsson, stud. jur. fram-
kvæmdastjóri Heimdallar, F.U.S
þegar tíðindamaður síðunnar
hitti hann að máli í skrifstofu
félagsins í Valhöll til að leita
upplýsinga um starfsemi Heim
dallar nú eftir áramótin.
— Hvað er þá helzt á döfinni
í félagsstarfinu hjá ykkur, Már?
•— Eins og ég sagði áðan verð
ur starfsemin í vetur mjög fjöl-
breyttt. Haldin verða kynning-
arkvöid, sem helguð eru liðnum
st j órnmálasikörunguim. * Fengnir
verða fróðir menn til að segja
frá æviferli, baráttumálum og
baráttu eftirtalinna manna: Jóns
Sigurðssonar, Benedikts Sveins-
sonar, Hannesar Hafstein, Björns
Jónssonar, Jóns >orlákssonar og
Ólafs Thors. Lesnar verða glefs-
ræðum og ritum þess-
ara manna, reynt að hafa mynd-
ir af þeirn, svo og muni sem þeim
tilheyrðu, ef gerlegt reynisf.
Klúbbfundir verða á þriggja
vikna fresti fram á sumar, en a
þeim fundum eru til umræðu
einihver þau mál, sem ofarlega
eru á baugi hverju sinni. Mér
finnst ástæða til að benda á að
klúbbfundirnir hafa reynst eink-
ar vinsælt fundaform, ekki sizt
meðal eldri Heimdallarfélaga.
í»á mun launþeganefnd Heim-
dallar væntanlega láta frá sér
fara blað á næstunni. Einnig
mun hún halda málfundi og
standa fyrir annarri starfsemi.
Ráðstefnur munu -erða fjórar
í vetur, þrjár kvöldráðstefnur
og ein helgarráðstefna. Umræðu
efni kvöldráðstefnanna verður
ísland—EFTA og alþóðleg sam-
vinna, landbúnaðarmál of Sjálf
stæðisflokkurinn frá sjónarhóli
ungra sjálfstæðismanna. Helgar-
ráðstefnan verður um borgar-
mál. Allar verða ráðstefnurnar
haldnar í félagsheimilinu.
bá verður væntanlega stofnað-
ur þjóðmálaklúbbur á næstunni
og útgáfu félagstíðinda haldið
áfram. Verða þau send félags-
tnönnum og flytja nýjustu frétt-
ir af því sem er að gerast hjá
félaginu. Fyrsta blaðinu á þessu
ári verður væntanlega dreift í
lok þessa mánaðar.
— Hefur ekki aðstaða til allr-
Már Gunnarsson í skrífstofu Heimdallar
ar félagsstarfsemi gjörbreytzt
nieð tilkomu nýja félagsheimilis
ins?
— Jú vissulega, hin geysimikla
aðsókn að félagsheimilinu ber
þéss bezt vitni.
Að eignast félagsheimili hefur
lengi verið mikið áhugamál
Heimdeliinga og lengi verið að
því stefnt að þessi draumur okk-
ar mætti rætast. Nú er eins og
ég sagði áður sýnt að hin mikla
vinna sem lögð var í að koma
því upp er farin að bera ávöxt.
í félagsheimiiinu hefur verið
hægc að halda fjölmenn kynn-
ingarkvöld og nú síðast vel
heppnaða jólagleði og nýjársfagn
að þar sem rúmlega þrjú hundr-
uð manns mættu. bá hefur „opið
hús“ átt miklum vinsældum að
fagna en það er nú á þriðjudags-
miðvikudags-, föstudags-, og
sunnudagskvöldum.
— Þú talar um „opið hús“,
hvað áttu við með því?
— Með „opnu húsi“ er átt við
að félagsheimilið hér sé opið
ems og nafngiftin gefur til
kynna, en á þessum kvöldum er
reynt að hafa ýmislegt til
skemmtunar t.d. blómplötukynn
ingar, bridgekvöld, skákkvöld,
spilakvöld, myndlistarkynningar,
kvikmyndasýningar ða kynmng
ar á skáldverkum, þar sem höf-
undarnir sjálfir verða fegnir til
að ræða um verk sín. Á þessum
kvöldum hefur okkur orðið mik-
ill akkur í hinum nýju hljóm-
plötutækjum félagsins.
— En Már, hafa ekki væntan-
legar kosningar einhver áhrif á
félagsstarfsemma í vetur og vor?
— Vissulega kemur starfsem-
in, þegar á líður, til með að mót-
ast að einhverju leiti af kom-
andi borgarstj irnarkosningum
einkum með vorinu. í því sam-
bandi má nefna helgarráðstefn-
una um borgarmál og fundi er
haldnir verða sameiginlega með
hinum sjálfstæðisfélögunum. Þá
kalla kosningar jafnan á auikið
sjálfboðastarf við undirbúning
kosningana.
— Hvernig hafa félagsmenn
brugðist við þessari nýju og fjöl-
breyttu starfsáætlun?
— Vel, er mér víst óhætt að
segja. Starfsemin nú eftir ára-
mótin hefur þegar farið ágæt-
lega af stað, áhugi virðist mikill
ofe finnst mér það gefa góð fyrir
beit um áframhaldið. Þá hafa
félagsmenn sjálfir aðstoðað
stjórnina dyggilega við að undir
STEFNA OG STARF
Heimdallar FUS kynnt
HEIMDALLUR F.U.S. var stofn-
að 16. febrúar 1927 af nokkrum
ungum áhugamönnum um stjórn
mál. Á þessum rúmlega 38 ár-
um hafa milli 10-15000 ungir
menn og konur fylgt sér undir
merki Heimdallar og barizt á
vettvangi félagsins fyrir marg-
víslegum hugsónum þess. Með-
limatala fólagsins í dag er um
3000 og á hverju ári bætast
hundruð nýrra félagsmanna í
hópinn.
Sarrakvæmit tillögu fyrsta for-
manns fólagsins, Péturs Haf-
stein, var félaginu gefið nafnið
Heimdallur eftir hinum forna
ás.
Heimdallur hefur allt frá stofn
un haft á stefnuskrá sinni ýmis
framfaramál er síðan hafa kom-
izt í framkvæmd. Heimdallur
tók t.d. snemma upp kröfur um
algjöran skilnað við Dani og
stofnun lýðveldis íslandi. Þóttu
þær tiilögur all róttækar á þeim
tíma. Sú stefna birtist í fyrstu
stefnuskrá Heimdallar 1931. Af
öðrum stefnskrármálum frá
þeim tíma má t.d. nefna:
Að kjördæmaskipan yrði færð
í það horf að atkvæði allra kjós-
enda gætu orðið jafn áhrifarik
á landsmál, hvar sem þeir
byggja.
Að kosningaaldur til A þingis
yrði bundinn við 2il árs lágmariks
aldur.
Að unnið yrði að auknum skiln
irgi og samúð milli verkamanna
og atvinnurekenda.
Að skipaður yrði opinber
ákærandi.
Er hér aðeins getið örfárra
atriða úr fyrstu stefnufrá ferags
ins, en þau sýna glöggt þá miklu
framsýni er ríkt hefur hjá félags-
mönnum allt frá upphafi.
Nýjasta stefnuskrá félagsins
var samþykkt árið 1963 og skulu
hér tilfærð örfá atriði úr henni.
1 inngangi segir m.a. að mark-
mið félagsins sé að berjast fyrir
Frh. á bls. 19
búa að allt megi fara vel úr
hendi.
— Hvað viltu ráðleggja nýjum
félagamönnum, sem áhuga hafa
á að taka þátt í félagsstarfsem-
inni og gerast á þann hátt virk-
ir meðlimir?
•— Ég vii eindregið hvetja þá
til að líta inn eða hringja á skrif
Framhald á bls. 25.
Benedikt Sveinsson
Jón Sigurðsson
Heámdallur kynnir látna
stjórnmálaskörunga
EITT af því, sem mesta athygli
mun vekja í starfi Heimdallar
FUS í vetur er kynning á liðn-
um stjórnmálaskörungum. Þeir
sem kynntir verða eru Jón Sig-
urðsson, Benedikt Sveinsson
eldri, Hannes Hafstein, Björn
Jónsson, Jón Þorláksson og Ólaf-
ur Thors. Flutt verða erindi um
þessa liðnu stjórnmálaskörunga
og félagsmenn í Heimdalli lesa
upp úr ræðum þeirra og ritum.
Með þessari starfsemi vill
Heimdallur leitast við að kynna
fyrir ungu kynslóðinni ævi og
störf þeirra manna sem hæst hef
ur borið í sjálfstæiðs- og stjórn-
málabaráttu þjóðarinnar á lið-
inni öld og síðustu áratugum.
Flestir af yngri kynslóðinni hafa
lítil kynni haft af þessum mönn-
um nema Ólafi Thors en hins
vegar er nauðsynlegt að unga
fólkið þekki vel baráttu þessara
höfuðskörunga þjóðarinnar. —
Þess vegna hefur Heimdallur
ákveðið að taka upp kynningu
á starfi þessara liðnu stjórnmála
skörunga og er þess að vænta að
hún mælist vel fyrir og verði fjöl
sótt.
Starfsemi þessi hefst væntan-
lega 31. janúar n.k. og verður
síðan reglulega á tveggja vikna
fresti á mánudagskvöldum í Fé-
lagsheimili Heimdallar.
Hannes Hafstein
Björn Jónsson
Ólafur Thors
Jón Þorláksson