Morgunblaðið - 15.01.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ’ Laugardagur 15. Janúar 1966 Langt yfir skammt efftir Laurence Payne Ég var nú hinumegin við turninn og kirkjan milli mín og árinnar. Myrkrið var eins og orðið að persónu, lifandi veru, óvini, sem var allsstaðar ná- lægur, en hafi það verið óvinur minn, var það líka óvinur Hert- ers. Hann var jafnblindur og ég. Hann hafði hætt á þetta skamm- byssuskot, aðeins vegna þess, að hann hélt, að ég væri þarna inni í skugganum, og þóttist sjá mig bera við birtuna. Ég þrýsti bakinu upp að kirkjuveggnum og beið. Væri hann þarna á næstu grösum, mundi hann hreifa sig fyrr eða seinna. Ég hafði góðan tíma — ég þoldi að bíða. Ég var löngu búinn að týna hattinum mínum og nú dimdi rigningin- á beru höfðinu á mér, og eftir hinn kveljandi hita af eldinum, var það svalt og hress- andi. Spölkorn frá mér til hægri, var eitthvað á hreifingu. Ég færði mig varlega í áttina og lét lófann strjúkast við ósléttan steininn, en hin höndin var kreppt um stóra vasaljósið. Frá eina ljóskerinu við veginn kom ofurlítil bifta gegn um gisna limgerðið. Svo heyrði ég aftur eitthvert þrusk og út undan mér gat ég séð eitthvað á hreif- ingu, en svo heldur ekki meira. Ég lagðist á hnén og skreið áfram á fjórum fótum. Eg sá stóran legstein, sem hefði getað verið gott skjól, og hnipraði mig bak við hann. Ég beindi vasaljósinu að skugganum, sem ég þóttist hafa séð. Geislinn skar gegn um myrkrið. Rodney Herter reis upp, með byssu í hendi og tvær kúlur flöttust út á steininum, sem hlífði mér. — Hættið þér þessu, Herter! kallaði ég. Ef þér skjótið einu sinni enn, eruð þér dauðans matur! Sem svar við þessu, sneri hann sér við og þaut niður eftir stígnum þar sem voru bér tré og legsteinar til beggja handa og þykkt lag af renn- blautu laufi á jörðinni. Ég yfir- gaf felustað minn og þaut á eftir honum og reyndi að halda geislanum frá vasaljósinu mínu þannig, að ég misti ekki af hon- um. Hann þaut til vinstri og skreið í skjól bak við stóran steinkross. Ég fór að dæmi hans, slökkti ljósið og faldi mig bak við tré. Svona hefði þetta get- að gengið alla nóttina. Ég tók blístruna mína og blístraði tvisvar. — Farið þér varlega, fulltrúi, heyrði ég greinilega rödd Hert- ers segja, — þér þurfið ekki nema eina kúlu í viðbót. Rödd- in var svo óhugnanleg, að það fór um mig. ____________ — Verið þér ekki svona bölv- aður asni! hvæsti ég á móti. — f>ér hafið engan möguleika til undankomu. Gefizt þér bara upp! Handan við kirkjuna heyrðist glymurinn af slökkviliðsvagni. Ég fór að velta því fyrir mér, hvort nokkur hefði heyrt þegar ég blístraði. Ég var ekkert hrif- inn af ástandinu, eins og það var, því að þetta var einmitt ástandið, sem ég hafði áður gert mér í hugarlund — að eiga að fást við Rodney Herter í dimmri hliðargötu! Einhvem- veginn varð ég að ginna hann til að hleypa af þessu síðasta skoti sínu, og þá yrði aðeins einn á móti einum. Hefði ekki þessi byssa verið, hefði ég verið alveg til í að ráðast að honum, og eiga það á hættu, að hann kastaði legsteini í hausinn á mér. Ég þaut yfir stíginn og í skjól bak við annan stein. — Varlega, fulltrúi. Ef þér gerið þetta aftur, eruð þér 73 dauðans matur. Nú heyrðist eitthvert þrusk og hann datt bölvandi til jarðar, því að nú hafði hann rekið sig á stein. Svo varð aftur þögn. Ég vonáði innilega, að hann hefði lapparbrotið sig. Ég var einhvern veginn orðinn svo öfugsnúinn, að ég var farinn að hafa gaman af þessu — það var að minnsta kosti skárra en horfa á sjón- varp. 1 sama bili glampaði vasaljós bak við kirkjuna og velþekkt rödd kallaði: Ertu þarna? Slökktu þetta ljós, Saunders, öskraði ég eins hátt og ég gat. — Hann er með byssu! Ljósið slokknaði samstundis. Við . Herter sátum báðir og störðum blindum augum, hvor í áttina að öðrum. Ósegjanlegur fögnuður greip mig, er ég var orðinn þess var, að einhver hafði fundið, hvar ég var niður kominn, og ef heppnin yrði með, myndi Saunders koma aftur með allt lögregluliðið með sér. Sjálfur er ég engin hetja og hef aldrei verið. f>á hreifði Herter sig snögg- lega. Nú gat ég séð hann sæmi- lega vel, þegar hann kom út úr svarta skugganum af kirkjunni. Ég var kominn til hans og var nú fótfrár eins og gamall Indí- ánanjósnari — og aftur tókum við okkur stöðu bak við ein- hvern legstein einhvers framlið- ins borgara. Nú heyrði ég ráma rödd að Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Vesturgata, 44-68 Túngata Laufásvegur Þingholtsstr. frá 58-79 Eskihlíð frá Aðalstræti 14—35 Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum SÍMI 22-4-80 baki mér: — Ertu þarna? JÞetta var Saunders. — Já, það, sem eftir er af mér, tautaði ég. — Er nokkur með þér? — Nei. Mig grunaði, að þú ættir í vandræðum. Það urraði í mér. — Þú kannt að taka hóflega til orða. Nú varð þögn, en svo sagði Saunders alvarlegur: — Ég get ekki séð þig. Hvar ertu? Og svo sá ég stóra skrokkinn á honum nálgast mig. — Farðu ekki lengra, því að þá stígurðu ofan á mig, sagði ég. Og láttu fara sem minnst fyrir þér, því að hann á eitt skot eftir enn. Hann settist við hliðina á mér, rétt eins og hann hefði rekizt inn upp á einn tebolla. — Hvernig líður þér? spurði ég og reyndi að greina andlitið á honurn. Meiddirðu þig á *þess- um lampa? — O, bara tveir smáskurðir og ein tönn, en annars er allt í lagi. — Hvernig gengur þeim? — Þeir erú búnir að ná í alla nema Herter. — Og ég hef náð í hann, bætti ég við hvasst. Heyrðu mig. Við verðum að fá þessa einu kúlu út úr -honum. Hefurðu vasaljós? Ég benti á blettinn, þar sem Herter hafði síðast leitað skjóls. Feldu þig vanrdlega bak við iþennan stein. Bíddu svo andar- tak og miðaðu síðan ljósinu á hann, en vertu í skjóli, eftir því, sem þú getur, annars færðu þetta síðasta skot í þig. ---- Farðu varlega, hann get- ur haft fleiri skot á sér. — Við verðum að eiga undir því. Hann þarf þó alltaf tíma til að hlaða aftur. Ertu til? — Allt í lagi. — Gott. Teldu hægt upp að tíu og skelltu svó ljósinu á hann. Ég skildi hann eftir þarna bak við steininn og skreið sjálfur burt á fjórum fótum, út í myrkrið. Til þess að leiða hug- ann frá því sem koma vildi, fór ég sjálfur að telja. Ég var kom- inn upp í átta, þegar ljósið frá Saunders blossaði upp, og ég sá Herter, sem lá ekki fimm skref frá mér. Um leið og hann lyfti byssunni til að skjóta, kast- aði ég vasaljósinu mínu framan í hann og þaut svo sjálfur á eftir því. Það lenti svo fast í andlitinu á honum að hann reik- aði eftir höggið, og ég réðst að honum í samia bili. Það var eins og byssan spryngi framan í mig — að minnsta kosti fann ég greinilega hitann af skotinu, og kúlan þaut fram hjá eyranu á mér eins og þota. Á næsta andartaki vorum við í einni áflogabendu, og Herter brauzt um eins sterklega og ég hafði alltaf vitað, að hann mundi gera. . Ég fékk þræls- legt högg undir vinstra eyrað, svo að ég hneig beint í fangið á Saunders, sem kom í sama bili, til að táka þátt í bardag- anum. Vasaljósið hans kom þjótandi gegn um loftið og skall í einum legsteininum. Ég sótbölvaði um leið og ég náði jafnvæginu aftur, og þaut svo á eftir Herter, sem var að flýta sér burt, en öskraði til Saunders arð ná í alla, sem hann gæti. Ekkert hefði getað feng- ið mig til að hætta við Herter. Ég sá hann greinilega á undan mér, þar sem hann hrasaði, rann og stikaði áfram, eins og í skuggmynd. Ég hljóp eftir því, sem ég gat, á eftir honum, yfir leiði og moldarhrúgur, rak mig á steina, sem stóðu í vegi mín- um, en runnar og þyrnar rifu í andlit og hendur á mér — og enn náði ég ekki í hann. Til vinstri við mig og á eftir mér, skynjaði ég fótatak margra manna, sem komu eftir malar- stígnum. Ég sá skuggann af sjálfum mér, þegar mennirnir voru að reyna að finna mig með vasaljósunum sínum. Og svo sá ég Herter greinilega framundan mér, þar sem hann hljóp að há- um steinvegg. En í sama bili sá hann sjálfur vegginn og skellti sér til hægri. En veggurinn hélt áfram, hár of óyfirstíganlegur eins og fangelsismúr. Geislarnir Hættu þessari vitleysu, Jón, og leyfðu unglingunum að finna sjálfum út, hvaða tilfinning ar þau bera til hvors annars frá vasaljósinu voru nú orðnir nokkuð stöðugir á Herter, þótt hann hlypi allt hvað af tók. Fyrst nú vissi hann, að enda- lokin nálguðust. Þó var honum enn ekki öllum lokið. Haan sneri sér við og nú skinu ljósin beint í rennvott andlitið, ör- væntingarfullu augun og ber- aðar tennurnar. — Gefizt þér upp, Herter! æpti ég til hans. Nú var eins og allt stöðvað- ist. í eina sekúndu stóð hann þarna. Brjóstið gekk upp og niður og armarnir héngu mátt- lausir . En svo sneri hann sér við aftur. með ótrúlegri fimi og reyndi af öllum kröftum að klifra upp á múrinn. Ég sá hættuna hálfu augnabliki á undan honum. Ég öskraði til bans, én um seinan. Eitt hræðilegt andartak hékk hann þarna, öskrandi af kvöl- um, þegar glerbrotin, sem voru uppi á múrnum sukku í hendur hans og úlniði, skáru sundur slagæðina. Það var rétt eins og einhver hefði opnað heila flóð- gátt af blóði, það spýttist yfir hann og framan í hann, eins og það ætlaði að kæfa hann. Ég held, að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn snar í snúningunum og í þetta sinn. Ég þaut að, greip báðum handleggjum um fæt- urna á honum, studdi hendi við mjóhryggnum á honum og ýtti upp af öllum kröftum. Ég býst ekki við að ég gleymi nokkurn- tíma hljóðinu, sem hann gaf frá sér um leið og hann sleppti takinu og datt aftur yfir öxlina á mér — og margar reiðobúnar hendur gripu hann. Ég fann heitt blóðið streyma framan í mig, og ég féll áfram, upp að veggnum og hafði óstjórnlega löngun til að kasta upp. Ég þrýsti andlitinu að kalda vota steininum og skalf eins og hrísla. Sterkur armur var lagður hægt um axlirnar á mér. — Það er allt í lagi, sagði Saunders, — þessu er nú öllu lokið. Hann tók mig undir arminn og teymdi mig burt frá þessum andstyggilega múr. Við slöguð- um út úr kirkjugarðinum. .. . __ < Tuttugu mínútum síðar sátum við allir þrír, sáraumir í öllum limum og svíðandi undir hinum allstaðar nálæga joðáburði, í einhverri lögreglustöð yfir helj- arstórum bollum af kolsvörtu te með konjaki út í — þetta var andstyggilegt brugg, sem ein- hver mannvinur hafði neytt ofan í okkur, þrátt fyrir öll mótmæli. Ef við höfum verið taldir vera rosalegir útlits eftir næturferð okkar til Gravesend, þá var það að minnsta kosti ekki mikið borið saman við útlit okkar nú. Eftir hinu fáránlega útliti félaga minna tveggja að dæma hefðum við getað verið nýbúnir að höggva okkur veg gegn um gufu heitan fenjaskóginn í belgiska Kongó. Fötin okkar voru rifin og brennd og gegndrepa, and- litin og hendurnar alsettar fleiðrum og marblettum — eink- I um var Saunders ferleg sjón, vesalings gamla andlitið á hon- um marið og brennt eftir þenn- an andstyggilega lampa, sem kastað hafði verið framan I hann á fjögurra feta færi, hann hafði misst eina tönn og var- irnar voru bólgnar og sprungn- ar, og hann verkjaði fjandalega í þær, í hvert sinn, sem hann bar teið með konjakinu í upp að þeim, og svo var hann með glóðarauga, sem mundi verða lokað næstu tvo dagana. Jim virtist hafa misst allt hárið, en eldur hafði komizt í það á einu stigi málsins og svo var hann með heljarmikinn heftiplástur á kinninni. Kúlan, sem Herter hafði skotið að honum á ör- stuttu færi, hafði aðeins snert lærið á honum. Hvað sjálfan mig snerti, þá var svo guði fyrir að þakka, að ég gat ekki séð sjálfan mig, en hinu tók ég eftir, að félagar mínir forðuðust að horfa á mig, sem neinu næmi, og með tilliti tinl þess, að efri helmingurinn af mér van ataður blóði Herters, þá var það þeim láandi. — Ég þarf að fá mér frí, sagði Jim með mikilli áherzlu og alveg upp úr þurru. — Ég þarf að fara suður á Miðjarðarhafs- strönd og liggja þar í sandinum við hliðina á einhverri laglegri... Enginn svaraði þessu neinu, þó að við tækjum ef til vill undir þetta í huga okkar. — . , . en ég 'býst varla við ,að úr þessu geti orðið, lauk hann máli sínu,- dauf- lega. Eg var að súpa á bollanum mínum og kipptist við í hvert sinn sem eldsterkur vökvinn brenndi sig niður um kverk- arnar á mér. Ég fann með sjálfum mér, að aldrei mundi ég geta gleymt þeirri hroðalegu sjón þegar Herter var kross- festur á múrnum og öskraði af öllum mætti. Að vísu loðir lög- reglulærdómurinn lengi við mann, en aldrei hafði ég vitað fyrr en í kvöld, hve langt niður minn gæti komizt, því að með- aumkunin með manngreyinu var næstum meira en ég gæti þolað. Ég var að verða ofgamall í svona vinnu — og bezt að kann- ast við það. Ég fór að velta fyrir mér, hvernig yfirmaðurinn minn hefði snúizt við þessu — hann var eldri en ég en harðari af sér. Ég hafði haft samband við hann og enda þótt hann hefði sagt mér frá áhlaupinu á'Háseta klúbbinn, veittist mér erfitt að muna nokkur smáatriði af sög- unni, en það var eitthvað um spilasali og fjárhættuspil Að minnsta kosti höfðu þeir lokað kránni og tekið fasta alla, sem þeir náðu í, þar með talinn Jordan Barker, sem hafði verið nógu vitlaus til að fara þangað og fá sér eitt glas, í mesta mein- leysi. Að öllu samanlögðu, þá vorum við búnir að taka fasta alla, væru eitthvað við þetta riðnir og nú var ekki annað eftir en að spyrja þá spjörunum úr í rólegheitum og reyna að fá ein- hverja heildarmynd af málinu öllu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.