Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fostndagur 21. janúar 1966 Sannleikurinn og sovézkir ráöamenn - Handtaka sovézku rithöfundanna, Andrei Sinyavsky og Yuli M. Daniel, mesta v menningarhneyksli i Sovétrikjunum f rá Jbvi Pasternak var neyddur til að afsala sér Nóbelsverðlaununum ÞEGAR sovézki rifhöfundurinn Mikael Sjolokov veitti viðtöku bókmenntaverðlaunum Nóbels í Stokkhólmi fyrir rúmum mán- uði hélt hann ræðu um sósíal- realismann í sovézkum bók- menntum og þau markmið, sem hann taldi, að rithöfundum bæri að keppa að. Sagði hann þau fyrst og fremst vera: að segja sannleikann og efla von mannkynsins og trú á frið á jörðu. Fyrra markmiðið — að segja sannleikann — er einkar at- hyglisvert, með hliðsjón af ör- lögum hinna ýmsu listamanna í föðurlandi skáldsins á næst- liðnum áratugum og allt fram til þessa dags. Sjolokov láðist hinsvegar að láta með fylgja skilgreiningu á sannleikanum. Ef til vill hefur hann ekki talið þess þörf, — litið svo á, að sannleikurinn væri einn og óum deilanlegur. ! Á Vesturlöndum hafa hinir mætustu menn þó séð fulla ástæðu til þess að hugsa um það mjög ýtarlega og rökræða sín í milli, hvað sannleikur væri og hafa ekki enn orðið á eitt sáttir um ákveðna skilgrein ingu á honum. Og svo er reynd- ar heidur ekki í heimahögum skáldsins, þótt ýmsir þar beiti valdi sínu til þess að ákveða fyrir milljónir manna, hvaða sannleikur sé réttur og hver rangur. Fyrir nokkru kom fram í j áhrifamiklum sovézkum blöð- um opinber ágreiningur um ' það, hvaða sannleika sovézkir listamenn ættu að taka í sína þjónustu. Bókmenntatímaritið j „Novy Mir“, sem telzt frjálslegt \ á sovézkan mælikvarða, sagði í ritstjórnargrein, að sovézk I list þarfnaðist þeirrar fylling- ar, sem fengist með sannleik- anum... . og bætti við, að eng- inn sannleikur væri ónauðsyn- legur, hættulegur eða lítils virði. Grein þessi í „Novy Mir“ j var svar við ritstjórnargrein, sem birzt hafði í „Pravda", (sem þýðir sannleikur) mál- gagni sovézka kommúnista- flokksins þar sem sagði, að allt af yrði að viðhalda og tileinka sér hinn hugsjónalega sann- leika sem öllum væri mikilvæg- ari — en til væru aðrir sann- leikar, sem ýmist væru svo lítils virði, að ekki tæki því að tala um þá — eða þá svo hættulegir, að þá bæri að forðast. Ritstjórnargreinin í Novy Mir var því athyglisverðari sem hún birtist skömmu eftir að handteknir voru tveir sovézkir rithöfundar, Andrei Sinyavsky og Yuli M. Daniel, sem báðir höfðu starfað fyrir blaðið. Þeir voru sakaðir um að hafa breitt út andsovézkan áróður erlendis, — en höfðu það til saka unnið að lauma handritum að verkum sínum úr landi og láta gefa þau út á Vesturlöndum undir dul- nöfnum. Annar þeirra — Sinyavsky — var sýnu þekkt- ari undir nafninu Abram Tertz — hinn nefndist Nikolai Arz- hak. Það er margra mál, að handtaka þessara manna, sem báðir eru fertugir að aldri, sé mesta menningarhneyksli í So- vétríkjunum frá því Boris Past- ernak var neyddur til þess að afsala sér Nóbelsverðlaununum. Rithöfundarnir voru hand- teknir um miðjan september og barst fregnin fljótlega ú.t. Ekki fékkst hún stáðfest af sovézk- um áhrifamönnum fyrr en 22. nóvember og þá á blaðamanna- fundi, sem einn af ráðamönnum sovézka rithöfundasambands- ins, Aleksei Surkov, hélt í París, ásamt ritstjóra „Novy Mir“, Aleksander Tardovsky. Virtist hinn síðarnefndi taka nærri sér að tala um mál þeirra Syniavskys og Daniels en Sur- kov lét svo um mælt, að hann fengi ekki skilið, hversvegna slíkt veður væri gert út af handtöku þeirra né hversvegna Sinyavsky væri álitinn svo góð- ur rithöfundur. Af hálfu Sovétstjórnarinnar heyrðist ekkert um mál rithöf- undanna fyrr en nú fyrir nokkrum dögum, að stjórnar- blaðið „Izvestija“ birti harð- orða árásargrein á mennina, kallaði þá ýmsum illum nöfnum svo sem „varúlfa“, ,,svikara“ o. s. frv. og sagði, að þeim yrði engin linkind sýnd, hvað sem liði öllum mótmælum er- lendis frá. Ekki væri unnt að líta öðru vísi á þau verk, sem þeir hefðu látið gefa út erlend- is en sem fjandsamleg sovézku þjóðinni. Greinin í „Izvestia“ var skrifuð undir nafni Dmitri I. Yeremin, sem er kunnur smá sagnahöfundur í Sovétríkjunum og ritari sovézka rithöfunda- sambandsins. Ekki kom þar fram, hvort eða hvenær réttar- höld yrðu látin fara fram 1 máli þeirar en þeim á hinn bóginn bornar á brýn hinar verstu sakir, „landráð", „glæpa- starfsemi gegn Sovétstjórninni“ og að hafa gerzt „tæki í sál- fræðilegu stríði gegn Sovétríkj- unum“. Hinir handteknu voru sagðir hafa svívirt hið sovézka þjóðfélagskerfi, sovézka herinn. sígildar bókmenntir þjóðarinn- ar og þó umfram allt Lenín. Sagði Yeremin þá hafa atað Lenin slíkum auri, að ekki væri eftir hafandi. Þá ræddi hann sérstaklega um dulnefni Sinyav skys — Abram Tertz — og sagði hann hafa tekið sér Gyðinga- nafn, þótt hann sjálfur væri ekki Gyðingur, til þess eins að gefa í skyn, að Gyðingahatur í Sovétríkjunum væri slíkt, að Gyðingar gætu ekki fengið gef- in út ritverk sín þar. Einnig drap Yeremin stuttlega á tvær bækur höfundanna, Lyubimov (The Makepeace Experiment) eftir Abram Tertz og „Moscow Calling“ eftir Arzhak. Fór hann um það hinum hörðustu orðum í hverju ljósi þeir sýndu So- vétríkin og þjóðskipulag þeirra. Þa'ð starf, er rithöfundarnir höfðu unnið á heimavettvangi, sagði greinarhöfundur til þess eins æláð að hylma yfir hatur þeirra á hinu sovézka þjóðfé- lagi. Af þessu má sjá að það er ekki nóg, að sovézkir rithöfund- ar telji sig vera að segja sann- leikann — þeim er betra að gæta þess að fara ekki út fyrir ramma hins mikilvægasta allra sannleika — hins hugsjónalega sannleika kommúnísks hug- myndakerfis, eins og það er túlkað á hverjum stað og tíma.' Segja má, áð sovézkir ráða- menn standi að því leyti nokkuð vel að vígi í rökræðum um hina ýmsu sannleika, að í rúss- nesku eru til yfir sannleikann tvö orð, mismunandi merkinga. Eru þetta orðin „istina“, sein merkir þáð, sem kalla mætti „staðreyndan sannleika" og orð ið „pravda“, sem er haft um „hugsjónalegan eða siðfræðileg- an sannleika". í or'ðabókum segir að „istina“ sé það „sem er“ en „pravda“ það, „sem er rétt“. En sovézkum ráðamönn- um hefur veitzt auðvelt að fórna or'ðinu ,istina“ á altari orðsins „pravda“ — og líta síð- an á sína eigin túlkun á því orði sem hinn eina og sanna sannleika. Nöfnin Abram Tertz og Nikolai Arzhak birtust fyrst í tímarit- inu KULTURA, sem pólskir út- flytjendur gefa út í París. í sjö ár hefur hinum réttu nöfn- um þeirra verið haldið strang- lega leyndum, en nú er tali'ð, að ritstjóri KULTURA hafi ein- hvernveginn komið upp um þau. Sovétstjórnin var fljót að koma rithöfundunum á bak við lás á slá — á þeirri forsendu, sem fyrr segir, að þeir hafi breitt út andsovézkan áróður og verður væntanlega fjallað um mál þeirra á þeim grundvelli. Vi'ð slíku broti liggur allt að því sjö ára fangelsi, að við- bættri fimm ára hegningar- vinnu. Eins og áður sagði, er nafnið RÉTTUR ER SETTilRI — VII kafli bókarinnar eftir Abram Tertz, sem kom út á íslenzku árið 1962 hjá Bókaforlagi Sigfúsar Eymundssonar vir. Herrann var látinn. Borgin var sem eyðimörk. Og fólki var innambrjósts eins og það lægi fram á lapp- ir sér, reyndi að lyfta höfði stöku sinnum og reka upp eymdargól. Hundar, sem misst hafa herra sína, ráfa um snuðrandi og reka trýnið út í loftið. Þeir gelta ekki, þeir urra Þeir leggja niður rófuna, og þá sjaldan þeir reyna að dingla henni er engu líkara en þeir séu að gráta. Þegar þeir sjá mannveru nálgast stökkva þeir á móti og mæna löngunaraugum — er það hann, sem er loksins að koma- — en þeir hætta sér aldrei of nálægt. Þeir bíða, þeir eru alltaf að bíða, glápandi og saknað- arfullir: „Komdu, komdu og gefðu mér bein! Komdu og sparkaðu í mig! Sláðu mig eins oft og þú vilt (helzt ekki mjög fast)! En komdu! Fyrir alla muni komdu!“ Og ég trúi því að hann komi, réttlátur og sírefsandi. Hann lemur þig, hundur, þar til þú ert viðþolslaus af kvöl- um. Og samt skríður þú til hans með erfiðismunum, mænir á hann og leggur lemstraðan hausinn í kjöltu hans. Þá klappar hann þér og hlær og drynur eitthvað á sinni óskiljanlegu húsbónda -mállýzku. Og þegar hann er sofnaður, stendur þú vörð um húsið hans og urrar grimmdarlega að þeim sem fram hjá fara. Og vælið heyrist úr öllum áttum: „Við skulum lifa í frelsi og njóta lífsins eins og úlfar.“ En ég veit, veit það alltof vel, hvað þeir voru gráðugir þessi svikulu kvikindi — loð- hundarnir, fuglahundarnir, smáhundarnir. Og ég vil frelsi. Ég vil hús- bónda og herra. Ó, auma hundalíf! Hvern- ig verður nagandi hungur mitt satt. Hversu margir eruð þið, heimilislausu hundar, sem ráfið um í veröldinni? Ó, tíkur með skásett augun og mjó trýni! Ó, þið reiðu, einmana, hundar sem hafið séð og þekk ið lífið! Hann var þveginn, smurður og settur á fótstall. Þúsundir komu til að horfa á hann og kveðja hann í hinzta sinn. Mannfjöldinn ruddist úr hliðagötum í mjóa gangbraut milli húsanna. Þar sat allt fast. Brautin lá þangað sem hinn dauði hvíldi, verðir gættu hans, börurnar voru þaktar blómum. En leiðin var lokuð. Beðið fyrirskipana. Þær voru ekki enn komnar, því að sá sem skipað hafði fyrir lá nú lík. Og gríðarstórt torgið, þar sem óteljandi fætur höfðu gengið, var nú of lítið. Það var ekki rúm fyrir allan þann fjölda sem vildi kveðja og glápa. Og með hverri mín- útu sem leið, bættust fleiri í hópinn. Og þegar loksins var opnað, var það um sein- an. Einhver sem greip fegin- samlega tækifærið til að beita rödd sinni æpti hátt og hvellt: „Við erum búin að vera! Öllu er lokið!“ Og æðisgengin troðningur Júrí sem þeim væri deplað. Þegar hann afklæddi hana hófst. ★ Tjöldin voru dregin fyrir gluggann og slökkt á lamp- anum eftir kröfu Marinu. Um leið og sjónskynjun leitaði fram í fingurgóma, fannst virti hann gaumgæfilega fyr- Framhald á bls. 17. Abram Tertz öllu kunnara á Vesturlöndum en nafnið Niko- lai Arzhak. Yuri Daniel hefur einkum fengizt við þýðingar á ljóðlist skálda, er skrifuðu á yddisku, slavneskum málum og Kákasusmálum — en jafn- framt hafa birzt eftir hann nokkrar skáldsögur. Abram Tertz hefur hinsvegar á síðustu árum getið sér orð sem einn bezti núlifandi skáldsagna- og smásagnahöfundur Sovétríkj- anna. Sögur hans hafa verið gefnar út í 25 löndum, þar á méðal á íslandi. — Almenna bókafélagið gaf út bókina „Rétt ur er settur" árið 1962 — á for- lagi Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar, — en sú skáld- saga var ein hin fyrsta, sem barst eftir Tertz til Vestur- landa. Heima í Sovétríkjunum er Sinyavsky kunnur bókmennta- gagnrýnandi og sagnfræðingur og hefur skrifað mikið fyrir tímaritið „Novy Mir“. Hann var góðvinur Boris Pasternaks og barðist lengi fyrir því að fá síðustu ljóð hans birt. Fékk hann því framgengt að lokum, að flest ljóðin voru gefin út í einni bók og skrifaði þá inn- gang að útgáfunni, huglei'ðingu um Pasternak og skáldskap hans, sem er talin ein bezta túlkun og gagnrýni á skáldskap Pasternaks, sem nokkru sinni hefur birzt á prenti. Á síðasta ári fékk hann gefna ú,t bók, er hann skrifaði ásamt höfundi, að nafni A. N. Menshutin, um skáldskap á fyrstu árum bylt- ingarinnar. Hefur hún fengið frábæra dóma bæði innan Sovétríkjanna sem utan. Þá má geta þess, að hann hefur skrif- áð stutta bók um Picasso og þykir hún lýsa einstæðum og furðulegum skilningi hans á listamanninum og vestrænni nútímalist, þegar þess er gætt, að hún hefur um áratuga skeið verið algerlega óþekkt í Sovét- ríkjunum. í þessari bók fjallar Sinyavsky meðal annars um realisma Picassos og leit hans að sannleikanum me'ð aðstoð hugarflugsins, sem hann segir síður en svo afbaka raunveru- leikann, heldur aðeins breyta ytri ásjónu hans svo, að inni- hald hans komi betur í ljós. Sinyavsky, er sem fyrr segir, maður fertugur að aldri. Hann er fæddur og uppalinn í Moskvu með strangtrúa'ðri fjölskyldu. Að lokinni heimsstyrjöldinni síðari, — en í henni barðist hann og særðist — hóf hann nám við Gorky stofnunina I Moskvu og hefur að því loknu ýmist stundað kennslu við Moskvuháskóla eða skrifað fyr- ir „Novy Mir“. Sinyavsky er nógu gamall til þess að muna hreinsanirnar fyrir stríð. Hann telzt til þeirr- ar kynslóðar frjálslyndra manna, sem styrjöldin blés í brjóst vonum um að betri fram tið og bjartari bi’ði þeirra. En þeir urðu fyrir vonbrigðum. Þeir sneru heim af vígvöllunum til þess eins að vera vitni að áframhaldandi hreinsunum og algerri ógnarstjórn allt til dauða Staiíns. Þeir voru dæmd- ir til að þegja — og gátu ekkert annað gert en reyna að halda lífinu í vonum sínum. Og þær glæddust .vissulega nokkuð eftir fráfall Stalíns —- en hafa þó ekki fengið meiri uppfyllingu en svo, að sovézkir rithöfundar verða enn að leita út fyrir sín eigin landamæri, langi þá til að segja sinn sann- leika. Fyrsta ritsmíð Sinyavskys, sem kom út á Vesturlöndum, var hugleiöing um hina viður- kenndu listastefnu Sovétríkj- anna - Sosial-realismann. Hann Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.