Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 20
20 MORGU NBLAÐIÐ Fostudagur 21. janúar 1969 Observer: Vietcong ber m annát á Bandaríkjamenn eftir Guy Searls STJÓRNIN í Norður-Vietnam hefur nú gert sér það ljóst, að kommúníska hugsjónin ein næg ir ekki til að blása kjarki í her- menn hennar í styrjöldinni gegn Suður-Víetnam. Þess vegna hef ur hún gripið til þess ráðs, að fylla þá alls konar áróðurssög- um, sem dreift er frá Hanoi. Þessar sögur eru svo ótrúlegar, að enginn venjulegur maður myndi trúa þeim, en bændaher- mennirnir, sem þeim er beint tfl, dæma það sem þeim er sagt eftir eigin hyggjuviti. Þannig lýsti mánaðarritið „Vietnam“ því yfir, að bandarískir her- menn hefðu gert kviðristu á fimm þúsund Víetnambúum, og slitið úr þeim lifrina. Önnur blöð í Norður-Víetnam ,lýsa á Ihroðalegan hátt hvernig Amerí- kanar og fylgifiskar þeirra slíta lifrina úr saklausum þorpsbú- um, sem þeir hafa tekið til fanga, og borða þær á staðnum. Þessar yfirgengilegu falsfrá- sagnir ganga algerlega fram af hinum vestrænu blaðalesend- um, en bóndinn í N-Víetnam, sem trúir flökkusögum Austur- landa, lítur öðrum augum á málið. Samkvæmt kínverskri goðafræði, sem Víetnambúar til einkuðu sér fyrir mörgum öld- um, gefur lifraát þeim krafta, hugrekki og hreysti. Liframorð hafa verið uppistaðan í mörg- um austUrlenzkum hryllings- sögum. Kommúnistarnir í Víetnam segja að miðstöð mannætnanna sé í þorpinu Binh Hung á Cam- auskaganum í syðsta hluta S- Víetnam. Þetta þorp, sem er til- tölulega nýlegt, var stofnað af Kínverjanum Nguyen Lac Hoa, sem er kaþólskur prestur, en hann flúði með söfnuð sinn frá S-Kína, er kommúnistar tóku völdin þar í landi. Hinn harðgerði söfnuður föð- ur Hoa varð fljótlega að skot- marki Víetcongmanna. íbúar Binh Hung segja að fyrsti verkn aður Víetcong hafi verið að ræna 12 ára gömlum dreng frá þorpinu, og hengja siðan lim- lestan líkama hans í þorpshlið- inu. Kommúnistar segja hins veg- ar söguna á annan hátt, en þeir segja að þorpið sé glæpamanna- hreiður. Nú skulum við taka smákafla úr eigin þýðingu kommúnista á bókinni „Bréf frá Suður-Víet- nam“, sem gefin er út í Hanoi: „Áður en glæpamennirnir í Binh Hung fara til kirkju borða sumir þeirra steikta mannslif- ur. Aðrir gefa sér hins vegar tíma til að hella sjóðandi vatni yfir fórnarlömb sín, áður en þeir ganga til skrifta, svo að þau séu meyr þegar þeir koma aftur frá kirkju, og geti því strax farið að undirbúa máltíð- ina með kjötbitum af fórnar- lömbunum". Bókin ásakar föð- ur Hoa um að ræna stúlkum frá nærliggjandi þorpum, sem síð- an þjóni fylgjendum hans sem vændiskonur, en hann hirði gjaldið. Bókin heldur síðan áfram: „Manni rennur til rifja að lesa söguna um Binh Hung, og mað- ur fyllist hryllingi yfir þeirri staðreynd, að þessar mannætur skuli vera mannlegar vérur. Mannát er nú komið á það stig hjá þeim, að þeir snæða manna- kjöt með beztu lyst, og hafa júafnvel búið til ýmis konar mataruppskriftir, og eru vin- sælustu réttirnir eyru og hend- ur. Þeir hafa einnig gengið svo langt, að myrða hvern annan í rifrildi út af einni þvagblöðru, því þær er hægt að selja á 1000 pjöstrur í Saigon“. „Bréf frá S-Víetnam“ er met- sölubók í Hanoi. í formála síð- ustu útgáfunnar segir, að fyrsta útgáfan hafi selzt í fimmtíu sinnum stærra upplagi en meðal tímarit í N-Víetnam. Bókin hef- ur verið þýdd á nokkur tungu- mál, og hafa Kínverjar t.d. prentað milljón eintök. Þá hafa einnig hlutar úr bókinni verið settir á svið sem leikrit í Pek- ing. Bókin er uppfull af sögum um vanfærar konur, sem eru svívirtar og myrtar, um for- eldra, sem eru neyddir til að horfa á er börn þeirra eru pínd og kvalin og um börn, sem brennd eru lifandi. í öllum þess um tilfellum er bandarískum árásarmönnum eða fylgismönn- um þeirra í S-Víetnam kennt um. í dagblöðum og fréttastofum í Hanoi eru hryllingssögur dag- legur viðburður. Þar má lesa frásagnir af nauðgunum, í- kveikjum, ránum, skemmdar- verkum og morðum. Notkun táragass og eiturefna er ýkt svo stórkostlega, að lesendur halda að þúsundir manna séu drepnir eða lemstraðir í eiturefnahern- aði. En Hanoi dreifir einnig ann- ars konar áróðri til að auka hug rekki manna sinna. Þeir segja Sumamómskeið . fyrir enskukennuru SUMARNÁMSKEIÐ fyrir ensku kennara verður haldið að Lutlher College, Decorah, Iowa í Banda- ríkjunum daganna 27. júní til 29. júM í sumar. Námsikeið þetta er á vegum Luther Oollege og American Scandinavian Fond- ation og er ætlað ensikuikennur- um frá öllum Norðurlöndum. Umsóknareyðublöð fást hjá ís- lenzk-ameríska félaginu, Austur- stræti 17 (4. hæð) þriðjudaga og fimimtudaga kl. 5,30—6,30 og eru m.a.: „Herir fólksins" geta sigr- að jafnvel bezt útbúnu hersveit- ir óvinanna. Bandaríkjamenn eru sterkir út á við, en inn- byrðis veikir og skemmdarverk hafa skelft þá og dregið kjark úr þeim, og bandaríska þjóðin er á móti styrjöldinni, og her- menn hennar vilja ekki berj- ast“ Kommúnismi sem slíkur er aftur á móti sjaldan nefndur í styrjaldaráróðri Víetcong. (Observer. Öll réttindi áskilin) þar veittar allai nánari upplýs- ingar um námskeiðið og tilhögun þess. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 1. febrúar. Einur Benedihts- son og sknld- sknpur hnns TfMARITIÐ Helgafell, 4. hefti 1965, er nýkomið út og birtist þar útvarpserindi um Einar Benedikitsson og akáldskap hans, er Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor flutti vegna aldaraf- mælis skáldsins 30. október 1964. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 hafa runnið á lybtina af nýju kjöti,“ hugsaði ég með mér. „Ef mér skjátl- ast ekki, þá er eitthvað að læðast um þarna í trján- um.“ „Varla hafði 6g sleppt orðinu, þegar ég kom auga á viillikött, er klifr- að hafði út á trjágrein, sem lá þvert yfir stíginn. Hann virtist tiibúinn til stökks. Villikettir eru ekki mjög stórir, ekki miklu stærri en venjuleg- ur húsköttur. En það get ég sagt ykkur að gximm- ara kvikindi hefur ekki verið skapað á guðs grænni jörð! Með klón- um á afturlöppunum, sem eru beittar eins og rakhnífur, getur hann flegið mann inn að beini á hálfu öðru andartaki.“ „Jæja þá, herrar minir. þetta var svo sem nógu bölvað, en samt átti nú ennþá eftir að kárna gam anið. Um leið og ég sá villiköttinn, heyrði ég eitthvað rymja aftan við mig. Ég leit til hliðar og sá þá hinum megin við götuna það stærsta og svartasta bjamdýr, sem ég hefi nokkru sinm aug um litið.“ „Björninn reis upp á afturlappirnar með ginið galopið og ætlaði að stökkva á mig. En hinum megin frá kom villikött- urinn þjótandi í kröftugu stökki. Ég beygði mig eld snöggt niður. Múldýrið hljóp eins hratt og það komst. Bæði viIUdýrin misstu af mér og ég hafði nú allan hugann við að komast áfram o& forða mér.“ „En ekki hafði ég langt farið þegar ég heyrði feiknarlegt klór og krafs á bak við mig. Mér varð litið við, og þið ráðið hvort þið trúið því, en villikötturinn hafði þá stungist beint niður í op- ið ginið á birninum. Þar sat hann fastur og bæði dýrin veltust um í bar- daga upp á líf og dauða. Björninn náði ekki and- anum og villikötturinn var að kafna.“ „Endirinn varð sá að ég kom heim með kjötið í nautasteikina, vil'likött og tvö hundruð punda þungt bajrndýr á bakinu á múldýrinu mínu. Kerla mín bjó mér til skinn- húfu úr kattarskinninu. Og við fengum skinnfeld, nægilega stóran í rúm- ábreiðu úr bjarnarskinn- inu. Kjötið, sem ég kom með heim, var nóg til að halda veizlu fyrir eitt hundrað og fimmtíu manns. Ég tók það til bragðs, að ég kveikti í kolabyngnum heima hjá mér og steikti bjarnar- skrokkinn yfir eldinum. Síðan bauð ég öllum, sem heima áttu í sveitinni að koma og hjálpa mér að éta bjarndýrið upp. Það gerðu þeir og þess vegna verðið þið að afsaka, að ekkert er eftir lianda ykkur.“ Sam gamli Higgins barði öskuna úr pípunni sinni og leit á áheyrendur sína einn af öðrum. Ekki sást honum stökkva bros, en það var kankvís glampi í augunum. Já, þeir eru ekki margir sem segja skemmtilegri lyga- sögur, en hann Sam gamli Higgins. „Og þess vegna lyktar minkurinn“ hvenær sem ráðist er á minkinn eða hann kemst í æst skap leggur frá honum daun eins og af brenndu holdi. En minkurinn lærði MINNKURINN er þjóf- gefinn í xneira lagi. Hann er svo hnuplsamur, að dýrin urðu að boða til ráðstefnu til að þinga um mál hans. Refsing hans var ákveðin: Það átti að brenna hann. Því var etórt bál kveifct, minkur- inn gómaður og honum hent á eldinn. Eldtungumar læstu sig um minkinn og komin var mikil sviðalykt. Þá fóm dýrin að hugsa með BÓr, að, þetta væri nú orðin nægileg refsing fyrir þjófinn og hann hlyti að bæta ráð sitt hér eftir. Og þau drógu harun út úr eldinum. Minkurinn var þá orð- inn svo brunninn, að hann var kolsvartur og hefur verið það síðan. Og ekfcert af þessu — hann er enn samí þjófurinn og áður. Bryndís Víglundsdóttir þýddi og endursagði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.