Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ 15 Föstudagur 21. Janúar toto Nlenningarlegt lýðræði - Lýðræðisleg menning eftir Dr. Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra Á ÍSLANDI er mikill og ein- lægur áhugi á samvinnu Norð- urlan-da í menningarmálum. Sá áhugi er ekki aðeins í orði. Hann er einnig á borði. Kemur hann bæði fram í stefnu ríkis- valdsins í menningarmálum og þá fyrst og fremst skólamálum og í afstöðu almennings. Skal ég nefna dæmi um þetta hvort tveggja. Á íslandi eru tvö erlend mál liður í skyldunámi barna og unglinga, danska og enska. Danska er fyrsta erlenda tungu málið, sem kennt er í skólum á íslandi. Hefst dönskunámið á 13. aldursári, en enskunámið á 14. aldursári. Danska er síðan kennd til loka skólaskyldunn- ar, en henni lýkur á 16. aldurs- ári, og síðan að sjálfsögðu í öllum framhalds- og sérskólum. Er óhætt að fullyrða, að allir íslendingar, sem komnir eru af barnsaldri, geti lesið dönsku og þá jafnframt norsku og sænsku í aðalatriðum. í Eflaust mætti færa nokkur rök að því, að vænlegra væri til góðs árangurs að kenna að- eins eitt erlent tungumál á skólaskyldustiginu, og að gagn- legast væri þá að nema heims- mál eins og ensku. Danska hef- ur þó ávallt verið fyrsta er- lenda málið, sem kennt hefur verið í íslenzkum skólum, og er ísland eflaust eina landið, utan Danmerkur, þar sem danska er kennd sem skyldu- námsgrein. En engar tillögur hafa verið uppi um það á ís- landi að breyta þessu, hvorki um að hætta að kenna dönsku til þess að geta aukið t.d. ensku- kennsluna né heldur að minnka dönskukennsluna í sama skyni. Og þótt slíkar tillögur kæmu fram, er óhætt að fullyrða, að íslenzk fræðsluyfirvöld mundu ekki gera slíkar breytingar. Að baki dönskukennslunnar í ís- lenzkum skólum, að baki því að hafa dönsku það erlent tungu- mál, sem íslcndingar læra fyrst og fá aðstöðu til þess að læra bezt, er ákveðin stefna í menn- ingarmálum. í þessu kemur fram sá vilji íslenzkra yfir- valda, sem virðist eindregið studdur af almenningsálitinu, að menningartengsl þjóðarinn- ar út á við eigi fyrst og fremst að vera við hinar Norðurlanda- þjóðirnar. Dönskukunnátta veit ir aðgang að menningararfleifð Dana, Norðmanna og Svía og tengir fslendinga þessum þjóð- um margvíslegum menningar- böndum. Og þannig vilja ís- lendingar, að þetta sé. Á Norðurlöndum hefur það oft verið bæði sagt og skrifað á undanförnum árum, einkum síðan á stríðsárunum, að lík- lega væru íslendingar að „amer ikaniserast". Þeirri skoðun hef- ur einnig oft verið haldið fram á íslandi sjálfu. Þetta er þó mikill misskilningur. Ég held, að íslendingar hafi á undan- förnum áratugum ekki „amer- ikaniserast" meir en hinar Norðurlandaþjóðirnar eða Vest- ur-Evrópuþjóðir yfirleitt. Kem- ur þetta t.d. greinilega fram í vali íslendinga á erlendu lestr- arefni, og er það d ?mi um af- stöðu almennings til menning- artengsla út á við. íslendingar lesa mikið af erlendum bókum. Sérhver meðalfjölskylda kaup- ir 2—3 erlendar bækur á ári. Þetta stafar ekki af því, að lítið sé gefið út' af íslenzkum bók- um. Sérhver meðalfjölskylda kaupir 8—9 íslenzkar bækur á ári og er þá bæklingar og því um líkt ekki talið til bóka. Lætur nærri, að ein íslenzk bók, frumsamin eða þýdd, komi út sérhvern dag ársins að meðal tali, þótt útgáfustarfsemin dreifist að sjálfsögðu misjafnt á mánuði ársins og sé langmest háustmánuðina, einkum' jóla- mánuðinn. Svarar þetta til þess, að um það bil 25 bækur komi út daglega í Danmörku og Nor- egi og 40 bækur í Svíþjóð. — Meðalupplag íslenzkra bóka mun vera einhversstaðar ná- lægt 1500, stundum 5—6 hundr- uð (ljóðabækur ungra skálda), en alloft upp í 5000 (bækur þekktustu íslenzku höfundanna, ýmis þjóðlegur fróðleikur og ævisögur) og jafnvel 7—8 þús. (bækur Halldórs Laxness). Lætur því nærri, að sérhver is- lenzk meðalfjölskylda kaupi því sem næst eina bók á mánuði, ís- lenzka og erlenda. En frá hvaða löndum skyldu íslendingar fyrst og fremst kaupa bækur? Ef athugaðar eru innflutningsskýrslur og miðað við verðmæti bókanna, kemur því sem næst 40% bókainnflutn ings frá Danmörku, 35% frá Bretlandi, 10% frá Vestur- Þýzkalandi, 8% frá Bandaríkj- unum og þaðan af minna frá öðrum löndum. Ef miðað væri við eintakafjölda, yrði Bretland líklega í hæsta sæti með um það bil 45—50% innflutnings- ins og Bandaríkin með 10—15% innflutningsins, þar eð mjög mikill . hluti af bókainnflutn- ingnum frá engilsaxnesku lönd- unum eru ódýrar „paperbacks". En þessar tölur gefa tvímæla- laust til kynna, að menningar- tengslin við Danmörku eru mjög sterk. Ennþá greinilegar koma þó þessi tengsli í ljós, ef athugað- ur er innflutningur erlendra vikublaða og tímarita til ís- lands. Sá innflutningur stafar ekki heldur af því, að ekki sé mikið gefið út af vikublöðum og tímaritum á íslandi. Talið er, að sérhver meðalfjölskylda á íslandi kaupi um 50 eintök af vikublöðum og tímaritum á ári eða því sem næst eitt vikublað eða tímarit í hverri viku árs- ins. En þetta virðist ekki full- nægja þörfinni fyrir þessa teg- und lestrarefnis. Til landsins er flutt næstum annað eins af er- lendum vikublöðum og tímarit- um eða sem svarar 45 erlend- um vikublöðum og timaritum á hverja meðalfjölskyldu í land- inu. Vantar því ekki mikið á, að hver einasta fjölskylda í landinu kaupi líka eitt erlent vikublað eða tímarit í hverri viku, allt árið um kring. En sé það athugað, hvaðan þessi er- lendu vikublöð koma, kemur í ljós, að 75% þeirra er frá Dan- mörku, 10% frá Vestur-Þýzka- landi, 4% frá Bretlandi, 3% frá Bandaríkjunum og þaðan af minna frá öðrum löndum. Ég hef ekki séð tölur um útbreiðslu vikublaða og timarita á hinum Norðurlöndunum, en mér kæmi ekki á óvart, þótt dönsku viku- blöðin væru lesin hlutfallslega meira á Islandi en í Danmörku, til viðbótar því, sem íslending- ar lesa af sínum eigin vikublöð- um og tímaritum. Þessi mikli tímarita- og vikublaðalestur á ekki heldur rót sína að rekja til þess, að íslenzk dagblöð hafi ekki mikla útbreiðslu. Sam- kvæmt þeim áætlunum, sem fyrir liggja um upplagsstærð þeirra fimm dagblaða, sem út koma í Reykjavík, svarar hún til þess, að sérhver meðalfjöl- skylda á öllu landinu kaupi eitt dagblað og önnur hver fjöl- skylda tvö. Erlend dagblöð eru hins vegar mjög lítið lesin á ís- landi. Þessar staðreyndir, sem ég hef hér drepið á, benda eindreg ið til þess, að á íslandi sé áhugi á mennin'gartengslum við hin Norðurlöndin. Hitt er svo annað mál, hvort þessi menningar- tengsl eru með þeim hætti, sem vera ætti, og hvort Norðurlönd- in í heild ættu ekki að setja sér ný márkmið í menningarsam- starfi sínu. í því sambandi finnst mér nauðsynlegt að undirstrika, að vélaöldin hefur skapað algerlega ný viðhorf í menningarinálum. Fyrr á öld- um var menningin fyrst og fremst einstaklingsbundin. Hún sótti afl sitt í sköpunarmátt ein- staklingsins, hugsun hans og til- finningalíf. Nútímaverkmenn- ing grundvallast hins vegar á stórframleiðslu, vélvæðingu, skipulagi. Hún gerir einstakl- inginn að lið í langri keðju, dropa í hafi, bæði sem fram- leiðanda og neytanda. Hann er þeim mun betri framleiðandi sem hann er liðugra hjól í stærri vél. Hann er þeim.mun betri neytandi, sem hann er auðsveipari þjónn auglýsinga og fjöldasmekks. Það er eitt meginvandamál nútímans að samhæfa þá verkmenningu, sem grundvallast á fjöldafram- leiðslu, þeirri hugmenningu, sem hlýtur að verða einstakl- ingsbundin. Ef við vanrækjum verkmenninguna, stöðvast fram sókn mannsins, við verðum fá- tækari og vanmáttugri. Ef við vanrækjum hugmenninguna, hættum við að þroskast, við verðum fáfróðari, lífsnautn okk ar minnkar. Nútímamaðurinn verður að geta verið hlekkur í langri keðju án þess að verða að sviplausum fjölda. Hann verður að geta haldið áfram að þroska einstaklingseðli sitt, þótt hann þurfi að vera hjól í stórri vél. Fyrr á öldum voru ekki að- eins þægindi séreign fámenns hóps. Menningin var það í raun og veru líka. í iðnvæddu nú- tímaþjóðfélagi eru þægindin orðin almenningseign. Og menn ingin_ er einnig farin að verða það. í kjölfar fjöldaframleiðslu er að verða til fjöldamenning. En það er mikil hætta á því, að þessi menning verði yfirborðs- menning, ef maðurinn er ekki vel á verði. í menningarlífi nú- tímans er um að ræða ýmis ann arleg fyrirbæri. Þau eru fæð- ingarhríðir þessarar fjölda- menningar. Það er skoðun mín, að eitt meginvandamál vest- rænnar menningar nú í dag sé í því fólgið, hvernig búa megi hinni nýju fjöldamenningu traustan grundvöll og beina henni inn á réttar brautir. Ávextir verkmenningar eru orðnir almenningseign með vestrænum þjóðum og verða það án efa í ennþá miklu ríkara mæli á næstu árum og áratug- um. Hugmenningin hefur að mínu viti ekki styrkzt að sama skapi, ávextir hennar hafa ekki orðið almenningseign í jafnvax- andi mæli og ávextir verkmenn ingar. Hér er um að ræða vandamál eða verkefni, sem ég tel, að smá þjóðir geti leyst engu síður og jafnvel öllu betur en stórþjóðir. Hér er um að ræða vandamál, sem mér finnst Norðurlanda- þjóðirnar einmitt hafa sérstök skilyrði til þess _að leysa með góðum árangri. Ástæðan er sú, hversu mikið Norðurlandaþjóð- irnar eiga sameiginlegt í menn- ingartilliti og hversu mikið þær hafa unnið saman, án þess að þurfa þess. Við á Norðurlönd- um höfum borið gæfu til þess að standa framarlega í þeirri viðleitni að gera alla menn með eigendur að hinum vaxandi auði, sem við sköpum með að- ferðum tækninnar. Við höfum reynt að jafna milli ríks og fá- tæks, við höfum reynt að bægja ótta við öryggisleysi og sjúk- dóma frá dyrum allra manna, við höfum leitazt við að gera sérhvern mann, ungan og gaml- an, að þátttakanda í þægindum og velmegun þess þjóðfélags, sem ný þekking og ný tækni hefur skapað. Við höfum reynt að flytja lýðræðishugsjón stjórn málanna yfir á svið efnahags- málanna. Og nú er það mikil- vægt verkefni að stuðla að því, að fjöldamenningin verði fjöld- anum til farsældar. Ef menning arsamvinna Norðurlanda gæti stuðlað að því, að skapa á Norð urlöndum menningarlegt lýð- ræði og lýðræðislega menningu, þá hefði hún gegnt göfugu hlut- verki. Ci infóníutónleikar DR. ROBERT A. OttóssOn stjórn aði tónleikum Sinfóníuhljómsveit arinnar í samkomuhúsi Háskól- ans s.l. fimmtudag, og viðfangs- efnin voru forleikur að gaman- leiknum „Leikhússtjóranum" og fiðlukonsert nr. 3 í G-dúr eftir Mozart og þriðja sinfónía Bruckners (d-moll). Einleikari í konsertinum var Fredell Lack, amerísk listakona. Sinfóníur Bruckners hafa alla tíð verið heldur sjaldheyrðar á tónleikum, nema þá helzt tvær þeirra: hin fjórða og hin sjöunda. Sú fyrrnefnda var flutt hér fyrir xiokkrum árum af sama stjórn- anda og nú var að verki og þótti mikið í ráðizt. Fyrir hljómsveit, sem er svo fáliðuð af strengja- leikurum sem okkar hljómsveit, var og er, verður viðureign við Bruckner alitaf mikið og jafn- vel talsvert áhættusamt fyrir- tæki. Þó hygg ég að hér hafi tekizt til eins vel og framast verður búizt við, miðað við all- «u aðstæður. Hitt er annað mál og óvíst, hvort hlustendur á vor um tímum eru yfirleitt móttæki- legir fyrir boðskap Bruckners, eins og hann er settur fram. Mér er nær að halda, að þessi stór- skorna og langdregna músik þyrmi yfir áheyrendur fremur en hrífj þá, og fegurð hennar og innblástur fari — því miður — fyrir ofan garð og neðan hjá alltof mörgum. Því að það þarf talsverða þolgæði og raunar ann að tímaskyn en okkur tuttugustu aldar mönnum er tamast til þess að hafa yfirsýn yfir víðáttur slík ar sem hér opnast. Þrátt fyrir örlitla ónákvæmni í samleik var forleikur Mozarts mjög skemmtilega fluttur, og undirleikurinn í fiðlukonsertin- um með því bezta af því tagi, sem hljómsveitin hefur afrekað í langan tíma. Einleikshlutverkið var snyrtilega af hendi leyst en heldur dauflega, svo að litauðgi þess, ljóðræn fegurð og dálítið ungæðisleg glettni komu ekki fram sem skyldi. Jón Þórarinsson. Sir Hugh Beodle ræðir við Wilson London 19. jan. — AP. SIR Hugh Beadle, forseti hæstaréttar í Rhódesíu, flaug á þriðjudag til London til að ræða við Wilson forsætisráð- herra um Rhódesíuvandamál- ið. Beadle er Iíklega eini mað urinn í valdastöðu í Rhóde- síu, sem bæði stjórn Smiths og Wilsons virða og bera traust til. I hádegisverðarboði, sem Wilson hélt Sir Hugli Beadle í Downingsstreet 10, voru einnig þeir Bottomley og Cledwyn Hughes. Eikki er búizt við því, að Beadle verði fenginn til að gerast milli- göngumaður i Rhodesiudeil- umii. Leiksýning í Aratungu LAUGARDAGINN 15. janúar frumsýndi Ungmennafélag Bisk- upstungna gamanleikinn „Er á meðan er“ á heimasviði sínu í Aratun0u. Lei'kurinn er viða- mesta verkefnið sem félagið hef- ur tekið til meðferðar fram að þessu. Var það sýnt í Þjóðleik- húsinu fyrir nokkrum árum við góða aðsókn. Sýningin í Ara- tungu þótti takast afar vel í heild. Var leikendum og leik- stjóra, Jónasi Jónassyni úfcvarps- manni, fagnað mjög í leikslok og bárust margir blómvendir. Hlutverk eru aiL 19' og með aðalhlutverk fara frú Jónína Jónasdófctir Lindarbrekku, frú Halla Bjarnadóttir Vatnsleysu og Sigurður Þorsteinsson bóndi, Heiði. Var gerður mjög góður rómur að leik þeirra. Viðstaddir sýninguna . voru m.a. sem boðs- gestir, forseti U.M.F.Í. sr. Eiríkur J Eiríksson og stjórn héraðssam- bandsins Skarphéðinn. Áformað er að sýna leikinn víða um Suð- urland, m.a. í Hveragerði fimmtu dagskvöld, Hvoli laugardags- kvöld og Hlégarði í Mosfellssveit nk. þriðjudagskvöld. — B.E, Mtkil umíerð um PatreksfiarðarvöU ísafirði, 15. janúar. í HAUST hófust reglulegar flug- samkomur við Patreksfjörð, eftir áð gerður hafði verið flugvöllur á Sandodda við Sauðlauksdal. í desember voru farnar til Pat- reksfjarðar 16 flugferðir, og fluttir í þeim ferðum 223 far- þegar. Að auki var þungaflutn- ingur tæpar 14 lestir. í sam- bandi við betta flue hefur verið reynt að halda uppi áætlunar- ferðum frá Bíldudal og Tálkna- firði, og hefur það gengið sæmi- lega vel, og verið notað mikið. Það sem af er janúar hefur ekki verið minni ferð um Pat- reksfjarðarflugvöll, og telja allir stórmikla samgöngubót að flug- vellinúm, og þeirri þjónustu sem stofnað hefur verið til krmgum bær samffíineur. — H T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.