Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 17
Í9stu<5agwp *1. Janftar MORGUNBLAÐIÐ 17 Réttur Framlhald af bls. 8 ir sér margslungið byggingar lag hennar, boga, hvelfingar. Brjóstin eins og bungnlagað- niður á nárann. En gítarlagið var mest á- ir laukar; kviðurinn slútti berandi: axlir, mitti, mjaðm- ir. Nú skildi hann aðdáun Piccassos á gítar og fiðlu: lög un þeirra hljóðfæra var þver skurður af konulíkama. En til girndar fann hann ekki. Júrí rifjaði upp með sjálfum sér, hvílíkt ofurkapp hann hefði lagt á að ná mark inu, aðferðirnar sem hann beitti . . . • En hann var með öllu nátt- úrulaus. Ef ekkert yrði rtá. úr þesu? Hann fékk ákafan hjart- slátt við tilhugsunina, og vissi, að hann mátti ekki láta taugaóstyrk ná valdi yfir sér. Hann vissi að einmitt nú mátti hann ekki glata sjálfs- öryggi sínu fremur en galdra maður sem á að gera krafta- verk. Honum varð sífellt ó- rórra og til að leyna því greip hann þéttingsfast um bogana og hvelfingarnar sem þarna voru á boðstólum. Hann ákallaði veikt hold sitt, sem hafði brugðizt honum svo hrapallega einmitt nú, hann sárbændi það að veita sér — ef ekki ástríðu — þá ofurlitla girnd. ( Dívanagormarnir sungu við raust. Júrí rifjaði upp fyrir sér klámmyndirnar sem hann lumaði á, gældi við einstakar myndir í huganum. Hann beit á jaxlinn og gerði ör- væntingafulla atrennu eins og til að bifa ægiþunga. Hin fullkomna kona lá hreyfingarlaus við hlð hans og leyfði honum að erfiða að vild. Hann fyrirleit þessa konu; af vesalli sálu og lík- ama hrjáðum af tilgangslausu erfiði hataði hann hana, þessa sigruðu ósigrandi veru — og hann þráði þá stund eina að hann gæti rekið hana á dyr — þegar þetta væri loks afstaðið. „Jæja, Júrí Mikalóvits, er ekki tilganginum náð? spurði Marina og var skemmt. „Hvers vegna ertu svona svifaseinn? Júrí lokaði augunum þegj- andi, eins og það væri til einhvers í niðamyrku her- berginu. ★ Saksóknarinn skildi aldrei til fullnustu, hvernig það gerðist. Hann hafði staðið há- tíðlegur í mannþyrpingunni eins og aðrir og beðið þess að komast áfram, þegar hann varð allt í einu var við að fjöldinn var kominn á hreyf- ingu og honum var ýtt áfram af heljarþunga í átt að níð- þröngri brautinni. Göngin lágu beint í gegn- um miðborgina, þar sem lík hins látna húsbónda hvíldi á blómskrýddum börum. Sak- sóknarinn streittist ekki á móti, hann aðstoðaði eins og hann gat; en virtist jafn tor- velt að lyfta fótunum í þvög- unni og ætla sér að flytja ræðu með fullan munninn. Jafnframt því sem hann nálgaðist staðinn hægt og hægt, var honum ýtt lengra og lengra til hliðar; hann misti fótfestuna, en var bor- inn uppi af þrýstingi og ruðn ingi múgsins. Fólkið klifraði hvert upp á annað, hrasandi, dettandi. Þegar einn hafði verið sleg- inn niður, spruttu upp sex í staðinn, og troðningurinn hélt áfram. Fólkið ruddist og tróðst, allir vildu komast inn í trektarþröng göngin. Saksóknarinn var of þung- ur á sér að taka þátt í rysk- ingunum. Hann hvorki klifr- aði, hrinti né bölvaði. En ógn arstór hönd — jafn stór og torgið sjálft — þreif um kverkar haris og herti að svo brakaði í beinum, lyfti hon- um upp og veifaði honum til beggja hliða. „Sleppið mér! Þið meiðið mig!“ sagði saksóknarinn kjökrandi. „Þetta er okkar fólk, það gerir engum mein, þetta eru konurnar okkar og börnin; og hér eru fatlaðir menn sem eitt sinn færðu þér sigur.“ En höndin hafði hann í greip sinni. Hún sveiflaði honum sem barefli og lamdi, lúbarði múginn sem grenjaði af sársauka. ★ Tíminn var nægur. Ekkert lá á. Marina stóð við blað- sölulúgu; svertan var ekki þornuð á blöðunum, og henni datt í hug samlíking við kvenmann með ofsnyrt augna lok. Hún sneri baki í umferð- ina á götunni og gægðist í illa upplýstan snyrtivöru- glugga. Þar sá hún af skræmda mynd sína; fólk gekk hjá, strætisvagnar óku gegnum ilmvátnsflöskur og sápuhlaða. „Öll þessi fegrunarlyf fara illa með húðina,“ hugsaði hún fýld. En andlit hennar var fag- urt, þrátt fyrir skömmina, þrátt' fyrir skuggana frá vegfarendum. „A morgun ætla ég að fá mér þennan argentínska vara lit,“ ákvað hún. ★ Glóboff tókst að komast undan með því að skríða und ir vörubíl og síðan yfir girð- inguna,, sem greindi torgið frá næstu breiðgötu. En hann skrámaðist í andliti og týndi hattinum. Breiðgatan var mannlaus að kalla. Að baki sér heyrði hann hrópað: „Lítil stúlka! Lítil stúlka hefur verið troðin undir!“ Nokkrir aðrir höfðu slopp- ið og þrengdust saman í skúmaskoti. Þeir ræddu há- stöfum um einhverja stúlku: „Troðin undir! Limlest!" „Ekki var það mín stelpa. Hún datt bara. Engin tróð á henni. Og hún braut gleraug- un sín og hún var alls ekki lítil. Hún er fullorðin.“ „Lítil stúlka, litil stúlka!“ sögðu hinar raddirnar þrjózku lega. „Stöðvið þorparann .... Hún var kramin . . . Á hvað eruð þið að glápa? Handsamið glsépamanninn, handsamið manninn!“ „Ef það var mín stelpa get- ur hún sjálfri sér um kennt. Fólk á ekki að troðast milli lappanna á öðrum. Eg datt. Enginn tróð á mér. Það er engum að kenna. Auðvitað verður að troða nokkra undir — annað er óhugsandi." Hann var að örmagnast. Hann lagðist niður til að hvíla sig, lagðist niður í mjúkan, hvítan snjóinn, sem var fersk- ur eins og nýmjólk. Skammt frá honum voru nokkrir að skima eftir illræðismanninum og töluðu um óþekktu stúlk- una: „Hver veit! Kannski hefur það verið njósnari eða hermd- arverkamaður, óvinur alþýð- unnar. Hver skipulagði dráp- ið? Hvers vegna er engin lög- regla hér? Hvar er hinn opin- beri saksóknari? Drögum pakkið fyrir lög og dóm!“ — Sannfeikurínn Framhald af bls. 8. ræddi um hina opinberu skil- greiningu þeirrar stefnu, sem segir m. a., að Sósíal-realismi sé „sönn lýsing staðreynda“, sem þó verði alltaf að vera í samræmi við „hina óumflýjan- legu rás byltingarinnar og þannig fram sett, að hún „stuðli að sósíalistisku upp- eldi og menntun verkamanna" (En rétt er að minna á hér, að í Sovétríkjunum eru allar stétt- ir kallaðar verkamenn). Sinyav sky benti í hugleiðingu sinni á, að þessar tvær meginkröfur, sem gerðar eru til sovézkra rit- höfunda og listamanna eru í mótsögn hvor vi'ð aðra, — annarsvegar krafan um list, sem sé algerlega sveigð undir hugsjónalegt markmið — hins- vegar nákvæm lýsing stað- reynda. Hvora kröfuna fyrir sig mætti réttlæta, segir höfundur og nefnir sem dæmi, að list, sem felur í sér' bðskap geti verið snilldarverk, t. d. mörg trúar- málverk fyrri alda. En. kröf- urnar segir hann einfaldlega ekki hægt að samrýma í sama listaverkinu. Sinyavsky kve'ðst fyrir sitt leyti hafa gert það upp við sig, ' að list, þar sem hið fáránlega komi í stað raunsærra lýsinga á hversdagslífinu, muni svara bezt kröfum tíðarandans, sem við nú lifum vi'ð. „Megi hið stór kostlega hugarflug Hoffmans, Dotoyevskys, Goya, Chagalls .... og margra annarra raun- særra og óraunsærra lista- manria kenna okkur að leita sannleikans með því að styðjast við fjarstæður og hugmynda- aúðgi“, segir höfundur Næsta rit, sem út kom eftir Abram Tertz, var „Réttur er settur" þar sem hann beitti fyrrgreindum hugmyndum sin- um um nútímalist (sjá kafla úr þeirri bók, sem birtist hér á síð- unni. Síðan kom smásagnasafn- ið „Lyubimov", sem nefndist á ensku „The Makepeace Experi ment“. í þessum ritverkum kemur Tertz fram sem boðberi listar, sem hvorki er trú yfirborðs- ásjónu raunveruleikans né fórn á altari pólitískra markmiða. Hann leitast við að segja sann- leika listamannsins — sannleik- ann um sjálfan sig og þá ver- öld, sem hann lifir í, eins og hann sjálfur sér hana í ljósi sinnar eigin samvizku og skyn- semi, hann heldur uppi vörn fyrir rétti listamannsins til þess að kanna og íhuga stað- reyndir, varpa þeim fyrir borð eða ^fbaka þær, að vild til þess að geta síðan umskapað þær og sett fram í því sann- leiksljósi, er hann sjálfur telur rétt. Og hann telur það skyldu listamannsins a’ð beita þessum rétti sínum — ella hætti hann að vera listamaður. Hugmyndir, sem þessar, eru lítil Jiýjung fyrir Vesturlanda- búa og verk Tertz segja þeim því ef til vill eHki margt nýtt í þeim efnum. En miðað við sovézka nútímalist í heild eru þær ferskar og árangurinn gull- vægur. Og handtaka höfundar- ins og nafngiftirnar, sem honum eru valdar, segja sína sögu af sovézku þjóðfélagi. Hversu sterkar eru stoðir þess þjóðfé- lagskerfis, sem ekki þolir að slíkar hugmyndir sjái dagsins ljós? Til þessa hefur ekki svo virzt sem brotlegt væri við sovézk lög að smygla handritum úr landi til útgáfu, — enda þótt þeir, sem svo hafa gert, hafi sætt miklu ámæli og svívirð- ingum. Pasternak var ekki hand tekinn, þegar saga hans „Zivago læknir", birtist á Vesturlöndum, ekki heldur Valeri Harsis fyrir að senda úr handriti að „Ward 7. Og rétt og skylt er að geta þess, að það er ekki fyrst undir kommúnisma, sem rússnesk skáld grípa til þess að lauma skáldverkum sínum úr landi, sökum þess, að þau voga ekki eða fá ekki að birta þau heima fyrir. Dæmi eru til um ýmis skáld á ýmsum tímum, er það gerðu. Einnig er ljóst, að frelsi sovézkra listamanna hefur stór um aukizt á síðasta áratug. Krúsjeff losaði verulega um höftin frá Stalínstímanum og sú stjórn, sem tók við af honum hefur virzt fylgja þeirri stefnu að reyna áð halda nokkru jafn vægi milli yngri og eldri kyn- slóð listamanna, veitt hinum frjálslyndu hægt vaxandi svig- rúm, þrátt fyrir andmæli hinna afturhaldssömu. Á hinn bóginn hafa sovézkir ráðamenn gripið til þess að hafa taumhald á frelsisaukningunni með því að lýsa frjálslynda listamenn öðru hverju seka um ýmiss konar smábrot á sovézkum lögum og láta þá taka út fyrir þau fárán- lega þunga hegningu — eða þá lýst þá hreinlega geðveika og komið þeim fyrir á hæli. Sýnir það gleggst, að sovézkir ráða- menn sjá sér ekki fært að halda andans mönnum sínum lengur algerlega í skefjum en óttast á hinn bóginn afleiðingarnar af því að veita útrás allri þeirri andlegu ólgu, sem þeir vita, að býr með hinni skapmiklu so- vézku þjóð. Það er stundum freistandi að líkja sovézku þjóðfélagi við stíflugarð, sem skarð hefur ver- ið höggvið í og er að því kom- inn að hrynja undan ofurþunga flóðsins, er reynir að brjótast fram. Stjórnarvöldin reyna að fylla upp í skörðin öðru hverju en þrýstingur flóðsins finnur því stöðugt nýjan farveg. (Helztu upplýsingaheimildir: Grein eftir Manya Harari, út- gefanda og þýðanda , ,Dr. Zivago" eftir Boris Pasternak; grein eftir Philippe Rarley , „The New Leader", fréttir frá fréttastofunum AP — NTB og „The New York Times“.) Félagsmenn Pöntunarfélags Náttúrulækningafélags Reykjavíkur eru vinsamlega beðnir að skila kassakvittunum sín- um fyrir árið 1965, í N.L.F. búðina, Týsgötu 8, fyrir lok þessa mánaðar. Skodaeigendur athugið Tökum að okkur allar alm. viðgerðir. Fljót og góð afgreiðsla. Reynið viðskiptin. Bifreiðaverkstæði SIGURÐAR HARALDSSONAR Skjólbraut 9, Kópavogi. Háseta og stýrimann vantar á netabát frá Grindavík. Upplýsingar í síma 92-8063. BLÖNDLNARTÆKI í eldhús nýkomin. Margar stærðir. Á. EINARSSON & FIJNK Hf. Höfðatúni 2 — Sími 13982. Verzlunarhusnæði óskast helzt sem fyrst. Sími 23925. Ivær stúlkur óskast í þvottahús Sláturfélagsins. Upplýsingar að Hverfisgötu 62.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.