Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 6
8 MORCU N BLAÐIÐ Fostudagur 21. janúar 1961 •I Ib Wessmann skammtar einni blaðakonunni af Þorramatnum. Karlakór Reykjavíkur 40 ára KARLAKÓR Reykjavikur er 40 ára um þessar mundir, stofnaður 3. janúar 1926 fyrir tilstuðlan Sigurðar Þórðarsonar, tónskálds, sem jafnframt var söngstjóri kórsins frá upphafi og nær óslitið í 36 ár. Stjórn kórsins og núverandi stjórnandi ræddu við fréttamenn í tilefni af- mælisins og skýrðu m.a. frá því að í tilefni þessara tíma- móta og 70 ára afmælis söngstjór ans fyrrverandi yrði gefin út minningabók I 1000 tölusettum eintökum um kórinn, tileinkuð styrktarfélögum og öðrum vel- unnurum. Og einnig að haldið yrði upp á afmælið með fjöl- mennu hófi 29. janúar. Ragnar Ingólfsson, formaður kórsins skýrði fréttamönnum frá starfsemi hans. Undir forustu Sigurðar Þórðarsonar ferðaðist kórinn um þrjár heimsálfur og hefur haldið talsvert á annað hundrað hijómleika í 17 lönd- um. Inn á hljómplötur hefur kórinn sungið um eitt hundrað lög og hefur verið beðinn um að syngja inn á nýja plötu með 16 lögum á þessu ári. Hljóm- leikar kórsins eru orðnir mörg hundruð, enda eru árlega haldn- ir margir konsertar fyrir styrkt- armeðlimi. Styrktarmeðlimir eru nú um 1600 og syngur kór- inn því á hverju vori 5 sinnum fyrir fullu húsi í Austurbæjar- bíói. Æfingar hafa kórfélagar a.m.k. tvisvar í viku í vistlegu félagsheimili á Freyjugötu. Minningabókin, sem er að koma út, verður á annað hundr- að blaðsíður og að mestu í mynd um úr sögu kórsins. Kápufor- síða er prentuð í fjórum litum og allt efni bókarinnar prentað á vandaðan myndapappír. Á næst- unni verður hafizt handa með áskriftasöfnun að kaupum á bók inni. Laugardaginn 29. jan. n.k. held ur kórinn upp á fertugsafmælið með hófi að Hótel Borg, sem verður fjölsótt, og hafa margir af gömlu félögum kórsins sýnt mikinn áhuga fyrir 40 ára af- mælinu og m.a. æft nokkur lög í vetur undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi söng- stjóra kórsins, sem þeir ætla að syngja í hófinu. Karlakór Reykjavíkur æfir nú að vanda fyrir vorkonserta styrkt arfélaganna og er Páll Pampichl- er Pálsson söngstjóri. Æfingarnar og öll starfsemi kórsins fer fram í hinu vistlega félagsheimili kórs ins að Freyjugötu 14. Stjórn kórsins skipa: Ragnar Ingólfsson, form.; Helgi Krist- jánsson, varaform., Höskuldur Jónsson, gjaldkeri, Margeir Jó- hannsson, ritari og Andreas Berg mann, meðstjórnandi. Fær Karlakórinn 9 þíis. lesta skip í Miðjarðarhafsferð ? Þorratrogið í Naustinu Veitingahúsið Naust hefir nú 1 níu ár heilsað þorra með því að hafa á matseðli sínum hvers- konar kræsingar, svið og súrmat, svo sem hval, bringukolla og selshreyfa, blóðmör og hangi- kjöt, hákarl og brennivín, lifrar- pylsu og hrútspunga, rúgbrauð og flatbrauð, sviðasultu og rófu- stöppu svo eitthvað sé nefnt af hinum fjölbreytilegu réttum. Þá heyrir til nýmæla að í forrétti eru marineraður kræklingur og gratineraðir sniglar ásamt glóð- arsteiktum humarhölum, allt hin ir ijúffengustu réttir en næsta óvanalegir hér á landi og munu menn lítt kunna á þeim átið. í tilefni þessa þorrainngangs Naustsins bauð það blaðamönn- um til átveizlu á miðvikudaginn og var það hinn veglegasti fagn- aður. Geir Zoega jr., framkvæmda- stjóri Nausts, ávarpaði gesti og bað þá njóta veitinganna. Gat þess, að þetta væri í 9. sinn, sem Naustið byði upp á þes®a þjóð- legu tilbreytni, sem jafnan hefði verið vel tekið. Eldur í íbúðarhúsi SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt að húsinu við Melgerði 23 hér í borg kl. 17,10 síðdegis í gser en þar logaði mikill eldur. Hafði kviknað í viðbyggingu við lítið einlyft timiburhús og komst eld- ur í íbúðarhúsið frá viðbygging- unni. Er slökkviliðið kom á vett- vang stóð eldur upp úr þaki hússins en tókst þó fljótlega að slökkva hann. Talsverðar skemmdir urðu á íbúðinni af reyk, vatni og eidi. Eldsupptök eru ókunn. Mestur hluti þessara rétta er tilreitt í eldhúsi veitingastaðar- ins sjálfs svo sem allur súrmat- ur og lagraður þar, en að sjálf- sögðu er hákarl og hangikjöt að- fengið. Ib Wessmann yfirmatsveinn annast alla gerð Þorramatarins. • Vertíðin Vertíðarfólkið flykkist nú hingað úr öllum áttum svo sem greint hefur verið frá í blö'ð- unum að undanförnu, jafnvel Ástralíumenn og S-Afríkumenn eru komnir í fiskinn. Eitt er víst: Við þurfum auk- inn mannafla til þess að fleyta útveginum yfir mestu aflahrot- urnar og þessi aðstoð er vel þegin, þegar hennar er þörf. Annars skilst mér, að Færey- ingarnir séu eftirsóttari starfs- menn en allir áðrir, yfirleitt traust fólk og iðjusamt. f Færeyjum líta margir ver- tíðarvinnu Færeyinga á íslandi illu auga, enda þurfa Færey- ingar á öllu sínu fólki að halda, því að þar er ekki minna óunnið en hér. Við skiljum þessa af- stöðu Færeyinga vel, þótt vi'ð hins vegar kunnum vel að meta vinnuaflið, sem þaðan kemur. • í myrkri KARLAKÓR Reykjavííkur hefur um nokkurn tíma unnið að ut- anlandsferð með skipi. í vitðali, sem formaður kórsins átti við fréttamenn vegna 40 ára afmælis kórsins, kom það fram, að undir- búningur hefur tekið lengri tíma en á horfðist og ekki verður mögulegt að ráðast í ferðina að vori, eins og ráðgert hafði verið. Skip það sem kórnum bauðst, var ekki fáanlegt þegar til átti að taka og var boðið annað minna klældur varð fyrir bíl á illa upplýstri götu í Kópavogi, sagði hér í bláðinu í gær. Þessi at- burður ætti að verða öllum ný áminning um að fara varlega á umferðargötum í myrkri: Hafa endurskinsmerki eða hvíta dulu, ef klæðst er ein- hverju dökku. Ekki sakar heldur áð vera ódrukkinn. • Að kunna að tapa Það virðist ijóst, að ís- lenzka handknattleiksliðið, 6em lék í Danmörku, tapaði ekki fyrir Dönunum — heldur dóm- aranum. Einn af lesendum blaðsins sendi okkur eftirfar- andi bréf í tilefni þess: Undanfarna daga hafa íslend- ingar há'ð kappleiki við Pól- verja og Dani í handknattleik og körfubolta, svo sem kunnugt er af fréttum. Ekki höfðu land- ar okkar erindi sem erfiði í viðureigninni, og er óhætt að segja, að þeir hafi ekki riðið feitum hesti frá þeim vi'ðskipt- skip, sem ekki þótti ráðlegt að leigja. Þá var leitað annað og sagði Ragnar Ingólfsson, að vonir stæðu til að samningar gætu tek- izt innan tíðar um 9 þús. smá- lesta skip, sem tekur á fimmta hundrað farþega og mundi þá verða lagt upp í ferðina í september næstkomandi, ef þátt- taka fæst. Ekki hefur verið ákveðið endanleg ferðaáætlun, en talað er um að koma við í um. þ.e.a.s ef leikurinn er gerð- ur eingöngu í því skyni að vinna hann að stigum eða markafjölda. Sem sagt við töp- uðum glæsilega og sitjum nú eftir með sárt ennfð. En nóta bene, góðir hálsar, það voru ekki leikmennirnir okkar, sem töpuðu, því fer víðs fjarri. Það voru bannsettir lómarnir, sem voru á móti okkur og með hin- um, svo áð öðruvísi gat ekki farið. Auk þess þurftu okkar menn líka að fara að ferðast til útlanda, og allir vita, hversu erfitt það er að keppa ekki á heimavelli, fyrir nú utan ferða- lögin, sem ætla alveg áð drepa mann (Pólska körfuboltaliðið, sem keppti í Reykjavík, er ekki háð þessari reglu, og auk þess eru Pólverjarnir miklu hærri en okkar menn, það munar einum og hálfum sentimetra, svo það er ekki nema von að okkar menn töpuðu. En Danir hafa samt tapáð með miklu meiri mun fyrir Rússum einu sinni, Egyptalandi, fsrael, Grikklandi og jafnvel sigla inn í Svartahaf og hafa viðkomu í Búlgaríu. —< Sungið verður á öllum viðkomu- stöðum. Og loks kemur til greina viðkoma á Ítalíu í leiðinni heim. Félagar í kórnum eru nú 46, og reiknað með að þeir taki konur sínar með í ferðina. En að öðru leyti yrði hverjum sem væri selt far, ef af ferðinni verður. eða 187 gegn 3 (ef rétt er mun- að). En að öllu gamni slepptu: hvenær ætla íþróttafréttaritarar dagblaðanna, svo og allir farar- stjórarnir og þjálfararnir að hætta að ala á meðalmennsk- unni í íþróttum með þessum sí- felldu og kjánalegu afsöknum til varnar getuleysi okkar manna? Getum við ómögu- lega tapað svo leik, að hægt sé að viðurkenna, að við vorum lakari aðilinn? Það er engin skömm áð því að tapa í leik, en það er mikil skömm að því að geta ekki tekið tap- inu eins og leikmanni sæmir. Almenningi er mjög skemmt 1 hvert sinn, sem þessar heima- tilbúnu afsakanir eru bornar á borð á íþróttasfðum blaðanna, og þær eru alltaf á rei'ðum hönd um, þegar illa fer. Væri nú ekki karlmannlegra að hætta þessari vitleysu og reyna heldur að læra þá list að kunna að tapa í stað þess að byrja að vola eins og krakki. A'ð kunna að taka tapi jafnt og sigri, það eitt er íþróttunum samboðið, og það virðast íslendignar enn eiga eftir ólært“. Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820. Drukkinn maður og dökk _ PIB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.