Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. Janöar 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 ☆ KRONPRINS Frederik kom til Reykjavíkur í fyrsta skipt- ið í gær, en skipið verður í Færeyja- og íslandssiglingum í framtíðinni. Þó mun Kron- prins Olav verða á þessari leið mánuðina júní, júlí, á- gúst nú í sumar og fram í september. Skipstjóri á Kronprins Frederik er Færeyingurinn Oscar Djurhuus, en hann var áður skipstjóri á Kronprins Olav og Dronning Alexand- erine. Hann sagði Morgunblaðinu, að hann hefði komið til ís- lands í fyrsta skipti árið 1927 sem fiskimaður á skútu og árið 1938 sem III. stýrimaður Úr borðsal 1. farrýmis Kronprins Frederik nærri sólarhring á undan áætlun Kronprins Frederik verður ekki í Islandssiglnigum í sumar er sú, að hann verður settur inn á leiðina New- castle-Esbjerg, því Kronprins Olav getur ekki siglt sam- kvæmt hinni ströngu áætlun þar á leiðinni. Til þess er hann ekki nægilega hrað- skreiður. — — Þess má geta, að Kron- prins Frederik er stærsta og bezt búna skipið, sem Sam- einaða hefur haft í förum hingað. M.a. eru um borð lúxus-klefar sem dönsku konungshjónin hafa oft haft til afnota. Klefarnir eru sinn hvorum megin í skipinu og eru útbúnir sem setustofa og þeim fylgir stórt og rúmgott baðherbergi. — Áhöfnin er 74 í allt yfir vetrarmánuðina, en 92 á sumrin. Á Kronprins Frede- rik verða allmargir, sem störf uðu á Kronprins Olav og Dronning Alexanderine — menn, sem hér eiga marga vini og kunningja. Kom í fyrsta skipti til Reykjavíkur í gær — er með sérstakan útbúnað til að draga úr veltingi á Dronning Alexanderine. Frá því hefði hann verið í siglingum til íslands á skip- um sameinaða gufuskipafélag sins, en með nokkrum hléum þó, t.d. á stríðsárunum. Djurhuus sagði,að Kron- prins Frederik hefði byrjað siglingar 1950 milli Esbjerg og Harwich, væri tæp 4 þús- und brúttotonn að stærð, tæki 277 farþega, gengi 19]/3 sjómílu á klst. og væri um 15 metrum lengri en Kron- prins Olav, sem væri um 3.300 tonn að stærð, tæki 310 farþega og gengi um 17 sjó- mílur á klst. Skýringuna á því, að Kron- prins Olav tæki fleiri far- þega, sagði Djurhuus vera þá, að Kronprins Frederik hefði aðeins tvö farrými og því væri betur að farþegum búið en um borð í Kronprins Olav. — Við fengum ágætt veð- ur á leiðinni til íslands, sagði skipstjórinn, en íslandssigling ar geta verið erfiðar á vetr- um, svona stundum að minnsta kosti. Á sumrin er „dejligt' að sigla hingað. — Ferðin að þessu sinni gekk mjög vel,. sagði hann, og við urðum nærri sólar- hring á undan áætlun til Reykjavíkur. Við fórum frá Færeyjum kl. 7 á miðviku- dagsmorgun og komum til Vestmannaeyja kl. 5 á fimmtudagsmorgun. Þar stönzuðum við í tvo tíma og settum þar í land um 150 Færeyinga, sem ætla að vinna þar á vertíðinni. Ferð- in frá Eyjuim til Reykjavíkur tók aðeins 6 tíma. Komum við hér á ytri höfnina um kl. 1 síðdegis. Vegna hins góða veðurs gát um við ekki að neinu gagni reynt nýjan útl/inað sem er á skipinu og er ætlaður til að draga úr veltingi. í>að eru tveir tankar, sem eru sinn á hvorri skipshlið. Þeir taka 75-80 tonn af olíu og er leiðsla á milli þeira. Rennur olían á milli tankanna til skiptis þegar skipið réttir sig við úr veltu. — Ég gæti vel trúað því, að þessi útbúnaður drægi að minsta kosti um 30% úr veltu skipsins. Verkfræðingarnir segja að vísu, að það sé allt að 60%, en mér finnst lík- legt að árangurinn verði minni við notkun en verk- fræðingarnir segja. Með okkur nú eru 5 menn til að fylgjast með því, hvern ig útbúnaðurinn reynist, þar af þrír verkfræðingar. Á skipinu er einnig hliðarskrúfa að framan, sem notuð er til að auðvelda að leggjast að bryggju. — Þetta er mín fyrsta ferð með Kronprins Frederik og veður var ágætt alla leiðina en ég held að mér sé óhætt að segja af mini löngu sjó- mannsreynslu, að hann sé mjög gott sjóskip. — Ástæðan fyrir því, að Oscar Djurhuus, skipstjóri Vatnið í Eliiðaám mengast ekki af völdum hesthúsanna fyrir í upphafi, en hús þessi yrðu Væri ekki óeðlilegt að staðsetja flutt burtu jafnskjótt og annað hesthús á slíku svæði, svo framar ALL miklar umræður urðu í gær í borgarstjórn um fyrirspurnir frá Birni Guðmundssyni (F) varð andi byggingu hesthúsa við ofan verðar Elliðaár, en Björn kvað þær fyrirspurnir vera bornar fram í tilefni fréttar er birzt hefði í Morgunblaðinu laust fyrir jól en þar hefði komið fram að langt væri komið byggingu átta hesthúsa við ofanverðar Elliðaár, fast við árbakkann. Geir Hallgrímssoni, borgarstjóri svaraði fyrirspurnunum og sagði hann m.a., að með vaxandi hesta eign borgarbúa hefðu skapazt vandamál og erfiðleikar við að greiða fyrir hesteigendum. Leyfi fyrir umræddum hesthúsum hefði verið til bráðabirgða og eigendum þeirra gert skylt að fjarlægja þau með tveggja mán- aða fyrirvara þegar þess yrði óskað. Ekkj væri um neitt affall frá húsmium er lenti út í ána, að ræða. Hitt væri svo annað fál, að byggingar hefðu orðið meiri en gert hefði verið ráð svæði væri tilbúið til þessara nota, og fyrr ef nauðsyn krefði vegna heilbrigðisástæðna. Björn Gúðmundss'om (F) gagn- rýndi það, að ekki hfði verið leit að til heildbrigðisnefndar er leyfi fyrir húsunum var veitt. Þá kvað hann byggingar þessar vera í mótsögn við nýja skipulagið, sem gerði ráð fyrir auðri land- ræmu meðfram Elliðaánum. — Alfreð Gíslason (K) tók einnig í sama streng og sagði borgar- yfirvöldin vera eftirlátsöm við hestamenn, en athafnasvæði þeirra þyrfti að vera 20—30 km. burt frá borginni. Geir Hallgrímsson talaði aftur og sagði að það vatn sem tekið væri úr Elliðaánum inn á hita- veitukerfið væri fyrst hitað upp í kyndistöðinni og þannig hreins að mjög. í aðalskipulagi borgar- innar væri gert ráð fyrir, að hafa auðar landsspildur með- fram ánni fyrir útivistarsvæði og lega sem þau væri ekki til óprýði. Óskar Hallgrímsson (A) tók undir ummæli borgarstjóra, að ekki væri óeðlilegt, að hesta- menn fengju aðstöðu til iðkun- ar íþróttar sinnar á útivistar- svæði borgarinnar við Elliðaár. Vék hann einnig að blaðagrein í Tímanum sem greindi frá því að margir hestar gengju úti í nágrenni borgarinnar. Sagði hann að ekki væri það betra, heldur en þeir væru hýstir í bráðabirgðahúsum þessum. Úlfar Þórðarson tók að lokum til máls og sagði að vatnið í Elliðaánum væri undir stöðugu eftirliti og hefðu rannsóknir leitt í ljós að vatnið væri ekki meira mengað fyrir neðan hest- húsin en ofan. Hann gat þess einnig, að ekki hefðu fundizt nein ar bakteríur í vatni því sem hit- að hefði verið upp í kyndistöð- inni og veitt inn á hitaveitu- kerfið. Bygging ráðhúss hefst ekkiá þessu ári í GffiR skýrði Geir Hallgríms- son borgarstjóri frá því á borg- arstjórnarfundi vegna fyrirspurn ar er komið hafði fram frá Al- freð Gíslasyni að ekki yrði haf- izt handa við byggingu ráðhúss í Reykjavík á þessu ári. Borgar- stjóri sagði m.a., að búizt væri við því, að teikningar og útboðs- lýsing yrðu tilbúnar eftir 4—5 mánuði, en framkvæmdir við undirbúning þeirra hefðu dregizt úndanfarið vegna skorts á starfs mönnurn á teiknistofu ráðhúss- ins. Ekki væri við því að búast/ að hafnar yrðu framkvæmdir við ráðhúsbygginguna á þessu ári, en ráðhúsnefnd fengi málið til frekari meðferðar þegar lok- ið væri við teikningar og út-. boðslýsingar. Alfreð Gíslason kvaðst ekki harma það þótt málið hefði legið í lægð að undanförnu og nauð- syn bæri til að endurskoða af- stöðu til staðarvals og fleira í sambandi við fyrirhugaða 'bygg- ingu. STAKSTFIMAR Tveir sjónarhólar Alþýðublaðið birti í gær for- ustugrein um alúmínmálið undir fyrirsögninni „Tveir sjónarhólar" og þar segir mú.: „Umræður um alúmínnu\lið komast senn á lokastig. Ríkis- stjórnin lagði fyrir ári fram bráðabirgðaskýrslu, en» síðan hef- ur margt gerzt, og er lokaskýrsla væntanleg innan skamms. Stjórn- arandstöðuflokkarnir hafa ákveð ið að berjast gegn málinu, hvað sem tautar. Er það að sjálfsögðú pólitísk ákvörðun og ef.ast eng-. nn um, að afstaða þeirra væri önnur, ef þeir sætu i ríkisstjórn. Á það ekki sízt við um Fram- sóknarflokkinn, en jafnvel konvm únistar mundu tala í öðrum tón, ef um væri að ræða olíuefnaiðnað með aðstoð austantjaldsmanna. Mál þetta er rétt að skoða frá tveim sjónarhólum. Hin.n fyrri er hið efnahagslega sjónarmið og kemur þá til álita, hvaða áhrif alúmínverksmiðja mundi hafa á afkomu íslendinga í framtíðinni. Ljóst er, að n.okkr- ir erfiðleikar verða á vegi, með- an virkjunin og verksmiðjan rísa, ef þensla helzt í efnahags- láfi þjóðarinnar. En það er engan veginn víst 2—3 ár fram í tám- ann. Þetta eru þó aðeins stunidar- erfiðleikar, sem munu ekki hafa varanleg áhrif. Að þeim loknum mun verksmiðjan tvímælalaust hafa hagstæð áhrif á lífskjör þjóðarinnar. Alúmínverksmiðjan mun reyn- ast ný stoð unidir fjölbreytni í atvinnuháttum. Hún mun veita um 450 manns atvinnu, sem er að vísu ekki mikið, en hefur þó verulega þýðingu. Þá mun verk- smiðjan létta svo undir virkj- unarkostnaði, að munar mörg hundruð milljónum. Hún mun og greiða mikla skatta, sem ætl- unin er að nota til að auka at- vinnulíf þeirra landshluta, sem þess þurfa með.“ Heilbrigður þjóðarmetnaðu,. „Hinn sjónarhóllinn veitir út- sýn frá þjóðernislegu sjónarmiði. Á þeim vettvangi eru íslendingar stolt þjóð með sterka þjóðernis- kennd og tortryggni gagnvart er- lenidum .afskiptum af málum okk- ar. Ef til vill má ala svo á minni- máttarkennd í þessu sambandi, -að þjóðin einangri sig sem mést hún má og forðist öll skipti við annað fólk. Hitt er þó heilbrigð- ara, að þjóðerniskennd veiti okk- ur styrk til að hafa margvísleg skipti við aðrar þjóðir, þar á meðal að notfæra sér erlenit fjár- magn, þegar okkur hentar. Það hafa flestar ef ekki allar aðrar þjóðir gert í stórum stíl. Heil- brigður þjóðarmetnaður mun tryggja, að ein alúmínverksmiðja verður ekki til tjóns á þessu sviði. Verði alúmínverksmiðjan reist, munu báðir aðilar taka á sig nokkra áhættu. í þeim efnum er hið svissneska félag ekki síður hrætt við okkur en við erum hræddir við það. Meðalhóf mun tryggja hag beggja af málinu, en hvorugum stofna í neinn háska.“ Lítill sómi í forustugrein Alþbl. s.l. mið- vikudag var vikið að ályktun, sem gerð var á fundi í Þingeyjar- sýslu um stóriðjumál og þar sagði Alþbl. m.a.: „Virðast Þingeyingar ekki þurfa upplýsingar um málið, ekki sjá ástæðu til að bíða eftir skýrslu ríkisstjórnarinnar eða hlýða á rök með og móti. Nei, Þingeyingar hika ekki við að gera ályktun, sem er lítið nema uppsuða úr Tímanum. í sann- leika sagt er þessi málsmeðferð Þingeyinga þeim til lítils sóma. Þeir ættu að temja sér að afla upplýsinga og hlýða á rök allra aðila í slíku máli, áður en þeir hlaupa til og gera ályktanir eftir pöntun frá flokksskrifstofu í Reykjavík“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.