Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 28
Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi 'fitbreiddara en nokkurt annað islenzkt blað ------2275- lí.eo 00. 3 0 Ca 00. 30 \*V -3>-------------------?<> ki&MFTRAZ Þetta kort sýnir tímasetningu þá er fóik taldi sig heyra í fiugvélinni á þriðjudagskvöld og að- faranótt miðvikudags. Merktur er einnig staður sá er leitarmaður frá Hornafirði taldi sig sjá ijós- blik í rökkursbyrjun i gær. Leitin bar engan árangur í gær Á fimmta hundrað manns taka þátt í leitinni, sem mun vera ein víðtækasta, er hér hefur farið fram LEITIN að Beechcraftflugvél Flugsýnar, sem saknað hefur verið síðan á þriðjudagskvöld, hafði enn engan árangur borið seint í gærkveldi. Var í gær leitað á landi frá Borgarfirði eystra og að Vík í Mýrdal, en auk þess var björgunarsveit frá Akureyri komin til Herðubreiðarlinda. Þá könnuðu flugvélar mjög gaumgæfilega allt austanvert miðhálendið. Láta mun nærri að um 500 manns hafi tekið þátt í leitinni í gær, sem skipt var niður í marga smærri leitarflokka, en auk þess 15 flugvélar og rúmur tugur báta og skipa. Veður var allsæmi- legt á leitarsvæðinu í gær — sérstaklega seinni hluta dagsins. SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá fréttaritara sínum á Egilsstöðum, en þaðan var leit- inni á landi stjórnað í gær, fór 80 manna leitarflokkur frá Egils stöðum, og var leitað í fjöllum meðfram austanverðu Héraði — ailt frá Hallormsstað að Ósfjöll- um við Borgarfjörð. Þá var einn- ig leitað upp úr allflestum fjörð- unum. Menn úr Borgarfirði eystra leituðu um Beinageitarfjall, Dyr fjöll og Gatfjall — eða Húsa- víkurheiði sunnan við Borgar- fjörð. Einnig leituðu menn írá Njarðvík í Ósfjöllum. Frá Seyðis firði fór 40 manna leitarflokkur upp á fjöllin í kringum Seyðis- fjörð. Var farið þaðan upp á Fjarðarheiði og leitað um Staf- dal. Mætti fiokkurinn Héraðs- mönnum í Gilsárbotni og var siðan leitað um Bjólf, en þar var þá niðdimm þoka, og mjög erfið færð. Þá var leitað í Vestdal, og menn af bæjum norðan fjarðar leituðu í fjöllunum þar fyrir ofan, og víðar var leitað þar í kringum fjörðinn. Um 40 manna leitarflokkur frá Eskifirði leitaði á Gagnheiði og Slenjudal, en frá Reyðarfirði fór flokkur og leitaði á Skagafelli og í Svínadal milli Eskifjarðarheiðar og Fagradals. Ennfremur fór leit arflokkur frá Álftafirði og Lóni, og leituðu í fjöllum þar fyrir ofan. Þá leituðu flugvélar og gaumgæfil'ega á suðurfjörðunum. Frá Hornafirði fóru leitarflokk ar inn um Hoffellsfjall, einnig var leitað á fjallgarðinum milli Lóns og Nesja, og inn í Staðar- fell. Þangað var kominn um 15 manna sveit frá björgunarsveit- um úr Reykjavík og nágrenni, og leituðu þeir ásamt heima- mönnum í fjöllum í Suðursveit og á Mýrum. Framhald á bls. 27 Litið inn til leitar- stjóra í Flugturninum ISiákvæm könnuu gerð á Efosi, sem sást upp af Hornafirði ÞAÐ var mikið að gera í Flugturninum á Reykjavíkur- flugvelli í gær. Fréttamaður blaðsins fékk leyfi til að vera þar í gærdag og gærkvöld til að fylgjast með því, sem þar fór fram. Allir þræðir leitarinnar lágu þangað, en æðstu stjórn þar hefir Arnór Hjálmarsson, yfirflug- umferðarstjóri. Stöðugt herast skeyti og upplýsingar, skýrslur leitarmanna og leitarflugvéla, auk fjölda fyrir- spurna. Allt gengur þó með æðruleysi, festu og ná- kvæmni. Vaktstjórinn, Lárus Þórarins son er nær stöðugt í símanum, en Valdimar Ólafsson, flugum ferðarstjóri, tekur niður skýrslur flugmanna. Aðrir flugumferðarstjórar eru við tækjaborð sín, og fylgjast með umferðinni yfir landinu, sem er næsta lítil, þegar frá er talið hið venjulega áætl- unarflug Flugfélagsins, og ferðir leitarflugvélanna, sem voru lö á lofti í gær, flestar þetta frá rúmum fjórum stundum upp í sex stundir. Á milli þess, sem simanum er sinnt, er rætt um möguleika þá, sem fyrir hendi eru á leið hinnar týndu flugvélar. Allar upplýsingar eru kann- aðar um, hvar heyrzt hefur í flugvélinni. Svona líður síðari hluti dagsins. Valdimar og Arnór taka skýrslur af flugmönnum, sem stöðugt eru að koma eftir að skyggja tekur, hinn síðasti um kl. 22 í gærkvöldi. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvort upplýsingarnar um, hvar heyrðist í flugvél- inni eru áreiðanlegar, en tímasetningu þeirra ber merki lega vel saman, og gætu að sögn fróðra manna staðizt, ef gert er ráð fyrir, að flug- vélin hafi tekið stefnu upp úr Seyðisfirði, eftir að lending var útilokuð í Neskaupstað, og ef einnig er gert ráð fyrir að vélin sé radíósambands- laus. Það skal fram tekið, að það sem hér er sagt, eru aðeins leikmannsþankar, byggðir á lauslegum upplýsingum. Skal nú nokkuð rakinn tímasetning á vélahljóðunum. Siðast er haft radíó- samband við vélina á þriðju- dagskvöld, þegar hún er að búa sig til lendingar úti fyrir Norðfirði, og flugmennirnir sjá niður í sjó. Þá er kl. 22,12. Næst sjá og heyra 24 Seyðis- fir’ðingar í vélinni, og getur þar ekki verið um aðra vél að ræða, og næsta ómögulegt að véfengja svo mörg sam- hljóða vitni. Vélin sést yfir Seyðisfir’ði kl. 22.30, og flýgur þá vestur yfir Fjarðarheiði. Næst heyrist í henni á nokkr- um bæjum kringum Eiða, en þar er radióviti, og stefna jafnan tekin, er fljúga skal suður beint. É1 gekk yfir Egilstaði af og til á þessum tima, og gat það útilokáð lend ingu þar. Þá er næst talið að heyrist í vélinni á Vaðbrekku í Hrafn kelsdal, sem gengur ofarlega í suður úr Jökuldal. Þá er kl. 23.15—23.30. Nú er að geta þess að þenn- an dag var talsver'ð ísing í lofti norður af austanverðum Vatnajökli, og sé gert ráð fyrir, að vélin verði að snúa þar af beinni flugleið suður, kann að vera, að hún hafi haldið niður á firði sunnan- verða, en kl. 23.00—23.30 telur fólk sig heyra í henni sunnan Brefðdalsvíkur. Kl. 24.00 telur fólk sig heyra í henni við sunn anverðan Álftafjörð, og kl. 00.30'suður á Stafafelli í Lóni, og loks um svipað leyti í Nesjum í Hornafirði. Á þessum tíma getur ekki ver ið um aðra flugvél að ræða á þessum slóðurn, því að her- flugvélin, sem hélt áleiðis til Noregs þetta sama kvöld, og fór sunnan við land, fór ekki frá Keflavík fyrr en upp úr miðnætti. Þá er næst til að taka, er Lárus Þórarinsson tekur nið- ur skýrslu frá leitarstjóran- um Jóhannsi Briem í Höfn í Hornafirði kl. um 18.00. Jó- hannes skýrir þar frá leit, sem margir leitarflokkar gerðu um Lón og HornafjÖrð, alls um 100 manns. Einn leit- Framhald á bls. 27 Kronprins Frederik siglir inn á Reykjavíkurhöfn í fyrsta sinn. Ljósm. ÖL K. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.