Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 19
Fðstudagur 21. janúar 1969 MORCU NBLAÐIÐ 19 BIRGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UU HLJÓMPLÖTUR NÝLEGA BÁRUST „Morg- unblaðinu" hljóðritanir á nokkrum verk'a hins kunna bandaríska tónskálds, Ric- hard Yardumian. Öll eru þessi verk flutt af Philadelphia hljómsveitinni undir stjórn Eugene Ormandys. Það talar sínu máli um gæði tónsmíðanna, að þessi, ein ágætasta hljómsveit Banda- ríkjanna, skuli taka verkin til flutnings og hljóðritunar. Hljómsveitarstjórinn Eugene Ormandy er sá hljómsveitar- stjóri bandarískur, sem hvað kunnastur er fyrir hve fá- gæta hljómfegurð honum er auðvelt og tamt að ná hjá hljómsveitum, sem eru honum þó ekki kunnar af áralöngu samstarfi eins og t.d. Phila- delphiahljómsveitin, en henni hefur hann stjórnað samfleytt um langt árabil. Vafasamt er, að nokkur hljómsveit önnur vestan hafs búi yfir annari eins hljómfegurð, ásamt ná- kvæmum samleik, og er það engri hinna til lasts. Richard Yardumian er fædd ur í Philadelphiu 5. apríi ár- ið 1917 af armensku foreldri og strax við fyrstu heyrn verka hans, er hinn armenski uppruni hans auðheyrður og auglljós. ' Þó að Yardumian hæfi ekki reglulegt tónlistar- nám fyrr en hann var 22 ára að aldri, bjó hann í uppvexti við ríkulegt tónlistarlíf á heimili sínu, sem án efa er partur af þeirri rót, sem hinn skapandi tónlistarferill hans nærist af. Samstarf hans og samvinna við marga þekkt- ustu tónlistarmenn Bandaríkj anna var og er blómlegt og náið. Má þar geta nafna eins og Iturbi, Stokowski og Omrandy, en hinn síðastnefndi hefur á margan hátt verið hon um stoð og stytta og unnið mikið að því að. kynna tón- smíðar Yardumians, en þær eru nú leiknar víða um heim þar á meðal af okkar eigin Sinfóníuhljómsveit. ICugene Ormandys. Þess má geta hér, að fyrir Richard Yardumian. skömmu fól Fordham háskól- inn honum að semja messu, er sungin skyldi við enskan texta og flutt við Kaþólskar messugerðir. Ber messa þessi heitið „Come, Creator Spirit“ og verður frumflutt í tilefni 125 ára afmælis Fordham há- skóla hinn fyrsta maí næst- komandi. Við þann flutning kemur fram í fyrsta skipti „The Chamber Symphony of Philadelphia“. Einsöngvari verður hinn kunna söngkona Lili Chookasian; og auðséð er, að góð bandarísk tónskáld þurfa ekki að lifa neinu sultar lífi, því að þóknun Yardum- ians fyrir samningu verksins er sem næst fjórðungur mill- jónar íslenzkra króna. Auk þeirra hljómplatna, sem „Morgunblaðinu“ hafa þegar borizt, eru væntanlegar á markað nú í vor hljóðrit- anir á „Armenskri svítu“, en það verk er löngu víðfrægt 4 LESBÓK BARNANNA Þjófarnir hrekkvísu Arabískt ævintýri 9. Þegar Gibas ætlaði loks að rétta herra sín- um peningapokann, fann Ihann eins og gefur að skilja ekkert annað en agúrkuna. Tyrkinn varð óður af reiði og ætlaði að drepa Gibas á staðnum. En þá gaf dagþjófurinn sig fraim, kastaði peningapok anum í liðsforingjann og hrópaði: „Þjónn þinn er saklaus, það var ég, sem gerði þér þessar gletting- ar.“ Þar með var hann horfinn í mannfjöldann. Nokkru seinna fann hann kunningja sinn, næt urþjófinn, aftur. „Jæja, þarna sérðu hvernig mitt prakkarastrik var.“ „Gastu nú ekki fundið upp á neinu betra?,“ spurði næturþjófurinn. „Betur er ekki hægt að gera,“ svaraði dagþjófur- inn. „Við sjáum nú til," svaraði hinn. 10. Um nóttina þegar allt var orðið kyrrt tóru þjófarnir tveir á kreik. Næturþjófurinn réði ferð inni og hélt að ríkmann- legu húsi, sem áður hafði verið í eign aldursiforseta kaupmannanna. Nú var öldungurinn dauður og sonur hans bjó í husinu. Sonurinn hafði efnt til mikillar veizlu og er.ginn tók eftir því, að nætur- þjófurinn læddist inn og stal lyklinum að harberg- inu, þar sem gullið var geymt. Þjófarnir tveir læddust þar inn og fundu fjórutíu kistur og í hverri kistu voru fjörutíu pokar fullir af gullpeningum. Nætur- þjófurinn tók einn poika úr hverri kistu, lét lykil inn að herberginu á sinn stað og fór aftur heim ásamit félaga sínum. „Var þetta þorpara 'bragð þitt?,“ spurði dag- þjófurinn. „Ennþá er dálítið eftir, en sá þáttur fer fram að degi til“, svaraði nætur- þjófurinn. Skrítla „Nú verður þú að fara að hátta, Óli,“ sagði mamma. Óli: „Nú ert þú óréttlát. mamma. Á morgnana seg ir þú, að ég sé of stór til að liggja í rúminu fram eftir öllum degi, en á kvöldin segir þú, að ég sé of lítili til að vaka fram eftir öllu kvöldi." 10. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 21. jan. 1966. Ellis Credle: Björninn og villikötturinn „Það er svo margt skrýt- ið, sem kemur fyrir mig“ sagði Sam gamli Higgins. „Undarleg atvik virðast blátt áfram leggja mig í einelti og hrúgast upp eins og mýflugur á mykju skán. Það þarf ekki ann- að, en að ég ætli að kaupa mér svoiítinn bita af nautakjöti, og áður en varir stend ég andspænis þeim undarlegustu kring- umstæðum, sem óg hefi nokkru sinni lent í.“ Hann kom sér notalega fyrir í stólnum sínum og hóf söguna. Ég átti þá heima bak við Hálsafjöll. Það var drjúgur spölur þaðan til næsta þorps. En um haust ið, þegar þessi saga gerð- ist, nokkru eftir að eplin mín voru orðin þroskuð, fyllti ég tvo poka af þeim, lagði þá á múlasn- ann minn og hélt af stað til þorpsins að selja þau.“ „Ferðin gekk veJ og ég fékk fulla vasa af pening um fyrir þau. Ég keypti mér sitt af hverju, sem ég þurfti, sait, nagla og þess háttar. Síðan sagði ég við sjálfan mig: „Hvað get ég nú keypt til að gleðja kerlinguna mína?“ Ég mundi þá eftir þvi, að hún hafði ekki bragðað nautasteik í háa herrans tíð. Ég fór inn í kjötbúð og lét taka til handa mér vænan bita. Svo stakk ég honum í hnakktöskuna og. reið heimleiðis." „Eins og ég sagði er það drjúgur spölur að fara yfir Hálsafjöllin. Leiðin er klettótt og grýtt og stundum sést ekki einu sinni votta fyr- ir götu eða troðningi. Þá verður að fara beint gegn um kjarr og rurina eða illfæran skóg. Öll leiðin er eyðileg og hættur á hverju strái. Þarf nú ekki að orðiengja það, að um það leyti, sem myrkrið skall á, fór múldýrið mitt að sýna merki um hræðslu og fælni.“ „Einhverjir skógarbúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.