Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ fflstuflagur 9i. íanftar 1988 Jón Ásbjörnsson fyrrverandi hæstaréttardómari Jón Ásbjörnsson JÓN Ástojörnsson hæstaréttar- dómari, sem í dag er til moldar borinn, hlaut góðar gáfur í vöggugjöf og þjálfaði þær til frébærra mannkosta. Á einu sviði höfðu nornirnar þó verið heldur aðsjálar, því að allt frá bernsku var Jón heilsutæpur. Þessi áskapaði ágalli varð hon- um þó aðeins hvöt til þess að reyna hversu langt hann kæmist í baráttunni við heilsuleysið. Hann lagði stund á göngur, bog- ilist og ýmsar aðrar greinar íþrótta sem ég veit lítil skil á. Það finnst mér þó með mestum óliíkindum (þótt ég trúi því vegna öruggra heimilda) að um Skeið hafði þessi fíngerði og frekar smávaxni maður með afl- raunum þjálfað sig til þess að verða einn mesti kraftamaður landsins. Jón var hlédrægur maður og fáskiptinn um annarra hag. En kostir hans hlóðu á hann störf- um þegar frá unga aldri. Hann varð fljótt einn af eftirsóttustu málaflutningsmönnum landsins, og önnur trúnaðarstörf sóttu í skjölfarið. Hann sóttist ekki eftir opinberum vegtyllum en skarst þó ekki úr leik um að leggja hönd á plóginn er þegnskapur krafði. Ég mun ekki rekja þessa hlið á starfsferli Jóns, aðeins geta þess að hann hætti málfærslu og varð hæstaréttardómari um 15 ára skeið, en hvarf frá því starfi sjötugur að aldri árið 1&60. f greinarkorni stm ég skrifaði þá í Morguniblaðið lét ég í Ijós að margur myndi telja minningu sinni vel borgið með annan eins starfsferil að baki, en samt spáði ég því að það. yrði annað sem héldi minningu Jóns Ás- björhssonar lengst á lofti, — — tómstunda-iðja hins önnum kafna manns. Leiður er ég á lögum, leiður á molludögum, leiður á lýðum rögum og lærdóms sundurhlutan, leiður á öllu utan íslendingasögum. segir skáldið. Ekki er ég alveg viss um að Jón hefði tekið undir fyrstu hendinguna, en það voru islenzku fornritin, og þá framar ölu íslendingasögurnar, sem ébtu hug hans allan. Fornkapp- arnir urðu vinir hans þegar í barnæsku og sögurnar voru hon- um lifandi orð til hinstu stundar. Eins og við margir fleiri kynnit- ist hann þeim fyrst í útgáfu þeirri sem kennd er við Sigurð Kristjánsson bóksala. En þegar Ihonum óx lærdómur og þroski komst hann að því að erlendis (höfðu verið gefnar út fallegri og vandaðri útgáfur af mörgum af sögunum. Ýmsar af þessum erlendu út- gáfum eru raunar með „lærdóms sundurhlutan“ sem ekkert er- indi á til þeirra sem lesa sög- urnar sér til sálubótar, en aðrar og reyndar einkanlega ein út- gáfa — Altnordische Sagabiblio- thek — var að frágangi og skýr- ingum til fyrirmyndar, ef mið- að var við þarfir þeirra sem ieituðu fyrst og fremst til sagn- anna sem bókmennta. Hvers vegna getum við ekki gert eins vel og Þjóðverjar í þessu efni? spurði Jón sjálfan sig. Sumarið 1926, fyrir nær 40 árúm, dvaldist hann um hríð vestur í Dölum hjá vini sínum Þorsteini Þorsteinssyni sýslu- manni þar sem næstum má segja að hivert kennileiti minni á Lax- dælu og Sturlungu, og sögu- stöðvar Eyrbyggju og fleiri sagna ekki langt undan. Þá var það ákveðið að stofna Hið ís- lenzka fornritafélag. Jón vann að undirbúningi málsins næistu tvö ár og stofnfundur var háður hinn 14. júní 1928. Nú mun ég ekki rekja sögu Fornritafélagsins nema í örfáum dráttum. Nægir að geta þess að Jón varð forseti félagsins og hélt því starfi áfram til dauða- dags. Hann fékk ágæta menn með sér í hina fyrstu stjórn og Sigurð Nordal prófessor sem út- gáfustjóra. Egils saga Skalla- grímssonar var fyrsta sagan sem út kom hjá félaginu og gaf Sig- urður hana út sjálfur. Þar með var stefnan mörkuð: Allmiklar skýringar við textann neðan- máls, fróðleiksfúsum lesanda til glöggvunar. ítarlegur formáli, sem ætlað er að skipa sögunni sess í samihengi bókmenntasög- unnar. Á þessum árum sem síðan eru Hðin eru komin út 12 bindi ís- lendingasagna og þátta, og er þá aðeins eitt bindi þeirra, hið þrettánda . ókomið. Hefur það reynzt vandvirkum útgefanda hart undir tönn, þótt ekki séu þar þær sögur er mestra vin- sælda eða virðingar njóta. Vonir standa til að þetta skarð verði nú bráðlega fyllt, og eins er unn- ið af kappi að útgáfu Landnámu (ásamt íslendingabók) í tveim- ur bindum. Heimskringla kom út í 3 bindum fyrir nokkrum árum og Orkneyinga saga á síð- asta ári. Enn er unnið að öðrum bindum, en margra ára verk er framundan áður en hugsjón Jóns Ásbjörnssonar er að fullu fram- kvæmd. Oft hefir Fornritafélagið feng- ið orð í eyra fyrir seinlæti og tómlæti. Satt er það, að oft hefur seint sótzt róðurinn, en enginn myndi tala um tómlæti sem nakkuð þekkti til alls þess erf- iðis sem Jón Ásbjörnsson lagði á sig undanfarna áratugi vegna óskabarns síns. Eðli málsins samkvæmt er margt sporið kringum svona útgáfustarfsemi, og einnig geta hin undarlegustu óihöpp orðið til þess að þreyta þolinmæðina. Gleðinni við að sjá félagið dafna gat stundum fylgt mikil mæða, og ekki er fyrir það að synja að hún lagðist stúndum þungt á forseta félagsins. En hvað sem á bjátaði kom aldrei til mála að slaka á klónni um vandvirknina. Ég talaði áðan viljandi um Altnordisdhe Saga- bi'bliothek sem fyrirmyndina. En hver hefur bannað okkur að gera betur en fyrirmyndin? Jón Ásbjörnsson var löghlýðinn maður, en slíiku banni hefði han.n aldrei hlýtt. • Erfiðið fer í gröfina með þeim sem vann, en af ávextinum fær verkamaðurinn launin. Pétur Benediktsson. t JÓN Ásbjörnsson, fyrrv. hæsta- réttardómari, andaðist 14. jan. s.l. hálfáttræður að aldri. Hafði hann um langt -skeið átt við stopula heilsu að búa, en var þó sívinnandi að hugðarefnum sín- um, meðan sætt var. Langar mig til að minnast þessa mikilhæfa og merka manns með nokkrum orðum, manns, sem ég tel mér mikið lán að hafa fengið að kynn ast og verður mér ávallt ógleym- anlegur. Jón Ásbjörnsson’ var fæddur 1890 í nágrenni Reykjavíkur, og í Reykjavík dvaldist hann alla ævi. Hann lauk embættisprófi í lögfræði 1914 með yfirburðum, og var sjöundi lögfræðingurinn í röðinni, sem brautskráður var frá Háskóla íslands. Hann sat eitt ár í Lagaskóla íslands og er síðasti maðurinn, sem lifði, þeirra er þar sátu. Var hann að kalla sleitulaust málflutningsmaður frá 1914 til 1945 eða í full 30 ár, fyrst við Landsyfirréttinn, en síðar við Hæstarétt. Ráku þeir Sveinbjörn Jónsson lengstum málflutningsskrifstofú saman, svo sem kunnugt er. Árið 1945 var hann skipaður hæstaréttardómari, og var hann fyrsti málflutnings- maðurinn, sem skipaður var dóm ari í Hæstarétti. Gegndi hann því virðulega embætti um 15 ára skeið, til 1960, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, og hafði hann þá unnið að lögfræði störfum í 46 ár samtals. Munu allir dómbærir menn ljúka upp einum rómi um, að hann hafi verið einn af vitrustu lögfræð- ingum lánds vors. Lagðist þar allt á eina sveif, miklar gáfur og glöggskyggni, lærdómur, einstök vandvirkni og alúð, sem við hvert verkefni var lagt, stórt sem smátt. Var Hæstarétti vissu- lega mikill styrkur að hinum starfsreynda lögmanni, er hann settist þar í dómaraembætti. Var hann mörgum ágætum kostum búinn sem dómari. Af þeim mönn um, sem ég hefi kynnzt, veit ég engann taka Jóni Ásbjörnssyni fram um gerhygli. Hann braut hvert mál til mergjar og kynnti sér sakargögn til hlítar með því gagnrýna viðhorfi, sem honum var eiginlegt. Athyglisgáfa hans var mjög traust, og kom þar bæði til eðlisgreind og þjálfun, og ætla ég, að skarpskyggni hans hafi verið næsta fágæt. Aldrei hrapaði hann að því að mynda sér skoðun uhb málefni. Eftir að hann tók afstöðu til máls, var hann hins vegar fastur fyrir og hvikaði ógjarna af þeim velli, er hann hafði haslað sér. S'kilaði hann æði oft sératkvæði, er hann var hæstaréttardómari, og eru dómsatkvæði hans mark- verð og lýsa honum raunar um margt. Þótt lagasýsla ýmiskonar yrði aðalstarf Jóns Ásbjörnssonar, átti hann sér ýmis önnur hugðar efni, sem voru honum hugfólg- in og hann helgaði krafta sína. Á unga aldri var hann ágætlega íþróttum búinn og stundaði ýms- ar íþróttagreinir. Var hann áhuga maður um gengi íþrótta með þjóð inni og þótti mikið koma til líkamlegs atgerfis manna og drengilegra íþróttaleikja. Þó var það> annað hugðarefni, sem jniklu meir tók hug hans fanginn og hann vígði mikinn hluta tóm- stunda sinna. Á æskuskeiði fékk hann þegar miklar mætur á gull aldarritun Íslendinga, einkum ís- lendingasögum. „Hin snjalla frá- sögn og hinn dæmafái karl- mennskuandi, sem einkennir sög urnar. hreif huga minn“, segir hann sjálfur. Honum rann til rifja sú átakanlega fátækt íslend inga, að þeir áttu ekki sæmilegar útgáfur af fornritum, sem eru þó menningarleg kjölfesta þjóðar vorrar, og alloft alls engar. Jón Ásbjörnsson gekkst af einstæðum dugnaði og lagni fyrir stofnun Hins íslenzka fornritafélags árið 1928 og var formaður þess frá stofnun til hinzta dags og jafn- framt lífið og sálin í starfi fé- lagsins. Fornritafélagið setti sér það mark að gefa út vandaðar, vísindálegar útgáfur af íslenzk- um fornritum. Hefur félagið unn ið stórvirki á þessu sviði. Eru alls komin út á vegum þess 17 bindi af fornritum í útgáfum, sem mjög er vandað til fræði- lega og margar hverjar hafa mik ið vísindalegt gildi, en auk þess eru rit félagsins aðgengi- leg fyrir lesendur vegna glöggra skýringa, afstöðuupp- drátta og skilmerkilegra greinar- gerða um hin fornu rit. Þau eru og til fyrirmyndar um frá- gang allan og ytri búnað. Naut við í þessu útgáfustarfi öllu ein- stakrar elju Jóns Ásbjörnssonar og ósérhlífni og mikils lærdóms hans á slíkum útgáfum, þ.á.m. um margt það, er lýtur að letri og stafsetningu. Natni hans við prófarkalestur er t.d. við brugð- ið, og munu fáir hafa staðið hon- um þar á sporði. Hefir hann í þessu starfi reynzt mikill nytja- maður íslenzkum fræðum og öll- um þeim, er unna fornbókmennt- um vorum. Verður þetta fram- tak hans, frumkvæði og atorka seint fullþakkað. Með því hefir hann stuðlað að menningarlagri reisn og unnið metnaðar- og nauðsynjamáli mikið gagn. Á tímum handritaheimtar hefir því ekki verið haldið á lofti sem skyldi, hve mikilvægt starf Forn- ritafélagsins er, því að vissulega hefðum við haft þar lakari víg- stöðu, ef ekki hefði notið við starfsemi félagsins og kostgæfni Jóns Ásbjörnssonar við útgáfu íslenzkra fornrita. Svo ágætur sem Jón Ásbjörns- son er af verkum sínum, er hitt þó meir, hver öndvegis- og sæmdarmaður hann var. Hann var persónuleiki, sem verður öll- im þeim hugstæður, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum að nokkru ráði. Fátt auðkenndi hann meir en hin dæmafáa sam- vizkusemi og vandvirkni og vöndugleiki í hvívetna. Hann var ekki í rónni, fyrr en hann hafði grandskoðað hvert mál, sem hann fékk til meðferðar. Með honum var ódýr strengur aldrei sleginn — ekkert var fjær honum en að níðast á nokkru því, sem honum var trúað til. í öllu líferni var hann maður vammlaus — integer vitae. Hóg- vær var hann og hóglátur, vitur og góðgjarn, ráðhollur og heill og tryggur vinum sínum. Hann var mikill fslendingur í raun og veru og viðhorfum öllum. Forna-r íslenzkar dygðir, drengskapur og þegnskapur, voru honum runnar í merg, og þær dugðu honum vel ævilangt. Aðra mælistiku um hegðun og viðbrögð mat hann ekki meir. Hann hafði ríka rétt- lætiskennd og hvikaði aldrei frá því, sem samvizkan bauð hon- um. Öll sýndarmennska og yfir- borðsháttur var honum fram- andi. Hann var maður dulur og nokkuð einrænn, ekki fólksins maður og sást sjaldan á mann- fundum, en hverju því félagi eða löguneyti, sem hann batzt, var að honum styrkur og sæmd. Jón Ásbjörnsson er genginn, en hann er ekki allur. Með marg- víslegum störfum sínum hefir hann skilað þjóð sinni miklum arði, og hann hefir reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Um hann eiga við orð skáldsins „en á bjartan orðstír aldrei fellur". — íslenzk lögfræðingastétt kveður í dag einn sinna mikilhæfustu manna. íslenzk þjóð á á bak að sjá einum bezta sona sinna. Láti Guð honum nú raun lofj betri. Ármann Snævarr. t JÓN Ásbjörnsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, verður bor- inn til moldar í dag. Hann and- aðist 14.. þ.m., á sjötugasta og sjötta aldursári (f. 18. marz 1890). Þeir sem þekktu hann, munu kveðja hann með virðingu og vinarhug, því að hann var ágæt- ur að hæfileikum og fágætur að mannkostum. Ekki er ástæða til, að ég fari að rita langt mál um hin marg- vislegu störf, sem hann annaðist, enda munu aðrir verða til þess. En vitaskuld var hann lengi vel kunnastur fyrir lögfræðistörf sín. Frá því hann tók lagapróf í Há- skóla íslands 1914, í hópi hinna fyrstu laganema hans, gegndi hann nær óslitið málaflutnings- störfum lengi vel. Svo mikils á- lits naut hann fyrir gáfur, þekk- ingu, heiðarleika og samvizku- semi, að hann varð 1945 hæsta- réttardómari og gegndi því starfi allt til þess hann lét af því fyrir aldurs sakir 1960. Hann varð og þá stundum til þess, svo sem fylgir því embætti, að fara með forsetavald ásamt með tveimur aðiljum öðrum, sem lög mæla fyrir um. Að vonum gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum öðrum. Sá er þetta ritar, kynntist hon- um fyrst árið 1928. Jón hafði þá nýlega stofnað Hið íslenzka forn- ritafélag; hann hafði með dug og lagni safnað til þess þó nokkru fé á þeirrar tíðar mælikvarða, hann naut og stuðnings Alþingis, og í stjórn félagsins voru áhuga- samir menn úr tveimur stærstu flokkunum, og auk þess naut fé- lagið stuðnings margra mennta- manna og áhugamanna, sem sæti áttu margir hverjir í fulltrúa- ráði. Það var líkt og vor í lofti; vonir stóðu til, að nú yrðu prent- uð hin fornu, klassisku rit ís- lendinga í útgáfu, sem um marga hluti stæði framar því sem áður hafði tíðkazt. Til ritstjórnar og ábyrgðar á hinni vísindalegu hlið málsins hafði félagið fengið Sig- urð Nordal. Fram yfir vanalegar samræmdar útgáfur með skýr- ingum höfðu þessar útgáfur myndir og landabréf, og voru í þeim -skreyttir upphafsstafir eft- ir íslenzka listamenn. Sá er þetta ritar, var þá ráð- inn að annast útgáfu Laxdæía- sögu og Eyrbyggj asögu, og ég 'Framlh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.