Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 18
18 MORGU N BLAÐIÐ Fostudagur 21. janúar 1960 Þakka — ekki sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum — góðhug og gjaíir, heimsóknir, skeyti og kveðjux á sjötugsafmæli mínu 17. janúar. Guð blessi ykkur. Sveinn Víkingur. Karlmannakuldaskór Tékkneskir karlmannakuldaskór nýkomnir. Skótízkan Snorrabraut 38 — Sími 18517. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON Lindarvegi 2, Kópavogi, andaðist hinn 4. janúar síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Guðrún Gísladóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, og Jón S. Guðmundsson, Þorsteinn Guðmundsson, Magnús Guðmundsson, Alfreð Bjarnason, barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SOFFÍA JÓNSDÓTTIR CLAESSEN andaðist að heimili sínu Reynistað í Skerjafirði í gær, fimmtudaginn 20. janúar. Laura CI. Pjetursson, Hjörtur Pjetursson, Kristín Cl. Benediktsson, Guðmundur Benediktsson, og barnabörnin. Systir mín og fósturmóðir MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, lézt að hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðvikudaginn 19. þessa mánaðar. Hermann Friðriksson, Júdith Júlíusdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma KAIA HALLGRÍMSSON Bræðraborgarstíg 15, andaðist að kvöldi hins 19 janúar. Jenfrid H. Wheeler, Walter B. Wheeler, Ingrid Kristjánsdóttir, Jónas Þ. Dagbjartsson, Kristiana Krstjánsdóttir, Guðni K. Sigurðsson, og barnabörn. Móðir okkar KOLFINNA ANDERSEN Bakaríinu, Eyrarbakka, verður jarðsett frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 22. jan. kl. 2 e.h. Elna Andersen, Lárus Andersen, Sólveig Andersen, Sigurður Andersen. Útför föður okkar SIGURDAR GÍSLASONAR trésmíðameistara, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju laugardagnn 22. janúar kl. 2 eftir hádegi. • Börn hins látna. } Innlegustu þakkir sendum við þeim fjölmörgu fjær og nær sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu JÓNÍNU KRISTBORGAR JÓNSDÓTTUR frá Krossi á Berufjarðarströnd. Aðalheiður Helgadóttir, Hilmar Ólafsson, Sigríður Helgadóttir, Heimir Gíslason, Albert Stefánsson, Kristján Benjamínsson. w ^ — Jón Asbjörnsson Framhald af bls. 12 man eftir vordeginum, þegar ég gekk fyrst á fund forseta félags- ins. Af blöðum, sem sögðu frá stjórnmálastarfsemi hans, hafði ég haldið, að hann væri járnkarl, en það var eitthvað annað. Að vísu var hann fastur fyrir, reyndi að bregða ekki af því, sem hann hugði rétt, og hann var nákvæm- ur um allt, en mér reyndist hann fyrst og fremst einstaklega góð- viljaður og drenglyndur, og mátti ekki vamm sitt vita. í stað þess að vera járnkarl var hann bæði samvizkusamur og viðkvæmur. Hann var hugsjónamaður, og Fornritafélagið stofnaði hann ekki aðeins af þjóðarmetnaði, heldur og vegna þeirra dyggða, sem hinar fornu sögur birtu les- endum. Skylt er og að geta þess, að Jón Asbjörnsson var íþrótta- maður á yngri árum og dáðist einnig að líkamlegum afrekum fornmanna. í fyrstu var ekki vitað, hve langan tíma útgáfa hvers bindis tæki, og má vera, að sumir hafi verið óþolinmóðir, þangað til fyrsta bindið kom 1933, Egilssaga í útgáfu Sigurðar Nordals. En sú var bót í máli, að hún var með þvílíkum ágætum, að hún vakti þegar athygli utan lands og inn- an. Nú kom tímabil, sem var Fornritafélaginu hagfellt, því að eitt bindið kom á fætur öðru, vanalega eitt á ári. En á stríðs- tímunum sköpuðust. ný viðhorf, ólík því, sem áður hafði verið. Skal því ekki lýst nánar hér, því að það er margbrotið mál, en af þessu leiddi, að bindin komu strjálla og strjálla. Var það þó ekki af því, að Jón slægi slöku við félaginu, hann var lífið og sálin í því og lagði á sig mikið erfiði vegna þess. Próförk las hann af öllu því, sem prentað var, og varð brátt ágætur próf- arkalesari, einnig á hina fornu texta, enda var hann að eðlisfari æjög gjörhugull; til skýringa lagði hann og margt það er betur mátti fara og varð áður en langt um leið hinn fróðasti maður í öllu, sem að þessu laut. Þegar á móti tók að blása, gerði hann allt til að halda í horfinu og lagði sig allan fram, og það er óhætt að fullyrða, að það var hin mesta sorg síðari ára hans að verkið sóttist seinna en hann vildi. Þó var svo komið við andlát hans, að út voru komin öll bindi ís- lendingasagna, að undanskildu hinu þrettánda og hinu fyrsta, en þau voru þó bæði á leiðinni. Það var leitt, að Jóni skyldi ekki auðnast að sjá fyrsta bindið full- gert, Landnámu, sem dr. Jakob Benediktsson annast. Auk fslend- ingasagna hefur Fornritafélagið gefið út Heimskringlu og Orkn- eyingasögu. Þó að þannig skyggði nokkuð á þetta starf Jóns Ásbjörnssonar, verður því aldrei neitað, að hér var mikið verk unnið, þar sem sá flokkur sagna, sem honum var kærstur, fslendingasögur, var þó nærri allur kominn við andlát hans, og auk þess hafði hann mikla gleði af því, að útgáfur fé- lagsins hafa hlotið lof bæði fyrir fegurðar sakir og ýmissa vísinda- legra kosta. í samstarfi var Jón einkar þægilegur maður. Allt sem hann lagði til, bar merki gætni hans og gjörhygli. Nákvæmni hans kom sér oft harla vel. Hann gat staðið nokkuð fast á því, sem hann hugði rétt, en hann var svo sanngjarn, að öftast reyndist auð velt að komast að samkomulagi. Margt kom fram í rannsóknum vísindamanna þeirra, sem að sögunum unnu, sem hann átti ekki von á, sumt sem honum var ekki alls kostar ljúft í fyrstu, en hann reyndi að meta rök, og hann virti þau, ef honum þóttu þau eiga það skilið. Jón var virðulegur maður í sjón, alvarlegur, hófsamur í hví- vetna, samvizkusamur svo að af bar. Ekki var hann mikið á mannamótum. Hann var ókvænt- ur, en þó mjög þægilegur heim að sækja. Hann var sérlega barn- góður maður, og man ég mörg skemmtileg dæmi þess. Svo sem fyrr var sagt, var hann íþrótta- maður á fyrri árum, og þótti mér sem hann bæri merki þess í hreyfingum, en á síðari árum var hann oft ekki heill heilsu. Á all- an hátt var hann eftirminnilegur maður, en hér fer þó sem stund- um ella, að eftirminnilegastir eru mér mannkostir hans, sannsýni hans og drenglyndi. Ög hugsjónir hans, er brunnu jafn-glatt í elli hans sem á manndómsárum. Þökk og virðing fylgir honum að hinum dimmu dyrum. Einar Ól. Sveinsson. HINN 14. þ.m. andaðist hér í borg Jón Ásbjörnsson hæstaréttardóm ari á 76. aldursári. Ævistarf Jóns Ásbjörnssonar var tvíþætt, lögmannsstarf og hæstaréttardómara. Jón Ásbjörnsson stundaði fyrr á árum lögmannsstarf með mikl- um myndarskap í félagi við Sveinbjörn Jónsson hæstaréttar- lögmann. Lögmenn eru ráðunaut- ar manna í mannlegum efhum og lagalegum. Vandaðar samninga- gerðir og sáttagerðir lögmanna styrkja þjóðfélagið. Jón Ásbjörns son rækti þessi störf með mikilli kostgæfni og gætti í hvívetna hagsmuna skjólstæðinga sinna. í málflutningi sínum kostaði hann mjög kapps um að kanna atvik hvers máls og leiða staðreyndir þess í ljós. Jón Ásbjörnsson var dómari í Hæstarétti á árunum 1945—1960. Mannleg skipti og þá um leið dómstörf verða æ flóknari, eftir því sem tímar líða. í dómara- starfi Jóns Ásbjörnssonar gætti hinna sömu eðliskosta hans, sem komið höfðu í ljós í lögmanns- starfi hans. Honum var mjög um- hugað um, að saga hvers máls væri könnuð og rarkin svo ræki- lega, að sannur og öruggur dóms- grundvöllur væri fyrir hendi, þá er lagadómur væri á málið lagð- ur. Að svo búnu leitaði hann með íhygli og nákvæmni þeirrar niðurstöðu, er hann taldi vera helzt að lögum. Jón Ásbjörnsson var grandvar maður. Hann taldi nauðsyn bera til að vinna gegn lögbrotum í þjóðfélaginu. Hann leit svo á, að bezta tækið í þeirri viðleitni væri ströng refsivarzla. Gætti þessa viðhorfs í starfa hans. Aðaláhugamál Jóns Ásbjörns- sonar voru hinar fornu bókmennt ir íslendinga. Leitaðist hann og við að glæða áhuga annarra manna á þeim. Safn hans af forn- um öndvegisritum íslenzkum er mjög tilkomumikið, og er vafa- samt, að aðrir menn eigi betra safn en hann átti í þeirri bók- menntagrein. Dómendur og samstarfsmenn Jóns Ásbjörnssonar í Hæstarétti minnast hans með vinsemd og virðingu. Gizur Bergsteinsson. Kvenfélag Akra- nes bauð gamla fólkinn AKRANESI, 19. jan. — Kven- félag Akranes bauð öllu fólki eldra en 67 ára í bænum á árs- hátíð sína 9. janúar á Hótel Akra nesi. Um 200 manns sóttu skemmtunina. Var hún fjöl- breytt að vanda. Sr. Jón M. Guðjónsson flutti ávarp, sungnir voru sálmar og ættjarðarljóð undir stjórn frú Sigríðar Sigurð- ardóttur. Hún söng og einsöng Jónína Bjarnadóttir las kvæði, bítlahljómsveitin Gneistar kom í heimsókn, Karlakórinn Svanir söng undir stjórn Magnúsar Jóns sonar, þá var kvikmyndasýning og að síðustu komu Dúmbó og Steini og léku fyrir dansi, sem stiginn var af miklu fjöri. Einn- ig var spilað á spil. Veitingar voru bornar fram milli þátta. Og þarf ekki að geta þess að allt var þetta ókeypis. Stjórn Kvenfélags Akraness biður MbL að færa öllu þessu fólki þakk- læti fyrir komuna, og hótel- stjóranum sérstakar þakkir fyr- ir góða fyrirgreiðslu og bílstjór- um á Fólksbílastöðinni þakkir fyrir akstur á gestum fram og til baka. — ODDUR — 85 ára í dag Hannes Helgason frá ísafirði er &5 ára í dag. Hannes er fæddur að Nesi í Grunnavík 21. janúar, 1881, son- ur hjónanna Helga Helgasonar og Kristínar Tómasdóttur. Hannes hóf sjósókn á opnum bátum við ísafjarðardjúp innan fermingaraldurs, og sjósókn hef- ur verið hans æfistarf. Eftir að vélbátar komu til sögunnar stundaði hann veiðar á þeim og tugi vetrarvertíða var hann á útilegubátum frá ísafirði. Þrátt fyrir héan aldur og óblíð æfikjör um dagana, er Hannes hinn ernasti. Hann hefur hin síðustu ár verið vistmaður að Hrafnistu og unir hag sínum þar mjög vel. Vinir hans og velunnarar senda honum hugheilar mam- ingjuóskir með daginn. Vinur. Gjaldkeri Stórt umboðs- og heildsölufyrirtæki óskar að ráða gjaldkera, sem jafnframt hefði með höndum inn- heimtustjórn. Góð bókhaldsþekking og reynsla í skrifstofustörfum áskilin. Umsóknir sendist af- greiðslu blaðsins fyrir þriðjudag, merkt; „Framtíðaratvinna •— 8298“. LOKAÐ I DAG vegna jarðarfarar. FISKBÚÐIN, Mánagötu 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.