Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. janúar 1966 w Fjör í handknattleBknum Oukla, DHFK og PúBand á einni viku Dukla kemur 6.feb., DHFK 9. og Pólverjar 13. febrúar NÆSTU viðfangsefnin hjá hand knattleiksfólkinu — og stærstu atburðirnir í íþróttalífinu hér á landi eru leikir FH og Vals í átta liða úrslitum í keppni meist araliða karla og kvenna um Evrópubikarana íslandsmeistar- ar FH í karlaflokki drógust móti tékknesku meisturunum Dukla frá Prag og meistarar Vals í kvennaflokki móti DHFK í Leip- zig. f kjölfar þess að leikir þess- ara liða fara fram hér á landi kemur svo landsleikurinn við Pól verja í heimsmeistarakeppninni, en hann verður í íþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 13. febr. Staðcm STAÐAN í hinum 5 riðlum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik A riðill: Tékkóslóvakía 2 2 0 0 50:23 4 Austurríki 2 1 0 1 32:47 2 Noregur 2 0 0 2 20:32 0 B riðill: V.-Þýzkl. Sviss Holland Belgía C riðill: A.-Þýzkl. Rússland Finnland D riðill: Danmörk Pólland ísland E riðill: Ungverjaland 1 1 0 0 24:15 2 Frakkland 1 0 1 0 14:14 1 Júgóslavía 2 0 1 1 29:38 1 2 2 0 0 40:19 4 3 2 0 1 62:41 4 2 1 0 1 27:27 2 3 0 0 3 39:81 0 2 2 0 0 50:32 4 2 1 0 1 42:35 2 2 0 0 2 27:52 0 2 2 0 0 39:28 4 2 10 1 43:41 2 2 0 0 2 31:44 0 FH og Dukla hafa staðið í skeytaviðskiptum til að ákvarða ieikdaga. Stungu Tékkarnir upp á að leika hér 13. feb. hér í Rvík en 20. jan. í Prag. 13 feb. kem- ur að sjálfsögðu ekki til greina þar sem ákveðinn er landsleikur við Pólverja þann dag. FH hefur því stungfð upp á 6. feb. hér og er líklegt að sá dagur verði fyrir valinu. Úti verður senni- lega leikið þann 20. feb. Valsmenn fengu fljótlega skeyti frá Leipzig þar sem stung ið var upp á leik í Reykjavík 9. eða 16. feb. og 16., 19 eða 20. feb. í Leipzig. Valur hafði þá þegar undibúið sínar tillögur og voru þær um leik í Reykjavík 9. og í Leipzig þann 20. feb. Má því fullvíst telja að kvenna liðin leiki hér miðvikudaginn 9. feb. og í Leipzig þann 20. feb., fyrst óskir félaganna falla svo vel saman. Bikararnir sem um er keppt og getið er í greininni. 'xmwiWMí. /m! > (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.] Keppt er um bikar sem engum hefur tekizt að eignast í 23 ár — á skíðamóti IR á sunnudag Skíðadeld ÍR efnir til síns ár- lega innanfélagsmóts við skála félagsins í Hamragili, n.k. sunnu dag, 23. jan. kl. 1 e.h. Mót þetta er orðinn fastur liður í starfi deildarinnar og er nær jafngam- alt skíðadeild ÍR. Á mótinu er keppt í svigi í flokki karla, kvenna, drengja og stúlkna. „Segið danska liðinu að olnboga- skot í andlit verði aldrei leyfð“ — segir dómarinn Rosmanith FRÉTTARITARI Mbl. í Kaup- mannahöfn fylgdist með því sem dönsk blöð skrifuðu um lands- leik islendinga og Dana í hand- knattleik. Hann sendi eftirfar- andi frétt í gær. Dönsku landsliðsmennirnir í handknattleik kvörtuðu mjög yfir því hve íslenzku leikmenn- irnir væru harðhentir og þeirri hörku sem liðið beitti í leik sín- um. Fyrirliði danska liðsins Gert Andersen sagði í samtali við Politiken: „Sjálfur leik ég yfir- leitt af hörku, en aldrei á mínum keppnisferli hef ég kynnzt öðru eins af því tagi og í leiknum við íslendinga. Það var eins gott að hafa fulla gát á gerðum sín- um hverja sekundu til að kom- ast hjá vinstri handarhöggi eða höfuðhöggi (upper cut). Það Framhald á bls. 27. Bréf sent íþrúttasíðunni: Landsliiið ruddist í eld- húsið ai fá óáfenqa drykki og gat selt ísl. krónur á fimmföldu verði ÍÞRÓTTASÍÐUNNI barst í gærkvöld þetta bréf frá Gunn laugi Hjálmarssyni, frægasta landsliðsmanni okkar í hand- knattleik. Hann segir þar kafla úx ferðasögu ísl. lands- liðsins og samkvæmt leyfi hans er bréfið birt: Varsjá, 14.1. 1966. Enn á ný verður íslenzka landsliði’ð í handknattleik þess aðnjótandi að gista hina austurænu „sælu“. Við komum til Varsjá rétt eftir hádegi þann 14. janúar, og fengum þá að vita að til Gdansk yrði ekki haldið fyrr en að morgni þess fimmtánda, degi síðar en ætlað var. Okkur var ráðstafað á Hótel Varsjá, og má segja að fyrstu kynni okkar af gæðum þess hafi verið næsta ömurleg. f anddyri þess gaus gegn okkur remma ein mikil, súr og ógeð- felld í alla staði, þannig að haustustu menn í okkar hópi fölnuðu í andliti. Ekki tók betra við, er til herbergja skyldi haldið, kom þá í Ijós að aðeins þrjú þeirra voru laus, en gestir í hinum fimm. Voru nú góð ráð dýr. Varð úr að farangur allur var settur í þessi þrjú herbegi og okkur boðið til snæðings með an uppteknu herbergin yrðu rýmd. Snæðingur þessi varð þó ekki með öllu vankantalaus, eins og alltaf áður þegar „austur“ fyrir er haldið. Kom í ljós að útilokað var að fá nokkuð drykkjarhæft með matnum, er þar frátalinn bjór sem er bannvara í ferðum okkar, þar til leikjum er lok- ið. Eftir mikið japl og jaml og fuður kom þó í ljós er ráðizt var inn í eldhús hótels- ins, að gnægð var þar drykkj- arfanga óáfengra. En pólsk- um mun hafa þótt þau of verð mikil, en verð þeirra var geysihátt. Fór svo að lokum, að við sem höfðum uppi há- reysti gegn meðferð þessari, keyptum sjálfir það - sem drykkjarhæft var, en hugsuð- um gestgjöfum okkar þegj- andi þörfina. Matur sá er fram var reiddur reyndist síðan léttur í maga þessara átvagla (á pólska vísu), enda frekar lélegur og af skornum skammti. Það skal tekið fram að er þessi máltíð fór fram, voru liðnar sjö klukkustundir frá morgunverði í Kaup- mannahöfn. Eitt er það sem ekki sokrtir hér í Varsjá, það eru vin- gjarnlegir náungar sem hjálpa erlendum ferðamönnum að drýgja aura sína. Bjóða þeir fimmfalt gengi fyrir erlendan gjaldeyri miðað við pólska skrásetningu, og meira ef um dollara er að ræða, og eru íslenzkar krónur þá ekki und- anskildar. Mikill urmull virð ist vera af þessum mönnum, og enginn friður fyrir þeim á .götum ú.ti. Má segja að þetta sé góð þjónusta, og allavega sú bezta „austantjalds“, því þessari starísemi höfum við kynnst víðar í þessum ágætu alþýðuríkjum. Sem sagt, árla morguns för um við til Gdansk, en þar skal hefja orrustu mikla. Má segja að undir gengi okkar þar, séu örlög íslenzks hand- knattleiks á næsta ári komin. Hópurinn er samstilltur og mun berjast til loks leiksins fyrir málstað íslands. Kveðjur frá öllum. G. H. í öllum flokkum er keppt um veglega bikara og hefur rausn- arleg verðlaunaveiting jafnan sett nokkurn svip á mótið. Hér fylgir mynd af þeim fjór- um glæsilegu verðlaunagripum sem nú er keppt um. Lengst t.v. á myndinni er bikar sem gefinn var fyrir þetta mót í fyrra. Gef- andi var Sigrún Sigurðardótir, sem lengi var bezta skíðakona ÍR og vann m.a. á þremur árum veglegan bikar sem 1 upphafi þessa innanfélagsmóts var gef- inn til kvennafloks. Bikar Sig- rúnar er veittur sigurvegara í kvennaflokki. Handhafi hans nú er Jakobína Jakobsdóttir. Næst stendur „Alberts-bikar- inn“ gefinn af Albert Guðmunds syni í fyrra. Um hann er keppt í flokki drengja yngri en 16 ára. Það ætti að verða keppikefli allra stráka ÍR að varðveita þennan fagra grip. Handhafi hans nú er Eyþór Haraldsson. Þriðji frá vinstri er svigbikar karla. Hann var ásamt tveim öðrum bikurum gefinn 1943 tii keppni á innanfélagsmóti iR. Gefendur bikaranna þriggja voru Ásgarður hf., Eggert Kristj ánsson og Egill Vilhjálmsson. Tveir bikaranna unnust fljótt, en um þennan bikar, sem keppt er um í karlaflokki, hefur orðið geysihörð keppni. Margir af beztu skíðamönnum landsins hafa unnið bikarinn, en eng- inn 3 skipti í röð eða 5 sinnum alls eins og þarf um þennan bik ar og alla hina til að eignast þá. Eysteinn Þórðarson er sá eini sem unnið hefur hann þrisvar, árin 1952, 53 og 1959. Handhafi bikarsins rji er Þorbergur Ey- steinsson. Lengst t.h. er bikar er Magn- ús Baldvinsson gaf í fyrra og er keppt um hann í flokki stúlkna yngri en 16 ára. Handhafi bik- arsins er Auður .Björg Sigur- jónsdóttir. Allir skíðamenn og konur inn an ÍR eru hlutgengir keppendur á þesu móti og má búast við harðri keppni um svo veglega gripi nú eins og raunar jafnan áður. Skráning og nafnakall fer fram í skála félagsins sunnu- daginn 23. jan. kl. 12 á hádegi. Skíðadeild ÍR vonast til þess að sjá sem flest skíðafólk í Hamragili um helgina. Skorað er á ÍR-inga eldri og yngri að fjölmenna við skálann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.