Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 5
Fostudagur 21. janúar 1966 , MORGUNBLAÐIÐ 5 4ra herb. íbúð Opinber stofnun óskar eftir að taka á leigu hér í borginni 4ra herbergja íbúð ásamt eldhúsi og baði frá 1. marz n.k. Tilboðum óskast skilað til afgreiðslu blaðsins strax og eigi siðar en 25. janúar n.k. merkt- um: „íbúð — 1. marz 1966 — 8299“. Annar mótoristi óskast á vertíðarbát frá Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50426. Skattframtöl VEITI EINSTAKLINGUM AÐSTOÐ ÞORSTEINN JÚLÍUSSON, HDL.,* Laugavegi 22 (inng. frá Klapparstíg) Viðtalstimi kl. 2 — 5 alla virka daga nema laugardaga. — Sími: 14045. VÍSUKORN UM BJÓRINN MED: Bjórinn eykur yndi manns einnig heilsu bætir, þar sem hófi ræður ranns rausn er geðið kætir. MÓTI: Bjórinn eyðir aurum mans einnig heilsu spillir. Oft hann rænir. auðnu ranns og raunabikar fyllir. Ó. H. H. ORÐSKVIÐA KLASI 4. Heldur vil ég, hringa þilja, haga mjér eptir þinum vilja, en þú sjért á móti mjér. •r er gjarnt að gleðja rekka gefa svöngum þyrstum drekka Vinnur hver það vanur er. (ort á 17. öld.) sjBrlútíX- Ég flýtti mér bara svona mikið, mamma, svo að þú yrðir ekki HRÆDD lun mig, þú sagðir að ég mætti ekki vera lengur úti en tU HÁLF TÍU! ! . . Gengið >f- Reykjavík 18. janúar 1965 1 Sterlingspund .... 120,38 12068 1 Bandar dollar 42,95 43.06 1 Kanadadollar 39,92 40,03 ÍCH Danskar krónur 623,70 625,30 100 Norskar krónur . 601,18 602.72 100 Sænskar krónur 831,70 833,85 100 Finnsk mörk 1.335.20 1 .338.72 100 Fr. frankar .... .... 876,18 878.42 100 Belg. frankar 100 Svissn. frankar .. 993,25 995,80 100 Gyllini 1.189,34 1 .192,40 100 Tékkn krónur .... .... 596,40 598,00 100 V.-þýzk mörk .... 1.070.76 1 .073.52 100 JLírur 6.88 6.90 lOOAustur. sch 166,60 100 Pesetar 71,80 HLÖÐUDANSLEIKUR DÁTAR LEIKA FRÁ KL. 8—11,30. Hinn ofsafegni íslendingur Um þessar mundir stendur yfir málverkasýning Sveins Björnssonar í Bogasalnum í Þjóðminjasafninu. Sýningin er opin á hverjum degi frá kl. 2 á daginn til 10 á kvöldin. Aðsókn á sýningunni hefur verið sæmileg, og hafa þegar selzt 7 myndir. Þar af keypti Listasafn ríkisins eina: Til minningar um H. C. Andersen Við spurðum Svein í gær um nýjasta sýningarferil sinn fyr ir utan þessa sýningu. Sagði hann, að hann hefði sýnt á Charlottenborg í haust, 28. okt* til 14. nóv. með tveim dönsk- um málurum. Undayfarin ár hefur hann sýnt með 4 dönsk um málurum. Einn þeirra Niels Vagn Jensen fórst í hitteðfyrra með skipi við Grikklandsstrendur, annar er hættur að mála og farinn að skrifa. Sýningu Sveins í Bogasal lýkur á sunnudagskvöldið kl. 10. Við birtum hér á eftir 4 listdóma um verk Sveins, sem birtust í dönskum blöðum, eftir síðustu sýningu hans þar í landi. í októb-hefti hins fræga lista tímarits í París LA REVUE MODERNE DES ARTS ET DE LA VIE, birtist nýlega gagnrýni á verkum Sveins Björnssonar, en þau voru þá á sýningu . í Charlottenborg. Einnig var birt mynd af einu verka hans. Gagnrýnin er á þessa leið: „Smáatriði sögumannsins hafa litla þýðingu fyrir Björns son. Fyrir honum táknar mál- verkið (málaralistin) ofsafeng inn expressionisma, skapara myndformanna, og útskýrir þetta vel skapgerð hans. í áhrifamestu málverkum sínum skapar Björnsson „massa“ á hreyfingu, dum- bungsbirtu, ólgandi rythma, en þótt áherzla sé ekki lögð á smáatriði, útilokar slíkt ekki eins konar kvíðaþrungna rómantík, en skin hennar er endurminning um veröld í Keflavík er til leigu 5 herb. íbúð á mjög góðum stað. Uppl. í síma 1826. Húshjálp Óska eftir húshjálp hálfan dag, daglega gegn fæði og stóru herbergi. Tilboð send ist Mbl. fyrir nk. mánudag, merkt: „Austurbær 8251“ Blái fuglinn eftir Svein Bjömsson. Eiginlega eru tveir fuglar á myndinni, þar sem ungur sonur Sveins og Sólveigar er á þar. Goya. Björnsson er íslenzkur að þjóðerni o.g hefur verið sjó- maður. Á hinni tómlegu og drungalegu víðáttu hafjns, þar sem dagarnir renna út í eitt, hefur hann vafalaust skynjað sinfoniskar hreyfing- ar sjávarins, hvítfyssandi, drynjandi löðrið ag sorann í höfnunum. Fernand Tramier" LYNGBY TAARBÆKBLAD- ET. — „Hann er ofsafenginn íslendingurinn Sveinn Björns son. Þar getur að líta hraun og álfa, stór gagnsæ höfuð. sem gæjast fram undan rauð um klettunum. Og í myndinni „Steinarnir. tala“ hefur hann málað steina eins og þeir séu lifandi. Hann er athyglisverð 'ur málari. — Guri.“ BERLINGSKE TIDENDE. „Það er íslenzk glóð í lands lagsmyndum Sveins Björns- sonar og í „fantasíum“ hans, þar sem líta getur fugla, grím ur og álfa. Tengslin við meist araverk Kjarvals eru einna sterkust, og einnig má sjá, að verk þeirra Svavars Guðna- sonar og Carls Hennings Petersen hafa orðið honum innblástur. Jæja, sleppum því annars. Sveinn Björnsson er gæddur ósviknum hæfileikum Það er líf í litum hans. Þeir eru þrungnir viðkvæmni og ofsa, hafa gert sáttmála við hina furðulegu og stórbrotnu náttúru fslands, hraunbreiður og fjallahlíðarnar, klæddar snjóhjúpi vetrarins. Það er ástæða til þess að vekja eink- um athygli á „Hraungrjótum“ hans og hinni draumkendu mynd „Blár fugl“. Bæði í- myndunaraflið og steinarnir tala í beztu verkum hans. Jan Zibrandsen.“ POLITIKEN. „Á sýningu þessari getur einnig að líta verk íslenzka málarans Sveins Björnssonar, gerólík verk. Mjög einföld lýsing íslenzkrar náttúru og fantasíuverk abstrakt eðlis skipast þar á. Björnsson vekur sérstaklega áhuga manns, sem ævintýrasagnaþulur, en þó verður manni hugsað til nafns Carl Hennings Pedersen. Bertel Engelstoft.“ r * ARSHATIÐ s v r*. Árshátíð S.V.F.R. verður haldin í veitingahúsinu Lido laugardaginn 29. janúar 1966 og hefst kl. 18,30. Miðasala og borðpantanir á skrifstofu félagsins Bergstaðastræti 12 B laugárdag 22. jan. frá kl. 14.00 — 16.00. STJÓRNIN. \ GLAUMBÆR ERNIR og TRÍÓ GUÐMUNDAR INGÓLFSSONAR SKEMMTA. GLAUMBÆR swnm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.