Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. janúar 1966 Reynt að bjarga togar anum á stðrstreymi M J Ö G erfið aðstaða er til björgunar brezka tagarans Wyre Gonquerer, sem strandaði í Höfðabrekkufjöru austan við Vík aðfaranótt þriðjudags síðast liðinn. Milli togarans og þess skips, sem mundi reyna að draga Kann út, eru tvö sandrif og yrði björgunarskipið að vera í málu- fjarlægð frá togaranum. Búizt er við, að varðskip reyni að draga togarann út á næsta stór- streymi, en það er nú eftir helg ina . Togarinn er nú talsvert farinn að hallast og er óttazt, að hann fari að snúast og leggist að landi. Gerist það, verður mjög erfitt um vik að bjarga skipinu. Bkki má mikið breyta veðri til þess ,að togarinn skemmist en talið er, að ef svipuð veður- blíða haldist fyrir gustan geti togarinn staðið þarna óskemmd- ur fram að helgi. Harkalegur árekstur ái horni Laugav. og Nóatúns MJÖG harkalegur bifreiðaárekst ur varð á mótum Laugiavegs og Nóatúns um 5-leytið í gærdag, er Opel-bifreið og Branco-jeppi skullu sa?rean. I Opel-bifreiðinni voru tvær stúlkur með tvö börn, og skrámuðust börnin og blæddi úr, og voru þau samstundis flutt á Slysavarðstofuna. Munu þó meiðsli baraanna orðið minni en á horfðist í fyrstu. Einnig skaddaðist ökumaður Opel-bifreiðarinnar óverulega í auga. Opelbifreiðin er mjög illa leikin og má heita, að önnur hliðin hafi farið af við áregstur- inn. Bronco-jeppinn, sem var ekki komin á skrá, var einnig skemmdur, en þó óverulega mið- að við Opel-bifreiðina. ökumað- ur jeppans mun hafa sloppið ómeiddur úr árekstrinum. Varúðarráðstafanir vegna gin- og klaufaveiki Eldur brýzt út, er kynding springur liðið var kvatt á vettvang, kom á tveimur bílum og tók einn og hálfan klukkutíma að ráða nið- urlögum eldsins. Þóra Páls kona Sigurjóns sá eitthvað var að og stökkva úr kyndiklefanum í sím ann og á meðan sprakk mið- stöðin. Peningakassanuim var bjargað á síðasta augnabliki. Súkkulaði, sælgæti, kex og ávextir í söluturninum eyðilögð ust. ísvélinni, þriggja lita, var bjargað. Hún er um 80.000 kr. virði. Vísitala fram- færslukostnað- ar hækkar um 2 stig KAUPLAGSNBFND hefur reikn að vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun janúar 1966 og reyndist •hún vera 182 stig, eða 2 stigum hærri en í desemiberbyrjun. Vísi talan er nánar tiltekið 182.1 stig á móti 180.3 stigum í desember- byrjun. Hækkunin stafar aðallega af hæikkunum á sjúkrasamlags- gjaldi á gjöldum pósts og síma og áskriftargjöldum dagblaða. Kl. 11.15 á miðvikudagskvöld kom eldur upp í húsinu nr. 6 við Kirkjubraut. í>að á ekki af Sigurjóni kaupmanni að ganga. Fyrir tveimur mánuðum var þarna lokað Stjömukaffi, og eft- ir það innréttaður söluturn þar sem við blöstu glæsilegar aug- lýsingar um Sinalco og fleira. Kyndingin sprakk og fylltist allt af eld og reyk. Eldur og reykur stórskemmdu ekki "aðeins nýja sölutuminn heldur læsti reykurinn sig upp um alla íbúð- ina og skemmdi hana. Slökkvi- 9-12 stiga frost í Reykjavík 1 GÆR varð frostharka mest á Hveravöllum eða um 19 stig, en kl. 2 e.h. var það komið niður í 17 stig. Á láglendi var frostið mest í Dölum og í Skagafirði 18 stig. Minnst frost var í Mýr- dal, eða um 2 stg. Spáð er svipuðu frosti norð- anlands og vestan næstu daga, en búizt er við að frost fari að- eins minnkandi við suðurströnd- I FJÖLRITUÐU fréttablaði sem gefið er út daglega um borð í Kronprins Frederik, sem kom til Reykjuvíkur í gær, er tilkynning frá skipstjóra, þar sm sagt er að harðbannað sé að kasta matar- leifum eða rusli úr Reykjavíkur- höfn eða á bryggjumar. Segir í blaðinu, að þefcta sé vegna hættu á að gin- og klaufa- veiki berist til landisns. Mörgunblaðið hafði í gær sam band við Pál A. Pálsson, yfir- dýralækni, og spurðist fyrir um vei'kina. Sagði hann að hún geis aði nú á meginlandi Evrópu m.a. í Hollandi, Belgíu og Rússlandi. Væru víða gerðar varúðarráð- Albert Guðmunds- son heiðraður RÍKISSTJÓRN Frakklands hef- ur nýlega sæmt Albert Guð- •mundsson orðnnni „Ordre du Mérite“. Albert Guðmundsson, sem verið hefur ræðismaður Frakka frá 1964, var um árabil forseti Alliance Francaise og hef ur ötullega stuðlað að auknum vináttutengslum milli Frakik- lands og íslands. (Frá franska sendiráðinu) * Arekstur í Hafnarfirði Harður bifreiðaárekstur varð á Vesturgötu í Hafnar- firði kl. 16 í gærdag. Rákust þar á Wolksvagen- og Mosk- vitsbifreið og skemmdust báð ir bílarnir mikið. Ökumennirnir meiddust báðir lítillega og gerði lækn- ir að sárum þeirra 1 Hafnar- firði. í KVÖLD er síðasta sýningin á hinu þekkta leikriti Ibsens „Aft urgöngur", í Þjóðieikhúsinu og er það 19. sýning leiksins. Leikrit þetta hefur genigið vel og hlotið ágæta dóma. Myndin er ai Val Gíslasyni og Guðbjörgu Þorbjamardóttur í hlutverkum sínum. stafanir til að hindra útbreiðslu veikinnar og m.a. hér á landi. Hefði skipa- og flugfélögum ver- ið bent á, að stranglega sé bann að að flytja sláturafurðir til landsins, óniðursoðnar. Kvað Páll íslenzk yfirvöld fylgjast rækilega með að þessar reglur væru í heiðri hafðar hér. Fjarlægja þarf hús við Hverfis- götu BJÖRN Guðmundsson (F) mælti í gær fyrir tillögu, er hann flyt- ur í borgarstjórn þess efnis að húsin við sunnanverða Hverfis- götu, er skaga út í götuna, verði sem fyrst fjarlægð og að undir- búningi og framkvæmd þess verks verði hraðað sem mest. Birgir fsleifur Gunnarsson, sagði að undanfarin ár hefði ver- ið unnið að því að hálfu borgar- stjó*.,ar að kaupa og fjarlægja þau hús við Hverfisgötun* er sköguðu út í hana og þrengdu hana. Hefðu nú verið keypt fjögur hús og fjarlægð og einnig væri gert ráð fyrir að rífa eitt til viðbótar næsta vor. Til að koma þessum málum fullkom- lega í lag þyrfti að kaupa sex hús til viðbótar, og væri bruna- bótamat þeirra samtals 3.6 millj. kr. Vonandi væri, að samningar um kaup þeirra næðust í niáinni framtíð. Birgir vék síðan að því að lítið samræmi væri í þessarri tillögu Björns við tillögu sem hann bar fram, er fjárhagsáætl- un borgarinnar var til umræðu, en hún var þess efnis að minnka fjárframlög borgarinnar til fast- eignakaupa um 1. millj. Birgir bar síðan fram breytingartillögu, er var samþykkt og fól hún í sér vil j ayf irlýsingti borgarstjórnar að hús þessi yrðu fjarlægð. KLUKKAN um eitt efUr mið- nætti aðfaranótt fimmtudags ók leigubifreið á kyrrstæðan bíl við húsið Eskihlíð 22 hér í borg, hélt siðan áfram yfir grindverk og lenti í kjall- araglugga hússins. Mun öku- maður leigubifreiðarinnar hafa misst stjórn á bílnum af einhverjum sökum, en ekki var hált á þessum stað. Báð- ir bílamir, sem myndin er af eru stórskemmdir og auk þess húsið, á þeim stað sem bíllinn lenti á því. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Kvikmyndasýiiin^ Varðbergs ojr SVS Á LAUGARDAGINN 22. janúar efna Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu til kvik- myndasýningar í Nýja bíói i Reykjavík og hefst hún kl. 2 e.h. Sýndar verða þrjár kvikmynd- ir: Endurreisn Evrópu; Saga Berlímar og Yfirráðin á hafinu, og eru þær allar með íslenzku tali Bjarna Guðmundssonar blaða fulltrúa. Kvikmyndir þsssar hafa verið sýndar víða um land, við góða aðsókn, í tilefni þess. að skammt er síðan liðin voru 20 ár frá lokum síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Er þetta í fyrsta skipti, sem myndirnar eru sýndar fyrir al- menning í Reykjavík og er öllum heimill aðgangur að sýningunni, meðan húsrúm leyfir börnum þó aðeins í fylgd með fullorðnum. Þyrla Landhelgis- gæzlunnar laskast ÞYRLA landhelglsgæzlunnar varð fyrir smávægilegu hnjaski í gærdag er hún lenti á þilfari varðskipsins óðins, til að taka eldsneyti. en þyrlan tók í dag þáfct í leitinni að Flugsýnar-vél- inni. Lenti annar spaði þyrlunnar I stélinu og laskaðist nokkuð við höggið. Vélin er ekki í flughæfu ástandi og verður hún flutt til Reykjavikur til viðgerðar. Akureyringar aðstoða við leitina að flugvélinni Akureyri, 20. jan. 11 manixs úr flugbjörgunar- sveitinni á Akureyri fóru seint í nótt á fjórum jeppum áleiðis í Herðubreiðarlindir og auk þes var með trukkur og sjóbíll úr Reykjadal. Komið var í Þor- steinsskála laust eftir kl. 19, í dag. Foringi leitarflokksins er Gísli K. Lorenzson. Ekki þurfti að nota snjóbílinn á leiðinni í Herðubreiðarlindir en þó var leiðin þugfær á köflum. Flokk- urinn hefur útbúnað til þriggja daga og verður til taks á Öræf- um ef flugvélar kynnu að finna hina týndu vél á þeim slóðum. Flokkurinn hefur með sér tal- stöð í umsjá Ásgríms Tryggva- sonar, sem er í jeppa frá Raf- magnsveitum ríkisins en lítið hef ur heyrzt í talstöðinni hér en betur á Vopnafirði og á Blöndu- ósi. Einnig á að hafa talstöðvar- bíl á þjóðveginum milli Gríms- staða og Reykjahlíðar til að auð- velda sambandið. Það óhapp varð í dag að kveikjuhamar bilaði í jeppanum en annar nýr verður sendur með bíl héðan í kvöld eða flug- vél í fyrramálið og varpað nið- ur í Lindunum. Hér á Akureyri eru tiltækir 33 menn með öllum útbúnaði, ef þörf yrði á leitar- mönnum á öðrum stöðum eða senda Þorsteinsskálaflokknum liðsauka. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.