Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FðstuíJagur 21. Janúar 1961 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ALVARLEG STAÐREYND rins og á hefur verið bent hér í Morgunblaðinu, er ástæða til að hafa nokkrar á- hyggjur af því hvernig sam- setning sjávarafla okkar á síðastliðnu ári var. Þorskafl- inn minnkaði frá árinu áður, en síldaraflinn reyndist % hlutar af heildarmagninu. Sl. miðvikudag birti dag- blaðið Vísir frétt þess efnis, að Gylfi Þ. Gíslason hefði skýrt frá því á fundi í Al- þýðuflokksfélagi Reykjavíkur fyrir skömmu, að rannsóknir íslendinga og annarra þjóða hefðu leitt í ljós að tæplega væri hægt að gera ráð fyrir aukningu þorskaflans við ís- landsstrendur, þar sem svo hart virðist hafa verið að hon- um gengið á undanförnum ár- um. Talið er, að sókn íslend- inga og annarra fiskveiði- þjóða á þorskmiðin hafi auk- izt um 80%, en samt sem áður hefur þorskaflinn minnkað. Dánartala þorsksstofnsins við strendur íslands er nú að áliti fiskifræðinga 70%, sem telja að um minnkun stofnsins sé að ræða, ef þessi tala fer yfir 65%. Sú staðreynd, að sveiflu- kenndur síldarafli er svo mik- ill hluti heildaraflamagnsins á síðastliðnu ári og sú stað- reynd, að þorskaflinn hefur minnkað og ekki eru líkur á að hægt sé að auka hann, hlýtur óhjákvæmilega að vekja nokkurn ugg um það, að erfitt sé að byggja á því, að fiskveiðarnar geti til lengdar staðið undir sífellt bættum lífskjörum íslendinga. Síld- veiðarnar hafa að vísu gengið mjög vel á síðustu árum, og enginn vafi er á því, að það er fyrst og fremst vegna stærri skipa og betri veiði- tækni. Margir munu halda því fram, að þótt síldaraflinn hafi tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum, muni nútíma veiðitækni tryggja veiðarnar í framtíðinni. Menn minnast þess þó, að á síldar- árunum eftir stríðið var hið sama sagt, aukin veiðitækni mundi tryggja stöðugan síld- arafla, en öllum er kunnug sú saga. Á næstu árum og áratugum munu lífskjör fólks um heim allan taka stórbreytingum til -hins betra. Þetta á ekki sízt við um hin háþróuðu iðnaðar- ríki V-Evrópu og Ameríku. Það gefur auga leið, að erfitt mun fyrir okkur íslendinga að tryggja okkur lífskjör til jafns við nágrannaþjóðir okk- ar í Vestur-Evrópu og Amer- íku, ef við verðum sífellt háð- ir hinum breytilega sjávar- afla, ekki sízt þegar þær stað- reyndir eru hafðar í huga, sem nefndar voru hér að framan. Ef litið er á málin í þessu ljósi ætti engum að dyljast nauðsyn þess að hefja nútíma iðnvæðingu í stórum stíl og treysta þar með undir- stöður þjóðfélags okkar og búa svo í haginn, að á íslandi geti menn lifað við ekki lak- ari lífskjör en í þeim löndum, sem næst okkur eru. MERKUR ATBURÐUR au tíðindi hafa nú gerzt á Indlandi, öðru fjölmenn- asta ríki veraldar, að Indira Gandhi, dóttir Nehrus, hins látna og mikilhæfa leiðtoga Indverja, hefur verið kjörin forsætisráðherra landsins. Erfitt er fyrir ókunnuga að gera sér grein fyrir þeim á- stæðum, sem legið hafa til kjörs Indiru Gandhi, en þó virðist ljóst, að val hennar hafi stuðlað að einingu í Kongressflokknum indverska, og að hún hafi notið mjög víð tæks stuðnings meðal Ind- verja af háum stéttum sem lágum. Fyrir hina fjölmennu, ind- versku þjóð, þar sem fátækt og þekkingarskortur er mik- ill, skiptir miklu máli, að landsmenn geti sameinazt um einn þjóðarleiðtoga, sem jafn- framt er þjóðartákn þeirra. Dóttir Nehrus hefur greini- lega verið talin sú, sem veitt gæti Indverjum slíka forustu. Kjör Indiru Gandhi mun þykja mikil tíðindi um víða veröld, og enginn vafi er á því, að fylgzt verður með störfum hennar af mikilli at- hygli og hvernig henni tekst til í hinu vandasama forustu- hlutverki, sem hún hefur nú tekizt á hendur, vafalaust varldasamasta starf sem nokk ur kona gegnir nú í heimin- um. HVER ER MÆLI- KVARÐINN? ¥ Morgunblaðinu fyr- ir nokkrum dögum var frá því skýrt, að Súk- arnó Indónesíuforseti hefði upplýst, að 87 þúsund manns hefðu verið drepnir frá því að byltingartilraunin var gerð þar í landi, hinn 1. október síðastliðinn. Þessi óskaplegu fjöldamorð, sem að mestu munu hafa verið framin á kommúnistum í Indónesíu, hafa verið unnin á örstuttum tíma. Ýmsir, sem fylgjast með alþjóðastjórnmálum virðast UTAN ÚR HEIMI Talar „þjóöfrelsishreyfingin" fyrir íbúa Suður-Vietnam ? — eftir Benjamin West EIN ÞEIRRA hugmynda, sem stuðningsmenn kommún.ista, Viet congr, reynir að laeða inn hjá almenningi, er, að skæru- liðar og stjórnmáladeild þeirra, „þjóðfrelsisfylkingin“, sé raunverulegur fulltrúi og málsvari íbúa Suður-Vietnam. Er einhver sannleikur í þess ari fullyrðingu? Sé uppruni „þjóðfrelsishreyfingarinnar“, svo og síðari þróun hennar og athafnir, athugaður vandlega, kemur allt annað í ljós, varð- amdi vinsældir hennar, al- mennan stuðning, og hvert hún sækir stuðning sinn og styrk. Frá upphafi hefur það verið kommúnistaflokkur Norður- Vietnam, Lao-Dong, sem mestu hefur ráðið innan „þjóðfrelsishreyfingarinnar". Fram til ársins 1959 ollu skæruliðar Vietcong aðeins minnf háttar óþægindum, því að þeir gerðu sig aðeins við og við seka um hryðjuverk, sem voru fyrst og fremst fólg in í sprengjukasti í borgum, og morðum í þorpum landsins. 1959 lýsti forseti N-Vietnam, Ho Chi Minh, því hins vegar yfir, að „bylting" kommúnista yrði að breiðast til S-Vietnam. Snemma á því ári sagði Vo Ngyuen Giap, herstjóri, að Hanoi væri „byltingarmiðstöð alls landsins". Loks tilkynnti útvarpsstöðin í Hanoi í des- ember 1960 í fyrsta sinn stofn un „þjóðfylkingar til að frelsa S-Vietnam“, og í fyrsta ávarpi fylkingarinnar, í Hanoi útvarpinu 29. janúar 1961, var sagt að tilgangurinn væri að steypa af stóli stjórn Suður- Vietnam. Það var um þetta leyti, að nauðsynjar, vopn og mannafli fóru að streyma frá N-Viet- nam til S-Vietnam, í vaxandi mæli. Skömmu síðar kom fram á sjónarsviðið nýr aðili, sem reyndist hafa á hendi stjórn „þjóðfrelsishreyfingar- innar“, „þjóðlegi byltingar- flokkurinn“, sem var lýst svo í útvarpinu í Hanoi, að þann væri „fulltrúi Marx-Lenin- isma í Suður-Vietnam“. Skil- ríki, sem síðan hafa náðst, hafa leitt í ljós, að „þjóðlegi byltingarflokkurinn" er aðeins angi af kommúnistaflokk N- Vietnam. Hvað varðar stuðn- ing manna í S-Vietnam við „þjóðfrelsishreyfinguna“, er rétt að hafa hugfast, að eng- inn atkvæðamaður þar í landi, hvorki stjórnmálamað- ur né menntamaður, hefur nokkru sinni tilkynnt stuðn- ing við þessa fylkingu, þótt margir þeirra hafi oft verið á öndverðum meiði við stjórn ina í Saigon. Hefur „Þjóðfrelsishreyfing- unni“ þrátt fyrir sögu sína, orðið eitthvað ágengt við að vinna fylgi íbúanna í S-Viet- nam? Áróðursbrögð hennar undanfarna mánuði færa glöggar sönnur á, hvernig tek- izt hefur til að þessu leyti. Frá því í ágúst á s.l. ári hefur fylkingin oft hvatt til vissra athafna. í hvert skipti hafa viðbrögð almennings verið fullkomið hirðuleysi. 2. september s.l. hét fylk- ingin á háskólastúdenta, sem voru herskyldir, og búast máttu við útboði, ,að rísa upp og steypa lepp- og landsölu- stjórninni". Enginn stúdent sinnti þessu kalli kommúnista, og þremur dögum síða,r gaf fylkingin þá skýringu, að þetta tiltæki hefði misheppn- azt, vegna þess, að „vinir Bandaríkjanna hefðu smeygt sér inn í raðir háskólastúd- enta“. Síðan gerðist það 7. sept- ember s.L, að „frelsisútvarp- ið“ hóf áróðurssókn, og hvatti menn í S-Vietnam til mót- mælaaðgerða til að sanna hat ur þjóðarinnar á Bandaríkja- mönnum og stjórninni í Sai- gon. Meðal annars voru menn hvattir til að hefja allsherjar verkfall 15. október, yfirgefa borgir og þorp, svo að þau yrðu mannlaus, rjúfa samgöng ur og fjarskipti hvarvetna, og ganga í hópum í „hersveitir byltingarsinna", — m.ö.o. Vietcong. Einu mótmælaað- gerðirnar, sem áttu sér stað, fóru fram í þorpum, sem Viet cong réð yfir. Skömmu síðar hætti „þjóðfrelsishreyfingin" slíkum áróðri. Einu sinni gat þó fylkingin haldið því fram, að almenn- ingur hafði sinnt áskorun af sinni hálfu. Hún hét á menn að efna til 15 mínútna þagnar stundar, frá kl. 13.00 til 13,15, tiltekinn sunnudag. Allt var hljótt á þessum tíma, því að þá er ævinlega alit kyrrt í Saigon, enda hvílast þá borg- arbúar í mestu hitasvækjunni. Undanfarnar vikur hefur fylkingin ekki gefið út neinar sérstakar áskoranir til almenn ings. Að vísu hefur hún út- varpað ávarpi um „að hætta samskiptum við bandarísku innrásarherina“, en gætt þess vandlega, að heimta ekki að- gerðir eða athafnir, sem hægt væri að sjá, eða fylgjast með. Ástæðan virðist augljós: íbúar S-Vietnam hafa ekki reynzt uppnæmir fyrir áskor- unum „þjóðfrelsishreyfingar- innar“, af því að þeir telja ekki, að hún sé málsvari þeirra, eða fulltrú’ leggja undarlegt og harla af- stætt mat á samtímaatburði. Atburðirnir í Indónesíu t. d. virðast hafa vakið harla litla athygli hér á landi, en Viet- namstríðið þeim mun meiri, enda þótt mannfallið í Indó- nesíu sé tiltölulega miklu meira. Þannig virðast komm- únistar hér á landi þafa til- tölulega lítinn áhuga á að- gerðunum gegn samherjum þeirra í Indónesíu þar sem Súkarnó og fylgismenn hans hafa ekki enn verið bendl- aðir við „heimsvaldastefnu“ Bandaríkjanna. Sótor d línuveið- or írd Stokhsevri Stokkseyri, 18. jan. í FYRRINÓTT reru héðan þrír bátar með línu í fínu veðri, en þegar kom fram undir há- degi gekk í norðan hvassviðri og stórhríð. Náðu bátarnir ekki landi fyrr en kl. 12 í nótt vegna dimmviðris. Afli var dágóður, 4-8 tonn á bát. Engin reri héðan í morgun vegna hvassviðris. — St. J. Forstjórinn settur af París, 19. jan. — AP — FORSTJÓRI rannsóknarlögregl- unnar og þeirrar stofnunar er annast njósnir í Frakklandi, hef- ur verið settur af. Talið er, að ástæðan sé fyrst og fremst sú, að stofnun þessi hefur nokkuð komið við sögu í sambandi við ránið á Ben Barka, flokksleið- toga frá Marocco, fyrir þremur mánuðum. Deilt hefur verið á frönsku stjómina vegna þess, að talið var að stofnun þessi hefði í rauninni staðið á bak við rán- ið. Sá er tekur vð emibætti Paul Jacquier heitir Eugene Guibaud, og hefur hann starfað í Saigon um nokkurt skeið. Skömimu eftir að Jacquier var tilkynnt um for stjórasikiptin, fór hann til fund- ar við Louis Zollinger sem ann- ast hefur alla rannsókn í sam- bandi við ránið á Ben Barka Talsmaður frönsku stjórnarinn- ar, Yvon Bourges, sagði, að stjórnin bæri fullt traust til Jacquiers, en hann hefði verið kominn á eftirlaunaaldur fyrir 6 mán., og því þyrfti þessi breyt ing eklki að koma neinum á óvart. Blöðuim í Frakklandi hefur ver ið tíðrætt um Ben Barka miálið og telja mörg þeirra að lögregl- an hafi gengið slælega fram í að upplýsa málið. Sá orðrómur hefur lengi verið á kreiki, að lögreglan hafi í rauninni verið viðriðin ránið. Sumar heimildir telja, að Ben Barka hafi líklega verið myrtur af einihverjum, sem eigi vildu að hann kæmist til Marocoo, en þar hafði hann í hyggju að taka að sér forystu stjórnimálaandstæðinga. Allmörg dagblöð í Frakklandi 'hafa heimtað að stjórnin og lög reglan gerði hreint fyrir dyrum í þessu máli, því þessir aðilar hlytu að vita meira en þeir hefðu látið uppi til þessa. Blöðin telja mannrán þetta vera þjóðar- hneyksli, sem verði að upplýsa. De Gaulle er sagður hafa gefið fyrirskipun, um að rannsókn þessa miáls verði hraðað sem mest. Bonn, 18. jan. AP—NTB. • DR. Konrad Adenauer, fyrrum kanzlari Vestur- Þýzkalands hefur orðið aS fresta fyrirhugaðri ferð sinni til Parísar, sökum veikinda. Adenauer, sem nú er níræður, fékk slæmt kvef fyrir nokkr- um dögum. Hann ætlaði íil Parisar á mánudag til við- ræðna við de Gaulle Frakk- landsforseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.