Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 27
Fðstudagur 21. Janúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 27 — Leítin Framhald af bls. 28 Þá fór björgunarsveitin í Vík í Mýrdal á snjóbíl austur að Hjör- leisfhöfða, og leituðu um Hafurs- ey upp að skriðjöklinum fyrir ofan og fram með Höfðabrekku- jökli. Alls tóku um 15 flugvélar þátt í leitinni í gær, og var leitað allt norðan frá Mývatnsöræfum að Vatnajökli og yfir hann aust- anverðan að undanteknum aust- asta. hlutanum frá Eyjabakka- jökli að norðan og suður, vestan Lambatungnajökuls. Þá var ekki hægt að leita á Snæfelli og um talsvert svæði þaðan norður, sakir þoku. Loks var leitað tals- vert rækilega sunnan og vestan við Vatnajökul. Blaðið hafðí i gær samband við Sigurð M, Þorsteinsson, sem stjórnaði leitinni á landi frá Eg- ilsstöðum. Hann kvað þetta vera eitthvert víðáttumesta svæði, sem hann myndi eftir að hefði verið leitað á, eða allt frá Borg- arfirði eystra, inn á Herðubreið- arlindir, þar sem björgunarsveit frá Akureyri væri, og allt suð- ur að Vík í Mýrdal. Gizkaði Sig- urður á að milli 4—500 manns hefðu tekið þátt í leitinni í gær, auk flugvélanna 15, og rúmlega 10 báta og skipa. Sigurður og Flugbj örgunarsveitarmennirnir 26, sem þarna hafa leitað tvo undanfarna daga, ætluðu að halda heimleiðis í gærkveldi. ( L " - Iþróttir • Framh. af bls. 26 var ekki a'ðeins það að íslenzku leikmennirnir notuðu -olnbogana hvenær sem færi gafst, heldur hélt einn þeirra fyrir augu mér allan leikinn, svo ég hafði aldrei tækifæri til að grípa boltann." Annar leikmaður Dana, Jörgen Vodsgaard segir: „Ef ísl. leikmennirnir urðu ergilegir yfir að missa knöttinn, þá gat maður átt von á áð fá högg í andlitið.“ Sagt er frá því í Ekstrabladet, að Þorsteinn Björnsson vara- markvörður ísl. liðsins hafi ráð- izt á dómarann og tekið í hnakka drambið á honum. Hafi það þó ekki sakað dómarann því þrír leikmenn íslenzkir hafi hlaupið til og skakkað leikinn. Ekstrabladet hefur stutt sam- tal við dómarann Rosmanith og hann segir þar: „Það voru ísl. leikmennirnir sem hófu hörkuleikinn — en ég get fullvissað yður um, að danska vörnin var ekki sein á sér að upphef ja sams- konar leik. Segið dönsku landsliðsmönnunum það, að olnbogaskot í andlit mótherj- annna verði aldrei leyfð.“ Karl Benediktsson þjálfari segir við fréttamann Poli- tiken. „Við erum neyddir til að beita slíkri hörku í leik, sem við beittum í kvöld, til þess hreinlega að vera gjaldgengir j á alþjóðlegan mælikvarða.“ Dómarinn Rosmanith segir við annan fréttamann: „Leikurinn var kátbroslegur, næstum of kátbroslegur til þess að hægt sé að telja hann til al- vöru-landsleiks. Spili'ð var allt of hægt og allt of staglkennt. Hið hraða spil sem Danir eru frægir fyrir sást ekki“. Vörður V arðarf élagar hafa fyrir nokkru fengið senda happdrætt- ismiða. Áríðandi er, að fuli skil verði gerð hið fyrsta. Skrifstofa happdrættisins í Sjálfstæðishús- inu er opin daglega, sími 17100. Landsmálafélagið Vörður Menn úr Flugbjörgunarsveitinni á fjallgarðinum við Norðfjörð. Ljósm.: Pétur Þorleifsson. Töldu sig sjá og heyra í flugvél ALLMARGIR Austfirðingar töldu sig heyra og jafnvel sjá til flugvélar á þriðjudagskvöld sl., er Flugsýnarflug- vélin týndist (samanber kort á bls. 28). Mbl. hafði tal af nokkrum þeirra og fara lýsingar þeirra hér á eftir: Heyrði í flugvél um 11 leytið 0 Á Seyðisfirði sáu margir eða heyr’ðu til flugvélar þetta umrædda kvöld. Frétta- ritari Mbl. á Seyðisfirði hafði tal af noklcrum, sem telja sig hafa séð eða heyrt til flug- vélar þetta kvöld. Fer frá- sögn hans hér á eftir: ' — Fjöldi fólks heyrði hér e'ða sá til flugvélar á þriðju- lagskvöld, en í flestum til- fellum eiga menn erfitt með að gera sér grein fyrir, um hvaða leyti það hafi verið, og ber tímunum víða ekki saman. Einna greinilegustu lýsinguna fékk ég hjá Bergi Tómassyni, ungum bónda í Fjarðarseli, sem er skammt fyrir innan kaupsta'ðinn. Hann sá flugvél fljúga inn með Bjólfi og inn á Fjarðar- heiði, en það er vanalegasta flugleiðin til Egilsstaða. Berg- ur telur flugvélina hafa flogið óéðlilegt lágt, því að yfirleitt fljúga stærri flugvélar í tals- vert mikilli hæð yfir fjöllun- um á þessari leið, en ekki milli fjallanna líkt og þessi gerði. Bergur athugaði ekki hvað kukkan var, þegar hann sá til flugvélarinnar, en getur sér til, að það hafi veríð rétt fyrir kl. 11. Aftur á móti telur faðir Bergs, Tómas Emilsson, að hann hafi heyrt til flugvélar rétt fyrir kl. tíu, en hann sá hana ekki. Telur hann að hún hafi verið á leið til Norðfjarðar. — Sveinn. Heyrðu í flugvél um kl. 23.30 0 Þá hafði blaðið samíband við Ingunni Gunnlaugs- dóttur, húsfrú á Kleiif í Breið dal, en maður hennar, Ing- ólfur Reinharðsson, var einn þeirra er heyrðu í flugvél uim nóttina. Sagðist Ingunni svo fná: — Við hjónin vorum bæði gengin til náða, og ég um það bil að festa svefn, þegar mað- urinn minn taldi sig heyra í flugvél um kl. 23.30. Hann fór þó ekki út til þess að at- huga þetta nánar, en telur alveg öruggt að þar hafi verið flugvél á ferðinni. Og þegar hann sagði mér frá þessu, fannst mér líka sem ég hefði heyrt í flugvél, en vil þó ekki fullyrða það, þar sem ég var, eiris og ég sagði áðan, al- veg að festa svefn. Heyrði í flugvél um kl. 00.30 0 Mbl. hafði loks samband við Guðmund Svavarsson á Stafafelli í Lóni, en hann heyrði einnig í flugvél um nóttina. Fer frásögn hans hér á eftir: — Við heyrðum í flugvél rétt eftir hálf eitt, en mér virtist hún ekiki vera mjög nálægt. Mér dabt að sjálf- sögðu ekkert grunsamlegt í hug — hafði eklki hugmynd um, að flugvél væri horfin fyrr en farið var að spyrja urn hana á miðvikudag. Ég fór þá strax að athuga, hvort ekki hefði heyrzt í henni ann arsstaðar í grennd, og kom í ljós að á Starmýri höfðu menn heyrt í flugvél um kl. 00.15 og á Stórhóli heyrðu menn "líka í henni skömmu síðar, og þar taldi einn sig sjá flugvélaljós, sem stefndu í suðvestur. Því hefur leit- inni hér verið hagað mjög eftir því, og leitað í vcstur, suðvestur og suður þaðan. Þá hefur lika verið leitað úr Álftafirði. - Litið inn Framhald af bls. 28 armanna telur sig þá hafa um kl. 15.30 séð ljós inn undir jökli, milli Fláajökuls pg Hof fellsjökuls. Þó ber að geta þess, að þeta kann að hafa verið ísglampi, eða flóðanik- ur, eins og Hornfirðingar nefna slík fyrirbæri. Allt um það var ekkert ákveðið tillit tekið til þessa, fyrr en allir leitarflokkar voru fram komnir um kl. 21 í gær, í Hornafirði. Þá kom í ljós, að engin leitarflokk- anna gat verið staddur á þess um stað og því ekki að vænta ljósagangs frá neinum þeirra. í þann mund, er við yfir- gáfum Flugturninn kl. 22.30 í gærkvöldi, var verið að ráð- gera að senda á ný leitarflokk þegar í nótt á fyrrgreindan stað, og einnig var* verið að athuga um að senda flugvél, búna svifljósum, á staðinn, eða flugvél frá 'hernum með steri.am ljóskösturum. Sem fyrr segir, er allt þetta aðeins óstaðfestur grunur, enn sem komið er, o^ var- legt að treysta nokkru í þessu samibandi. En eins og yfirflug umferðastjórinn sagði við okkur. „Við athugum alla möguleika og leitum af okk- ur allan grun. Það er það ein- asta, sem möguilegt og skyn- samlegt er að gera, eins og horfir“. Leitin hefir verið, eins og annars staðar er frá skýrt, mjög víðtæk, hefir jafnvel verið farið eftir bendingum ofan úr Borgarfirði, en þar var talið, að sést hefði ljós í svonafndu Vikrafjalli. Þar leituðu bæði flugvél og flokk- ar leitarmanna úr Borganfirði, en án árangurs. í dag verður megin- áherzla lögð á leit á landi og lofti yfir austurhluta Vatna- jökuls, þar sem ekki var hægt að leita í gær, ennfremur upp úr Hornafirði og Lóni og á Lónsheiði. Svo klasinn austan við Egils- staði. Þá verður enn betur leituð flugleiðin norðan Vatna jökuls, allt vestur með hon- um, og norður á Mývatns- öræfi, og einnig fjallaklasinn Veðurspá er yfirleitt góð fyrir leitarsvæðin. Frakkar senda upp loftbelg frá R.víkurflugvelli Frönsku vísindamennimir níu, sem hér hafa dvalið að undan- förnu sendu fyrsta loftbelginn upp kl. 22.30 á miðvikudags- kvöld, en það er fyrsti loftbelg- urinn af nokkrum, sem áætlað er að senda á loft til hálofta- rannsókna. Ekki fór samt betur en svo, að Frakkarnir náðu aldrei sam- bandi við loftbelginn, þar eð tæki hans unnu ekki. Báðu vísindamennirnir Bandaríkja- menn á Keflavíkurflugvelli um að fylgjast með loftbelgnum í ratsjá. Gerðu þeir það, unz belg- urinn var kominn í 89.000 feta hæð. Vísindamennirnir frönsku senda belgina upp frá Reykjavík urflugvelli og munu senda fleiri upp við fyrsta tækifæri. Frakkarnir munu dveljast hér á landi í u.þ.b. einn mánuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.