Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 11
iTostudagur 21. janúar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 11 Hljómplötur orðið, og Sinfóníu nr. 2-Sálma sinfóníunni —, en hún var frumflutt árið 1964. Verk þessi eru gefin út af Colum- bia og flutt af Philadelphia- hljómsveitinni undir stjórn Ormandys, og er ekki að efa, að þeir, sem kynnzt hafa fyrri hljóðritunum á verkum Yard- umians, bíða þeirra með ó- þreyju. Hljóðritanir Columbia í Bandaríkjunum berast yfir- leitt til íslands á CBS merki frá Englandi, en CBS hefur mér vitanlega ekki sett þessi verk Yardumians á Evrópu- markað. Þannig verða þeir, sem hug hafa á að kynna sér þau, að panta þau frá Banda- ríkjunum, en slíkt mun auð- velt í sumum verzlunum hér í bæ. Ef benda ætti á eitt eða tvö verk öðrum fremur, sem gott dæmi um tónsmíðar Yardumians, er hljómplata sú, er hefur að geyma fyrstu sin- fóníu höfundar auk fiðlu- konsertsins trúlega hvað girni legust og forvitnilegust. Efn- islega styðst sinfónían við frá- sögn Biblíunnar um syndaflóð ið og Nóa. Engan veginn er þó um hermitónlist að ræða, en slíkt fer mjög í taugarnar é sumum og reyndar kannske oftast bezt að gleyma pró- gramminu, þegar hlýtt er á bermitónlist. Heldur er hér fyrst og fremst byggt á mann- legri reynslu og þeim marg- slungna margbreytileik, sem í því hugtaki felst. Verkið er samið eftir tólf-tóna kerfi, sem tónskáldið sjálft skapaði sér eða lagaði í hendi sér eins og honum bauð við að horfa. Þess skal getið til þess að fæla sem fæsta frá því, að hlýða á þétta verk, að það lætur sennilega allsendis óþol andi í eyrum þeirra, sem kompónera með reiknistokk upp á vasann og með hið sama instrúment í lúkunum, þegar þeir hlusta. Sinfónían er flutt af því „arómatíska“ litauðgi, sem að eins Philadelpiahljómsveitin ræður yfir og hljómsveitarút- setning tónskáldsins býður svo ríkulega upp á. Það er ef til vill hægt að flytja verkið bet- ur, en ótrúlegt má það teljast. Hljóðritun er tæknilega með því bezta, sem heyrist frá Columbia (CBS). Stereo-dreif ing mjög nákvæm og glögg, tóngæði frjáls og óþvinguð jafnvel, þegar mest á reynir í Btyrkleik. Fiðlukonsertinn, sem er hinum meginn á sömu plötu er fluttur af sömu hljómsveit og stjórnanda og sinfónlan, en einleikari er konsertmeistari Philadelphiuhljómsveitarinn- ar, Anshel Brusilow. Eitt sinn var Piladelphiahljómsveitinn öðrum hljómsveitum fremur fræg fyrir góða blásara og er að sjálfsögðu enn. Þegar við hlýðum á konsertmeistarann, Brusilow, leika einleik í þessu verki, fáum við enn eina skýr- ingu á því, að það, sern í dag vekur hvað mesta athygli okkar, er við hlýðum á leik Philadelphiahljómsveitarinn- ar, er hinn safaríki og litauð- ugi tónn strengjaleikaranna. Hin skýringin er að sjálfsögðu Ormandy. önnur verk Yardumians, sem þegar eru fáanleg, eru: Passacaglia, recitativ og fúga fyrir píanó og hljómsveit. Öll eru verk þessi ekki síður forvitnileg, áheyrileg, aðgengi leg og hlaðin því samblandi dulúðar og trúhneigðar, sem einkennir hin verkin tvö, sem fyrr var getið, þótt þau séu smærri í sniðum. Öll eru þau flutt af þeim óaðfinnanlega glæsibrag og trú á ágæti þeirra, sem auðkennir við- horf hljómsveitarstjóra og hljómsveitar. Hljóðritun er næstum eins góð og hljóðrit- anirnar á sinfóníunni og fiðlu konsertinum. Þó ber þess að geta að tæknilega reyna þessi smærri verk ekki eins á getu þeirra, sem að hljóðrituninni stóðu. Til glöggvunar fyrir þá, er kynnu að hafa áhuga á að kynna sér verk þessi, þá eru skrásetningarnúmer þeirra þessL: Sinfónían og Fiðlukon- sertinn MS 6462 (stereo) og ML 5862 (mono). Passacaglían o.fl. MS 6229 (stereo og ML 5629 (mono). Birgir Guðgeirsson. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. i, miionm s nisum ir, Grjótagötu 7. — Sími 24250. Vörupallar Útvegum efni í vörupalla fyrir gaffal- lyftara í hentugum lengdum, beint frá sögunarverksmiðjum í Svíþjóð. Timburverzlunin Völundur hf Klapparstíg 1 — Sími 18430. Ödýrt Borð, Stólar, Margskonar saumavélar, Hillur á hjólum, Fataslár og fl. Til sýnis e.h. í HÖFÐAVÍK V./SÆTÚN. Volkswagen árgerð 1962 Tilboða er óskað í Volkswagen bifreið eins og hún nú er eftir veltu. Bifreiðin er til sýnis hjá Davíð Guðbergssyni, Bústaðabletti 12. Tilboðum sé skilað fyrir hádegi mánudaginn 24. janúar 1966 til Ólafs Árnasonar, Almennum Trygg- ingum hf, Pósthússtræti 9. 4ro herb íbúðurhæð d Seltjarnornesi Til sölu óvenju skemmtileg 4 herb. íbúð á 2. hæð í 3 býlishúsi við Melabraut á Seltjarnarnesi. 1 herb. fylgir á jarðhæð. Sér inngangur ,sér þvottahús og gert er ráð fyrir sér hita. Eignarlóð. Bílskúr. íbúðin selst fokheld og er tilbúin til afhendingar strax. s kipa- og 1 fasteignasalan 1 Hafnarfjörður Til sölu einbýlishús í Vesturbænum 3 svefnher- bergi á efri hæð og bað, eldhús og samliggjandi stofur á neðri hæð, 2 herbergi, þvottahús og geymslur á jarðhæð. — Getur verið laust strax. Skip & fasteignir Austurstræti 12 — Sími 21735 Eftir lokun 36329. I sollsti veneti hin fræga ítalska strengjaSveit undir stjórn Claudio Seimone. Tónleikar í Austurbæjarbíó föstudaginn 28. janúar kl. 9. Efnisskrá: 1. VIVALDI: Árstíðirnar fjórar. 2. PERGOLESI: Konsert í f moll nr. 4. 3. ROSSINI: Þriðja sónata fyrir strengi í C dúr. Ummæli gagnrýnenda um leik þeirra félaga f nóvem- ber 1963 í Þjóðleikhúsinu: „ . . . valinn maður í hverju rúmi.“ „Árstfðakonsertar Vivaldis svo geislandi af lífi og fjöri að minnisstætt mun verða.“ Jón Þórarinsson í Mbl. ....flutningur frábærlega samstilltur frá fyrsta til síðasta tóns.“ Unnur Arnórsdóttir í Tímanum. „ . . . tvímælalaust meðal fremstu í sinni röð og stendur í engu að baki frægustu strengjahljómsveita eins og t. d. Virtuosi di Roma eða „I Musici." „Áheyrendur fengu að hlýða á fágaðan samleik valdra músikanta.“ Leifur Þórarinsson í Vísi. ATH.: Þetta verða einu tónleikarnir í Reykjavík. Aðgöngumiðar seldir hjá Lárusi Blöndal Skóla- vörðustíg og VesturverL Pétur Pétursson. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að þær konur einar, eiga hér tryggð pláss, sem pantað hafa þau fyrirfram og verið hér í skoðun á meðgöngutímanum. Fæðingarheimilið í Kópavogi. Smíðum allt tréverk innaní nýbyggingar, bæði íbúðir, verzlanir og annað. Hurðir og karmar til sýnis á staðnum. Trésmiðja PÁLS GUÐJÓNSSONAR Súðavog 24, símar 37454 og 32997. Fiskibátur til sölu 15 rúmlesta bátur 2 ára gamall með línuspili, Simrad dýptarmæli (hvít línu). Útborgun 145 þús. Launakjör eindæma hagstæð. Fasteignaveð ekki nauðsynleg. Talið viJ okkur um kaup og sölu fiskiskipa. Sími 13339. HJÁLPARSETT FVRIH FISKISKIP ^ ................................ 1 * Fyrirliggjandi núna með 11 hestafla loftkældri Diesel-vél, 4 kílówatta, 32 v., rafal, loftþjöppu og sjódælu. STURLAUGUR JÓNSSON & CO., Sími 11754.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.