Morgunblaðið - 10.02.1966, Qupperneq 7
Fimmtudagur 10. febrúar 1966
MORCUNBLAÐIÐ
7
ÚR ÍSLEMZKIIM ÞJÓÐSÖGUIM
„Nú koma útilegumenn heim,
og kvartar nú prestsdóttir
mjög undan hinum unga
manni, og hann á sama hátt
undan henni; segist nú ekki
fleiri haust muni verða heima,
þá aðrir fari í leitir, heldur
muni hann fara líka, hvað
sem hver segi. Líður nú fram
til næsta hausts, svo að ekki
ber til tíðinda. Þá fara úti-
legumenn að húast í fjárleit-
ir, og segir fyrirliðinn hinum
unga manni enn að vera
heima, en hann kveður þvert
nei við og prestsdóttir neitar
því líka; segist hún vel geta
ein verið þennan tíma, hann
verði ekki langur. Það verð-
ur útúr, að útilcgumenn fara
allir, en prestsdóttir verður
ein heima. l»á fer hún eins að
öllu og unglingspilturinn
hafði ráðlagt og stígur á bak
með töskuna fyrir aftan og
keyrir hestinn eitt högg. Þá
rennur hann af stað sem hvat
legast. — Að lítilli stundu
liðinni sér hún, hvar allir
útilegumenn riða að henni.
Hún heyrir, að hinn ungi
maður kallar og segir, að
svona hafi henni verið varið,
nú ætli hún að svíkja þá og
segja til þeirra, og verði þeir
nú líklega drepnir. Þeir ríða
nú sem mest þeir geta, og
verður unglingspilturinn
fljótastur og hefir nærri náð
henni, þegar leiti bar á milli
þeirra og hinna mannanna,
Þá slær hann á hest prests-
dóttur, svo hann hleypur á-
kaflega. En hún hafði gleymt
því af hræðslu. Hinn ungi
maður hvetur þá að ríða eftir
henni, og Það gjöra þeir, þang
að til þeir ganga af öllum
hestum sínum dauðum. Þá
fara þeir eftir henni á fæti, en
hún ríður undan og það alla
leið niður í byggð; þar kem-
ur hún að höfuðbóli einu, og
býr þar sýslumaður. Prest-
dóttir segir honum frá óför-
um sínum og að útilegumenn
séu hér á hælum sér. Sýslu-
maður lætur taka hesta og
elta þá sem skjótast. Þeir
náðust fljótt og eru nú settir
í varðhald.
(Eftir handriti Þorvarðar
Ólafssonar).
íslenzkt þjóðerni standi ekki
traustari fótum í þjóðarsálinni,
en svo, að því sé hætta búin
af samskiptum við erlendar
tækninýjungar, sem þó á bráð-
um að innleiða hér á landi. Man
ég þó ekki betur en einn af
ritstjórum Fjölnis, hér áður, hafi
lagt á sig langa suðurgöngu til
að kynnast menningu annarra
þjóða, svo að hann gæti flutt
heim með sér sitthvað, sem ís-
landi mætti að gagni koma.
Þannig voru nú íslenzkir stúd-
entar á 19. öld óragir við að
flytja inn í landið erlend áhrif.
Satt bezt að segja finnst mér,
sagði storkurinn, að víða væri
nú bitastæðara í verkefnum hjá
íslenzkum sfcúdentum til heilla
landi og lýð, heldur en að vera
að vekja upp þessa sjónvarps-
grýlu. Bráðum fáúm við sjálf-
sagt tækifæri, eftir Því sem
tækni fleygir fram, að stilia á
erlendar sjónvarpsstöðvar, en
máski er það líka meiningin að
banna fólki að horfa og hlusta á
þær? Ja, það er aldrei að vita
upp á hverju menningarvitar
kunna upp á að finna. S'kyldi
vera meiningin að reisa ein-
hvern Berlínarmúr til varnar
þjóðerninu?
Akranessferðir me8 sérleyfisbifreiS-
um ÞÞÞ. Frá Akranesi mánudaga,
þriSjudaga, fimmtudaga og laugar-
daga kl. 8, miðvikudaga og föstudaga
kl. 12, sunnudaga kl. 4. Frá Kvík alla
daga kl. 5:Í0, ncma laugardaga kl.
2 og sunnudaga kl. 21:00. Afgreiðsla
f UmferSarmiðstöðinnl.
H.f. Jöklar; Drangjökull fór í gær-
kvöldi frá Charleston til Le Havre
London og Rotterdam. Hofsjökull er
1 Liverpool, fer þaðan á morgun
til Dutolin. Langjökull kom í gær-
kveld til Vigo fré CSiarleston, fer
þaðan væntanlega í kvöld til Rott-
erdam ag London. VatnajökuM fór
í fyrrakvöld frá Norðfrði til London,
Rotterdam og Hamborgar.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á
Noröurlandshöfnum á vesturleið. Esja
fór frá Rvík kl. 17 :(K) í gær vestur um
land í hringferð. Herjólfur fer frá
Vestmannayjum í dag til Homa-
fjarðar. Skjaldtoreið er á Vestur-
landahöfnum á suðurleið. Herðu-
breið er I Rvik.
eð sólin hefði shinið 1 angun
á honum, þegar hann kom út í
tfroststilluna 1 gærmorgun, og
það gladdi hans gamla hjarta,
Ihvað vökln hjá fuglunum á
Tjörninni hafði látið undan
eíga að undanförnu. Það er reglu
lega gaman að sjá ánægjuna
Bkína útúr hverju andarauga, og
svanirnir synda stoltir inn i vík-
úr ísbreiðunnar sem nú hopar fyr
ir hækkandi sól, dag frá degi. Grá
igæsirnar spankúlera tígulega á
tjarnarbakkanum, og eiga mik-
ið undir sér. Allt er í vorhug,
enda er vorsins ekki langt að
bíða, þótt því miði hægt á stund-
vm, Þá eru samt vormerkin aug-
ijós.
Þarna við vökina hitti ég
mann, sem var í vorskapi, enda
einn af vormönnum íslands.
Storkurinn: Skapið í þér er
allt í sykri og rjóma, maður
minn?
Maðurinn í vorskapinu: Ann-
að hvort væri. Nú eru íslenzk
ir sfcúdentar loks að vakna, og
hafa sennilega vaknað með and-
fælum, því að ekki dugði minna
en að rumska við Alþingi við
fótaferðina, og minna það á þau
sahnindi, sem maður hélt að
væri öllum íslendingum augljós,
og það frá árdögum, að það
væri lífsnauðsyn að vemda ís-
lenzkt þjóðerni um aldur og
ævi. Gott er, að þessi herör
skuli vera skorin upp, en hitt er
lakara, að stúdentarnir telja, að
Skipadild S.Í.S.: Arnarfell fór í
gær frá Gloucester til Rvíkur. Jókul-
fell fór í gær frá Hul'l til Rvúkur.
Dísarfeild fór 8. þm. frá Antwerpen til
Reyðarfjarðar, No rðu rlandsihafna og
Rvíkur. Litlafell fór í gær frá Rvík
til Húsavíkur. Helgafell er í Álaborg.
Hamrafell fór í gær frá Hafnanfirði
til Aruba. Stapafell er væntanlegt
til Ólafsvíkur 11. þm. Mælifell er á
Fáskrúðsfirði. Solheim er væntanlegt
til Fáskrúðsfjarðar í dag.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla er í Kristiansand. Askja er í
Reykjavík.
Hafskip h.f.: Langá fer frá Rvík
í dag til Vestur- og Noröurlands-
hafna. Laxá fer frá Hamfoorg í dag
til Rvíkur. Rangá er 1 Rvík. Sedá
er á leið til Akureyrar.
Munjð
BlindraVinafélag íslands
Kerlingar skattyrðast út af silungi
Reykjavíkurtjöm er sagt
að hafi verið til forna full af
veiði baeði silungi og sjó-
birtingi, eða laxi. Einu sinni
bjuggu tvær kerlingar sín
hvorum megin við tjörnina.
Gengu þær samtímis niður
að tjörninni til þess að skola
úr sokkunum sínum, en fóru
svo að s'kattyrðast út af veið-
inni í tjöminni, sem báðar
vildu eiga. Út úr þessu lenti
í heitingum milli þeirra, en
íþá hvarf al'lur silungur úr
tjöminni, eða varð að pödd-
um og hornsílum, og aldrei
hefir verið nein veiði í henni
siðan, nema hvað stundum
hafa fengist þar álar. — Sagt
er að nykur sé í Reykjavíkur-
tjöm annað árið, en hitt árið
í Hafravatni í Mosfellssveit.
Er því svo varið, að undir-
gangur er þar á milli, og fer
nykurinn eftir honum úr
Hafravatni og í Reykjavíkur-
tjörn, og úr tjörninni í vatn-
ið. Þykjast Reykvíkingar hafa
tekið eftir ógurlegum skruðn-
ingum, brestum og óhljóðum
í tjörninni, þegar hún er undir
ísi, en þó eru að því áraskipti,
því að brestirnir koma af þvi,
að nykurinn gerir hark um
sig undir ísnum og sprengir
hann upp, þegar hann er í
tjörninni. En þegar nykurinn
er í vatninu, er allt með felldu
í tjörninni.
Innréttingar
í svefnherbergi og eldhús;
sólbekkir, ísetning á hurð-
um. Sími 50127.
Vil leigja tveim stúlkum
stórt berbergi. Upplýsing-
ar að Digranesvegi 58,
Kópavogi. Ekki svarað í
síma.
Skútugam
Lækkað verð. Margar teg-
undir. Nýir litir daglega.
Þorsteinsbúð, Snorrabr. 61
og í Keflavík.
Hringprjónar
Bandprjónar, heklunálar;
allar stærðir. Þorsteinsbúð,
Snorrabr, 61 og í Keflavík.
Hvítur, gulur, grænn
og bleikur
ítalskur lopi í barnateppi,
komin aftur. Þorsteinsbúð,
Snorrabr. 61 og í Keflavík.
Pappadiskar
og drykkjarmál í litum og
stærðum fyrir Þorrablót,
fyrirliggjandi.
Ólafsson & Lorange
Klapparst. 10 - Sími 17223
Traktor
með ámoksturstækjum,
óskast. Uppl. í símstöðinni
Vogar.
Bílskúr
og geymsluhúsnæði, með
aðgangi að snyrtiherbergi,
í s«ð-austurbænum, til
leigu nú þegar. Upplýsing-
ar í sima 19992.
Hafnarfjörður - Atvinna
Duglegur maður óskast 1
byggingarvinnu. Gott kaup.
Uppl. í síma 51296.
Gunmlaugnr Ingason-
Keflavík
3ja til 4ra hrb. íbúð óskast
til leigu. Skilvís greiðsla.
Uppl. í síma 51970.
Opel Reckord ‘64 4ra dyra
til sölu af sérstökum ástæðum. Til sýnis á rakara-
stofunni Dalbraut 1 í dag og á morgun frá kl. 12—6.
Upplýsingar í síma 36858.
Verzlunarhúsnæði til leigu
Til leigu eru nokkur verzlunarpláss í verzlunar-
húsi í þéttbýlu hverfi í Austurborginni. Til greina
koma flestar tegundir verzlana, en í húsinu verða
12 — 15 verzlanir. Húsnseðið mun leigt til lengri
tíma. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgreiðslu
Mbl. fyrir hádegi á laugardag merkt: „8561“.
Öllum fyrirspumum mun svarað.
Húseignin nr. 7 við Smiðjustíg
eign dánarbús Sigríðar Árnadóttur, kennslukonu,
er til sölu. Ein íbúð er laus til afnota í húsinu. —
Tilboð, þar sem greinir kaupverð, útborgun og
greiðsluskilmála að öðru leyti, sendist undirrituðum
skiftaráðanda samkvæmt arfleiðsluskrá, fyrir 20.
þessa mánaðar.
Kristján Guðlaugsson, hrl.
Sóleyjargötu 33, Reykjavík.
Atthagafélag
Sandara
heldur árshátið sína í Múlakaffi laugardaginn 12.
febrúar. Hefst með bórðhaldi (þorramat) kl. 8
stundvíslega.
Skemmtiatriði annast leikararnir Emilía Jónas-
dóttir, Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson.
Rómantríóið leikur.
Aðgöngumiðar verða í kjörbúðinni Nóatún við Há-
tún, fimmtudag og föstudag.
Miðar og borðpantanir í Múlakaffi laugard. kl. 2—4.
Stjórn og skemmtinefnd.