Morgunblaðið - 10.02.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.02.1966, Qupperneq 12
12 MORQUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. febrúar 1961 EITT IMESTA AFREKIÐ I SÖGU GEIIMRAIMINISÖKNA Þegðr tókst að láta Luna-9 lenda m|úklega á tunglinu Lítið var vitað um útlit Luna-9, og hafa eingöngu verið birt- ar teikningar af flauginni. Neðsta myndin sýnir hugmynd- ir Tass-fréttastofunnar rússnesku um flaugina, en hinar tvær eru úr vestrænum blöðum. Á miðmyndinni er ör, sem sýnir hvar teiknarinn telur að Ijósmyndavélinni hafi verið komið fyrir. MIKIÐ hefur verið ritað um síðasta afrek sovézkra vísindamanna, það að láta tunglflaugina Luna-9 lenda mjúklega á tunglinu og senda þaðan ljósmyndir og aðrar markverðar upplýs- ingar. Sumir telja þetta mesta afrek í stuttri sögu geimvísindanna, aðrir telja tunglskotið jafn merkan á- fanga og fyrsta Sputnik- hnöttinn, fyrstu mönnuðu geimferðina eða stefnu- mót Gemini-6 og Gemini-7 úti í geimnum. Og vissulega er það afreks- verk að senda gervihnött á þyngd við bandariska bifreið, hlaðinn viðkvæmum rannsókn artækjum, út í geiminn, fyrst á braut umhverfis jörðu, síð- an áleiðis til tunglsins með um tíu þúsund kílómetra hraða, og loks eftir nærri fjögur hundruð þúsund kíló- metra ferð að kveikja á hemla flaugum hnattarins á nákvæm lega réttu sekúndubroti þann- ig að hnötturinn lendi mjúk- lega á tilætluðum stað. Ef kveikt hefði verið of snemma á hemlunum, hefði hnötturinn ekki lent heldur farið áfram um geiminn. Og ef of seint hefði alheimur ekki fengið að sjá myndirnar af yfirborði tunglsins, jafn merkar og þær virðast vera. Þá hefði hnött- urinn annaðhvOrt splundrazt í lendingu, eða tæki hans orð- ið óvirk. Fallhlífar óvirkar Eins og kunnugt er nota Bandaríkjamenn fallhlífar til að draga úr lendingarhraða geimskipa sinna, og talið hef- ur verið að Rússar notuðú sömu aðferð, þótt ónákvæmari fréttir berist frá þeirra til- * raunum. En fallhlífar duga skammt á tunglinu. Þar er ekkert gufuhvolf, og viðnám ekkert. Fallhlífar eru þar ó- virkar. Þessvegna er talið full- vist að hemlaeldflaugar hafi vrið notaðar, þótt ekki hafi verið frá því skýrt opinber- lega. Þegar Luna-9 var skotið á loft frá Sovétríkjunum mánu- daginn 31. janúar, var skotsins aðeins lítillega getið í fréttum. Þá höfðu sovézlpr vísinda- menn þegar gert fjórar til- raunir til að láta tunglflaug lenda mjúklega, en þær allar mistekizt. Þrír Luna-hnettir lentu með of miklum hraða á tunglinu á síðasta ári, Og sá fjórði fór framhjá. Og (þegar svo Luna-9 lagði af stað, var skotið ekki talið nein stór- frétt. Og sovézk yfirvöld til- kynntu ekkert fyrirfram um það að reyna ætti „mjúka“ lendingu á tunglinu, þótt sú st&ðreynd væri á allra vitorði vegna fyrri tilrauna. Hiustað frá Jodrell Bank Sovézkir vísindamenn eru ekki þekktir af því að gefa of miklar upplýsingar um til- raunir sínar, en í sambandi við ferðir Luna-9 skýrðu þeir frá því að hnötturinn sendi Myndirnar tvær á þessari síðu og þeirri næstu, eru settar saman úr nokkrum myndanna, sem sové/.kum visindamönnum tókst að ná frá Lunu-9, og gefa heildarsýn yfir stórt svæði, upplýsingar sínar til jarðar á 183.538 megariðum. Þessa bylgjulengd nota Bandaríkja- menn ekki í geimhlustunar- stöðvum sínum, en það gera Bretar hinsvegar í Jodrell Bank stöðinni við Manchester. Svo sir Bernard Lovell, for- stöðumaður Jodrell Bank, stillti risaloftnet stöðvar sinn- ar á sendingar hnattarins. Og iþað var hann, sem fyrstur skýrði umheiminum frá því sögulga afreki, að tekizt hefði að ná til jarðar ljósmyndum teknum á yfirborði tunglsins. Luna-9 lenti á tunglinu á svo- Fyrri tilrisunir Rússa með tunglflaugar SOVÉZKIR vísindamenn reyndu fyrst að láta tungl flaug lenda mjúklega á tunglinu í maí 1965. Nefnd ist sú flaug Luna-5, og rakst á tunglið með of miklum hraða, þvi heml- arnir verkuðu ekki. Næst kom svo Luna-6, sem fór framhjá tunglinu í 160 þúsund kílómetra fjarðlægð og hélt áfram út í geiminn. Talið er að litlu hafi munað að næsta tunglskot tækist. Luna-7 lenti á tunglinu hinn 7. október s.l., en eftir það bárust engar upplýsingar frá hnettinum. Töldu sérfræð- ingar að kviknað hafi í hemlunum skúndubroti of seint með þeim afleiðing um að tæki hnattarins hafi laskazt. — Loks lenti svo Luna-8 á tunglinu 6. desember, og lauk þeirri tilraun svipað og með Luna-7, því ekkert heyrðist frá flauginni eft- ir að hún lenti. Sir Bernard Lovell og John Davies, prófessor, skoða tungl- myndir í Jordrell Bank rannsóknarstöðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.