Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 10. febrúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 nefndu Stormahafi, fyrir aust- an gíginn Cavalerious, klukk- an 17,45 á fimmtudag eftir ís- lenzkum tíma 21.45 Moskvu- tíma). Hafði þá Jodrell Bank etöðin fylgzt með merkjasend- ingum hnattarins í tvo tíma. Kom lendingin brezku vísinda mönnunum nokkuð að óvör- um, þvi þeir höfðu álitið að ihnötturinn lenti 2% klukku- stund síðar en raun varð á. En þeir skýrðu svo frá að merkjasendingum hefði verið haldið áfram í tuttugu mínút- ur eftir lendingu, síðan hefði þeim hætt. Og þessar xnerkjasendingar skildust víst hvergi utan Sovétríkjanna, iþví dulmálslykilinn höfðu sivézkir vísindamenn einir. Skipti það ekki meginmáli, heldur hitt að ljóst var að lendingin hafði tekizt vel. Fyrstu myndimar Seinna um kvöldið hófust merkjasendingar að nýju, og síðan öðru hvoru þar til á sunnudagskvöldið að sendi- tæki hnattarins þögnuðu. En það var á föstudag, sem fyrstu myndirnar bárust til jarðar, og var tekið á móti þeim bæði í Sovétríkjunum og Jodrell Bank stöðinni. Sir Bernard Lovell hafði átt von á því að myndir yrðu sendár og því fengið að láni hjá brezka blaðinu Daily Express tæki, sem notað er til að taka við venjulegum símamyndum. — Þetta tæki setti hann í sam- band við hlustunartæki stöðv- arinnar. Nægði það, því mynd- irnar voru sendar á sömu tíðni og merkjasendingarnar. Hann beið ekki boðanna, heldur birti umheimi strax fyrstu þrjár myndirnar. Hlaut hann nokkra gagnrýni fyrir birting- una í Sovétríkjunum, en lét það ekki á sig fá. Taldi hann að hér væri um svo merkan atburð að ræða, og myndirnar svo stór.brotnar, að yfir þeim mætti ekki þagja. Og hann bætti því við að ef einhvern- tíma ætti að banna honum að skýra frá því, sem hann kemst að í starfi sínu í Jodrell Bank, segði hann af sér embætti. Og ekki færist Rússum að gagn- rýna birtinguna, því þir hefðu iðulega notið góðs af upplýs- ingum frá Jodrell Bank. Enda ætti enginn. einkarétt á merkjasendingum utan úr geimnum. Tímamót Sjálfur skrifaði sir Bernard Lovell um myndirnar í Daiiy Express, um leið og hann þakkaði blaðinu fyrir lánið á móttökutækjunum: „]Ég álít að myndirnar afsanni eina goðsögn — þá aldagömlu trú að tunglið sé þakið þykku ryklagi.“ Hann sagði að mynd irnar mörkuðu tímamót í sög- unni, þær væru írábærar. og sýndu mjög vel aðstæður á tunglinu. Eftir þetta afrek Rússa veltu margir því fyrir sér hvað kæmi næst. Sir Bernard Lov- ell telur líklegt að næst muni sovézkir visindamnn senda til tunglsins fjarstýrða dráttar- vél, sem geti kannað yfirborð- ið í næsta nágrenni við sjálfa eldflaugina. „Þessari vél verð- ur stjórnað frá jörðu“, segir sir Bernard, „og hún gengur fyrir þrýstilofti. Að sjálfsögðu verður hún búin margskonar sjónvarpsvélum, senditækjum og fleiri rannsóknartækjum. Hugsanlegt er einnig að sendir verði smágervihnettir búnir eldflaugum til að réyna geim- skot frá tunglinu. En það væri merkur áfahgi í undirbúningi mannaðra tunglferða." Og sir Bernard heldur áfram: „í náinni framtíð gæti ég trúað að sovézkur geimfari verði sendur í rannsóknarferð umhverfis tunglið, án þess þó^ að lenda þar. Og jafnvel strax á þessu ári má búast við að Rússar sendi hund eða kanínu umhverfis tunglið og heim aftur til jarðar. Væri það eðli- legt framhald af þessu síðasta tunglskoti, ef hafðar eru í huga tilraunir þeirra í geimn- um á undanförnum árum.“ Hundar næst? Frá Sovétríkjunum heyrist fátt um framhaldið. Einn sovézku geimfaranna, Gher- man Titov, tekur þó í sama itreng og Sir Bernard, og seg- ir að senda beri einhver dýr til tunglsins áður en menn verða látnir lenda þar. Benti hann á að hundarnir „Bjelka“ og „Strelka“ hafi verið notað- ir til að kanna áhrif geim- ferða áður en fyrsti geimfar- inn, Juri Gagarin, var sendur á loft. Flestir eru sammála um að með lendingu Luna-9 á tungl- inu hafi sovézkir vísindamenn enn einu sinni tryggt Sovét- ríkjunum forustuna í kapp- hlaupinu til tunglsins. Banda- ríkjamenn hafa verið með það á prjónunum að senda gervi- hnött til tunglsins, og nefna þeir hnöttinn Surveyor. En' margskonar erfiðleikar hafa tafið þá tilraun, þannig að reiknað er með að fyrsta Surv eyor-hnettinum verði ekki skotið á loft fyrr en í maí. Þá er einnig reiknað með að fyrstu tilraunirnar geti mis- heppnazt, eins og hjá Rússu-m, þannig að margir mánuðir líði áður en Bandaríkjamönnum tekst að afla eigin upplýsinga frá yfirborði tunglsins. Hinsvegar kemur þessi síð- asta tilraun Rússa Bandaríkja mönnum að notum, því nú er fengin vissa fyrir því að ekk- ert er því til fyrirstöðu að gervihnettir lendi á yfirborði tunglsins, Óttazt var að hnett- irnir sykkju í ösku- eða ryk- lag tunglsins, en Luna-9 hefur afsannað þá kenningu. Og ýmsar fleiri upplýsingar frá Luna-9 munu spara Banda- ríkjamönnum milljónir doll- ara í tilraunakostnaði, að því er sérfræðingar segja. Rússar einir með upplýsingarnar En Rússar sitja einir uppi með mjög merkar upplýsing- ar, er þeim bárust með hljóð- merkjum Luna-9. Gætu þau merki til dæmis hafa gefið skýringar á eftirfarandi: 1) Úr hverju yfirborð tunglsins er samsett. 2) Hvernig tunglið varð til og aldur þess! 3) Hvort líf í einhverri mynd finnst á tunglinu •— eða hvort nokkur lífsskilyrði eru þar fyr ir hendi. 4) Hverjar hitabreytingar eru á tunglinu. 5) Hvort nokkur raki finnst þar. 6) Hvort orðið hefur vart tunglhræringa, meðan senditæki flaugarinnar voru virk. Fyrsta atriðið er þýðingar- mest, því þótt ljósmyndirnar og lending Luna-9 sýni að yfirborð tunglsins geti borið gervihnött, og hann sökkvi ekki í djúpt ryklag, er lítið annað um það vitað. Litlar fregniir að fá Eftir að fyrstu myndirnar bárust til jarðar, komu ýmsir vísindamenn og geimfarar saman . til að ræða tunglskot- ið í Moskvu, og var viðræð- unum sjónvarpað. En lítið var á umræðunum að græða, því aðallega komu þar fram form- legar yfirlýsingar, og engar nýjar upplýsingar. Eina stað- reyndin var sú, sem mynd- irnar sýndu, þ.e., að ryklagið væri mun þynnra en ætlað hafði verið. Dr. Vasevolod Troitsky, prófessor við Gorky háskólann, benti á þetta, og sagði lendingu Luna-9 afsanna þá kenningu „að yfirborð tunglsins væri þakið þykku, lausu ryklagi, sem öll tæki sykkju í eins og í vatn.“ Stjörnufræðingurinn Nikolai Barabashov frá Ukrainu sagði að merkjasendingar Luna-9 sýndu að flaugin hafi ekki sokkið í ryklag það, er sumir visindamenn hafi haldið fram að þeki yfirborð tunglsins. Ef svo hefði verið, hefðu merki borizt frá flauginni. Án' tilvitnunar í nokkrar beinar upplýsingar frá Luna-9 voru vísindamennirnir sam- mála um að yfirborð tunglsins væri þakið grófu, holóttu og hraunkenndu grjóti, sem þó væri fast fyrir, en ekki laust eins og möl. Gáfu þeir til kynna að hlutverk Luna-9 væri eingöngu að kanna að- stæður á yfirborðinu, en seinni „rannsóknarstöðvum“ verði ætlað að kanna jarðveg- inn lengra niður. Verkfræðingurinn Igor Merk ulov benti á að sovézkir vís- indamenn hefðu skotið á loft nærri 500 geimhnöttum, en meðal þeirra ætti Luna-9 al- gjöra sérstöðu. Þó líkti hann þessu afreki við fyrsta Sptnik- hnöttinn og fyrstu mönnuðu geimferðina. En ekki minntist hann neitt á tilraunir Banda- ríkjamanna, og í öllum um- ræðum vísindamannanna var eins og engin afrek hafi ver- ið unnin í geimnum nema af hálfu Sovétríkjanna. Mannaðar tunglferðir Ekki er vitað hvernig Rúss- ar hugsa sér mannaðar tungl- ferðir. En Bandaríkjamenn hafa hins vegar fyrir löngu lýst því hvernig þeir ætla að koma mönnum til tunglsins. Til þess ætla þeir að nota eld- flaug af gerðinni Saturn V., og hafa aðeins fyrstu þrep hennar verið reynd. Þessi eld- flaug ber í trjónunni sérstaka tunglflaug, einskonar björg- unarbát, sem tunglfararnir eiga að nota til lendingar og flugtaks á tunglinu. En meðan tunglfararnir kanna aðstæður á tunglinu, verður hluti Sat- urn flaugarinnar á hring- braut umhverfis tunglið. Þeg- ar svo verkefni tunglfaranna er lokið, eiga þeir að hefja sig til flugs í tunglflauginni, og hitta Saturnus flaugina úti í geimnum, en hún svo að skila þeim til jarðar. Þessvegna þótti það svo merkur áfangi í tilraun Bandaríkjamanna, er þeim tókst að skjóta á loft geimskipunum Gemini 6 og Gemini 7 og láta þau hittast úti í geimnum. Þessa tækni hafa sovézkir vísindamenn ekki reynt, svo vitað sé. Á byltingarafmælinu? Bandaríkjamenn hafa skýrt Framhald á bls. 21 Þetta er ein myndanna, sem sovézkir vísindamenn hafa nú birt af yfirborði tunglsins. Hér er rússneskt kort, sem sýnir hvar Luna-9 lenti á tugl- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.