Morgunblaðið - 10.02.1966, Qupperneq 14
14
Fímmtudagur 10. febrúar 1960
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Rits t j órnarf ulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 95.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
FRAMTIÐ
TOGARA ÚTGERÐAR
MORCUNBLADID
í Mið-Afríku er lítið land
og heitir Burundi. Þar ræður
ríkjum kóngur einn, Mwarn-
butsa IV., hörundsdökkur og
hávaxinn og hefur fjögur ár
um fimmtugt. M'wambtusa IV
er alvaldur í ríki sínu og er
af þegnum sínum talinn guð-
legrar náttúru.
Mwambutsa kóngur er mað
ur félagslyndur og gefinn fyr
ir gleðskap ýmiskonar. Hann
er snjall trommuleikari og
manna slyngastur í teninga-
spili. Þá er ótalin sú list sem
kóngi er kærust og hann iðk-
ar tíðast en það er hin göf-
uga danslist. Sjálfum þykir
kóngi sem þar geri ekki aðr-
ir betur, en af meðfæddu lít-
illæti og hógværð er hann
fús til að miðla öðrum af
þekkingu sinni og eyddi m.a.
einhverju sinni síðdegisstund
og snöggtum betur þó við að
kenna vestrænum blaðamönn
um £ höfuðborg ríkis hans,
Bujumbura, að dansa tvist
eins og vera ber.
Þá hefur kóngur 3urundi
einnig næmt auga fyrir kven-
legri fegurð og ekki síður
þótt stúlkan sé Ijósari á hör-
imd en sjálfur hann og þegn-
ar hans. Því var það, að er
kóngur eitt kvöld í fyrra leit
nektardansmeyna Josy Velle-
vour á sviði í einum nætur-
klúbba Parísarborgar þótti
honum sem slíkt augnayndi
Mwambutsa kóngur
lífvarða hans.
Kóngurinn í Burundi
og konan hans
væri betur komið í sinni
vörzlu og falaði Mlle. Velle-
cour til suðurferðar með sér.
Svo fór fortölum kóngs að
hin rauðhærða franska feg-
urðardís hélt með homim
suður til Burundi og var þar
sýndur allur sómi þótt ekki
væri hún í orði kveðnu
drottning landsmanna og því
síður að lögum — en hver
spyr að slíku þegar kóng-
urinn er guð og á alls kost-
ar við hvern sem er?
Og Josy Velecour fékk því
líka framgengt að sett yrði
upp nýtízkulegt eldhús handa
sér í bleikrauðri höllinni í
Bujumbura og sundlaug í
hallargarðinum og ekki
sveikst kóngur heldur um að
fara með henni á bíó og á
skemmtistaði á kvöldin. En
það hrökk skammt er frá leið,
því er Josy fékk innsýn í
stjórnmál Burundi leizt henni
ekki á blikuna. Og lái henni
hver sem vill.
Burundi hlaut sjálfstæði
1961, en hafði áður lotið
Belgum. Síðan hafa tveir for-
sætisráðherrar landsins verið
ráðnir af dögum og sá þriðji
særður hættulega. Loks kom
svo málum s.l. haust að óður
múgur Bahutu-manna sat
um höllina i Bujumbura í
níu stundir samfleytt. Þá
fannst Josy Vellecour sér
ekki til setunnar boðið. Hún
beitti öllum hinum sögufrægu
fortöluhæfileikum franskra
kvenna og tókst um síðir að
sannfæra alvald Burundi um
að hann gæti allt eins vel
stjórnað landi sínu þótt hann
dveldist sjálfur erlendis, til
dæmis í Sviss.
Og Josy og kóngurinn héldu
sem leið lá norður til Genf-
ar. Þangað kominn baðst
kóngur landvistarleyfis og
stendur nú í símaskrá borg-
arinnar rétt eins og hver ann-
ar óbreyttur útlendingur. Og
þeim var ekki fjár vant skötu
hjúunum, því með vissu milli
bili lét kóngur senda
sér í pokaskjatta dálít-
Framhald á bls. 10
¥ tilefni af hálfrar aldar af-
mæli Félags ísl. botn-
vðrpuskipaeigenda ritaði Loft
ur Bjarnason, útgerðarmað-
ur, ítarlega grein um störf
félagsins og sögu togaraút-
gerðar á íslandi. í grein þess-
ari, sem birtist í gær, á af-
mælisdegi félagsins, rifjar
höfundur upp bæði sigra og
erfiðleika togaraútgerðarinn-
ar frá fyrstu tíð og getur
þeirra, sem verið hafa í far-
arbroddi Félags ísl. botn-
vörpuskipaeigenda, en for-
menn þess hafa verið Thor
Jensen, Ólafur Thors, Kjart-
an Thors og Loftur Bjarna-
son.
Á tímamótum sem þessum
er eðlilegt, að menn virði fyr-
ir sér stöðu togaraútgerðar-
innar nú, og beri hana sam-
an við það, sem áður var, og
dylst engum að hagur togar-
anna er nú með því lakasta
sem hann hefur verið, þótt
oft áður hafði verið hart á
dalnum.
Loftur Bjarnason leggur á
það ríka áherzlu, að nauðsyn-
legt sé að heimila togveiðar í
ríkara mæli en nú er gert inn
an fiskveiðitakmarkanna og
telur það úrræði helzt til
bjargar togaraútgerðinni. Um
þetta hafa orðið nokkrar um-
ræður, en þó minni en ætla
hefði mátt, svo mikið sem í
húfi er.
Togaramenn halda því
fram, að botnvarpan sé síður
en svo hættulegra veiðarfæri
en ýmis önnur, og andúðin á
henni byggist fyrst og fremst
á því, að hún var það veið-
arfæri, sem útlendingar not-
uðu mest, er þeir voru hvað
aðgangsharðastir á fiskimið-
um okkar.
Það mun skoðun fiskifræð-
inga, að togaramenn hafi
þarna nokkuð til síns máls,
og ef svo er, ætti vissulega
að vera hægt að ræða þetta
mál hleypidómalaust og
reyna að finna á því farsæla
lausru
Togaraútgerðin hefur áður
verið öflugasti þáttur útgerð-
arinnar, og áreiðanlega eig-
um við framtaksmönnum á
því sviði meira að þakka en
flestum öðrum, sem við at-
vinnusögu landsins hafa kom
ið. Það eitt er þó auðvitað
ekki nægileg rök fyrir því,
að áfram eigi að halda tog-
araútgerð, ef hún væri nú
orðin úrelt. En sannleikurinn
er sá, að togaraútgerð hefur
áður átt í miklum erfiðleik-
um hér á landi, en síðar hef-
ur komið í ljós, hve arðvæn-
leg hún var, og hve mikinn
hag þjóðarheildin hafði af
þessum atvinnurekstri. Og
engin ástæða er til að ætla
annað en svo muni einnig
geta farið aftur, að við verð-
um að byggja afkomu okkar
meira á togaraútgerð en öðr-
um veiðum. Dýrmæt reynsla
okkar á því sviði má þess
vegna ekki undir neinum
kringumstæðum glatast.
Á tímamótum í sögu Félags
ísll botnvörpuskipaeigenda
óskar Morgunblaðið þess, að
á ný geti tekist að styrkja
togaraútgerðina, svo að hún
fái skipað þann sess í at-
vinnulífi þjóðarinnar, sem
henni ber. Má þá gjarna
minnast þess, að um langt
skeið bjó togaraútgerðin við
skarðan hlut, og ættu þeir,
sem að öðrum þáttum út-
vegsins standa, að hafa það
hugfast, að togaramenn
undu því ástandi, meðan
hlaupa þurfti undir bagga
með bátaútgerðinni.
SKATTALÖGIN
]l/fagnús Jónsson, fjármála-
ráðherra ræddi um skatta-
og tollamál á Varðarfundi í
fyrrakvöld, og gat hann þar
helztu úrbóta, sem gerðar
hafa verið í skattamálum á
síðustu árum. Má þar eink-
um nefna eftirfarandi:
Vinna við eigin húsnæði
hefur verið gerð skattfrjáls.
Helmingur af tekjum giftra
kvenna, sem vinna utanhúSs,
er undanþeginn skatti. Heim-
ilt er mönnum að verja allt
að 10% af tekjum til menn-
ingar- og mannúðarmála, og
eru þær þá frádráttarhæfar.
En mikilvægustu breyting-
arnar eru þó fólgnar í stór-
felldri lækkun þess hundraðs
hluta tekna, sem menn þurfa
að greiða í skatta. Áður nam
skattheimtan allt að 90% af
heildartekjum, en nú er hún
hæst 57% til ríkis- og sveit-
arfélaga, og nær þó raunar
aldrei þeirri upphæð, vegna
margháttaðra frádráttarheim
ilda. Af þessum gjöldum
nemur tekjuskattur á ein-
staklinga frá 9—27%.
Miklar umbætur hafa einn-
ig verið gerðar á skatt-
greiðslu félaga. Þau greiða
nú fastan tekjuskatt til ríkis-
sjóðs, 20%, og raunverulegar
skattgreiðslur félaga geta
ekki farið yfir 43%. Þá hafa
félögin heimild til að leggja
25% af hreinum tekjum í
varasjóð, og einnig er leyfi-
legt að greiða 10% arð af
hlutafé, og er sá arður frá-
dráttarbær hjá félaginu, sem
hann greiðir.
Fjármálaráðherrann benti
á, að svo vel væri búið að fé-
lögum, að því er skatta varð-
ar, að fyllsta ástæða væri til
þess að menn beittu sér fyrir
stofnun fjársterkra félaga, en
hér hefði það tíðkazt, að fé-
lög væru með sáralitlu hluta-
fé, og þess vegna nytu þau
ekki góðs af þeim ákvæðum,
sem ætluð eru til að örva al-
menningsþátttöku í atvinnu-
rekstri.
Fleiri merkar breytingar
hafa verið gerðar á skatta-
lögum. Þannig er t.d. í lögum
sú regla, að tekjuskattur
skuli breytast samkv. skatt-
vísitölu, sem fjármálaráð-
herra ákveður árlega, svo að
skattþungi aukist ekki, þótt
kaup manna hækki vegna dýr
tíðar og almennra kauphækk
ana. Þarf því ekki stöðugt að
vera að breyta skattalögun-
um af þeim sökum. Loks er
svo þess að geta, að á næsta
ári er hugmyndin að hefja
innheimtu skatta jafnóðum
og tekna er aflað. Þetta er
mjög vandasamt í fram-
kvæmd, og hefur krafizt
mikils undirbþnings, en vænt
anlega munu menn fagna
þeirri breytingu, er hún kem-
ur til framkvæmda.
Óhætt er að fullyrða, að
beinir skattar á íslandi eru
ekki hærri en í nágranna-
löndunum. Þess vegna á líka
að vera unnt að uppræta
skattsvik, þótt það gerist að
sjálfsögðu ekki á einu augna-
bliki, heldur þurfi nokkur ár
til að koma mönnum í skiln-
ing um, að fyllsta alvara er
að komast fyrir hin víðtæku
skattsvik, sem hér hafa lengi
viðgengizt.
Breyting til hins betra í
því efni er ekki þýðingar-
minni en aðrir þættir við- ’
reisnarinnar, því að til lengd-
ar verður heilbrigt þjóðfélag
ekki byggt á lögum og laga-
framkvæmd, sem lætur
undir höfuð leggjast að kom-
ast fyrir rætur jafn víðtækr-
ar spillingar og skattsvikin
hafa verið.