Morgunblaðið - 09.03.1966, Síða 2
2
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 9. marz 1966
Viggo Starcke gagn-
rýnir Sigurð Úlason
r — fyrir blaðauimnæli um handritamálið
Kinkaskeyti til Mbl.
Kaupmannahöfn 8. marz.
UNDIR fyrirsögninni „Hvað
ssegja menn á íslandi“ ritar
"Viggo Starcke, fyrrum ráðherra
»g svarinn andstæðingur afhend-
3ngar handritanna í Árnasafni,
kjallaragrein í Berlingske Tid-
ende í dag. Fjallar greinin um
viðtal við Sigurð Ólason, hrl.,
sem birtist í dagblaðinu „Tím-
anum“ 16. janúar s.l.
Starcke hefur grein sína með
l>ví að segja „að ekki viti allir
ihvað sé að gerast á íslandi."
Starcke bæti við: „Aðeins fáir
vita, að Alþingi íslendinga lét
setja 19ð9 nefnd, sem skyldi
styðja ríkisstjórnina þar til hand-
ritamálið væri leyst á þann hátt,
að viðunandi vaeri fyrir ísland.
í>essi nefnd hefur ekki verið
kvtödd til í langan tíma, en hún
hefur heldur ekki verið lögð
niður.“ f>á segir Starcke enn
fremur: „Sérhvert handrit, sem
er í dönskum söfnum, er þar
með fullum lögfræði og siðferði-
legum rétti.“
Þessu næst ræðir Starcke náið
ura ummæli Sigurðar Ólasonar,
sem „eru sögð á ábyrgð hans
sjálfs, en sem meðlimur íslenzku
handritanefndarinnar er hann
ekki prívatmaður.“
Eftir að hafa rakið umimæli
Sigurðar, segir Starcke að lok-
um:
„Ef dæma skal af upplýsing-
um Sigurðar Ólasonar virðist á-
kvörðun um þetta erfiða og
vandasama mál hafa verið tek-
in með samblandi af kvöld-
verðarspillingu (middagskorr-
uption) og rökkurdiplómat!
(tusmörkediplomati). Við fáum
að vita að alþýða manna á Is-
landi hefur ekki mikinn áhuga á
handritunum. Engu að síður
hafa menn lagt málið fram á
þeim grundvelli að hér væri um
að ræða þjóðarmetnaðarmál sem
hafi geysilega þýðingu. Við fá-
um að vita, að hin raunverulega
þýðing handritanna er ekki mik-
il, en að þau eigi að nota til
þess að fullnægja þjóðlegum
tiLfinningum. Vissulega vekja
danskir dómstólar grun, þar eð
gefið er í skyn að danskir dóm-
arar muni láta persónulegar og
þjóðmetnaðarlegar hvatir hafa
áhrif á sig.
„Því er lýst yfir að samning-
ur sá og sáttmáli, sem íslenzka
ríkisstjómin hefur tekið við,
stríðir gegn vilja Alþingis og
samþykkt, og að ríkisstjórn ís-
lands hafi ekki heimild til að
falla frá réttinum til þess að
hafa uppi nýjar afhendingar-
kröfur, þegar fyrsta hlassinu
hefur verið ekið í hús. I>að er í
sjálfu sér ágætt er Sigurður
Ólason, eftir allar hinar gagn-
Framhald á bls. 21
Johnson setur de Gaulle
stólinn fyrir dyrnar
Talið að málaleitan Frakklandsforseta
hafi algjörlega verið vísað á bug
Washington, 8. marz. —
AP — NTB:
JOHNSON, Bandaríkjaforseti,
hefur tilkynnt de Gaulle, Frakk-
landsforseta, að haldi de Gaulle
fast við hugmynd sína um grund
valiarbreytingu á skipan herja
NATO í Frakklandi, kunni það
að hafa djúptæk áhrif á sam-
skipti Frakka og Bandaríkjanna.
Jafnframt er forsetinn sagður
hafa gert de Gaulle grein fyrir
því, að Bandaríkjastjórn muni
ekki fallast á að bandarískt lið,
sem staðsett er í Frakklandi á
vegum NATO, verði sett undir
franska stjórn.
Svar Bandaríkjastjórnar kom
seint á mánudagskvöld, aðeins
nokkrum klukkustundum eftir
að bréf frá de Gaulle barst til
Hvíta hússins. í svarinu segir,
að Bandaríkjamenn muni frem-
ur flytja stöðvar sínar og lið
frá Frakklandi en að setja þær
undir franska yfirstjórn, líkt og
de Gaulle vill.
í svarinu segir Bandaríkja-
stjórn ennfremur, að hún muni
ræða þetta mál við bandamenn
sína, líkt og öll önnur mál varð-
andi NATO. Er þannig haldið op
inni leið til samninga, þ.e. ef
Frakkar hafa þá hug á því að
semja.
Bréf de Gaulle barst frá sendi
herra Bandaríkjanna í París um
miðjan dag í gær. Mun Dean
Rusk utanríkisráðherra og aðrir
ráðamenn hafa verið á fundi
með Johnson forseta jafnskjótt
og bréfið hafði verið þýtt.
Um kl. 19 að staðartíma (23
að ísl. tíma) kvaddi George W.
Ball, aðstoðarutanríkisráðherra,
franska sendiherrann í Washing-
Islenzkir sjónvarpsmenn sjón-
vörpuðu frá kosningum
— í Danmörku í gær — Forstöðumaður námskeiðsins
hælir þeim fyrir dugnað og leikni
I
Kaupmannahöfn, 8. marz.
Einkaskeyti til Mbl.
HIÐ komandi íslenzka
sjónvarp „þjófstartaði“ í
sambandi við sveitastjórna
kosningarnar í Danmörku
í dag, ef svo mætti segja.
Þeir 10 íslenzku sjónvarps-
menn, sem nú eru á nám-
skeiði í Kaupmannahöfn,
voru í dag að æfa það, sem
á fagmálinu er nefnt „out-
side broadcasting“ eða „út-
varp utan dyra“, og því
var það á vissan hátt ís-
lenzkt sjónvarp, sem sent
var frá kjörstað til sjón-
varpshússins í Gladsakse,
en þaðan var það sent um
landið allt.
Kjörstaður sá, sem íslend-
ingarnir sjónvörpuðu frá, var
Ráðhús Kaupmannaihaifnar. —
Forstöðumaður námskeiðsins
fyrir íslenzku sjónvarpstækni-
mennina, Daninn M. Jacob-
sen, var þeirrar skoðunar að
bæja- og sveitaístjómarkosn-
ingarnar væru ágætt tæki-
færi til þess að sjónvarpa ut-
an dyra, þ.e. sjónvarpssend-
ingu frá einhverjum stað ut-
an sjónvarpssalanna, og voru
íslendingarnir að sjálfsögðu
mjög áhugasamir.
Til þessa hafa þeir, sem á
námskeiðinu hafa verið frá
því fyrir jól, aðeins verið
við sjónvarpsæfingar innan
veggja sjónvarpsbvggingarinn
ar en nú áttu sjónvarpsmynd-
ir þeirra að fara í fyrsta sinn
fyrir augu nokkurra milljóna
manna.
Miahael Jacobsen hrósar ís-
lenzku sjónvarpsmönnunum
fyrir hinn mikla á'huga þeirra
og verklega leikni, sem þeir
hafa öðlazt á tiltölulega
skömmum tíma.
Svíar hafa gefið Islending-
um gamlan sjónvarpssendinga
bíl sem sjónvarpsmennirnir
munu hafa með sér heim til
íslands og nota sem fasta
tæknideild, sem starfa mun
við sjónvarpshúsið þar.
íslendingarnir sendu sjón-
varpsmyndir í fjögur skipti í
dag, og stóðu sendingarnar í
um eina mínútu í senn.
— Rytgaard.
ton á sinn fund, og afhenti hon-
um svar Johnson. Benda hin
skjótu viðbrögð í Washington til
þess að búizt hafi verið við
bréfi Frakka um langan tíma, og
ennfremur þykir ljóst, að John-
son hafi með viðbrögðum sínum
viljað sýna de Gaulle svart á
hvítu hver væri afstaða Banda-
ríkjanna til NATO.
Bill Moyers, talsmaður Hvíta
hússins, sagði í dag að bréfa-
skipti forsetanna yrðu ekki gerð
opinber í heild að svo komnu
máli.
Asgrímssýiting
framlengd um
2 daga
VEGNA mikillar aðsóknar að
sýningunni á myndum Asgríms
Jónssonar í Bogasalnum og
fjölda áskorana verður sýning-
in, sem átti að ljúka í gær-
kvöldi, framlengd um tvo daga.
Er allra síðasti dagurinn því á
fimmtudag. Er sýningin opin kl.
14—22 á daginn.
AKRANESI, 8. marz. — Gagn-
fræðaskólanemi, Erling Viðar
Sigurðsson, fór með litla fingur
og vísifingur vinstri handar í vél
hefil í smíðatíma í skólanum á
10. tímanum í morgun. Hann
fór þegar til læknis, sem gerði
að sárum hans. — Oddur.
■ Allmiklar framkvæmdir eru
|fyrirhugaðar við Elliðaárvog.
i Þegar hefur verið hafizt
. handa um að breyta ósi ánna,
'vegna vegargerðar í Ártúns-
) höfða. Tangi sá, sem sést á
imyndinni, mun veita ánum
. meðfram l(>fðanum, fast við
' land, að Grafarvogi. Siðar
) mun ætlunin að fylla að
imestu upp sjálfan voginn,
, vestan árfarvegsins. Hefur
'verið unnið að byrjunar fram
) kvæmdum að undan (,rnu.
Ljósm. Sv. Þ.)
Maður
slasast
lær- og mjahma-
brotnaði
LAUST eftir kl. 18 í gærdag var
sendiferðabifreið ekið á mann á
Miklubraut við Stakkahlíð. Ók
bifreiðin vestur Miklubrautina,
en maðurinn gekk út á gang-
braut frá norðri til suðurs. Öku-
maðurinn sagði að hann hefði
þegar reynt að stöðva bifreiðina,
en ekki tekizt sökum þess að
fóthemill gekk í botn og þrátt
fyrir síendurteknar hemlanir
tókst honum ekki að stöðva. —
Voru hemlarnir óvirkir.
Maðurinn, sem fyrir bifreið-
inni varð, hlaut mikil meiðsl, lær
brotnaði og mjaðmabrotnaði, en
ekki talin lífshættulega meidd-
ur. —
I fyrrinótt var bifreið ekið á
aðra við Gnoðarvog og lenti hún
á þeirri þriðju og skemmdust
allar, en hin síðasta minnst. Hér
leikur grunur á að um ölvun
hafi verið að ræða.
LÆGÐIN á Grænlandshafi
bar með sér bliku yfir Vest-
urland í gær, og í dag ætti að
vera votviðri og hiti vel yfir
frostenanki. Á Norður- og N-
austurlandi var að létta til
en um leið herti þar frostið. í
dag ætti að verða frostlaust
í þeim héruðum.