Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 4
4 MORCU N8LAÐIÐ Fimmtudagur 10. marz 1966 sfM' 3-ÍI-B0 mm/m Volkswagen 1965 og ’66. m'C^x RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍM! 220 22 .. BÍLALEIGAN FERÐ Daccjnld kr. 3M — pr. km kr. 3. SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigun Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 Trúlofunarhringar HALLDÖR Skólavörðustíg 2. aO anglýsing i útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. Nýkomin sending af rafhlöðum fyrir Transistor útvarpstækin. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Lágmúla 9. — Sími 38820 -jfc- „í umferðinni“ í vikunni birtist hér í dálkunum bréf frá manni, sem sagði, að sér hefði réynzt erfitt að fá greinargóð svör við ýms- um spurningum um umferðar- mál og rétt manna í umferð- inni. Sagði hann, að svo virt- ist sem ýmsa viðkomandi aðila greindi á um túlkun á reglum — og hvergi væri að finna handhægar upplýsingar fyrir almenning um umferðarmálin. Vegna þessa bréfs hefur hug ulsamur lesandi dálkanna sent mér nýútkomna bók, sem Jón Oddgeir Jónsson hefur tekið saman og nefnist hún „í um- ferðinni“. Er hún gefin út af Ríkisútgáfu námsbóka og eink- um ætluð til kennslu í gagn- fræðaskólum, en hún á einnig að geta veitt öllum almenn- ingi greinargóðar upplýsingar rnn helztu atriði varðandi um- ferðarmál. Á hverju heimili Ég hef ekki lesið bókina frá orði til orðs, en fljótt á litið virðist mér þetta einkar að- gengilegt. Jón Oddgeir hefur starfað það lengi að fræðslu um slysavarnir og umferðar- mál, að hann veit betur en flestir aðrir hvaða búning bezt er að hafa á upplýsingum um þessi mál svo að almenning- ur fái notið þeirra. Allt er hér sett fram á einfaldan og skýran hátt og á hverri blaðsíðu eru ein eða fleiri skýringarmyndir, sem Torfi Jónsson hefu'. teikn- að. Bókin er 80 blaðsíður, í þægilegu broti. Eins og fyrr segir er bókin ætluð til kennslu í gagnfræða- skólum, en samkv. reglugerð frá 1960 á umferðarfræðsla að fara fram f 1. og 2. bekk þeirra skóla, segir Helgi Elíasson í formála. I>etta er bók, sem í rauninni ætti að vera til á hverju heim- ili. Þróun umferðarmálanna hefur orðið slík á undanföm- um árum, að hver sá heimilis- faðir, sem lætur sér annt um Iíf og limi sína og fjölskyldu unnar, þarf að hafa í bókaskáp sínum handhægar upplýsingar um þær reglur, sem fótgang- andi fólki og ökumönnum ber að fara eftir í umferðinni. lAr Try ggingaf élögin Mér skilst, að bók Jóns Oddgeirs hafi ekki fengizt í bókabúðum — a.m.k. ekki hing að ti-1, en vonandi reynizt Rík- isútgáfunni fært að leyfa öðr- um en gagnfræðaskólanemend- um að eignast hana. í rauninni ættu tryggingafélögin líka að hugleiða þetta mál — eða þau samtök, sem stofnuð hafa verið til baráttu gegn slysafaraldrin- um. Takmarkið á að vera: Fræðslubók (eða bæklingur) um umferðarmálin inn á hvert heimili í landinu. Á öllum lögreglustöðvum eiga umferðarlögin og litprent uð spjöld með umferðarmerkj- um að vísu að liggja frammi fyrir almenning — svo og lög reglusamþykktin. En gagnlegt væri að hafa til viðbótar al- mennar upplýsingar fyrir veg- farendur. ★ Búðarápið Þýzk kona, gift islenzk- um manni, hringdi hingað í gær og sagðist ánægð með hug vekju Velvakanda um verkfall verzlunarfólks. Hún sagðist aldrei fara í matvöruverzlun nema einu sinni í viku, en undanski'ldi þó brauð- og mjólk urbúðir svo og fiskibúðir. En hún sagðist hafa veitt því at- hygli, að sumar nágrannakon- ur hennar sóuðu miklum tíma í búðarápið. Að vísu væri ágætt að bregða sér út við og við og fá ferskt lotft í lungun, en miklu eðlilegra væri að fara hreinlega í gönguferð einu sinni á dag — og láta matvöru- verzlanir eiga sig að jafnaði — nema einu sinni í viku. Hún hélt áfram og sagði, að hún þekkti verzlunarmann, sem kvartaði mjög undan því, að konur kæmu oft mjög seint með pantanir, sem óskað væri að sendar yrðu heim til þeirra samdægurs.. Stundum hrúgað- ist þetta upp rétt fyrir lokun á kvöldin og það kostaði mikla aukavinnu, stundum langt fram á kvöld. Víða í Þýzkalandi er það svo, sagði konan, að verzlanir taka ekki á móti pöntunum, sem á að senda heim, lengur en fram til hádegis dag hvern. Þá getur allt verzlunarfólk komizt heim laust eftir lokun. „Við húsmæðurnar verðum líka að vera tillitssamar gagn- vart verzlunarfólkinu. Við ætl- umst til að það sé kurteist og alúðlegt við okkur — og fyrir flesta er það fyrirhafnarlítið að gera pöntun fyrir hádegi í stað þess að draga það fram á kvöld“, sagði bún að lokum — og finnst mér hér mælt af sann girnL 'ár Seinlát samúð Maður nokkur, sem keypti samúðarkort af ein- herjum líknarsjóðnum vegna fráfalls vinar síns, hafði sam- band við Velvakanda og sagði, að sér hefði sárnað það, er hann frétti, að viðkomandi líkn arfélag hefði ekki sent samúð- arkortið til aðstandenda hins látna fyrr en þremur dögum eftir útförina. Einn aðstandenda upplýsti manninn um það, að samúðar- kort hefðu borizt frá Lands- símanum og kristniboðsfélagi einu sama daginn og útförin íór fram, eins og til er ætlazt. Aðrir aðilar, sem selja slík kort og taka að sér að koma þeim til aðstandenda, höfðu verið að senda kortin í marga daga eftir útförina. Samt voru öll dagsett á útfarardaginn. Taldi sá, sem talaði við Vel- vakanda rétt að vekja athygli fólks á þessu. Að það sendi önnur kort en tryggt væri að kæmust til viðtakenda á rétt- mu tíma: Margföld svik Húseigandi einn í Fellsmúla hringdi í gær og sagði farir sín ar ekki sléttar. Þriír mánuðir væru nú liðnir síðan múrari einn hefði tekið að sér að leggja flísar á eldbúsgólf hans. Hefði verkið nú verið hálf- unnið síðan fyrir jól og múr- arinn hefði gerzt svo margfald- ur svikari, að varla væri stætt á því að skríða lengur fyrir honum. Maðurinn sagðist samt halda áfram að hringja til mannsins í hádeginu og á kvöld in og láta hann gefa loforð, sem jafnan væru svikin. Þetta kæmi ekki til af góðu: Aðrir múrarar tækju nefnilega ekki í mál að taka við verki, sem annar væri þegar byrjaður á. ■+C Réttlaus? Maðurinn sagðist hafa leitað til skrifstofu Múrararfé- lagsins, síðan til félags múrara meistara, en á hvorugum staðn um hefði hann fengið neina liðveizlu. Það hefði varla verið hlustað á kvartanir hans — og hlutaðeigandi aðilar hefðu tal- ið málið sér óviðkomandi. „Samt hefur meistarafélagið auglýst og varað fólk við að ráða fúskara til sín í vinnu. En, þegar maður gloprast til að súna sér að fagmönnum og láta fúskarana eiga sig, þá snúa bæði félögin við manni bakinu og telja sér ekki skylt að veita aðstoð, þegar viðskiptavinur verður fyrír barðinu á svika- hröppum“, sagði maðurinn. Einhliða viðskipti Hann hafði borgað hin- um sviksama múrara þúsund krónur fyrirfram — og senni- lega væri múrarinn búinn að vinna upp í þær, hélt maðurinn áfram. Hins vegar hefði ekki þurft að standa á framhalds- greiðslu, ef um hana hefði ver- ið rætt. Nú er ólagt í 5—6 fermetra af eldhúsgólfinu, maðurinn löngu fluttur inn — og hjónin orðin vonlaus um að fá þetta lagfært. Hann treystir sér ekki til þess að gera þetta sjálfur, en Velvakandi bendir fyrmefnd- um félögum á að þau ættu að hvetja búseigendur til þess að reyna að gera sem mest sjáif- ir fremur en að hætta á að tala við múrarana. Reynzla þessa manns — og ýmissa fleiri, sem undanfama mánuði hafa kvart- að við Velvakanda yfir álíka frammistöðu iðnaðarmanna, gefur ótvírætt til kyrvna, að skyldur vinnukaupanda og vinnuseljanda eru ekki gagn- kvæmar. Hér verður viðskipta- vinurinn að sitja og standa eins og kaupmanninum þóknast — og helzt að skríða á fjórum fót- um framan við búðarborðið. En jafnvel það nægir ekki alltaf — og við því skellir stéttar- félagið skollaeyrum. ★ Vill ekki lúxushótel Loks er hér stutt bréf um ferðamál: „Kæri Velvakandi! Þið íslendingar eruð oft að ræða um, hvað ætti helzt að gera fyrir erlenda ferðafólkið hér á landi. Ég er útlendingur búsettur hér meiri part ársins, en fer út á hverju sumri. Þá verð ég að reyna að svára geysimörg- um spurningum um ísland sem ferðamannaland. Flestir þeirra sem spyrja, eru ungt háskóla- og menntafólk, er hefur ekki yfir miklum pveningum að ráða, en kannast samt eitthvað við þátt íslands í menningarsögu norðurálfunnar. Það vill ekki lúxushótel eða fullkomna þjón- ustu, en vill fá að sjá helztu sögustaði landsins og heyra um þau atvik úr fornsögunum, er gerðust þar. Mér finnst fremur lítið gert fyrir þetta fólk, í samanburði við það, sem fæst, til dæmis á ítalíu eða Grikklandi. Gjald- eyrir, er ferðafólkið færir land inu er ekki það eina, sem gild- ir. Andlegu verðmætin, er það tekur heim með sér og sem auka þekkingu um ísland og virðingu fyrir því víða um heiminn, hafa einnig mikið að segja. Dr. Alan Bouoher." AIJKAVIIMNA Viljum ráða mann til 1 — 3 tíma starfs eftir vinnu- tíma. — Allar upplýsingar í neðanskráðum síma. FILIJIOTHIRIEIIINISUH GNOÐAVOG 44 . SÍMI 30655 Innheimtustarf Kvenmann eða karlmann vantar okkur nú þegar til innheimtustarfa Y2 daginn. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi bíl til afnota. ( cKH. hREBTJÁNSSDN H.F. UMBDfllfl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.