Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 1
28 síður iliíP®'5 .... ...... ......... m Síffastiðinn mánudag magalentl Boeing 707 farþegaþota á flugvellinum í Miami í Florida, en len dingartæki hennar höfðu bilað. Engan sakaði í vélinni og þótti frammistaða flugstjórans frábæ r. Mynd þessi sýnir hvernig vél in leit út eftir lendinguna. De Gaulle vill herlið NATO á brott úr Frakklandi — fái hann ekki yfirstjórn þess í hendur Paris, London, Washington, 9. marz — AP-NTB. EINS og getið hefur verið í fréttum, barst Johnson Bandaríkjaforseta bréf frá De Gaulle þann 7. marz s.l. í bréfi þessu fór De Gaulle þess á leit, að hafnar yrðu viðræður milli stjórnanna um herlið NATO, sem hcfur aðsetur á franskri grund. Tal- ið er víst, að De Gaulle hafi krafizt þess, að Frakkar fengju í hendur yfirstjóm þessa herliðs og kæmi það til framkvæmda árið 1969 í síð- asta lagi. Johnson hefur ekki enn svarað þessu bréfi, en talsmaður stjórnarinnar hef- ur sagt, að þetta mál verði ekki meðhöndlað sem milli- ríkjamál Frakklands og Bandaríkjanna, því þessi beiðni De Gaulles snerti öll aðildaTriki NATO. Ýmsar bollaleggingar hafa ver ið uppi að undanförnu um það, gefið í skyn, að þeir vildu draga að Frakkar hyggðust ganga úr NATO, en franska stjórnin tók af skarið á miðvikudag og til- kynnti, að Frakkland yrði enn um sinn áfram í samtökunum. Stjórnin kvaðst hinsvegar reiðu búin að ræða við hin aðildarrí’k- in um afstöðu Frakika til varn- armála samtakanna. í Frakk- landi eru staðsettir 26 þúsund hermenn á vegum NATO, og vill De Gaulle fá í hendur yfirstjórn þessa herafla. Flestir hermanna eru bandarískir og því sneri De Gaulle sér til Johnson. Banda- ríkjastjórn hefur hvorki gefið út opinbera yfirlýsingu varðandi bréf De Gaulles, né látið uppi um innihaldið. í>ó hefur það hvisazt út, að De Gaulle hafi krafizt þess, að NATO herinn hverfi frá Frakkiandi, ef hann fær ekki yfirráð hans í hendur í siðasta lagi árið 1969. Franska stórblaðið Le Monde sagði í ritstjórnargrein, er fregn ir bárust af bréfi De Gaulles, að þar sem litlar líkur séu á því, að beiðni De Gaulles verði tek- in til gtreina, verði bandarísku hermennirnir að hverfa af franskri grund innan fárra mán- aða. Frakkar hafa margsinnis sig út úr varnarkeðju Atlants- hafsríkjanna, án þess að segja alveg skilið við samtökin. Þessi afstaða Frakka hefur mælzt illa fyrir hjá öðrum meðlimaríkjum sem telja að Frakkland vilji á ýmsan hátt njóta góðs af sam- tökiunum án þess að leggja sinn skerf til sameiginlegra varna landanna. McCloskey, talsmaður banda- rísku stjórnarinnar, sagði á mið- vilkudag, að stjórnin teldi sig ekkert leyfi hafa til að ræða við Frakklandsstjórn um beiðni og kröfur De Gaulles, því mál þetta snerti öll aðildarríki NATO, en ekki aðeins Bandaríkin og Frakk iand. Stjórnir Bretlands og Kanada hafa þegar lýst því yfir, að nauð syn beri til að taka bréf de Gauile og yfirlýsingar frönsku stjórnarinnar til gaumgæfilegrar athugunar, en þær telja hinsveg ar, að ekkert verði hægt að Framhald á bls. 2. Beatrix giftir sig í dag — Miklar varúðar- rdðstafonii verða uni hönd hafðax Amsterdam, 9. marz — AP-NTB HIN 28 ára gamla hollenzka krónprinsessa, Beatrix, mun í dag ganga í heilagt hjónaband meö Vestur-Þjóðverjanum Claus von Amsberg. Þetta væntanlega hjónaband hefur orðið að stór- máli í Hollandi og vakið andúð margra landsmanna. Strax og það fréttist, að Beatrix hefði í byggju að giftast Þjóðverja vakti það mikla óánægju. Ekki bætti úr skák, er sögusagnir komust á kreik um að hinn vætanlegi maki hennar væri fyrrverandi nazisti. Miklar varúðarráðstafanir verða hafðar um hönd meðan á vígslunni stendur, því mikil ólga er í landsmönnum. Meir en 10 þúsund lögreglumenn og her- menn verða staðsettir meðfram götum þeim, er hjónaefnin munu aka á leið til kirkjunnar. Hjónavígslan mun fara fram i Amsterdam, en ekki í Haag, eins og venja er þó til með konung- legar giftingar í Hollandi. Talið er að með þessari ákvörðun hafi Beatrix ákveðið að leggja öll spilin á borðið: Takist hjónaefn- unum að komast leiðar sinnar fram hjá hinum háttstemdu íbú- um Amsterdam, verður það fyrsta sporið í þá átt að fá al- menning til að leggja blessun sina yfir þetta hjónaband, sem vakið hefur meira umtal og al- menna óánægju en nokkuð ann- að mál í Hollandi eftir strið. D jakarta: 10 þús. stúdentar ráðast inn í menntamálaráðuneytii — báru eld að kínverska sendiráðinu Djakarta, Singapore, — 9. marz — NTB — AP: ÞÚSUNDIR stúdenta stofnuðu til óeirða á götum Djakarta á miðvikudag. Þetta var f jórði dag urinn í röð, sem stúdentar flykkt ust út á götnrnar, til að mótmæla ýmsum gerðum og áformum Su- Kosningaúrslitin í Danmörku Jafnaðarmenn og Vinstriflokkurinn töpuðu fylgi, en Ihaldsflokkurinn og Þjóðar- ilokkurinn juku verulega við sig Kaupmannahöfn, 9. marz — NTB — f BÆJA- og sveitastjómar- kosningunum í Danmörku á þriðjudag misstu jafnaðar- menn og vinstriflokkurinn mikið fylgi, en íhaldsflokkur- inn og sósíalíski þjóðarflokk- urinn juku við fylgi sitt. Aðr- ir flokkar höfðu svipaða hlut- fallstölu og við seinustu kosn- ingar. Þegar atkvæði höfðu verið talin í 24 af 25 kjörsvæð um kom í ljós, að jafnaðar- menn höfðu 36.4% miðað við 39% í kosningumim árið 1962. Þrátt fyrir hlutfallslegt fylgis tap, vann vinstri flokkurinn 40 ný sæti í bæjastjórnum víðsvegar um landið. fhalds- flokkurinn vann 22 ný bæja- stjórnarsæti og sósíalíski þjóð Framhald á bls 3 karnos. f þetta skiptið hópuðust þeir að kínverska sendiráðinu, réðust inn í bygginguna, umturn- uðu öllu lauslegu og settu síðan eld í hana. Þetta er í fyrsta skipt ið, sem stúdentarnir ráðast á aðra byggingu en stjórnarbygg- ingu. Fyrr um daginn höfðu stúdent arnir ráðist inn í byggingar menntamálaráðuneytisins, um- turnað öllu er hönd á festi og tekið með sér ýmis skjöl. Lög- reglulið kom skjótlega á vett- vang, en hafðist ekkert að, þrátt fyrir skipanir Sukarnos, um að allar uppreisnir eða óelrðir skyldu bældar niður með hörku. Er stúdentarnir settu eld að kínverska sendiráðinu, skemmd ist þak þess verulega. Á götunni fyrir utan veltu þeir og eyði- lögðu fjölmargar bifreiðir. Um 10 þúsund stúdenar réðust inn í byggingar menntamálaráðu neytisins árdegis á miðvikudag. Meðan þeir létu hendur sópa um byggingarnar, hrópuðu þeir: „Niður með Sumardio!" Sumar- Framhald á bls 3 Orsök flug- siyssins í Japan ófundin Gotemba, Japan, 10. marz Flugmáiasérfræðingar hafa undanfarna daga unnið að rannsókn braksins úr BOAC farþegaþotunni, er fórst í Jap an sJ. laugardag. Vonast var til þess, að segulbandstæki, sem staðsett hafði verið í stéli þotunnar, myndi geta gefið einhverjar upplýsingar. Þegar tækið loksins fannst, kom í ljós að það hafði gereyðilagst. Stél flngvélarinnar fannst 3 km. frá búknum. Hin tíðu flugslys í Japan hafa orðið til þess, að jap- anska flugmálastjórnin hyggst láta fara fram nákvæma rann sókn á öllum flugbrautum og tækjum flugturna allra stærri flugvalla í Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.