Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 8
8 MORCU NBLADID Fimmtudagur 10. marz 1966 \ FRÁ ALÞINGI: 8500 Vestfirðingar fá rafmagn frá samveitum 1 þús. fá rafmagn frá sérvirkjunum og dieselstöðvnm og 1 þús. hafa engin not af raforku Sigurður Bjarnason mælti í gær fyrir tillögu til þingsálykt- unar um raforkuframkvæmdir á Vestfjörðum, er hann flytur á- samt Þorvaldi Garðari Kristjáns- syni, Matthíasi Bjarnasyni og Birgi FinnssynL Þingmaður sagði m.a. í ræðu sinni að efni til lögu þessarar væri áskorun á ríkisstjórnina um að láta fram fara rannsókn á því, hvernig þeim byggðar- lögum á Vest- fjörðum yrði tryggð afnot raf orku, sem samveitur næðu ekki til, sakir strjálbýlis. Skyldi í því sambandi athuga sérstaklega hvernig sérvirkjunum yrði við komið í þágu einstakra byggðar- laga og býlá. Augljóst væri orðið af þeim upplýsingum sem fyrir lægju um framhald rafvæðingar lands ins, að vegna strjálbýlis á Vest- fjörðum væri ekki gert ráð fyrir að allmargir sveitabæir í þessum landshluta fengju raforku frá samveitum. Hinsvegar væri þörf fólksins í þessum héruðum fyrir lífsþægindi raforkunnar ekki minni en í þéttbýlinu. Án raforku gæti nútíma fólk ekki verið. Flutningsmaður sagði, að sam kvæmt upplýsingum er hann hefði fengið hefðu um 8.500 manns af íbúum Vestfjarða nú afnot raforku frá samveitum. íbúar í Vestfjarðakjördæmi væru hmsvegar um 10.500. Um 2000 Vestfirðingar hefðu því ekki afnot raforku frá samveit- um. Raforkumálastjórnin hefði áætlað að raforka frá einkaraf- stöðvum hefðu um 1000 Vestfirð ingar og væru því án allra af- nota raforku um 1000 manns á Vestfjörðum í dag. Þegar athugað væri sérstak- lega hvernig ástandið væri í raf orkumála vestfirzkra sveita kæmi m.a. það í ljós, að 136 sveitabæir í Vestfjarðakjördæmi hefðu nú rafmagn frá samveit- um. 138 sveitabæir í kjördæminu nytu raforku frá mótorrafstöðv- um. 51 sveitabær á Vestfjörðum hefði rafmagn frá vatnsaflsstöðv um og væru því 325 sveitabæir í kjördæminu sem hefðu nú afnot af raforku með einhverjum hætti. Nákvæmustu upplýsingar sem hægt væri að fá um það, hve margir sveitabæir í þessum lands hluta væru nú án raforku, væru þær, að 150 til 180 býli væru í þeim flokki. Flutningsmaður sagði, að sam þykkt hefði verið í raforkuráði að leggja á þessu ári rafmagn til 9 sveitabæja í Álftafirði í N-ísa- fjarðarsýslu, og ennfremur að leggja rafmagnslínu yfir Hrúta- fjörð til Borðeyrar í Stranda- sýslu. Væri gert ráð fyrir að með þeirri framkvæmd muni 10 not endur í Bæjarhreppi fá raforku frá samveitum. Vonir stæðu enn fremur til þess að 7 sveitabæir á Ingjaldssandi í V-ísafjarðar- sýslu fengju raforku frá sam- veitu á næsta ári. Þetta myndu vera einu framkvæmdirnar í raf orkumálum Vestfjarða, sem end- anleg ákvörðun hefði verið tek- in um, en gert hefði verið ráð fyrir því að rafmagn frá samveit um yrði lagt til byggðarlaganna í Bjarnarfirði, Kollafirði og Bæj arhreppi í Strandasýslu og Barða strandahreppi í V-Barðastranda sýslu. Um það hefði þó ekki ver ið tekin endanleg ákvörðun. Fjar lægð milli bæja í þessum sveit- um mundi vera að meðaltali um 2 km. Eins og kunnugt væri, væri nú unnið að rafmagnslögnum frá samveitum til sveitabæja, þar sem meðaltalsfjarlægð á milli bæja væri 1—1,5 km. Gert væri ráð fyrir að þær framkvæmdir tækju a.m.k. tvö ár. Horfurnar á skjótri úrlausn raforkuþarfa umræddra byggðarlaga á Vest- fjörðum, auk margra annarra, væru því ekki ýkja bjartar. Þá sagði þingmaður, að um nýjar heildarvirkjanir til þess að fullnægja aukinni raforkuþörf á Vestfjörðum væri það að segja, að unnið hefði verið að áætlun argerð um virkjun í botni Arn- arfjarðar, bæði um heildarvirkj un í Mjólká og Dynjanda fyr- ir framtíðina, svo og um hlut af virkjun til að fullnægja næstu þörfum. Af þeim upplýsingum er tald ar hefðu verið upp væri auð- sætt, að fara yrði sérstakar leið ir til þess að tryggja mörgum sveitum Vestfjarða raforku. Kæmu þar til greina sjálfstæðar smærri vatnsaflsvirkjanir fyrir einstök byggðarlög, og í öðru lagi aukin aðstoð hins opinbera við dieselorkuver í þágu ein- stakra býla eða byggðahverfa. Það væri skoðun flutningsmanna tillögu þessarar að fólkið í hin- um strjálustu byggðum landsins ætti ekki síður rétt á því að njóta lífsþæginda raforkunnar en íbúar þéttbýlisins. Þess vegna væri óhjákvæmilegt að gera sér stakar ráðstafanir til þess að rafvæða strjálbýlustu sveitirnar. Við leggjum þess vegna áherzlu á að tillaga þessi leiði til þess að rannsókn fari fram á því hið fyrsta, hvemig leyst yrði raf- orkuvandamál vestfirzkra sveita sagði Sigurður Bjarnason að lokum. Skúli Guðmundsson (F) sagði að með tillögu þessari kæmi fram ánægjulegur áhugi á raf- orkumálum. Hann kvaðst vilja vekja athygli á því að fyrir þessu þingi lægi frumvarp um raforkumál, sem flutt væri af nokkrum Framsóknarmönnum. Það hefði farið i nefnd í októ- ber, en ekki hlotið afgreiðslu hennar enn. Væri í umræddu frumvarpi gerðar tillögur um sama mál og fjallað væri um í þingsályktunartillögunni. Rakti Skúli síðan nokkuð efni frum- varpsins. Hannibal Valdimarsson (K) kvað það ekki nema ánægjulegt að Alþingi léti í ljós vilja sinn á því hvort slík rannsókn og til- laga- gerði ráð fyrir færi fram. Væri þó ekki minna um vert, að frumvarp það er fyrir lægi yrði sam- þykkt. Vék hann síðan að því að á næst liðna þingi hefði hann flutt þingsályktunartillögu, sem kom nokkuð inn á efni þessarar tillögu, en hún hefði ekki hlotið afgreiðslu. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, sagði, að hér ræddi um það að ríkisstjórnin beitti sér fyrir rannsókn á hvernig bætt yrði úr brýn- ustu þörfum þar sem vitað væri að samveitur kæmu ekki til með að ná til allra. Við slíka rannsókn kæmu fram mörg at- riði, sem þyrfti að taka tillit til. Þegar ákveðið væri hámark vega lengdar milli bæja væri lagt til grundvallar samanburður á stofn og reksturskostnaði vatnsafl- stöðva annars vegar og diesel stöðva hinsvegar. Þessi saman- burðargrundvöllur væri breyti- legur, þar sem stöðugt væru að koma fram tæknilegar nýjungar og framfarir, sem stuðluðu að lækkun kostnaðar við samveit- Framhald á bls. 19 Ný mál f GÆR var lagt fram frumvarp til breytingar á lögum frá 1960 um lögheimili. Flutningsmenn frumvarpsins eru Sigurður Bjarnason, Benedikt Gröndal og Þórarinn Þórarinsson. Er breytingin er frumvarpið gerir ráð fyrir við 2. málsgrein 10. greinar laganna og er lagt til að hún orðist þannig: Svo skulu og íslenzkir ríkisborgarar, sem gegna störfum erlendis á vegum ríkisins við sendiráð og ræðis- mannsskrifstofu íslands og taka laun úr ríkissjóði, og þeir ís- lenzkir ríkisborgarar, sem eru starfsmenn alþjóðastofnana, sem ísland er aðili að, eiga lögheim- ili á íslandi, þar sem lögheimilið var, er þeir fóru af landi brott. Lögð var einnig fram þings- ályktunartillaga frá Benedikt Gröndal og Sigurði Ingimundar- syni. Er hún um að aðbúð síldar sjómanna verði bætt og hljóðar þannig: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að vinna að bættri að- búð síldarsjómanna í helztu löndunarhöfnum, sérstaklega með því að koma á fót sjómanna stofum, svo og að greiða fyrir bókaláni til síldveiðiskipa. Þá kom fram þingsályktunar- tillaga frá Gils Guðmundssyni, Karli Kristjánssyni, Alfreð Gísla syni, Sigurvin Einarssyni, Lúð- vík Jósefssyni og Eysteini Jóns- syni. Fjallar tillagan um tak- mörkun sjónvarpssendinga frá Keflavíkurflugvelli og er svo- hljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um, að sú breyting verði gerð á tækniútbúnaði sjónvarpsins á Keflavíkurflugvelli, að sjónvarps sendingar þaðan verði framveg- is takmarkaðar við herstöðina eina. Skal breyting þessi koma til framkvæmda, um leið og ís- lenzkt sjónvarp tekur til starfa. Þá var einnig lagt fram nefndarálit frá heilbrigðis- og félagsmálanefnd efri deildar um frumvarpið um breytingu á lög um um atvinnuleysistryggingar og breytingartillögur nefndar- innar við það frumvarp. Einnig voru lögð fram tvö stjórnarfrumvörp um breytingu á lögum um. lax- og silungsveiði og breytingu á lögum um ferða- mál. Ibúð — Iðnaðarhiísnæði Til sölu góð 80 ferm. íbúð ásamt 60 ferm. iðnaðar- húsnæði í Vogahverfi. Þeir, sem áhuga hafa fyrir þessu, sendi tilboð á afgr. Mbl. fyrir 15/3 merkt: „íbúð — Iðnaðarhúsnæði — 8761“. Starf óskast Ungur maður óskar eftir starfi við sölumennsku. Hefir menntun frá erlendum verzlunarskóla. Tilboð merkt: „Starf“ sendist í pósthólf 75, Reykjavík. Skuldabréf til sölu Nokkur hlutdeildarskuldabréf til sölu, tryggð með veði í góðri fasteign. Kaupendur leggi nafn og síma- númer á afgr. Morgunbl. merkt: „Fasteignaveð — 8762“. Fiskibátur til sölu Nýlegur 36 rúmlesta bátur tilbúinn að hefja veiðar. Útborgun hófleg og góð lánakjör. :FA- SALAN SKIPA. LEIGA YESTURGÖTU 5 Sími 13339. Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa. Ibúð — Iðnaðarhtísnæði Til sölu 3ja herb. íbúð 78 ferm. á góðum stað í Austurborginni ásamt 60 ferm. iðnaðarhúsnæði. Skip & fasteignir Austurstræti 12 — Sími 21735, eftir lokun 36329. N Ý SENDING: Ladymarlene magabelti og brjóstahöld. Einnig hlíralausir brjóstahaldarar fyrir samkvæmiskjóla. Nýjar gerðir, nýir litir. (skin lone). Hjá Báru Austurstræti 14. Kaupum Hæsta verði alla brotamálma nema járn. Staðgreiðsla. Arinco Skúlagötu 55 (Rauðará) sími 12806 Heimasími 33821. Vörulyftari (Clark) til sölu 3—4 tonna.. . % ..... Upplýsingar í síma 18459.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.