Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. marz 1966 I z. Bræðrafélag fer pílagríms för til Palestínu MORGUNBLAÐIÐ hafði af því spurnir, að Bræðrafélag Nes- kirkju hefði í hyggju á sumri komanda, að efna til ferðar til Landsins helga, og heimsækja þar ýmsa staði, sem frægir eru úr Biblíunni. Fréttamaður Mbl. náði tali af tveimur stjórnar- mönnum Bræðr.afélagsins, beim Halldóri Rafnar, fyrrverandi for manmi þess, og Þórð'i Halldórs- *yni, núverandi formanni, svo og séra Frank M. Halldórssyni, sókn arpresti, og spurðist nán.ar fyrir um þessa ferð. Hafði séra Frank aðallega orð fyrir þeim félögum og sagðist honum svo frá: — Forsaga þessa máls er sú, að haustið 1964 hóf Bræðrafélag ið biblíuskýringar, sem hafa síð- an alltaf verið yfir vetrarmánuð ina. Bræðrafélagið fékk til þess hina ágætustu menn, 'svo sem séra Bjarna Jónsson, vígslu- 'biskup, séra Sigurjón Þ. Árna- son, séra Magnús Guðmundsson fyrrv, prófast og nú síðast prófessor Jóhann Hannesson. Brátt fóru að koma fram radd ir um það að gaman væri að fara og skoða þessa staði, sem fjallað er um í biblíuskýringun um, og í ársbyrjun 1965 var far- ið fram á það við einn stjórnar- manna, Axel Guðmundsson, full trúa, að hann kynnti sér málið. Síðan var haldinn fundur snemma á árinu 1965 þar sem Kristinn Helgason lögreglufþjónn sem var um skeið við löggæzlu í Palestínu, flutti erindi um landið, og sýndar voru skugga- myndir þaðan. — Axel viðaði að sér ýmsum gögnum frá flugfélögunum og ferðaskrifstofum, svo og hið sama gerðu einnig aðrir félagar eftir mætti, og í haust var kos- in þriggja manna nefnd, sem eiga í sæti þeir Frank M. Hall- dórsson, Axel Guðmundsson og Þórður Halldórsson. Þessir menn unnu í vetur að undirbúningi málsins, og á aðalfundinum sem haldinn var 20. febrúar s.l. lögðu þeir fram ferðaáætlunina. Var þar samþykkt að fara þessa ferð og að fela iþessum mönnum framhaldsaðgerðir í málinu. — Ferðaáætlunin er í stórum dráttum þannig, að lagt verður af stað í ferðalagið 2. júní n.k. og flogið alla leið til Aþenu með viðkomu í London. Þessi ferð stendur yfir í 15 daga, og hefur verið séð fyrir gistingu á vel- þekktum fyrsta flokks hótelum, og ennfremur hefur verið tryggð ur þaulvanur og gjörkunnugur fararstjóri á þessum slóðum. — Á þessum árstíma er nátt- úrufegurð þar syðra með hvað mestum blóma, veðurfar á fyrir- Ihuguðum ferðaslóðum þá mjög ékjósanlegt, sól og heiður him- inn, og hvergi of heitt nema e.t.v. í Egyptalandi, þar sem dvalið verður í um tvo sólar- Ihringa, en þar getur hitinn orð- ið um 30 stig. Á hverjum degi verður að jafnaði góð hvíld, þegar sem heitast er í veðri. — Komið^ verður við á nær öllum helztu sögustöðum Biblí- unnar — komið til Jerúsalem, farið um Via Dolorosa og fylgt píslarleið Krists með krossinn. >á verður komið að gröf Jesú, Getsemane, Olíufjallinu og enn- fremur komið til Betaníu og Betlehem og þar skoðuð Fæð- ingarkirkjan. Frá Betlehem verð ur haldið yfir Judeu-eyðimörk- ina, allt til Rauðahafsstrandar, en þar er tilvalinn baðstaður í saltasta vatni veraldar. Þá verð- ur einnig farið til Jerikó-*borgar og Damaskus, og á heimleiðinni verður komið við í Rómaborg, og dvalið þar meðan allt það markverðasta er skoðað. Síðan FYRIR nokkru minntist Bók- bindarafélag Islands þess að 60 ár voru liðin frá stofnun fyrstu samtaka bókbindara á íslandi, eins og áður hefur verið greint frá í Morgunblaðinu. Mbl. hitti fyrir skömmu að máli Grétar Sigurðsson, núverandi formann félagsins, og bað hann að skýra frá starfsemi félagsins á liðinum árum. — Félagið var stofnað iþann 11. febrúar 1906, og var þá nefnt „Hið íslenzlka bókbindara- félag“. Stofnendur voru 13 tals- ins, og fór stoifnfundurinn fram í húsi Péturs G. Guðmundsson- ar að Laugavegi 18, þar sem Al- þýðusamband íslands er nú til húsa. — Fyrsti formaður félagsins var Lúðvík Jakobsson, en hann var ásamt Pétri Guðmundssyni aðalihvatamaður að stofnun fé- lagsins. Þetta félag var strax í uppihafi launþegafélag og það er athyglisvert, að því tókst strax sama ár og það var stofnað að ná samningum um kjaramál, og sumarfrí tókst því að fá fram- gengt 1907. Félag þetta starfaði allt fram til ársins 1911, en þá mun það hafa lagzt niður. — Árið 1915 héldu bókbindar- ar á ný stofnfund nýs félags, því að það hafði verið ákveðið áður, að endurvekja ekki gamla félagið. Hlaut þetta félag heitið „Bókbandssveinafélag Reykjavík ur“. Lúðvík Jakobson var kosinn fyrsti formaður þessa félags, eins og hins fyrra, og þetta félag lifði fram til ársins 1922, en þá eru síðustu fundargerðir þess. Bók- bandssveinafélag . Reykjavíkur var eitt af stofnendum Alþýðu- sambands íslands árið 1916. — Bókbindarar áttu síðan ekk ert stéttarfélag þar til árið 1934, að stofnað er Bókbindarafélag Reykjavíkur, og var Pétur Guð- mundsson kosinn fyrsti formað- ur þess. Árið 1951 var svo sam- þykkt að breyta heiti félagsins í Bókbindarafélag Islands, þar sem þá var ákveðið að félags- svæðið skyldi ekki aðeins ná yfir höfuðborgina eina, heldur allt landið. — Helztu baráttumenn tfélags- ins á þessum árum, sem félagið hefur starfað, hafa verið þeir Lúðvík Jakobsson, Pétur Guð- mundisson, Guðgeir Jónsson, sem hefur verið í stjórn félagsins í aldarfjórðung, og þar af formað- ur í 18 ár, og Jens Guðbjörns- son, sem var formaður félagsins írá 1935—1941. — í kjarabaráttunni hefur fé- verður haldið heim frá Róm 16.’ júní með viðkomu í London. Þeir sem þess óska geta orðið þar eftir á eigin vegum og notað farseðil sinn heim innan 30 daga. — Ferð þessi kostar nákvæm- iega 21.720 kr. og er þar inni- falið flugferðir allar og ferðir milli flugvalla og hótela, skoðun- arferðir og gisting á hóteli ásamt þremur máltíðum á dag. — Það skal tekið fram, að ferð þessi er byggð upp á ann- an hátt heldur en venjuleg skemmtitferð, því að þetta er lagið yfirleitt haft mikið sam- starf við „Hið íslenzka prentara félag“, og hefur af þeim sökum oft og tíðum verið nokkuð á und an öðrum félögum í þeirri bar- áttu. Eru samningar þessara fé- laga því mjög áþekikir á flestan 'hátt. Félagið samdi um Lifeyris- GRÉTAR SIGURÐSSON, form. Bókbinðarafél. tslands. sjóð árið 1959, og hefur hann ætíð getað veitt félagsmönnum þau lán, sem farið hefur verið fram á, en það mun vera nokkuð óvenjulegt um lífeyrissjóði. Auk þess eru starfandi innan félags- ins styrktarsjóður til handa fé- lögum sem ófærir eru til vinnu vegna veikinda o.fl., sem stofn- aður var árið 1938, og lánasjóð- ur, sem stofnaður var 1940. — I félaginu eru nú um 130 manns, og þess má geta til gam- ans að er félagið átti 60 ára af- mæli á dögunum, bauð það öll- um félagsmönnum til afmælis- hófsins. Mun það vera næsta fá- títt, að ég held, meðal áþekkra félaga hér, að allir félagsmenn geti tekið þátt í atfmælishófi sem þessu. I stjórn félagsins eru nú: Grétar Sigurðsson, formaður; Svanur Jóhannesson, varaformað ur; Eggert Sigurðsson, ritari; Ein ar Sigurjónsson, og fimmti mað- ur í stjórn er formaður kvenna- deildar, Guðrún Haraldsdóttir. — Félaigsstarfsemin hefur ver ið allöflug miðað við aðstæður, en það er von ökkar að hún eigi enn eftir að aúkast með hinu nýja húsnæði okkar að Óðins- götu 7. Mun verða reynt að efna þar til spilakvölda fyrir félagsmenn og námskeiða fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðvum o.fl. Við gengumst í fyrra fyrir miklu fremur nokkurs konar pílagrímsferð. Enginn er útilok- því nokkrum sinnum að félags- menn færu saman á leikhússýn- ingar, og mæltist það vel fyrir. Við höfum farið eina slíka ferð, það sem af er þessu ári, og höf- um við í hyggju að færa enn út kvíarnar í þeim efnum. í fyrra ákvað stjórnin að gangast fyrir fræðslu fyrir fé- lagsmenn um félagsmál almennt, og vorú þá námskeið í fundar- stjórn oig mælskulist, og var þátttaka góð. Nú í ár genigst félagið fyrir þátttöku félags- manna í erindaflok'ki Félags- málastofnunarinnar „Félagsmál launþega" og greiðir það þátt- tökugjaldið. Munu fara um 20 félagsmenn á þennan erinda- aður að taka þátt í þessari ferð, öllum þeim sem áihuga hafa á söguslöðum Biblíunnar gefst kostur á að fara hana, svo lengi sem rúm er. Þess má geta að pílagrímsferð sem þessi er ekk- ert nýmæli, heldur hafa ýmsir söfnuðir og kristileg félög á Norðurlöndum gengizt fyrir slík um ferðalögum til Biblíuland- anna, og mælst vel fyrir. — Þess má einnig geta að lok- um, að biblíuskýringar þessar, sem Bræðrafélagið hefur gengizt fyrir, og eru reyndar upphaf Iþessarar ferðar, er aðeins einn. þáttur í starfsemi þess. Á veg- um þess eru einnig haldnir fyrir lestrar á almennum fundum, þar sem rætt er um kirkjuleg mál- efni, efnt til tónleika í kirkjunni og almenns safnaðarsöngs. flokk á vegum þess. — Það má geta þess, sem ný mælis í starfsemi félagsins, að það hefur oþnað skritfstofu á Óðinsgötu, ásamt fjórum öðrum verkalýðsfélögum. Er ætlunin að reyna að hafa þessa skrif- stofu opna frá því kl. 14—19 dag hvern. Skrifstofa þessi mun auð- velda mjög allan rekstur félags- ins, svo sem við innheimtur á gjöldum og margt fleira. Það er einnig gaman að geta þess að lokum, að samstarfið við þessi átta félög, er standa að félaigs- heimilinu að óðinsgötu 7, hefur verið mjög gott, enda þótt ýms- ir hefðu spáð því í byrjun, að þar ætti eftir að ganga á ýmsu. Mý sending: Uppháir BARNASKÓR stærðir 4 — 1. Verð frá kr. 98.00. Laugavegi 116 og Austurstræti 10. Bifvélavirkjar Mið vantar ungan og röskan félaga. Hefi fasta ákvæðisvinnu, þar sem góð vinna gefur mjög góðar tekjur. Upplýsingar í síma 20141 frá kl. 8—10 á kvöldin. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Laugaveg, 114-171 Aðalstræti Tjarnagata SÍMI 22-4-80 Úflugt félagsstarf bdkbindara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.