Morgunblaðið - 10.03.1966, Side 16

Morgunblaðið - 10.03.1966, Side 16
16 MORCUNBLADIÐ Fimmtudagur 10. marz 1966 AFSKIPTASEMI r r OG MER OVIDKOMANDI eftir Braga Kristjónsson NÚ er vel í tízku að vitna til ummæla hinnar látnu heiðurskempu, W. Churchills. Nokkurn lærdóm ætti því að mega draga af andlátsorðum þessa trausta jálks brezka heimsveldisins og heimsfrið- ar, en þau segir vandað, er- lent rit að hafi hljóðað eitt- hvað á þessa leið: „Ég er orð- inn þreyttur á þessu öllu sam an . I>essi orð eru einmitt tákn okkar tírtia. Asahraðinn, fljót- færnin, gutlið og glundroðinn og afleidd hégóma- og yfirborðs- mennska ríða svo húsum hjá skynugasta mannfólki, að dapur- legt er að lesa sumt af því rugli, sem velviljaðir menningar- „verndarar" láta eftir sig sjást. Sameiginleg einkenni þessara skrifa eru, að nær eingöngu er vasazt yfir og þusað um ómerki- legustu stundleg fyrirbrigði og smáræði, en mjög sjaldan vikið að sannreyndum grundyallarat- riðum, enda virðast höfundarnir venjulega komnir að niðurlotum af vandlætingu, ótta og yfirþyrm andi þreytu. Nokkur þverskurð- ur þessara skrifa hefur komið úr penna valinkunnrar sæmdar- konu, sem nú á annað ár hefur m.a. hamazt við að sanna lesend- um Þjóðviljans, að húsgögn úr teak-viði séu meinhættuleg fram tíð íslenzkrar menningar. Hvað mætti þá ekki segja um inn- fluttar, nýtízkulegar eld'húsinn- réttíngar eða hinar sérkennilega formuðu gerðir innanstokks- muna í snyrtiherbergjum? Sami aðilji hefur leitt að því gild rök, að almenn rímnakunnátta leyn- ist meðal tilgreindrar stéttar iðn- aðarmanna og komi þetta einkar vel fram undir léttum áfengis- áhrifum. Nú síðast, að stór hluti íslenzkra háskólastúdenta séu út smognir skattsvikarar og að menn, sem Hæstiréttur hefur sýknað af ákærum, depli ekki auga í ráðherraveizlum! Þá hefur velviljaður þjóðfé- lagsumbótamaður og skáld varið ótrúlega miklum tíma og orku í það göfuga starf að berjast gegn óhrifum konunnar Guðrúnar frá Lundi og fjölmerínum skjald- meyjaflokki hennar. Guðrún frá Lundi er óhugnanlega leiðinleg- ur rithöfundur; um það munu allir vera sammála nema þeir 3—4000 íslendingar, sem árlega kaupa verk þessa kostulega höf- undar. Þó fullyrða aðdáendur hennar, að síðustu hugverk hennar standi fyllilega jafn- fætis sumum nýlegum verkum ungra manna í sömu iðn. Fyrir minn smekk er af körlum sr. Sveinn Víkingur líka einhver þrautleiðasti ritlhöfundur og fyr- irlesari, sem fram kemur opin- berlega; Með önnur fræði en á- líka skilmerkilega fer Grétar Fells, lögfræðingur. Samt er það óyggjandi staðreynd, að þessir höfundar eru ekki aðeins víð- lesnir, heldur beinlínis tekið mark á þeim boðskap, sem þeir flytja hverju sinni. Hafa Bandaríkjamenn áhuga? Raunar má segja, að fásinna sé, að nefna myndvarp eða þær hlægilegu deilur, sem nú standa um það mál. Vísinda- og tækni- menn um allan heim, aðrir en einn íslenzkur prófessor og stúd- entar úr þeim byggðum landsins, sem síðast munu fá myndvarpið, eru á einu máli um, að innan fárra ára verði myndvarpað heimshorna milli með tækni, sem enn er á tilraunastigi. Þá mun myndvarpsáhugamönnum gefast kostur á að sjá bæði vand aðar og lélegar dagskrár frá öll- um heimi, rétt eftir óskum hvers og eins. I sambandi við hið hryllilega Keflavíkurmyndvarp langar mig að geta þess, að fyrir fáeinum árum gafst mér kostur á því að horfa á myndvarp í Moskvu, þegar sýnt var vandlega m.a. hvernig framkvæmd var út- rýming íbúa þorps nokkurs þar í landi, sem byggð var framlífs- trúuðum, enda játuðu þeir ekki dýrkun á ilmsmurða líkami Len- íns og Stalíns. Ein smekkleysa íslenzkra yfirvalda er auðvitað að heimila ekki fleiri erlendum aðiljum að reka hér myndvarp, úr þvi einn hefur fengið slíkt leyfi. En fólk má ekki halda, að Bandaríkjamenn hafi einhvern áhuga á að innlima okkur í ríkjasamband sitt, eins og stór- gáfaðir menn hafa látið í ljós. Við skiptum í rauninni ekki nokkru máli fyrir neina þjóð nema okkur sjáif, flestum er það Ijóst, þótt fáir kannist við það. Þetta er staðreynd, hvorki leiðinleg né skemmtileg. Til gam ans má geta þess, að glöggur maður hefur gengið úr skugga um, að samanlögð fjárlög ís- lenzka rikisins 1965 hafi numið svipaðri fjárhæð og auglýsinga- kostnaður bandaríska fyrirtækis ins General Motors, svo það er von að við lítum hátt af hóln- um. Spitala eða hjólhýsi? Listir alls konar og menníng- arstarfsemi standa hér með ótrú- lega miklum blóma. Opinberir aðiljar veita árlega tugi milljóna til þeirra mála í ýmsu formi. En aldrei er þannig gert, að öllum líki. Því munu flestir sammála um, að okkur vanti bæði Borgar- leikhús og nýjan Þjóðleikhús- stjóra, Myndlistasafnahús og nokkra sýningarskála handa fé- lögum málarasamlaganna, tón- listar- og óperuhöll og tillögur hafa komið fram um ríkisstyrkt smáhýsi á hjólum fyrir ung ljóð- skáld og aldraða rithöfunda. Aðrir eru svo skammsýnir að segja, að fyrst ættum við að byggja nýja viðbót við eina geð- sjúkrahús landsins og má vera að þeir hafi nokkuð til síns máls. Nýgerð úthlutun verðlauna- peninga til listamanna leiddi í Ijós margar merkilegar stað- reyndir. M.a. kom nú loks í ljós, að mesta skáld á íslandi, Ragnar Jónsson í Smára, var ekki á- nægður með athafnir úthlutunar- nefndarinnar. Hafði hann af al- kunnum menningaráhuga gefið út þrjár stórkostlegar skáldsög- ur ungra höfunda fyrir jólabaz- arinn: eina mjög duiarfulla; aðra, sem ótvírætt hefði mátt stytta um helming, svo að merk- ur boðskapur höfundar hefði orð ið skiljanlegur venjulegu fólki; og hina þriðju greinilega fram- hald mjög merkilegs skáldferils. Enginn þessara „ungu“ manna fékk í hendur fjármuni frá hinni opinberu nefnd. Flestir, sem um þessa alræmdu úthlutun hafá ritað, deila mjög á, hve greini- leg pólitísk mismunun sé hér á ferðinni og líkja störfum þess- ara grandvöru lærdómsmanna við athafnir í Sovéti. Hér er um fullkomna blekkingu að ræða og stórkostlega staðreyndafölsun. Ef skipta hefði átt úthlutunar- fénu eftir stjórnmálaskoðunum (sem vitanlega tíkasí hvergi nema í einræðisríkjum) hefði hún litið allt öðru vísi út, miðað við áhrifahlutföll íslenzku stjórn málaflokkanna. Enkum dettur heldur í hug að kanna málið frá grunni, en dæma menn í þess stað út frá skyndiheift og vegna meintrar illrar meðferðar á eig- in skjólstæðingum. Eins og venjulega hefur aðalfárið komið frá kommúnistum og handbend- um þeirra. Vert er því að athuga, hvernig úthlutuhin skiptist milli fylgjenda hinna. ýmsu flokka. Hér er miðað við listamenn, sem afdráttarlaust aðhyllast og hafa lýst yfir fylgi við tilgreinda stjórnmálaflokka, en sé einhver vafi, eru þeir taldir hlutlausir: Alþýðuflokkur ............... 11 Framsóknarflokkur ........... 17 Sjálfstæðisflokkur .......... 28 Sósíalistaflokkur og Þjóðv. . 39 Hlutlausir .................. 31 >á er jafnframt fróðlegt að at- huga skiptingu milli listgreina: Hagyrðingar, Ijóðskáld, leik- rita- og sagnaskáld ........ 63 Listmálarar og höggmynda- smiðir ..................... 40 Tónlistarmenn .............. 15 Leikarar .................... 8 Vert er að veita athygli tveim síðustu tölunum. Hvaða listamenn svelta? Þá kemur í ljós mjög ánægju- leg staðreynd, þegar litið er til þess, hversu margir listamenn hérlendis geta lifað algjörlega af list sinni. En af þeim 126, sem laun fengu að þessu sinni, eru 37 (eða 30%), sem alveg hafa helgað sig list sinni og geta lifað af henni ekki lakara lífi en aðrir þegnar þjóðfélágsins: Rithöfundar og ljóðskáld .. 8 Listmálarar og höggm.sm. .. 23 Tónlistarmenn ............. 0 Leikarar .................. 6 Þeir hinir, sem ekki hefur enn tekizt að öðlazt þá viðurkenn- ingu, sem geri þeim ^kleift að helga sig alla list sinni, stunda íhin margvíslegustu störf. Sumir þeirra eru það vel stæðir fjár- hagslega, að vel gætu þeir sagt starfi sínu lausu og lifað á eign- um sínum, ef þeir kærðu sig um, og sinnt listinni eingöngu. Sum- ir eru umsvifamiklir atvinnurek- endur eða háttsettir embættis- menn, aðrir við léttan iðnað svo sem blaðamennsku og alls konar aðrar hugarsmíðir. Of langt yrði að telja það allt upp, en til marks um dugnað listamanna okkar má nefna nokkur starfsheiti: Bóndi, fyrirlesari, rakvélaheildsali, bóka fulltrúi, ritstjórar, kennarar, skólastjórar, bankastjóri, skraut- munasali, forstjóri þvottahúss, vitavörður, sundhallarstjóri, hús- mæður, prentmyndasmiður, lög- regluþjónn og húsvörður. Vitanlega eru þeir islenzkir listamenn, sem lifa eingöngu af iðju sinni (þ.e. sköpun hugverka, ekki sölu, dreifingu eða inn- heimtu) miklu fleiri, en þeir koma ekki hér til álita, því að- eins er átt við þá, sem þiggja opinberan styrk. Það er óyggjandi, að Islend- ingar búa eins vel að listamönn- um sínUm og hægt er, svo fram- arlega sem þeir verðskulda það heiti. Oftast mupu þeir sjálfir og skiptar einkahagsmunaeiningar innan samtaka þeirra hafa sundr að þeim og orðið til tjóns heldur en ófinarkrumla hins opinbera fjárveitingavalds. Því er óhætt að leyfa óánægðum og vanmetn- um ein.staklingum að halda á- fram ofsóknarkenningum sínum, en stefna jafnframt áfram í þá átt, sem nú er sýnilega haldið, með þeim ásetningi, að allir geti verið stoltir af getu og list íbúa þessa litla ríkis. Grima hefur að undanförnu sýnt í Tjarnarbæ „Fanto og Lis“ eftir spænska skáldið Arrabal og Amalíu eftir Odd Björnsson. Næsta sýning er kl. 9 á fimmtu dagskvöld. Hús Bernörðu Alba SÝNINGUM fer senn að Ijúka á hinu fræga leikriti Garcia Lorca Hús Beirnörðu Alba, sem Leikfélag Reykja- víkur hefur sýnt að undan- förnu. í leiknum koma sem kunnugt er eingöngu fram konur og taka flestar leikkon- ur Leikfélagsins þátt í sýning unni. Meðal þeirra eru Regina Þórðardóttir (Bernarða) og Inga Þórðardóttir (Poncia), sem sjást hér á myndinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.