Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID Fimmtudagur 10. marz 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnáson frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr, 5.00 eintakið. FORUSTA UM HÚS NÆÐIS UMBÆTUR pott og heilsusamlegt hús- ^ næði er eitt af frumskil- yrðum mannlegrar vellíðun- ar. Það sætir þess vegna engri furðu þótt mikið sé rætt um húsnæðismál í landi, þar sem ein eða tvær kynslóðir hafa orðið að lyfta því Grettistaki að byggja ný og varanleg hí- býli yfir heila þjóð. En þetta höfum við íslendingar orðið að gera. Mestar og hraðastar hafa umbæturnar orðið á þessu sviði síðustu tvo ára- tugi. En þrátt fyrir stórfram- kvæmdir er þó mikið verk ó- unnið í húsnæðismálum okkar. í kaupstöðum, kaup- túnum og sveitum er ennþá töluvert af lélegu húsnæði, sem ekki samræmist nútíma- kröfum til þessara lífsins gæða. Á þessu hefur Sjálfstæðis- flokkurinn glöggan skilning. Undir forustu hans hefur á undanförnum árum verið tekið raunhæfari tökum á húsnæðisvandamálunum en nokkru sinni fyrr. Nýjar lána stofnanir hafa verið byggðar upp til stuðnings íbúðarhúsa- byggingum, heilsuspillandi húsnæði útrýmt í stórum stíl, almennt veðlánakerfi tekið upp, verkamannabústaðir efldir og grundvöllur lagður að áframhaldandi umbótum. Stefna Sjálfstæðismanna í húsnæðismálunum hefur ver- ið og er sú, að styðja sem flesta einstaklinga til þess að eignast góðar og heilsusam- legar íbúðir. Jafnframt hefur verið höfð í huga þörf efna- lítils fólks, sem ekki hefur bolmagn til þess að ráðast í íbúðakaup eða húsabygging- ar af eigin rammleik. Undir forustu núverandi ríkisstjórnar hafa stærri skref verið stigin í þessum efnum en nokkru sinni fyrr. Það kemur því sannarlega úr hörðustu átt, þegar stjórnar- andstæðingar, Framsóknar- menn og kommúnistar, hafa uppi ásakanir á núverandi stjórnarflokka um seinlæti og áhugaleysi í þessum efnum. Kjarni málsins er sá að húsnæðisumbæturnar hafa verið unnar svo hratt á síð- ustu árum, að við borð ligg- ur að efnahagslegu jafnvægi í þjóðfélaginu stafi af því nokkur hætta. Svo miklu fjár magni hefur verið beint að byggingaframkvæmdum, að þær hafa dregið til sín vinnu- afl í svo Stórum stíl, að út- flutningsframleiðslan og ým- iskonar atvinnurekstur hefur átt í vök að verjast. En þess- ar umbætur í húsnæðismál- um hafa verið óhjákvæmileg- ar. Mestu máli skiptir að íbúða byggingar séu sem jafnastar frá ári til árs, þannig að skipu legar sé að því unnið að tryggja öllum landsmönnum gott og fullkomið húsnæði. Hinar miklu sveiflur, sem áð- ur tíðkuðust í byggingarfram kvæmdum, þegar ýmist ríkti ♦byggingafrelsi eða fjárfest- í’.ngarhömlur, voru mjög skað legar fyrir efnahagslegt jafn- vægi í þjóðfélaginu. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að ef verð- bólgustefna kommúnista og Framsóknarmanna frá vinstri stjórnar árunum hefði verið framkvæmd áfram, hefði lít- ið orðið úr húsnæðisumbót- um á síðustu árum. Það er jafnvægisstefna Viðreisnar- stjórnarinnar, sem á ríkastan þátt í hinu mikla uppbygg- ingarstarfi og húsnæðisumbót um síðustu ára. FORSETI í TVEIM- UR RÍKJUM! að er sök sér þótt Sekou Touré, forseti í Gíneu, vilji sýna Nkrumah, hinum brottrekna forseta og ein- ræðisherra í Ghana fyllstu vináttu og tryggð. Hitt hlaut að vekja furðu þegar Touré lýsti því yfir að Nkrumah væri nú þjóðhöfð- ingi Gíneu, og hefði umboð til þess að tala fyrir henn- ar hönd. Hvaða vald hafði forseti Gíneu til þess að gefa slíka yfirlýsingu? Vitanlega sýnir.þetta fram ferði Sekou Touré að hann lítur á sig sem einræðisherra í landi sínu, sem ekki þurfi að standa þjóð sinni reikn- ingsskil á gerðum sínum. Nkrumah telur sig nú vera forseta í tveimur ríkjum, þrátt fyrir það, þótt hin nýja ríkisstjórn Ghana hafi hlotið viðurkenningu fjölda ríkja, þar á meðal Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. En hætt er við því að hinum fallna einræðisherra reynist róðufinn þungur í valdabar- áttu hans. Hann skildi við efnahag Ghana í rústum og hafði um árabil stjórnað land inu með slíku gerræði að slíks munu naumast nokkur dæmi, jafnvel í hinum nýfrjálsu ríkjum Afríku. En hann naut öflugs stuðnings lsommún- istaríkjanna, bæði Sovétríkj- anna og Kína. Það eru þess vegna kommúnistar einir sem harma fall Nkrumali. w UTAN ÖR HEIMI Ulbricht vill treysta sam- búiina við Kína — hefur setf allmarga Asíu- sérfræðinga í ráðherrastóla Berlín, 8. marz. — AP — ALLMARGIR menn, sem eru sérfræðingar í Asíumálum, hafa verið settir inn í austur- þýzku stjórnina á seinustu vikum. Menn þessir hafa all- ir fengið starifa í utanríkis- ráðuneytinu. Erlendir stjórn- málasérfræðingar telja, að þetta bendi til þess, að aust- ur-þýzka stjórnin hyggist treysta sambandið við Kína og önnur Asiulönd og vera vel á verði gegn hverskonar þvingunum, er Sovétmenn kunna að vilja beita Aust- ur-Þýzkaland. Vestur-þýzkur stjórnmálasérfræðingur, sem stöðugt fylgist með gangi mála fyrir austan múrinn, hefur látið þess getið, að austur-þýzka stjórnin vilji augsýnilega halda vinskap við Kínverja, þó vitað sé að hún sé hugmyndafræðilega Sovétmegin í kommúnisman- um. Tveir fyrrverandi sendi- herrar í Peking voru skipað- ir aðstoðarutanríkisráðherrar 24. febrúar s.l. Annar þessara nýju ráð- herra, er hinn 58 ára gamli Josef Haigen, sem var sendi- herra í Peking á árunum 1961—1964. Hinn maðurinn er Gunther Kohrt, sá er tók við sendiherraemibættinu af Hegen. Kohrt lét af embætt- inu s.l. mánudaig 7. marz og flaug samstundis til Berlínar til að taka við hinni nýju stöðu. Eftirmaður Kohrts í Peking, verður Martin Bier- bach. Hann var sendiherra í Kína á árunum 1955—1959, en var þá kallaður heim til starfa í utanríkisráðuneytinu. Til viðbótar þessari aukn- ingu í ráðuneytinu, hefur Gustav Herzfeld verið skip- aður þriðji aðstoðarutanríkis ráðherra. Herzfeld hefur ver- ið til skamms tíma ræðismað- ur í Djakarta, en Austur- Þýzkaland hefur ekki sendi- ráð í Indónesíu. Með skipun þessara nýju ráðlherra, eru Asíu-sérfræðingar í miklum meiri'hluta í ráðuneyti Ottós Winzers, sem nú er utanríkis- ráðherra Austur-Þýzkalands. Vestur-þýzkir stjórnmála- sérfræðingar hafa vakið at- ’hygli á því, að Kohrt og Hegen eru í rauninni ekki stjórnmálamenn, heldur stjórn málalegir tæknifræðingar, með sérþekkingu í málum Kína og Austur-Asíu. Þeir hafa engin ítök í miðstjórn kommúnistaflokksins, þó þeir séu að sjálfsögðu í honum. Austur-þýzka stjórnin er sögð vilja meðhöndla þýzk-kín- versk mál með mikilli varúð, og það er talin megin ástæð- an fyrir þvít að tæknifræðing arnir hafi verið settir í ráð- herrastólana. Vestrænir sérfræðingar, er fylgjast með gangi mála fyrir Walter Ulbricht austan múrinn, telja að hin auknu viðskipti Kínverja * og Vestur-Þjóðverja valdi hinni austur-þýzku stjórn stöðug- um áhyggjum. Hið sama er að segja um þær ráðagerðir Kín verja og Vestur-Þjóðverja að stofna til gagnkvæmra heim sókna vísindamanna, stjórn- málaimanna, viðskiptasérfræð inga og fréttamanna. Sérfræðinga^nir hafa einn- ig vakið athygli á því, að Austur-Þjóðverjar voru sein- astir allra kommúnista til að taka afstöðu til hinnar komm únisku hugmyndafræðideilu, er reis upp milli Sovétmanna og Kínverja. Að síðustu skip- uðu þeir sér viið hlið Kreml- búa. Sérfræðingarnir telja, að Ulbriöht leiðtogi hafi beðið með þessa ákvörðun eins lengi og hann gat, m.a. til að koma í veg fyrir átök við hina kínversksinnuðu flökks- menn sína. Mikill viðbúnaður Breta á Indlandshafi Sækja um aðstöðu á Madagaskai til að hindra olíuflutninga til Rhódesíu London, 8. marz — AP GÓÐAR heimildir hermdu hér í kvöld að Bretar hyggist hafa mikinn viðbúnað í lofti og á sjó á Indlandshafi til þess að koma í veg fyrir að olíuflutningabann- ið á Rhódesíu verði brotið .— Verður vakað yfir siglingaleið- um til portúgölsku nýlendunnar Mozambique, en frá hafnarbæn- um Beira þar í landi liggur olíu- leiðsla til olíuhreinsunarstöðvar í Rhódesíu. Orðrómur hefur verið á sveimi undanfarna daga um að von væri olíuskipa til Beira. Ekkert olíuskip hefur þó komið þangað enn með olíu til Rhódesíu, svo vitað sé. Brezka stjórnin hefur farið þess á leit við stjórn Malagasy- lýðveldisins (áður Madagaskar) að fá þar aðstöðu fyrir brezka flugherinn, þannig að brezkar flugvélar geti haft eftirlit með Indlandshafi, og leitað uppi olíu- skip, sem hyggjast sigla til Moz- ambique. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins staðfesti í kvöld, að þessa hefði verið farið á leit við stjórn Malagasi-lýðveldisins, og hefði sú stjórn málið til yfir- vegunar. Tókíó, 8. marz — NTB — AP JAPANSKIR og brezkir sérfræð ingar leituðu ákaft í dag að litl- um kassa úr brezku Boeing-707 þotunni frá BOAC, sem fórst við fjallið Fuji á Iaugardag. í kassa Viðskiftajöfnuð- urinn í janúar f FRÉTT frá Hagstofu fslands segir að viðskiptajöfnuður í janú armánuði hafi verið óhagstæður um 3,449 milljónir, en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæð- ur um 20,653 milljónir. í janúar- mánuði nú voru fluttar út vörur fyrir 398,116 milljónir, en flutt inn fyrir 401,695 milljónir. — Á sama tíma í fyrra var flutt út fyrir 266,149 milljónir, en inn- flutningur nam þá 286,802 millj. Eins og sjá má af þessum töl- um er út- og innflutningur yfir hundrað milljón krónum hærri nú en á sama tíma í fyrra. þessum, sem á flugmáli er nefnd ur „svarti kassinn", eru ýmis sjálfvirk mælitæki, og er talið að finnist kassinn, kunni hann að varpa einhverju ljósi á orsakirn- Fram/halid á bls. 13 Orsakir flugslys- ins hulin ráigáta Leitað að sjálfritandi mælitækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.