Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU NBLAÐID Fimmtudagur 10. marz 1966 HÖFN í Hornafirði er hlý- legur og fallegur staður Uppbygging hans .hefir verið mjög ör á undan- förnum árum og fólks- fjölgun mikil. — Að baki Hornaf jarðarkaup- túns standa myndarlegar sveitir, sem kauptúnið hef- ir alla þjónustu fyrir. Þessi þjónustustarfsemi hefir þó ekki ein nægt til hins öra vaxtar kauptúnsins. Þar hefir mikil útgerð og ötul sjósókn ráðið mestu. Hafn- armál Hornfirðinga hafa löngum verið þeim nokk- urt vandamál og eru enn. Nú eru hins vegar fyrir- hugaðar miklar fram- kvæmdir á því sviði. I til- efni þess eru komnir hing- að til horgarinnar þeir Ársæll Guðjónsson, útgerð armaður og formaður hafn SéS yfir Hafnarkauptún úr Iofti á vetrardegi. Myndirnar tók Snorri Snorrason. Miklar hafnarf ramkvæmdir og bygg ing síldarverksmiðju brýnustu hags- munamál Hornfirðinga Rætt v/ð Ársæl Gubjónsson útgeróarmann á Höfn arnefndar Hafnar og odd- viti Hafnarhrepps, Ásgrím- ur Halldórsson. Mbl. átti stutt samtal við Ársæl um þessi mál. Spurningum blaðsins svar- aði Ársæll á þessa leið: — Erindi okkar hingað suð- ur er að ræða við ýmsa ráða- menn um allmiklar fram- kvæmdir við 'hafnarsvæðið í Hornafirði. Þær framkvæmd- ir eru fyrst og fremst miðað- ar við bryggjugerð og dýpk- imarframkvæmdir til rýmk- unar á hafnarsvæðinu. Fyrsti áfangi þessa verks er áætlað- ur að kosta muni 10—12 millj. króna. Undanfarin tvö ár búningi verksins, svo sem botnmælingum og skipulags- uppdráttum og til að kanna allar aðstæður með framtíð- arskipulag fyrir augum. Við gerum okkur vonir um að fá talsvert af þessari fram- kvæmd unnið á þessu ári og að áfanganum yrði lokið á hinu næsta. Bryggjan, sem við höfum haft afnot af á Höfn, er nú orðin 18 ára trébryggja, sem þarf verulegra endurbóta við. Talið er að hún muni nægja nokkur ár enn sem fiskiskipa- bryggja og þarf þá að koma til ný hafskipabryggja. Okkur hefir virzt góður skilningur ráðamanna á sé auðsæ nauðsyn úrbóta. Með tilkomu nýs sanddælu- skips, sem ríkið er nú að fá til landsins, opnast nýir mögu leikar til að leysa vandamál okkar á Hornafirði á stórvirk- ari og hagkvæmari hátt en áður var mögulegt. Samfara athugun á þessum hafnarframkvæmdum höfum við í athugun byggingu nýrr- ar 1000 mála síldarverksmiðju. Fyrir er á staðnum 15 ára gömul fiskimjölsverksmiðja, en hún hefir ekki getað tekið neinn feitan fisk til vinnslu. Þessi fiskimjölsverksmiðja hefir tekið á móti fiskúrgangi frá fiskvinnslustöðvum og frystihúsi staðarins og hefir tonnum á ári. Nú er þessari verksmiðju ,haldið gangandi með bráðabirgðaaðgerðum. Við teljum hinsvegar að það væri spor aftur á bak að byggja verksmiðjuna upp á sama hátt og gert var fyrir 15 árum, ekki einvörðungu sem fiskimjölsverksmiðju, heldur þurfi til að koma verksmiðja sem getur tekið á móti því hráefni sem að berst svo sem síld, loðnu og fiskúrgangi. Höfn í Hornafirði er nú eini útgerðarstaðurinn allt norð- an frá Langanesi og suður um þar sem ekki er síldarverk- smiðja eða hafinn undirbún- ingur að byggingu síldarverk smiðju. Það var hreppsnefnd Hafn- arhrepps sem upphaflega vakti máls á byggingu þess- arar síldarverksmiðju, en svo dýrar framkvæmdir, eins og nú á að ráðast í við hafnar- gerðina, krefjast að sjálf- sogðu aukinna tekna fyrir hafnarsjóð og er litið á verk- smiðjuna sem veigamikinn aðila í því sambandi. Málinu var hreyft fyrst 1965 og þá kosin undirbúningsnefnd til að hrinda því af stað. Málið fékk þegar góðar undirtektir ráðamanna, en framkvæmda- áætlun fyrir það ár á vegum hins opinbera var þá fullráð- in. Við höfum hins vegar feng ið góðar undirtektir um að komast á framkvæmdaáætlun fyrir yfirstandandi ár. Bind- um við vonir við að málið fái farsælan endi og að verk- smiðjan geti verið tilbúin til starfa um næstu áramót. Hlutafélag hefir verið stofn að um verksmiðjuna, en hlut- hafar eru hreppsfélagið, kaup félagið og nokkrir einstakling ar. Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga er eigandi gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar og hefir stjóm þess fallizt á að hin nýja verksmiðja taki við þeim verkefnum, sem gamla verksmiðjan vann. Undanfarin ár hefir mikið magn síldar veiðzt tiltölulega skammt frá Hornafirði, eða í Breiðamerkurdýpi og undan Suðausturlandi. Hefir þessi síld verið flutt um langan veg framhjá Hornafirði og allt norður til Seyðisfjarðar og vestur á Faxaflóahafnar, á sama tíma og ekki hefir verið nema sem svarar þriggja tíma sigling til Hornafjarð- ar. Okkur finnst að sjálf- sögðu hart að hafa ekki getað látið okkar 5—6 síldveiðibáta leggja upp í sinni heimahöfn, heldur hafa þeir orðið að sigla framhjá um langan veg til að afsetja aflann. Þá virðist nú vera að hefj- ast nýir möguleikar til af- setningar loðnunnar, sem far- ið er að vinna í verksmiðjum. Loðnugöngur hafa frá ómuna- tíð verið miklar í Hornafirði og má eiginlega segja að hann hafi verið talinn heimkynni loðnunnar, enda fjörðurinn loft hreinlega fyllst af loðnu. Að öllu þessu athuguðu, treystum við því að þetta mikla hagsmunamál okkar, með byggingu síldarverk- smiðjunnar, hljóti náð þeirra sem mestu ráða um þessi mál og okkur takist að koma henni upp á þessu ári. Verksmiðjunni er þá ætlað það verkefni að vinna allan fiskúrgang, sem til fellur í okkar tiltölulega stóru ver- stöð, auk síldar, sem ávallt yrði tök að fá, svo og loðnu og annan feitfisk. Auk þess er hugsað að búa verksmiðj- una þannig að hún geti unn- ið þorskalifur, sem til fellur, en framleiðslan hefir komizt upp í 350 tonn af lýsi á ári. Bátar þeir sem gerðir hafa verið út frá Hornafirði og stunda vetrarsjósókn, eru 6 talsins af stærðinni frá 60— 150 tonn. Þrír minni bátar frá 25—55 tonn er ætlað að gera út með troll. Þar að auki eru nokkrir minni bátar sem stunda handfæraveiðar, þegar þess er kostur og fram á ver- tíðina kemur. Auk þess eru svo alla jafna nokkrir að- komubátar sem leggja upp á Hornafirði og þá einkum færafisk. Fiskverkunarfyrirtæki í landi eru hraðfrystihús, sem er eign kaupfélagsins. Einn- ig rekur það saltfiskverkun. Þá er nýstofnað hlutafélag um fiskverkun í salt og skreið og standa að því Tryggvi Sig- jónsson h.f. og Akurey h.f., en félagið keypti (hluta af eign um Einars Eiríkssonar kaup- Framhald á bls. 19 hefir verið unnið að undir- vandamálum okkar og þeim það magn numið 2500 til 3000 Við bryggju á HomafirSi. Vélskipið Gissur bvíti við bryggjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.