Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 27
Fimmludagur 10. marz 1966 MORGU N BLADIÐ 27 Nýjung í safnaðarstarfi Irskur námsstyrkur ÍRSK stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til náms við háskóla eða hliðstæða stofn- un á írlandi háskólaárið 1966 — 1967. Styrkfjárhæðin er 350 sterlingspund til kandidats, en 250 sterlingspund, éf styrkþegi hefur ekki lokið kandidatsprófi. Styrkurinn veitist til náms í írskri tungu, bókmenntun, sögu eða þjóðfræðum, eða í enskri tungu og bókmenntum. Umsóknir um sty.rk þennan sendist menntamálaráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjar- torg, fyrir 20. apríl n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt tvennum meðmælum og vottorði um kunnáttu umsækj- anda í ensku eða írsku. SÚ nýjung verður tekin upp í Nessókn, að unnendum söng- listar verður gefinn kostur á að stofna blandaðan kór innan sóknarinnar, Safnaðarkór Nes- sóknar. Aðalmarkmið þessa kórs yrði að æfa sönglög sér til ánægju og safnaðarstarfinu til eflingar. Þessi safnaðarsamkór mun að sjálfsögðu koma fram og flytja tónverk t. d. á kirkjukvöldum og við hátíðamessur, þó ekki oftar en svo, að kórfélögum finnist vel í hóf stillt. Þetta verður að öllu leyti sjálf boðastarf og kemur ekki á nokk urn hátt í staðinn fyrir skyldu- störf kirkjukórsins. Kn meðlim- um hans er vitanlega líka gefinn kostur á að gerast félagar í Safn aðarkórnum. Þið, eldri og yngri, konur og menn, sem viljið gerast stofn- endur að Safnaðarkór Nessókn- ar, getið gert vart við ykkur í síma kirkjunnar 16783 hvern virkan dag fx-á kl. 5 til 7 síð- degis eða komið til viðtals við organista kirkjunnar á miðviku- — Handbolti Framlhald af bls. 26 með í þessum leik, og markverð- ir liðsins nú áttu slæman leik, svo og það að þrír af máttar- stólpum liðsins, Sigurður Einars- son, Gunnlaugur Hiálmarsson og Guðjón Jónsson hafa staðið í ströngu að undanförnu — þeir léku allir báða leikina gegn Rúmenum um helgina — og e.t.v. verið farnir að kenna þreytu. Þeir voru þó — þrátt fyrir allt — beztu menn Fram í þessum leik, enda þótt enginn þeirra næði sínu bezta. Gylfi Jóhannesson skoraði mikið af mörkum en ætti að temja sér að hafa betri hemil á skotgleði sinni, því að oft og tíðum eyði- lagði hann upphlaup fyrir Frömurum ó örlagastundu með skotum út í bláinn. Mörkin skoruðu: Guðjón 6, Gylfi 5, Gunn laugur 4, Sigurður 3, Sigurberg- ur og Tómas 2 hvor og Frímann 1. KR-ingar komu nú tvíefldir til leiks — höfðu meira að segja sótt einn leikmanninn í raðir knattspyrnudeildarinnar, sem var Ellert Schram og sett í markið. Er skemmst frá þvi að segja, að hann varði eins og hetja, m.a. tvö vítaköst frá Gunn laugi. KR-liðið sýndi í þessum leik mjög sterkt varnarspil, tókst með öllu að drepa allt linu- spil Framara, og tókst furðan- lega að verjast langskotum þeirra Gunnlaugs og Guðjóns. í sókninni voru þeir Gisli og Karl atkvæðamestir, ásamt Reyni, sem lék ýmist úti eða inn á línu. Einnig voru þeir Sigurður Ósk- arsson og Pétur góðir, einkan- lega þó í vörn. Mörkin skoruðu: Karl 7, Reynir 4, Gísli 3, Sigurð- ur, Pétur og Guðlaugur 2 hver, og Halldór, ungur nýliði, 1. Dómari í leiknum var Valur Benediktsson og dæmdi hanp — vægt til orða tekið — mjög illa. dags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 8 til 10. (Frá Söngmálanefnd Nessóknar). Umsóknareyðublöð fást menntamálaráðuneytinu. (Frétt frá Menntamálaráðuneytinu). Aðalfundur Dagsbrúnar fyrir íxinu háa Alþingi og skorar á háttvirta alþingismenn að fella það.“ Á fundinum var lýst stjórnar- kjöri, sem fram fór í janúar sl. Framtooðsfrestur var útrunninn 14. janúar og hafði þá aðeins ein tillaga borizt um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins, tillaiga uppstillingarnefndar og trúnað- arráðs. Stjórn félagsins varð því sjálfkjörin, en hana skjpa: Formaður Eðvarð Sigurðsson, varaformaður Guðmundur J. Guðmundsson, ritari Tryggvi Emilsson, gjaldkeri Halldór Björnsson, fjármálaritari Kristj- án Jóhannsson, meðstjórnendur Hannes M. Stephensen, Tómas Sigurfþórsson, varastjórn Gunnar T. Jónsson, Pétur Lárusson, Andrés Guðbrandsson. (Fréttatilkynninig). AÐALFUNDUR Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar var haldinn í Iðnó sl. sunnudag. Formaður fé- laigsins Eðvarð Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar um starfsemi fé- lagsins á liðnu ári. Á starfsárinu •gengu 207 manns í félagið, en 51 félagsmaður lézt á árinu og heiðr uðu fundarmenn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Heildaraukning sjóða félagsins varð á árinu kr. 3.080.321,00, þar af varð tekjuafgangur Styrktar- sjóðs Dagsbrúnarmanna kr. 2.457.442,00. Bókfærðar skuldlausar eignir sjóða félaigsins námu í árslok 12,6 millj. króna, þar af er eign Styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna 7,4 millj. króna. Á árinu fengu 262 félagsmenn greiddar bætur úr Styrktarsjóði Dagsbrúnarmanna og námu þær samtals 1,7 milj. króna. Heildar- bótafjárhæðin hefur hækkað frá árinu áður um 34%. Að lokinni skýrslu formanns voru reikningar félagsins lesnir upp og samþykktir. Fundurinn samþykkti að ár- gjald félagsimanna fyrir árið 1966 skuli vera kr. 1000,00. Viðræður hafa farið fram milli fulltrúa Verkalýðsfélagsins Esju og Dagsbrúnar um sameiningu félaganna, en félagssvæði Esju nær yfir Mosfellssveit, Kjalar- nes og Kjós. Aðalfundurinn sam- Iþykkti fyrir sitt leyti að félögin sameinist og félagssvæði Dags- brúnar stækki þannig að það nái yfir félagssvæði Esju. Varðandi alúmínsamningana var eftirfarandi tillaga frá stjórn félagsins samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Verkamannafélags ins Dagsbrúnar, haldinn 6. marz 1966, lýsir yfir fullum stuðningi við ályktun miðstjórnar Al- þýðusamibands íslands varðandi fyrirhugaða alúmínverksmiðju í Straumsvík. Fundurinn skorar á alla al- þýðu að snúast einhuga gegn því, að erlend auðfélög nái tangar- haldi á atvinnurekstri á íslandi." Eftirfarandi tillaga frá Tryggva Emilssyni og Sigurði Guðnasyni var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum gegn 4: „Fundur í Verkamannafélag- inu Dagsibrún, haldinn í Iðnó 6. marz 1966, mótmælir eindregið frumvarpi því um bruggun og sölu áfengs öls, sem nú ligigur Keflvísku bitlarnir gáfu aðdáe ndum sínum af veikara kyninu eiginhandaráritun í Fálkanum í gær, jafnt á nýju hljómplöt- una, sem á handleggi stúiknan na, en slíkt er siður bítla við hátiðleg tækifæri. Ný hljómplata með bítlasöng ,,Hljóma" f GÆR var byrjað að selja hina nýju tveggja laga hljóm- plötu Hljóma, sem hljómplötu- fyrirtækið Parlophone gefur út, en það er sama fyrirtækið og gefur út hljómplötur Bítl- anna. Á hinni nýju plötu eru, eins og áður segir, tvö lög, og eru þau bæði sungin á ensku. Heita lögin „A Memory“ og „Once“. Reyndar hafa þeir Hljómamenn breytt heiti hljóm- sveitarinnar í tilefni þessarar plötuútgáfu, og kalla þeir sig á hljómplötunni „The Thorshamm- er“. I ("'gin tvö, sem á hljóm- plötunni eru hafa samið þeir Gunnar Þórðarson og Pétur Öst- lund. Plata þessi mun koma út í Englandi núna á föstudaginn 11. marz. Hljómar fóru til Englands núna í desembermánuði s.l. til þess að taka upp þessa hljóm- plötu, og þar dvöldust þeir þar í hálfan mánuð. Skrifuðu þeir þar undir tveggja ára samning við plötufyrirtækjasamsteypuna EMI, en eins og kunnugt er þá rekur það plötufyrirtækið Phar- lophone. Að undan firnu hafa þeir pi.lt- arnir í Hljómum staðið í nokkr- um stórræðum, m.a. mun vera væntanleg með þeim um mánað- armótin næstu kvikmynd, er nefnist því furðulega nafni „Umbarumbam,ba“. Mynd þessi hefur Reynir Oddsson tekið og er í henni bnxgðið upp mynduan af skemmtanalífi unga fólksins hér, svo sem sveitaböllum. o.fl. í þessari mynd syngja og leika Hljómar sjö lög, og er hljóm- plata með þessum lögum vænt- anleg á markaðinn, nokkru eft- ir að kvikmyndin hefur verið frumsýnd. Það er þriðja platan sem Hljómar senda frá sér, en hin fyrsta sem gerð er fyrir erl. markað. Hinar tvær fyrri komu út hjá SG-hljómplötum, og náðu miklum vinsældum hér, og má búast við að svo verði einnig um hina nýju hljómplötu þeirra fé- laga. Gangstéttir, malargötur og holræsi í Reykiavík 1966 Rangt föðurnafn í minningargrein í GÆR birtust í blaðinu minn- ingarorð um Guðlaugu Ragn- heiði Guðbrandsdóttur. Vegna mistaka var hún í fyrirsögn greinarinnar sögð Guðmundsdótt ir. Er beðizt velvirðingar á mis- tökunum. í FRAMHALDI fréttar blaðs- ins í gær um malbikun gatna, sem fyrirhuguð er á árinu 1966, er hér birt yfirlit um gangstéttir, malargötur, ný hverfi og holræsi. Kostnaður við áætlaða gatna- gerð 1966 er 101 millj. 660 þús., en við holræsagerð 57 millj. 490 þús. Hér fer á eftir framhald yfir- litsins. GANGSTÉTTIR Hellulögn í eldri borgarhverfum Framnesvegur, Nýlendugata, Holtsgata, Garðastræti, Bræðra- borgarstígur, Seljavegur, Lindar gata, Bergstaðastræti, Nönnu- gata, Baldursgata, Njarðargata, Óðinsgata, Freyjugata, Sjafnar- gata, Mímisvegur, Eiríksgata, Kárastígur, Rauðarárstígur, Þver holt, Hverfisgata, Laugavegur, Egilsgata, Bergþórugata, Njáls- gata, Flókagata, Karlagata Gunn arsbraut, Vífilsgata, Mánagata, Skeggjagata, Auðarstræti. Steyptar gangstéttir Kaplaskjólsvegur, Ægissíða, Hringbraut, Fornhagi, Dunhagi, Hjarðarhagi, Hofsvallagata, Eg- ilsgata, Leifsgata, Þorfinnsgata, Einholt Meðalholt, Stórholt, Skipholt, Brautarholt Háteigs- vegur, Stakkahlíð, Stangarholt, Reykjahlíð, Flókagata, Hamra- hlíð, Höfðatún, Hátún, Miðtún, Samtún, Nóatún, Steintún, Laugavegur, Suðurlandsbraut, Rauðalækur, Hallarmúli, Reykja vegur, Sundlaugavegur, Lang- holtsvegur, Laugarásv., Brúna- vegur. MALARGÖTGR Þjóðvegir í þéttbýli Elliðavogur (Kleppsv.—Skeið- arvegur). Kleppsvegur (Laugal.—Laug- arnesvegur). Kringlumýrarbraut (Laugav. —Borgartún). Miklabraut (Grensásv.—Suð- url.br., s. akbraut). Aðrar malargötur Reynimelur (Hagamelur—Hofs vallagata). Grenimelur (Reynim.—Hofs- vallagata). Eikjuvogur. Dugguvogur, norðan Snekkju- vogar. NÝ HVERFI Skildinganes, hlutL Fossvogur, hlutL Breiðholt, hluti. Ártúnshöfði og Árbær, iðnaS- arhverfi. ÝMIS HOLRÆSI Aðalræsi frá ÁrbæjarhverfL Rofabær, eftirstöðvar. Borgai-sjúkrahús, tengiræsL Borgartún. Ræsi frá Loftleiðahóteli. Eiðsgrandi. Stjörnubíó sýnir um þessar mundir amerísku kvikmyndina „Brostin framtíð“ (The L shaped room). Sagan hefur kom- ið sem framhaldssaga i Fálkanum og nefndist þar „Gluggi að götunni“. Með aðallilutverkin fara Leslie Caron, Tom Bell og Broch Peters.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.