Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 10. marz 1966 MORGU KBLAÐIB 17 Jón Sigurðsson cansf. theol frá Vopnafirði Leikritin „Hrólfur" og „Á rúmsjó“ hafa nú verið sýnd 13 sinnum á litla sviðinu í Lindarhæ við ágætar undirtektir og góða aðsókn. Næsta sýning verður á fimmtudagskvöld. Myndin er af: Margréti Guðmundsdóttur, Gunnari Kvaran, Sverri Guðmundssyni, Valdemar Helgasyni og Önnu Guðmundsdóttur í hlutverkum sínum. Dr. Jakob Jónsson: Bergmanns-myndin í Hafnarfirði F. 25. mara 1915. D. 24. febr. 1966. In memoriam. Fram með hug og hjartaprýði horfum beint á hverja þraut. Þreytum dug og þrek í stríði. Þá mun sigur krýna braut. Það var eitthvað ,sem helzt mætti að kjarnanum til fela í þessum ljóðlínum, sem í huga iminn kom, þegar mér barst and- látsfregn vinar míns Jóns Sig- urðssonar kennara. En hann hafði látizt skyndilega svo að segja við starf sitt síðustu daga í febrúar og verður kvaddur hinztu kveðju að eigin óskum á seskustöðvum sínum austur á Vopnafirði í dag. Þar vildi hann hvílast sem vaggan hafði verið. Öllum sem kynntust Jóni mun hafa orðið hann sérstæður og ógleymanlegur maður. Hann var sjálfstæður og stefnufastur og lét ógjarnan hlut sinn fyrir ör- lögum, sem mjörgum mundu hafa komið á kné og gjört óvirkan á yettvangi lífsbaráttunnar. En Jón trúði á Guð í alheims- geimi og Guð í sjálfum sér og trú flytur fjöll. Henni er allt mögulegt. „Sá getur allt sem trúna hefur“, sagði meistarinn mikli, og þau orð mun-u ekki missa gildi sitt, þótt ár og aldir liði. Jón var þannig. fatlaður frá fæðingu, að hann vantaði úpp- handleggi og hendur hans voru heldur ekki fullkomnar. En hann var námgjarn, fróðleiksfús og viljasterkur, og þannig tókst honum að ljúka prófum á löng- um námsferli, skila sínum skrif- uðu verkefnum líkt og aðrir, sem höfðu betri starfstækni, og miðla síðan öðrum af þekkingu sinni og lífsreynslu. Hann átti þá stórmennsku og þann bjarta metnað, að halda til jafns við heila og alskapaða að settu marki án þess að kvarta eða ætla sér ívilnanir og stuðn- ing, sem fötlun hans kynni að gefa honum siðferðislegan rétt til. f>að er ólíkt mannlegra en sá hugsunarháttur ,sem víða gerir nú vart við sig, og birtist í því að álíta sjálfsagt að krefjast og þiggja sem mest af „því opin- bera“ — af öðrum. Jón Sigurðsson var f.xddur 25. marz árið 1915 á Vopnafirði. Foreldrar hans voru hjónin Ó- ólafsdóttir frá Skálanesi við Vopnafjörð og Sigurður Vil- helm Benj amínsson beykir þar í þorpinu. Eru foreldrar hans lát- in fyrir löngu, en eina systur á hann á lífi þar eystra. Það má því segja, að ekki hafi hann til margra getað leitað stuðnings af vinum og vandamönnum, enda var honum annað fremur að skapi, það var að hjálpa sér sjálfux. Hann varð stúdent á Akureyri með fyrstu einkunn árið 1938, og lauk prófi úr Guðfræðideild Háskólans 1944 og prófi úr Kenn araskóla íslands 1949 Eftir það stundaði hann kennslustörf bæði í Reykjavík tímakennslu einkum í tungumál- um og svo við íþróttaskólann í Haukadal. Þá var hann nokkra vetur í Grímsey og síðan vest- ur á Skógarströnd og nú síðast í Þingeyrarhreppi í Dýrafirði. Við kennslustörfin eignaðist Jón vini, sem reyndust honum sumir tryggir og umhyggjusam- ir. Hann sýndi og mikla natni og vandvirkni við kennsluna eink- um þeim sem áhugasamir voru. En umfram allt var hann þakk látur þeim, sem á allan hátt tóku hann sem hraustan og heilan og gleymdu fötlun hans í virðingu fyrir andlegum þrótti hans bið- lund og sjálfstæði. Má vafalaust þakka þar mörgum, sem höfðu h'ann að kennara barna sinna og sýndu honum ásamt þeim virð- ingu og hlýðni. Það er vel gert nú á cfógum hraða og virðingar- leysis gagnvart öllu og öllum, þegar lítt er skyggnzt til innri raka og aðstæðna: „Því oft gerir heimskan og heimurinn sitt, og hugsar með augunum: Hvernig er það lítt“. . Auk kennslunnar fékkst Jón Sigurðsson nokkuð við þýðingar og munu þær í handriti en aðr- ar hafa verið gefnar út eins og Ást prinsessunnar eftir A. Hope og Útlagaerjur eftir Zane Grey. Ekki eignaðist Jón raunveru- legt heimili, en leigði sér her- bergi hér í borginni og var hér skráður. Hann kvæntist ekki. Hann var yfirleitt bjartsýnn maður og beizkja og öifund voru honum fjarlægir lestir. Oftast taldi hann alla vegi færa. Og einu sinni vildi hann gjarnan taka prestsvígslu, en mun hafa verið lattur þess með tilliti til verðandi sóknarbarna, sem mundu ekki sýna honum nægi- lega nærgætni og tillitssemi. Þegar keppnin var að synda 200 metrana, lauk Jón þeirri raun og var spurður, hvernig það hefði farið fram. En hann svaraði: „Ég veit það ekki, en ég komst einhvernveginn að sama marki og hinir." Líklega mætti telja þessi ummæli hans tákn- ræn um æviveg hans og ævi- starf. Hann komst að sama marki og hinir heilhentu og heilu. Hann sigraðist á óblíðum örlögum með trú og hetjudag. Hann var hetja. Vonbrigði og raunir bar hann einn, en bætti ekki byrðum á aðra. Og hann þáði stuðning vináttunnar, en meðaumkun annarra var honum ógeðfelld, vakti óbeit hans. Eigi nokkur skilið heiðurs- kranz eða heiðursmerki fyrir þol og þrek í stríði, þá ætti hann það. Voinandi veitist það líka á einhvern hátt, þar sem hin mikla náð metur rétt um manna hug og vilja. Vertu nú sæll kæri vinur, og hafðu hjartans þökk mína, og konu minnar fyrir samfylgdina, tryggðina við okkur um fjölda mörg ár. Ég fór til þín sem ung- lingur, í enskutima, fyrir 20 ár- um, og síðan stóð okkar kunn- ingsskapur óslitið, Mí trúum við vinir þínir, að nú fáir þú end- urgjald alls þess er þú máttir líða hér í þessari jarðvist, þó að möglunarlaust væri frá þinni hendi. H. Jónasson. Afhendir trúnaðarbréf Herra José R. Saravia, sem undanfarið hefir verið sendi- herra Argentínu á íslandi, af- henti í gær forseta íslands trún- aðarbréf sitt sem ambassador Argentínu á Islandi við hátíð- lega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. (Frá skrifstofu Forseta ís- lands). MIG LANGAR til að vekja at- hygli á kvikmynd, sem verið er að sýna í Hafnanfjarðarbíó. Það er Bergmanns-kvikmyndin „Kvöldmáltiðargestir". Sé efni hennar endursagt með almenn- um orðum, er það hvorki stór- fenglegt né óvenjulegt. En auga snillingsins skynjar í hversdags- legum atvikum hin dýpstu lífs- sannindi og birtir þau í mjmd- um, sem orka á huga leikhús- gesta, ekki sízt vegna þess, að vandamálið er sígilt, og senni- lega ekki til sá einstaklingur, sem ekki kannast við það úr eigin reynslu. Hvað er sárara en hinn leyndi einstæðingsskapur mannssálarinnar, þegar hún finnur ekki snertingu sína við guð eða aðra menn? Það er hægt að ypta, öxlum yfir presti, sem kennir sig munaðarlausan, vegna þess, að „guð þegir“. Og það þykir heldur ekkert tiltökumál, þó að ung stúlka, sem hvorki er fríð né glæsileg, fái ekki endur- goldna ást sína, og reyni að svala sér með yfirdrifinni um- hyggjusemi. Eða maðurinn, sem dylur með sér óttatilfinningu og þunglyndi, sem hann ímyndar sér, að standi í sambandi við heimspólitíkina, en er síðan knúinn af sjúkleika sínum til sjálfsmorðs? Eða organistinn, sem enga svölun fær í því að spila í tómri kirkju, og leitar á vit pytlunnar, af því að það er of seint að flýja burt úr hér- aðinu? Eða bæklaði meðhjálpar- arinn, sem einn virðist skilja, hvemig hin gífurlega kvöl og þjáning einstæðingsins birtist i ópi Krists á Golgata? Er það ekki lífsskilningur þessa bækl- aða manns, sem horfist í augu Franskur námsstyrkur RÍKISSTJÓRN Frakklands býð- ur fram tvo styrki handa íslend- ingum til háskólanáms í Frakk- landi námsárið 1966 — 1967. Styrkirnir nema hvor um sig 480 frönkum á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eigi síðar en 10. apríl n.k., og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis. (Frétt frá Menntamálaráðuney tinu). við þjáninguna, og reisn hinnar vanfæru móður, sem gengur hi'klaust inn til barnanna sinna til að tilkynna þeim lát föður þeirra við kvöldmáltíðarborð fátæks heimilis — er það ekki þetta tvennt, sem veldur því, að presturinn gerir ekki messufall, heldur gengur fyrir altarið, og þrátt fyrir „þögn Guðs“ lætur hljóma út yfir þögn tómrar kirkju hin fornhelgu orð: „Heil- agur er Drottinn allsherjar. Öll jörðin er full af hans dýrð“. Snilli höfundarins kemur méð- al annars fram í því, að hann skilur við bíógestina með spurn í huga. Sumir kvikmyndahöf- undar hefðu vafalaust' fallið fyr- ir þeirri freistingu að láta prest- inn og kennslukonuna eigast, lifandi og kjarkmikla trú þeirra rífa allan söfnuðinn úr doðan- um, og organistann fá tækifæri til að stjórna stóreflis söng- flokki — en Bergmann kann tökin á því að enda kvikmynd án þess að stofna til súkkulaði- gerðar. Meðal leikaranna er það Ingrid Thulin, sem gripur áhorf- andann sterkustu tökum. Hún verður fögur í ófríðleik sínum. Mynd prestsins er eftirtektar- verð, 'hins fríða og karlmann- lega manns, sem hefir öll ytri ísafirði, 8. marz: — NÝTT iðnfyrirtæki hefir fyrir skömmu tekið til starfa á ísa- firði. Er það Vestanplast h.f. og hefir það fyrir nokkru hafið framleiðslu á plastflotum fyrir síldarnætur. Vestanplast hefir gert allmikl ar tilraunir á undanförnum mán uðum um gerð og lögun á heppi- legum flotum fyrir síldarnætur og hefir notið aðstoðar frá berzka stórfyrirtækinu Imperial Chemical Industries, en frá því fyrirtæki kaupir Vestanplast Polythene-efnið, sem notað er í þessi flot. Þessi nýju síldarflot eru steypt í mótum við mikinn hita og með snúningi, þar sem miðflóttaaflið þrýstir efninu út í mótið, og eru flot þessi algerlega samskeyta- laus. Er þá síður hætta á því að brestir verði á flotinu. Flot þessi eru gefin út fyrir að þola þrýst- einkenni styrkleikans, en inni fyrir dylur kvöl munaðarleys- ingjans, og á ekkert að gefa öðr- um, nema það, sem kirkjan hefir lagt honum á varir — orð, sem ekki ná til hans sjálfs. Og hyers vegna heitir myndin „Kvöld- máltíðargestir“? Er það ekki sökum þess, að andstæðurnar verða máttugri -við það, að safna saman við einingarmáltíð drott- ins þessu fólki, sem undir niðri er að strita við að ná hvað til annars, en finnur þó ekki and- svar við þrotlausri spurningunni — „hví hefir þú yifirgefið mig?“ Myndin er listaverk. Atvikin koma eitt af öðru á þann hátt, að athyglin helst vakandi frá upp- hafi til enda — og spurnin held- ur áfram, eftir að „tjaldið fell- ur“. Einlhver spurði, hvort þessi mynd væri ekki um trúmál. En hvað eru trúmál? Er það trúmál eða er það ekki trúmál, þegar einstæðingsskapurinn grípur mannssálina svo sterkum tökum, að hún getur ekki verið ein —■ getur ekki hrópað enda- laust, án þess að finha andsvar. Hvað sem öðru líður, er þetta kvikmyndin um manninn, eins og hann er í dag, — og hefir ef til vil'l alltaf verið. Jakob Jónsson. ing á 40 faðma dýpi. Plastflot af þessari gerð voru reynd í vetur á vs. Guðrúnu Jónsdóttur frá ísafirði. Voru um 200 flot sett á nótina og hafa verið í notkun um þriggja mán- aða skeið og reynzt mjög vel. Verð á þessum flotum frá Vestanplasti er talið fyllilega samkeppnisfært við aðrar gerðir og full framleiðsla á þeirn er nú hafin og afkastar verksmiðjan um 400 flotum á dag. í undirbúningi er framleiðsla á samskeytalausum plastflotum fyrir þorskanet, sem eiga að þola þrýsting á 100 faðma dýpi, en við tilraunir hafa slík flot þolað þrýsting allt niður á 268 faðma dýpi. í stjórn Vestanplasts h.f. eru Jón Þórðarson, Baldur Jónsson og Finnur Th. Jónsson, en fram kvæmdastjóri er Guðfinnur Magnússon. — H. T. Vestanplast íram- leiðir ný nótaflot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.