Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 10. marz 1966 Frá skólamálaráðstefnunni í Hagaskóla. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, setur fund í gær. Lokið er ráðstefnu skólastjóra og yfirkennara um skólamál Alvarlegar launa- deilur í Svíþjóð - Yfirvinnubarin gengur í gildi á morgun ÞRTGGJA daga ráðstefnu skóla- stjóra og yfirkennara i barna- og gagnfræðaskólum Reykjavík- ur ’auk í gær. Hún var haldin í Hagaskólanum og m.a. fluttu þar erindi tveir Þjóðverjar, sem komu til landsins á vegum Efna- hagsstofnunarinnar, sem um þess ar mundir vinnur að áætlanagerð um skóla- og menntamál. Að ráðstefnunni stóðu Skóla- stjórafélagið í Reykjavík og Fræðsluskrifstofa borgarinnar og fjallaði hún um ýmsa þætti skólamála, sem efst eru á baugi í dag. Hliðstæð ráðstefna var hald- in fyrir nokkrum árum og þá var fenginn norskur frummæl- andi. Á ráðstefnunni nú fluttu er- indi dr. Wolfgang Edelstein og dr. Klaus Bahr. Edelstein talaði alla dagana og var fyrsta erindi hans um skólann og samfélagið, þá breytingar í skólakerfinu og loks visindarannsóknir í skóla- starfi. Kópavogur DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi. Eftirtalin númer hlutu vinning: Sófasett nr. 265, sjón- varp nr. 371, þvottavél nr. 878, ferð með Gullfossi til Kaup- mannahafnar nr. 1388 og hræri- vél nr. 2144. Vinninganna má vitja í skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Borgarholtsbraut 6, sími 40708. Slökkviliðið á ferð í gærkvöldi SLÖKKVILIÐIÐ var tvisvar kvatt út í gærkvöldi, en annað útkallið reyndist vera gabb. Ekki hefur enn náðst í sökudólg inn. Kl. 19:05 var slokkviliðið kvatt að Bókasafni Reykjavíkurborgar að Sólheimum 27. Reyndist þar hafa kviknað í Ijósastæði. en eldurinn var lítilfjörlegur og sviðnaði aðeins í kringum ljósa stæðið. Þurfti aðstoðar slökkvi- liðsins ekki.með, er það kom á vettvang. Klukkustund síðar var sjúkra- flutningur. Hafði kona hrasað illa á götu. Konan sem heitir Guðbjörg Andersen til heimilis að Víðimel 38 var þegar flutt á Slysavarðstofuna og þaðan á Landsspítaiann. Dr. Klaus Behr, sem er hag- fræðingur, flutti erindi fyrsta daginn og nefndi hann það menntun og hagþróun. Annan dag ráðstefnunnar flutti einnig erindi Ragnar Ge- orgsson, skólafulltrúi, og fjall- aði það um nýja starfshætti í bandarískum skólum og sýndi fyrirlesari kvikmynd með erindi sínu. Alla þrjá daga ráðstefnunnar voru umræður að framsöguer- indum loknum og fyrirspurnuim svarað. Ráðstefnunni stjórnaði Jón- Fjárhagsáætlun Húsavíkur BÆJARSTJÓRN Húsavíkur sam þykkti á fundi sínum 2. marz sl. Niðurstöður fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs á greiðsluyfirliti er 16.940,000, sem er 14% hækkun frá 1965. Útsvör eru áætluð kr. 9.373.000 og hækka um 18%. Að stöðugjöld eru áætluð kr. 2.650.000 og hækka um 15%. Aðr ar tekjur hækka um 18%. Rekst ursgjöld eru áætluð kr. 13.365.000 og hækka um kr. 2.521.000. Þar af er hækkun til verklegra fram- kvæmda kr. 817 þús. Alls er var ið til verklegra framkvæmda og eignaaukninga 7,6 milljónir. — Helztu gjaldaliðir eru sem hér segir: Félagsmál og tryggingar kr. 3.417 þús. Skólar og menningarmól kr. 2.212 þú.s Götur og ræsi og skipulags- mál kr. 3.571 þús. Heilbrigðis- og hreinlætis- mál kr. 1.080 þús. Afborganir lána og vextir ' kr. 1.993 þús. Eignaaukningar kr. 1.993 þús. Á sama fundi voru einnig af- greiddar fjárhagsáætlanir bæjar fyrirtækja og eru ráðgerðar verklegar framkvæmdir á veg- um bæjarsjóðs og fyrirtækja 1966 áætlaðar 13,3 milljónir. Góður afli á Skaga Akranesi 9. marz. Þorskanetabátar fimm að t|>lu lönduðu hér í gær samtals 68 tonnum. Aflahæstur var Skírn- ir með 29 tonn, Ólafur Sigurðs- son 16 tonn, Haförninn 11, Höfr- ungur I 8 tonn og Rán 4 tonn. 3.000 tunnum af loðnu lönd- uðu tveir bátar hér í morgun, Óskar Halldórsson 1900 tunnum og Höfrungur III 1100 tunnum. Nú er hann á sunnan suð-vest- an úti á miðum og ókyrrð í sjó- inn, þungavindur úti en tiltölu- lega lygnt í landi as B. Jónsson, fræðslustjóri Reykjavíkurborgar, og Guðrún Helgadóttir, formaður Skóla- stjórafélagsins, en hana sátu einnig Helgi Elíasson, fræðslu- málastjóri, og Magnús Gíslason, námsstjóri gagnfræðastigsins í Reykjavík. Jónas B. Jónsson, fræðslumála- stjóri, tjáði Morgunblaðinu, að skólamenn væru sér vel meðvit- andi í dag um nauðsyn þess að fylgjast vel með þróun skóla- mála í nágrannalöndum okkar. Sýndi aðsóknina að ráðstefnunni þetta gjörla, því hún hefði verið um 100%. Kvaðst Jónas þess fullviss, að ráðstefnur sem þessar yrðu fleiri og fleiri í náinni framtíð, enda hefðu þær tvær, sem þegar hefðu verið haldnar, gefið mjög góða raun. FULLTRÚARÁÐ Sambands ísl. sveitarfélaga heldur fund í Reykjavík fimmtudaginn 10. og föstudaginn 11. marz nk. Fund- urinn verður í fundarsal borgar- stjórnar Reykjavíkur að Skúla- túni 2. Hefst hann kl. 10 árdeg- is á fimmtudag og lýkur síðari hluta föstudags. •— Ávörp flytja Eggert G. Þorsteinsson, félags- málaráðherra og Geir Hallgríms son, borgarstjóri. Á fundinum verða flutt þrjú erindi: Jónas H. Haralz forstjóri Efnahagsstofnunarinnar flytur erindi um byggðaáætlanir, Hjálmar Blöndal, hagsýslustjóri Reykjavikurborgar um hagsýslu mál og Jón Jónsson, jarðfræðing ur um neyzluvatn og vatnsból á íslandi. — De Gaulle Framhald af bls. 1. gera í málinu fyrr en öll með- limaríki NATO hafi haft nægan tíma til að kynna sér það. Bandaríski þingmaðurinn Ja- cob K. Javitz, Republikani frá New York, sagði í öldungardeild inni á miðvikudag. að nauðsyn- legt væri fyrir NATO-ríkin að hefja nú þegar undirbúning að því, að flytja aðalstöðvar sam- takanna frá Frakklandi, til Bret lands, Hollands eða Belgíu. — Javitz lagði áherzlu á að Banda ríkin yrðu að vinna að eflingu Atlantshafsbandalagsins, hvort sem Frakkland yrði áfram með- limur eða ekki. Stokkhólmi, 9. marz — NTB ALVARLEGAR launadeilur hafa staðið yfir í Svíþjóð að undanförnu og á þriðjudag sl. sögðu allmörg aðildarsam- bönd sænska Alþýðusam- bandsins upp samningum. — Sambönd þessi höfðu áður tilkynnt, að frá og með föstu- degi nk. mundi ganga í gildi yfirvinnúbann, ef samningar við atvinnurekendur næðust ekki fyrir þann tíma. I dag, fimmtudag, munu fulltrúar atvinnurekenda koma saman til að taka afstöðu til yfir- vinnubannsins. Þar sem yfir- vinnubann verður mjög baga legt fyrir ýmsar framleiðslu- greinar, er talið að til greina geti komið, að atvinnurekend ur láti hart mæta hörðu og setji á algjört verkbann í á- Dregið í happ- drætti 8RA HJÁ bæjarfógetaemibættinu á Akureyri hafa verið dregin út vinningsnúmer í Skyndihapp- drætti S.R.A. Eftirtalin númer hlutu vinning: Nr. 698 far til Kaupmanna- hafnar og vikudvöl. Nr. 840 far til Kaupmanna- hafnar og vikudvöl. Handhafar vinningsnúmera vitji vinninga sinna hjá Ferða- skrifstofunni SÓGU á Akureyri, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar um ferðirnar. Stjórn sambandsins leggur fyr ir fundinn allmörg mál. Þar á meðal er áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um stækkun sveitarstjórnarumdæma, tillögur um breytingar á lögum sam- bandsins, frumvarp til laga um Lánasjóð sveitarfélaga, rætt verður um frumvarp til laga um Lánasjóð sveitarfélaga, rætt verður um frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnalögum, um aðstöðugjöld og landsútsvar síldarverksmiðja og fleiri ríkis- fyrirtækja, auk venjulegra fund arstarfa, skýrslu stjórnar, sam- þykkt ársreikninga og fleira. kveðnum starfsgreinum. Sáttanefnd, skipuð af stjórn- inni, hefur gert ítrekaðar til- raunir til að leysa deiluna, en hvorugur deiluaðilinn hefur viljað láta sig. Sáttanefndin gafst algjörlega upp fyrir viku, en stjórnin bað aefndina að sitja áfram og skerast í leikinn, ef í ljós kæmi, að deiluaðilar vildu halda viðræðum áfram. Nú er beðið eftir því með óþreyju aS sáttanefndin taki til sinna ráða, áður en yfirvinnubannið skelli á. Talið er að alvarlegt ástand muni skapast strax í næstu viku ef atvinnurekendur ákveða að setja á verkbann. Yfirvinnu- bannið mun hafa alvarleg áhrif á margar atvinnugreinar, eink- um skógarhögg, trjávinnslu og efnaiðnað landsins. Þótt yfir- vinnubannið eigi ekki að ganga í gildi fyrr en á föstudag, hafa allmargir starsfmenn hjá trjá- vinnustofnunum neitað að vinna yfirvinnu. Launadeilan í Sví- þjóð hefur valdið ýmsum erlend- um aðilum áhyggjum, því ef hún leysist ekki' innan skamms er talið öruggt að Svíþjóð geti ekki staðið við gerða samninga um sölu á trjávörum og ýmsu hrá- efni. Ný stjórn í Félagi f rímerk j asaf nara NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur í Félaigi Frímerkjasafnara og ný stjórn kosin samkvæmt lö'g- um þess. Formaður var kjörinn Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og meðstjórnendur þeir Jónas Hall- grímsson, Sigurður P. Gestsson, Sigurður Ágústsson og Þórarinn Ókarsson. Hin nýkjörna stjórn hefur þegar haldið stjórnarfundi og skipulagt starfsemina á kom- andi mánuðum og hefur félagið ýms ný áform á prjónunum. Félag Frímerkjasafnara sem starfað hefur í hart nær tíu ár, beitir sér fyrir frímerkjasöfnun almennt og þá ekki sízt hjá uniglingum svo og hjá öðru fólki sem nýbyrjað er söfnun frí- merkja, ef ske kynni að þessi vinsæla tómstundaiðja gæti hvatt það til heil'brigðs lífsstarfs og tii frekari þekkingar á tungumála-, sögu-, þjóðfélaigs-, náttúrufræði- og tæknikunnáttu auk alls ann- ars, sem frímerki hinna mörgu landa gefa myndir af, enda hef- ur félagið í þessu sambandi opna skrifstofu að Amtmannsstíg 2 'hér í borg hvert miðvikudags- kvöld, þar sem fólk getur femgið leiðbeiningar og allar upplýsing- ar sem við koma frímerkjasöfn- un. (Frá Félagi frímerkjasafnara). Kominn var útsynnimgur sums staðar snjómugga. með skúrum og éljum um Útlit var fyrir, að lægðin sunnan- og vestanvert landið vestan við landið mundi verða um hádegið í gær og hiti þar á svipuðum slóðum og valda 1—3 stig, en norðaustan lands áfram éljagangi í dag. var SA-gola, vægt frost og Fulltrúaráðsfundur Sam bands ísl. sveitarfélaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.