Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. marz 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 "v ÚR ÖLLUM ÁTTUM Stofnfundur félagsins var haldinn á ísjaka úti á Elliðavogi, Froskmannafélagið Syndaselir við höfum náð í, og síðan þreifað okkur áfram. Er ekki kalt að kafa hér við ísland? — Búningarnir eru svo hlýir, að það finnst ekki, en aftur á móti er oft æði kalt að fara úr honum. Að lokum sagði Ólafur: — í félaginu eru engar reglur né ákvæði og geta allir áhuga froskmenn og þeir sem hafa áhuga á að kynna sér köfun gengið í það. Útgjöld eru eng in, og þetta er eingöngu gert til að skapa mönnum betri aðstöðu til köfunar. SL. SUNNUDAG stofnuðu nokkrir ungir áhugamenn um froskköfun með sér félags- skap. Var stofnfundurinn haldinn á ísjaka úti á Elliða- vogi. Ljósmyndari Mbl. kom á staðinn fyrir tilstilli lögregl- unnar ,sem hafði verið til- kynnt að börn væru að fara sér að voða á Elliðavogi. Náði hann nokkrum mynd- um af þessum einstaka stofn- fundi. Mbl. náði tali af formanni félagsins Ólafi Tynes Jóns- syni, og spurði hann um til- drög þessarar nýstárlegu fé- lagsstofnunar. — Köfun er að verða mjög vinsæl íþrótt hér á landi, en við höfum verið að gutla þetta tveir og tveir saman, og stund um hitt aðra út um hvippinn og hvappinn. Er við sáum að við vorum orðnir nokkuð margir, náðum við saman, og ákváðum að stofna með okk- Aðalsyndaselurinn Ólafur Tynes ur félag, og skírðum það „Syndaseli“. Hver er tilgangur þess? — Við erum tíu, sem stofn- uðum félagið, og þegar við erum orðnir þetta margir eigum við auðveldara með að hrinda í framkvæmd ýmsu sem við höfum áhuga á, t.d. að taka báta á leigu til lengri köfunarferða, leita að skips- flökum o. fl. Er ekki dýrt að koma sér upp útbúnaði? — Góður búningur kostar 15—16 þúsund krónur, og það borgar sig ekki að horfa of mikið í aurinn, þegar öryggið er annarsvegar. Hafið þið fengið einhverja tilsögn í köfun? — Nei, yfirleitt ekki, en við höfum lesið allt um þetta, sem '■ 'vx sér í hafið’. Einn syndaselanna dengir (Sv. Þorm. tók myndirnar með 400 mm aðdráttarlinsu). JcShcinn Hjálmarsson: Fundurí 1 FEBRÚARLOK koma helstu rithöfundar og bók- menntamenn Spánar saman í bænum Baeza til að hylla minningu skáldsins Antonio Machado. Machado fæddist árið 1875 og dó í útlegð fyrir tuttugu og sjö árum. Antonio Maohado er al- mennt viðurkenndur sem mesta ljóðskáld Spánar á þess ari öld, lærisveinar hans hafa verið í tölu fremstu skálda Spánar, og ung skáld líta á hann sem hið bjarta ljós á myrkum vegi. Machado var skáld Kastilíu fyrst og fremst, landslag hans er hið ein- manalega og þurra landslag hásléttanna. Ungur missti hann konu sína, sem hann unni mjög. Eftir það var hann skáld sorgar og trega, reikaði um einn og særður, og faim sér hvergi huggun nema í minningunni um eig- inkonuna. Hann var ágæt- lega menntaður maður, ferð- aðist töluvert, m.a. til París- ar, og kynntist þar því sem var efst á baugi í heimspeki og bóikmenntum. Á Spáni fékkst Machado við frönsku- kennslu. Antonio Maohado er af margra dómi talinn mun al- þjóðlegra skáld en García Loroa. Það er engin tilvilj- un að verk hans vekja æ meiri hrifningu, ekki aðeins á Spáni, heldur um allan heim. Seinustu árin, sem hann lifði breyttist skáld- skapur hans í samræmi við lífsskoðunina. Hann var ein- lægur lýðveldissinni, og vildi að skáldskapur sinn yrði líka vopn í baráttunni fyrir nýj- Baeza um þjóðfélagsháttum á Spáni. Það var aldrei á huldu hvar Antonio Machado stóð, en samt voru örlög hans ekki valin sem tákn fyrir ósigur lýðveldismanna, heldur örlög hins unga Lorca, sem aldrei stefndi orðum sínum gegn fas istum. Það hlýtur að teljast tákn- rænt fyrir stoðu bókmennt- anna á Spáni um þessar mundir, að stjórnin skuli leyfa fundinn í Baeza, og verk Antonio Machados skuli vera fáanleg í öllum bóka- verslunum. Það virðist nefni- lega ekki vera um eins mikl- ar þvinganir að ræða í spænsku menningarlífi og margir Francohatarar erlend- is vilja halda fram. Stjórnin hefur tekið nokkuð frjáls- lynda afstöðu, að minnsta kosti á yfirborðinu. Dæmið um Carlos Alvarez sannar ekkert annað en það að hon- um hefði alls staðar verið stungið í dýflissu ,ef hann hefði gert sig sekan um sama athæfi: móðganir og svívirð- ingar í garð háttsettra valda- manna. Carlos Alvarez var ekki stungið inn fyrir það eitt að yrkja á móti stjórn Francos, heldur fyrir það að hann hagaði sér strákslega. Ef fangelsa ætti öll sikáld, sem stjórnin veit að eru and- snúin stefnu Falangistaflokks ins, og sem ort hafa ýmist í dulrænum rökkurmyndum eða beint og opið gegn þjóð- arleiðtoganum, væri hætt við að lítið væri um bókmennta- lif á Spáni. Stjórnin virðist aftur á móti hafa snúist gegn þessum vanda sínum á þann skynsamlega hátt að loka öðru eyranu, og vinna þann- ig skáldin á sitt band eða mýkja raddir þeirra. í bókabúðum á Spáni er hægt að fá keyptar bækur róttækra skálda og meira að segja eru til hljómplötur með upplestri þeirra. Ljóð Bert- olts Brechts eru til sýnir í gluggum verzlana, og þegar bókin er opnuð blasa við hin kommúnistísku ljóð hans á hreinni spænsku. Hvað segja hin vinstri sinnuðu dagblöð á vesturlöndum við þessu, blöð sem reyna að telja les- endum, sem eru að vonum fáfróðir um spænsk málefni, trú um að García Loroa sé bannaður á Spáni. Þessum blöðum er auðvitað vorkunn, því þau verða að reyna að sanna að ástandið sé einhvers staðar á vesturlöndum að minnsta kosti jafn slæmt og í Sovétríkjunum. En þar bregst þeim bogalistin. Spænska stjórnin hefur aldrei ráðist gegn lifandi bókmenntum á sama hátt og Sovétstjórnin. Bækur hafa ekki verið baim- aðar á Spáni fyrir það að þær væru nútímabókmenntir, rit- skoðuin hefur aðeins tekið í taumana þar sem höfvmdarn- ir hafa vegið beint að ríkis- stjórninni og kirkjunni. En sem betur fer hefur það ver- ið þessum höfundum auðvelt að fá bækur sínar útgefnar í Frakklandi. Og ég hef ekki orðið var við annað en fólki væri frjálst að lesa þær bæk- ur, sem því langaði til á Spáni, Því má kannski skjóta hér inn fyrir þá sem ekki vita, að á Spáni er tvenns- konar ritskoðun, kirkjan hef- ur sína ritskoðun og stjómin sína. Kirkjunnar menn eru miklu harðari og vekja meiri ógn en fulltrúar stjórnarinn- ar. Ef ætti að fara að telja upp alla þá ungu höfunda, sem ort hafa ádeiluljóð gegn spænsku ríkisstjóminni, yrði það of löng og þurr upptaln- ing. Frægastir þeirra eru Gabriel Celaya, José Hierro og Blas de Otero. Otero (f. 1916) hefur fengið spænsk bókmenntaverðlaun fyrir ljóð sín. Og hann er ekki myrkur í máli, en aldrei jafn ung- gæðislegur og Carlos Alvar- ez. Hann er mjög snjallt ljóð skáld, var upphaflega kaþ- ólskur og er það sennilega enn. Ljóð hans vitna um trú- arlega baráttu og efasemdir, sem tæplega geta ásótt aðra en kaþólikka ,en þeim • er greinilaga stefnt gegn spænsk um stjórnarháttum nútímans. Blas de Otero er í miklum uppreisnarham, bæði gegn sjálfum sér og mannlífi á vesturlöndum yfirleitt. Aðdá- unarverð hreinskilni hans er alltaf klædd í listrænan bún ing. Þessar ljóðlínur eru einkennandi fyrir hann: Þeir leyfa engum að sjá það sem ég yrki vegna þess að ég yrki um það sem ég sé. Otero kallar Spán „blóð- ugan hæl vesturlanda“. Ég veit ekki til þess að hann hafi lent í fangelsi fyrir þetta. Þær bækur hans sem hvað hatrammastar eru í.garð rík- isstjórnar Spánar, hafa verið prentaðar í Paris með spænsk um og frönskum texta hlið við hlið. þg hef heyrt að hann komi stundum til Spánar frá París, þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Ungir spænskir skáldsagna höfundar geta fæstir talist á- kafir vinir ríkisstjórnarinnar. Þeir sækja sér margir yrkis- efni í líf alþýðufólks, eða deila „ á hið ljífa líf“ yfir- stéttanna á baðströndunum. Þekktastur þessara höfunda er sennilega Juan Goytisolo, fæddur 1931 í Barcelona. Á Spáni, og þá einkum 1 Kataloníu, hefur rutt sér til rúms einhverskonar nýr raun sæisstíll í skáldsagnagerð. Minningin um hina blóði drifnu tíma borgarastyrjald- arinnar er alltaf nálæg í þess- um skáldsögum. Fáir skáld- sagnahöfundar hafa gert ógn- um borgarastyrjaldarinnar betri sikil en Ana Maria Mat- ute. Það er mikið um að vera í spænskri skáldsagnagerð, nýir höfundar koma fram, og kunna margir hverjir vel til verks. Spænska stjórnin hefur sýnt og sýnir enn mikil klók- indi með því að leyfa hæfi- lega ádeilu i sinn garð á Spáni Það er í anda þeirrar stefnu að fundurinn í ,Baeza er leyfður. Minningu hins mikla skálds Antonio Mach- ado er ekki hægt að þurrka út. Það verður heldur ekki' auðvelt að þagga þær raddir, sem hljómmestar eru í hópi spænskra skálda. Það hlýtur að vera mjög erfitt hlutskipti að vera rit- höfundur í ríki, þar sem hin stjórnmálalega spenna er jafn mikil og á Spáni. En auðvitað fá þeir menn kær- komið tækifæri, sem mest er í mun að vekja á sér athygli með reiðilestri einum saman, en hafa gleymt því að hlut- verk rithöfundar er að skapa bókmenntir. Slíkir menn eru ef til vill þakklátir valdhöf- um, sem varpa þeim í fang- elsi, því oft og tíðum verð- ur það til að bjarga nöfnum þeirra frá gleymsku að þola píslarhætti. Framtíð spænsks skáldskap ar er undir því komin að hin óánægðu skáld fái að tala út, svo þau geti snúið sér fyrir alvöru að viðfangsefn- um, sem ekki varða einjjingu tímabundið þjóðfélagslegt á- stand. Barcelona í febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.