Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 10. marz 1966 MORGU NBLAÐIÐ 19 —Alþingi Framhald af bls. 8 trr. Mætti nefna sem dæmi, að áður hefðu raflínur verið tveggja víra, en nú væri farið að leggja línur með einum vír. Þau atriði sem kæmu fram að leggja línur með einum vír. Þau atriði sem kæmu þannig fram hlytu að ráða nokkru um það hvar ætti að setja mörkin milli samveitna og dieselstöðva. 1 Nauðsynlegt væri að raforku- framkvæmdir fylgdu öðrum framkvæmdum og mætti t.d. nefna Rauðasandshrepp, þar sem nú væri verið að byggja barna skóla, þar væri barnaheimilið að Breiðuvík og þriðji stærsti flug- völlur landsins. Einstætt væri, að í slíku byggðarlagi þyrfti að koma rafmagn og það með hag- kvæmari leiðum en frá diesel- stöðvum. Það byggðist á þeirri skoðun að rafmagn frá diesel- stöðvum væri ekki sambærilegt við rafmagn frá samveitum. Raf magn frá dieselstöðvum væri ekki stöðugt, vélarnar væru ekki keyrðar alltaf, og menn nytu ekki nema hluta þeirra þæg- inda, sem rafmagnið skapaði. Þingmaðurinn sagði, að þegar gerður væri samanburður á kostnaði sem skera ætti úr um rafmagn frá samveitum eða dies elstöðvum yrði að sjálfsögðu að gæta margs. Kæmu þar t.d. til örar afskriftir á dieselvélum, að drættir á olíu o. fl. Spurningin væri sú ,hvort ekki gæti verið þjóðhagslega hagkvæmara að rafvæða sveitirnar frekar en gert hefði verið með rafmagni frá samveitum. Að lokum sagði Þorvaldur, að hann vænti þess, að tillaga þessi fengi góða af- greiðslu og að árangur hennar gæti orðið sá, að hrint yrði í framkvæmd ýmsum aðkallandi verkefnum í raforkumálum Vest fjarða. Sigurvin Einarsson (F) tók undir með Þorvaldi Garðari Kristjánssyni að mikil nauð- syn væri þess að hreppur sem Rauðasandshreppur fengi sam- veiturafmagn, og víst væri að það hefði verið rík- inu miklu dýr- ara að reka barnaheimilið í Breiðuvík fyrir það að samveitu rafmagn var ekki fyrir hendi. f þessu máli væri þó ekki fyrst og fremst skortur á rannsókn, heldur fremur á fjármagni til fram- kvæmda. Vitað væri þó að tekn ar hefðu verið 86 millj. kr. að láni til viðreisnarsjóðs Vest- fjarða og spyrja mætti hvar þeir peningar væru. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, talaði aftur og lét í ljós undrun á því að það væri þing- maður Vestfirðinga, sem svo spyrði, því þar með gerði hann sig beran að því að vita ekki hvað skeð hefði. Ákveðið hefði verið að taka 86 millj. kr. lán til tiltekinna framkvæmda á Vest- fjörðum á næstu fjórum árum og á síðasta Alþingi hefði verið gerð nákvæmlega greih fyrir því hvernig féið ætti að skiptast á staði og milli ára. Lán frá við- reisnarsjóðnum hefði gengið til framkvæmda í flugvalla-, hafn- ar- og vegamálum nákvæmlega eins og fyrirætlað hefði verið. Umræðu um tillöguna var síð an frestað og henni visað til alls herjarnefndar. Hornarfjarðarós. Vindur var um 9 vindstig af súðvestrL Sjá má að innan við ósinn er ei og á heiðatjörn. ■ Hornafjör&ur Framhald af bis. lð. manns og er að byggja þar við. Yfir sumartímann hefir humarveiði verið mikil í ná- grenni Hornafjarðar og var t.d. mjög góð sl. sumar, en þá voru gerðir út fjórir hum- arbátar. Humarbátarnir fá alltaf talsvert af öðrum fiski, sem er ávinnsluhæfur, þar sem er óvinnsluhæfur, þar á staðnum. Hafa bátarnir því orðið að henda verulegu afla- verðmæti, sem annars hefði verið hægt að vinna í Verk- smiðju hefði hún verið fyrir hendi. Að síðustu ræðum við fram kvæmdir Hornfirðinga á öðr- um sviðum og segir Ársæll Guðjónsson svo um þær: — Á undanförnum árum hefir uppbygging verið mjög ör í Höfn. Nú eru þar 740 íbúar, en þegar hreppurinn var stofnaður út úr Nesja- hreppi fyrir 20 árum, voru íbúar 320—330. Fyrir tveim- ur árum var fullbyggt glæsi- legt félagsheimili. Á síðasta ári var tekin í notkun mikil verzlunarbygging hjá kaupfé- laginu og nú er verið að byggja kirkju og nýtízku hótel, auk þess sem mörg íbúðarhús eru í byggingu. Framtíð Hornafjarðar er blómleg á að líta og fjöregg staðarins er útgerðin og líf- æð hennar að sjálfsögðu höfn in og fiskiðjuver við hana. Þess vegna byggjum við mikl ar vonir við góðar undirtekt- ir ráðamanna og peninga- stofnana Við þær mikilsverðu framkvæmdir, sem við hyggj- umst nú ráðast í, segir Ársæll Guðjónsson að lokum. — vig. Fækkað verði notendum á línum sveitasímans — Tilraunir með sjálfvirkan búnað í GÆR bar Matthias Á. Mathie- sen fram fyrirspurn til Sam- göngumálaráðherra um sjálf- virkar sím- stöðvar í Gull- bringu- og Kjós arsýslu. Var fyr irspurn Matthí- asar svohljóð- andi: Hvenær má búast við, að símkerfi neð angreindra sveit arfélaga verði tengd sjálfvlrka símkerfinu. 1. Gullbringusýsla: a) Hafnar- hreppur, b) Vatnsleysustrandar- hreppur. 2. Kjósarsýsla: a) Mos- fellshreppur, b) Kjalarnesihrepp ur, c) Kjósarhreppur. Fyrir- spyrjandi gat þess, að það langt væri síðan fyrirspurn þessi hefði verið lögð fram, að síðan hefði verið opnuð sjálfvirk símstöð í Höfnum og væri þar með þeim lið fyrirspurnarinnar sjálfsvar- að. Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, sagði að það hefði ekki verið sökum þess að svör við fyrirspurnunum hefðu ekki verið fyrir hendi að hún kæmi fyrst nú til um- ræðu. Rétt væri hjá fyrirspyrj- anda að síðan að fyrirspurnin var lögð fram, hefði verið opn- uð símstöð í Höfnum og einn ig mætti minna á það, að sjálf- virku stöðvarnar í Keflavík, Sandgerði, Gerðum og Hafnar- firði hefðu nýlega verið stækk- aðar og gert væri ráð fyrir, að Grindavíkurstöðin yrði stækkuð á þessu ári, Fyrirhugað væri að reisa sjálf virkar stöðvar í Brúarlandi og Vogum á þessu ári, en þar vant- aði nú hús fyrir þær, sem yrði að byggja á komandi vori. Svar við fyrirspurnum Matthíasar yrði að vera nokkuð almenns eðl is, þar sem reikna mætti með því, að farið yrði líkt að með Gullbringu- og Kjósarsýslu og aðrar sýslur í þessum málum. Það mætti geta þess, að frá upp hafi áætlana um sjálfvirkar stöðv ar um allt land hefði ekki verið gert ráð fyrir, að sjálfvirkt sam- band í sveitum kæmist yfirleitt á fyrr en lokið væri að setja upp sjálfvirkar stöðvar í öllum kaupstöðum, kauptunum, þorp- um og fáeinum öðrum þéttbýlis- stöðvum, væntanlega árið 1970. Fyrir sveitirnar nægði ekki að eins að setja upp venjulegar, sjálf virkar stöðvar, heldur þyrfti jafnframt að fara fram gagnger breyting á línukerfinu og þá 'sér staklega, þar sem margir væru nú tengdir við sömu línu. Vegna kostnaðar og þess tíma er það tæki að koma upp sérlínu til hvers notanda ,væri í ráði, að framkvæmdirnar færu fram í tvennu lagi, fyrst með fækkun notenda á hverri línu og nota þá sérstakan sjálfvirkan búnað, þar sem nokkrir, t.d. allt að 5 not- endur gætu verið á sömu línu. Kunnugt væri, að slíkt fyrir- komulag hefði verið notað er- lendis. Nú væri í uppsiglingu ný gerð slíks búnaðar og á næsta ári væri fyrirhugað að reyna hann hér á litlu kerfi til þess að öðlast reynslu á honum, áður en almennt yrði farið út í slíkar sveitarsímaframkvæmdir og á- ætlanir þar að lútandi yrðu gerðar í einstökum atriðum. Síð an yrði unnið að því að koma hverjum notanda á sérlinu. Að lokum sagði ráðherra, að geta mætti þess, að ekki væri gert ráð fyrir, að síminn fylgdi hreppsmörkum og væri því svar sitt almennt orðað, en ekki mið- að við þá sérstöku hreppa, sem nefndir væru í fyrirspurninni. Ekki hefði verið enn neitt á- kveðið um það í hvaða röð sveit irnar yrðu teknar fyrir, en senni lega yrðu þéttbýlis svæðin tekin fyrir fyrst og sérstaklega þær, sem auðveldastar væru um línu lagnir. Matthías Á. Mathiesen tók aft ur til máls og þakkaði svar ráð- herra. Rétt væri að aðrar áetæð ur en skortur á svörum hefðu legið til þess að málið kom fyrst nú til umræðu. Kvaðst hann aðeins vilja undirstrika það, að áherzla yrði lögð á að tengja sveitir í næriiggjandi hér uðum við sjálfvirka símakerfið. Nýr fiskibátur til Patreksfjarðar NjarðvikurleikKúsið fyrir austan Aijaiwxivuxi'ctailjíj.uöio neiur au i naj.ziarnrai ag jtiiegaroi 1 mos- undanförnu sýnt gamanleikinn I fellssveit. Nú um helgina fer „Allra meina bót“ eftir Patrek I leikflokkiurinn austur fyrir fjall og Pál í Njarðvíkum, Akranesi, I og hefur sýningar í Aratungu á taugardag og Selfossi á sunnu- dag. Meðfylgjandi mynd er af einu hópatriði gamanleiksins. Fiberstengur í stað loftnets PATREKSFIRÐI, 7. marz — í gær kom til Patreksfjarðar nýr og vandaður fiskibátur, Þrym- Ur BA 7. Hann er 197 brúttólest ir að stærð, byggður úr stáli af Skipasmíðastöðinni' Stálvík við Arnarvog í Arnarnesi og er eigandi bátsins Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. Skipakomunni var fagnað með hátíðlegum mótökum. Ásmundur Ólsen oddviti bauð skipið vel- komið með ræðu og óskaði eig- endum þess, skipstjóra og skips- höfn til hamingju. Siðan talaði Svavar Jóhannesson, stjórnar- formaður Hraðfrystihúss Patreks fjarðar hf., en að því loknu bauð Bogi Þórðarson. framkvæmda- stjóri félagsins, fólki að skoða skipið, það er mjög vandað að öllum búnaði. Aflvél er 400 hesta Mannheim diselvél. Auk þess eru í skipinu tvær vélasamstæður, sem hver drífur 35 kw rafal. Straumur er 220 volt, sem er nýjung í fiski- bátum. í skipinu eru öll nýjustu siglingatæki, meðal annars Sim- rad fiskleitartæki af fullkomn- ustu gerð og ennfremur Loran- siglingatæki. í stað loftnets til fjarskiptasamtoands eru tvær fíberstengur. svo ekki ér hætta á ísingu. Kraftblökk til síldveið- ar er af gerðinni Hof Notvens. Fiskilest skipsins er sandblásin og síðan galvaniseruð og lökk- uð, svo engin hætta er á ryði i lestinni eða myndun kolsýrings. Uppstilling er úr aluminium. Vistarverur í sfcpinu eru allar mjög vandaðar og rúmgóðar. f reynsluferð var ganghraði skips- uis rúmar 11 mílur. Skipstjóri á Þrym er Hörður Jónsson. Skipið fer næstu daga á þorskveiðar. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.