Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 24
24 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. marz 1966 39 oj COSPER — Eitt er þó gott við eyjalífið hér — maðurinn minn dregur mig ekki á tálar. Kringum hálfan hnöttinn Hann liallaði sér að henni, ful'l ur áhuga. — Gætum við þá ekki farið í landkönnunarferð saman? Það er alveg sama þó það ta'ki dálítinn tíma. Ég hef unnið eins og þræll alla æivi. Aldrei haft tækifæri til að skemmta mér. — Ég hef nú heldur ekki skemmt mér mikið, svaraði hiún lágt. — Ég varð að fara að vinna fyrir mér mjög ung. Og svo varð ég alltaf að líta eftir mömhmu á kvöldin. Allt þangað til Eileen frænka kom, gat ég aldrei liátið hana vera eina. — Þá skulum við fara, sagði hann með ákefð. — Við skulum fara langa ferð um Japan. Sam- þykkir þú það, Clothilde? — Ég veit ekki, svaraði hún hikandi. Það er nú talsvert kostn aðarsamt........ — Gefðu fjandann í allan kostnað. Hann skal ég sjá um._ Hún maldaði í móinn. — Ég vildi nú heldur kosta þetta sjálf, ef ég gæti. — En mér dytti ekki í hug, að láta þig kosta ferðina þína, sagði hann gremjulega. — Ég vil sjá um það allt sjálfur. Ég vil, að þú fáir almennilegt frí. Hann bætti við, biðjandi, þegar hún þagði: — Treystirðu mér ekki, Clothilde? Þú heldur von- andi ekki, að ég mundi nota mér af þessu.......og......? — Ég er ekkert hrædd um það. En þetta er eins og draum- ur, sem ég trúi ekki, að geti rætzt. — Jæja, þú fórst nú hingað ein með Ken, ef út í það er larið, minnti hann hana á. —■ Fannst þér þú treysta honum betur en mér? Röddin gaf ti\ kynna, að hann væri afbrýðis- samur og hún brosti glettnis- lega. — Já, en það var vinna, Gary, og þá gegnir allt öðru máli Þetta gæti aldrei gengið. — Þú átt þá við, að þú treyst- ir mér ekki nógu vel? sagði hann og svo varð þögn. En hvernig gat hún ferðazt með honum, dag eftir dag og verið ein með honum öll kvöld, án þess að sleppa taumnum á ást sinni? Mundi hann ekki fyr- irlíta hana á eftir og halda, að svona væri hiún við alla karl- menn? Hún vissi vel, að nú á dögum fara ungar stúlkur í frí með karl mönnum. En ef þau elskuðust eins heitt og hún hélt, væri þá ekki slíkt tiltæki hættulegt? Og Gary var þegar þúinn að sýna það svo oft áður, að honum íeizt vel á hana, Þarna um kvöldið héima hjá honum og eins heima hjá móður hennar, háfði hann faðmað hana óg kysst. — Ég er karlmaður og ekki nema mann- legur, hafði hann sagt. Ef hann færi nú aftur að sýna henni sams konar atlot, myndi hún þá geta stillt sig? Vissulega yrði þetta dásamlegt ferðalag. En hvað svo? Mundi henni ekki finnast hún vera ómerkileg og vanraekt, það sem eftir væri ævinnar? Hún gat ekki annað en litið undan biðjandi augnaráði hans og hrist 'höfuðið, eins og hún hefði þegar afgreitt málið. — Það gæti aldrei gengið, Gary. Ég ætla að eiga stutt frí héma hjá pabba og síðan flýg ég til Englands. Hann leit á hana með von- 'brigðasvip. — Já, en þetta hefði orðið svo gaman. Viltu ekkí hugsa málið betur, Clothilde? Hún hristi höfuðið og tók að fitla við einhver hnífapör, sem iþau 'höfðu ekki notað. — En !þú kemur þó að minnsta kosti til að vinna hjá mér í London? spurði hann og það var ákafi í röddinni. Hún hikaði aftur. — Ég veit ekki, Gary. Ekki svo að skilja, að ég vilji ekki gjarna vinna hjá þér, því að það vil ég gjarna. En gætirðu ekki látið flytja mig í einhverja aðra deild? — Það þýðir nú sama sem, að þú viljir ekki vinna með mér, sagði hann, og það var bæði söknuður og reiði í röddinni. — Það máttu ekki halda, en eftir allt, sem hér hefur gerzt, yrði erfitt að halda upp þessu „ungfrú Everett....... gott veð- ur í dag“. eða: „Já, hr. 0‘Brien, það hefur batnað talsvert.“ —• Þú átt við, að það sé ekki heppilegt að umgangast einka- ritarann sinn persónulega? Hún leit upp og beint á hann. — En er það ekki einmitt þín skoðun líka, Gary? Allt þetta ár, sem ég var búin að vinna hjá þér, áður en þetta ferðalag kom til tals, bauðstu mér ekki í eitt einasta skipti til hádegis- eða kvöldverðar og umgekkst mig eins formfast og hugsanlegt var. Ég var ekkert annað en hver annar nauðsynlegur hlutur í skrifstofunni. Ég hefði alveg eins getað verið einhver vél. Hún reyndi að tala rólega og án beizkju, en beizkjan skein nú samt út úr röddinni. — Þetta er algjör misskilning- ur hjá þér, Clothilde, sagði hann og röddin var hörð. — Ég hef aldrei litið á þig sem einhverja vél. Ég hugsaði oft um þig sem stúlku ......sem konu. En sam band okkar í skrifstofimni var svo fullkomið, að ég yildi ekki spilla því. Auk þess vissi ég ekkert um einkalíf þitt: Þú hefð ir vel getað átt þér einhvern ungan mann fyrir kunningja og jafnvel verið trúlofuð, án þess að ég hefði nokkra hugmynd um það. — Ekki var ég með neinn hringinn. —i Það var algengt, að skrif- stofustúlkur séu alls ekki með trúlofunarhringinn sinn í vinn- unni. Jæja.......hann roðnaði og yppti ofurlítið öxlum. — Það er bezt að segja það eins og það er, Clothilde. Ég var hræddur. Ég hélt, að þú mundir gefa mér afsvar og þá hefði allt verið eyðilagt. — En þú bauðst mér samt út að lokum. D----------------------------D 39 □—-—-------------------------□ — Já, ég hef líklega ekki get- að stillt mig. Mig langaði svo til að bjóða þér út. Sendill var nú kominn að borð inu til þeirra: — Vagninn er að fara út í Þjóðgarðinn, sagði hann. — Herrann og frúin eiga fara með honum. — Láttu þjóninn koma með reikninginn, sagði Gary. Hann greiddi reikninginn og þau stigu upp í almenningsivagn- inn, er skyldi flytja þau í Þjóð- garðinn. Þau óku eftir vegi, sem var ekki annað en heil röð af THRIGE U-beygjum gegnum hinn glæsi- lega skóg. Trén höfðu tekið á sig haustlitina. Hærra uppi tóku við grenitré. Fylgdarmaðurinn, garðurinn í Japan, þar sem hægt væri að stunda útilegu, fjalla- klifur, skíðaferðir og hvers kyns vetraríþróttir. Og svo voru sem talaði ágæta ensku, sagði þeim, að þetta væri stærsti Þjóð þama hveraböð, sem hægt var að stunda árið um kring. Vagninn, sem gekk skrykkjótt, hávaðinn í fylgdarmanninum og ferðamannaþröngin, sem var mestmegnis Japanir og Þjóðverj ar með myndavélar — allt þetta samanlagt nægði ekki til að eyða spennunni, sem ríkti með þeim Gary og Clothilde, og hafði hafizt við hádegisverðinn. Þau fóru í vagninum upp hlíð- ar Natai-fjallsins upp að frægum fossi, sem myndaðist af afrennsli stöðuvatnsins. Þeim var 'boðið að fara upp í lyftu til þess að geta séð fossinn á stuttu færi. — Ég er orðinn stirður, eftir þessa ökuferð, sagði Gary. — Eigum við ekki að ganga? Þau völdu mjóan stíg, sem lá frá fossinum og út í skóginn þarna í kring. Þarna var mjög grýtt, og sýnilega var stígur- inn fáfarinn. Á einum stað lá hann fram á brúninni á hengi- fluginu. Clothilde hrasaði um lausan stein. Gary greip utan um hana, snöggt og ákveðið og dró hana til sín. — Þú hefðir getað hrapað. Röddin var hörð og hás. — Þú hefðir getað hrapað, Clothilde! — Já, sagði hún með hryllingi Rafmótorar RIÐSTRAUMSMÓTORAR 220 Volt JAFNSTRAUMSMÓTORAR 110 og 220 V. og horfði niður fyrir brúnina. En þá varð röddin í honum áköf og ástríðufull. — Ef eitthvað hefði komið fyrir þig, elskan mín, hefði ég dáið. Hún hló ofurlítið, eins og hálf hrædd. — Ekki vildi ég láta þig deyja, Gary, til þess elska ég þig of heitt. Nú var það sagt. Sama var henni. Hann gat hrundið frá sér ást hennar, en að minnsta kosti vissi hann nú tilfinningar henn- ar til hans, Hann dró hana hærra upp I hLíðina, þar sem þeim var óhætt, — Sagðistu elska mig, Clothilde? sagði hann bUðlega. Hún hló ofurlítið. — AuðvitaS elska ég þig Gary! Ég hélt, að þú hefðir alltaf vitað það. Hann hristi höfuðið og þrýstl henni fastar að sér. — Nei, ég vissi það ekki. Kannski kærði ég mig ekki um að vita það. Ég hafði ásett mér að kvænast aldrei. Ég hélt, að öllu slíku væri lokið hjá mér. Ég elskaði stúlku einu sinni. Eins og þú veizt, fór það ekki vel og svo dó hún. Láklega hef ég verið hug- laus og ekki þorað að reyna aft- ur. Mér fannst ég hafa nóg um að hugsa, þar sem starf mitt var og smá-áhugamál þess utan. En eftir að þú fórst til Japan, vissi ég, að ég var ástfanginn af þér. Vitanlega vildi ég ekki viður- kenna það strax. Ég held næst- um, að ég hafi ekki viðurkennt það fyrir sjálfum mér fyrr en í dag. Ég elska þig og ég bið þig að verða konan mín. Viltu það, Clothilde? — Ó, Gary, hvíslaði hún. —. Auðvitað vil ég það. Ég hef elsk að þig síðan ég var að vinna hjá þér. — Elskan mín! Hann þrýsti henni fastar að sér. Hann kyssti hana á munn, kinnar og enni. — Guð hjálpi mér........ en ég elska þig! Hefði ég átt að vera búinn að segja það fyrir löngu? Varstu móðguð, elskan mán? Hún hló ofurlítið og svaraði kossum hans. — Já, það 'hef ég verið, en nú gerir það ekki leng ur til. Heimurinn er vissulega dásamlegnr staður. Ég hélt ekki, að það væri hægt að vera svona hamingjusöm. Þau vissu aldrei, hve lengi þau voru þarna. Þeim fannst það vera tíu mínútur ,en það hefði getað verið klukkustundum sam an, því að þegar þau komu til baka, var vagninn farinn. — Þetta er dáfallegt! sagði Gary. — Nú verðum við að ganga eða ferðast á puttanum, alla leiðina til Nikko. En mér er nokkurn veginn sama. Mér væri sama þó að við yrðum að .vera hér í alla nótt. En þau náðu í annan vagn, þar sem þeim var troðið innan um 'hóp af sveittum Japönum, amerískum og þýzkum skemmti- ferðamönnum. Þau urðu að stand* og halda sér í vagninum, og hristust stöðugt saman. En I hvert sinn, sem þau snertust, litu þau hvort á annað og hlógu. Ferðamennirnir í vagninum, sem skildu ekki neitt, hlógu líka. Allir voru kátir. Þetta var sann kallaður dýrðardagur. Volvo Penta bátavélar Fyrirliggjandi til afgreiðslu strax: MDl — 7 ha. MD19 — 30 ha. MD2 — 15 ha. MD27 — 50 ha. -f.v. VOLVO PENTA dieselbátavélar eru Léttbyggðar Endingargóðar M i Sparneytnar Gangvissar Sænsk gæðavara. Hagstætt verð. Leitið upplýsinga hjá næsta VOLVO PENTA umboðsmanni eða okkur. ‘(jtuina’i SjbsehöóM h.f Suðurtandsbraut 16 - Revkjavík - Símnefni: »Volver«^- Sími 35200 r rr ^ l r LUDVIG STORR \ i L A Tæknideild Sími 1-1620 Verzlun Sími 1-3333. Laugavegi 15 GARÐAR GISLASON H F. 11500 BYGGINGAVÓRUR IVIúrhúðunarnet Rappnet HVERFISGATA 4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.