Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 10. marz 1966 MORGU NBLAÐIÐ 15 Ég fyllist ætíð gleði er ég lít framan í æskuna Rætt við Sigurð Guðjónsson ,Lærer% sem á 7 5 ára afmæfii í dag f DAG er hiim kunni húman- isti Sigurður Guðjóniison, Verzl unarskólakennari sjötiu og fimm ára gramall. Sigurður „lærer“ eins og allir hinir fjölmörgu nemendur hans gjarnan kalla hann, er landskunmur maður og vinsæll mieðal ailra sem til hans þekkja. Blaðamaður Mbl. hitti hann að máli nú fyrir skömmu, og fékk hann til að lita til baka til þess tíma, er hann lagði út á menmtabrautina, sem varð til þess að hann hóf kenmslustörf, er hafa verið hans aðalstörf og hugðarefni síðastliðna hálfa öld. Sigurður er maður hnarreistur, léttur í lund og ekki á honum að sjá, að aldurinn sé að færast yfir hanni. — Vilduð þér ekki byrja á því, Sigurður, að segja okkur eilítið frá uppvaxtarárunum? — Ég er fæddur að Kalmans tjörn í Höfnum, við brim- etröndina í landnámi Inigólfs Arnarsonar. Foreldrar mínir, Guðný Einarsdóttir og Guðjón Sigurðsson voru þar húsmenn eins og algengt var með ungt tfólk á þeim tímum. í Höfnum var ég til níu ára aldurs er ég fluttist til Reykjavíkur. í»ar bjó ég, þar til rétt fyrir fermingu, oð ég fór sem smali að Stóru Mörk undir Eyjafjöllum, í fimm ár, og þar vaknaði útfþráin og þráin til mennta. — Þér hafið ætíð verið mikill náttúruunnandi, Sigurður. Var það þar sem þér komust í snert- ingu við náttúruna og lærðuð að meta fegurð hennar? — Já, það var gott að vera undir Eyjafjöllum. Þar er 'svo fagurt, og á þeim tíma vaknaði ég inn í þjóðlegan anda, sjálf- stæðisbaráttuna og ungmenna- félagsskapinn sem er allur byggð ur upp á sjálfstæðisbaráttunni. — Var ekki stórbýli í Stóru Mörk, þá sem nú? — Jú, þarna voru þrjú býli eem voru og eru mikil bóka- heimili. Hjónin sem ég var hjá voru sæmdarhjónin Katrín Sæm undsdóttir og Einar Ólafsson, er þá voru nokkuð við aldur. Ráðs- maðurinn á heimilinu var sonur þeirra hjóna, Sæmundur Einars ®on sem var búfræðinigur frá Hvanneyri. Sæmundur var mikill menntamaður og búhöld- ur, sem síðar tók við föðurleifð sinni og gerðist óðalsbóndi í Stóru Mörk. Hann var lengi hreppstjóri í Vestur-Eyjafjalla- hreppi og einn hinn ágætasti maður. -— Hvað tók svo við er smala- mennskunni lauk? ■— Ég fór þá aftur til Réykja- víkur og stundaði nám við Kennaraskólann í Reykjavík, undir leiðsögn úrvals kennara. Þá var skólastjóri Magnús Helga son og meðal kennara dr. Björn Bjarnason frá Víðfirði, stærð- tfræðingurinn mikli Dr. Óla'fur Daníelsson, tónlistarmaðurinn á- gæti Sigfús Einarsson, Jónas frá Hriflu, og margir aðrir ágætis menn. — Námuð þér ekki eitthvað erlendis, Sigurður? — Jú, ég fór til Danmerkur og var þar í átta ár óslitið. Þar ef var ég þrjú ár og tvö sumur við lýðháskólann í Askov, sem er þriggja vetra skóli, í skóla- stjórnartíð Jakobs Appels og konu hans frú Ingebong Appel, sem var dóttir stofnanda skól- arns, guðfræðingsins Lud-vig Schröders. Frú Appel veitti skól anum forstöðu þann tíma, sem maður hennar var kennslu- og kirkjumálaráðherra. Skólinn átti aldarafmæli 1964 og þá færðu gamiir íslenzkir nemendux hans skólanum skrautritaða útgáfu af Guðbrandsbiblíu. — Hófuð þér kennslustörf yð- ar í Danmörku? — Já, ég kenndi í tvö ár við lýðháskóla í Vallekilde á N- Sjálandi, en kom svo heim til ís- lands árið 1919, eða því sem næst með fullveldinu. — Hvað tók við er heim kom? — Ég hóf kennslu við Flens- borg í Hafnarfirði þá iþegar og kenndi þar -fram til ársins 1930 í skólastjóratíð hins ágæta skólá- stjóra Öigmundar Sigurðssonar. í Flensborg var meðkennari minn lengst a-f, hinn ágæti menntamaður Séra Þorvaldur Jakobsson frá Sauðlauksdal. — Hvenær hefjið þér kennslu við Verzlunarskóla íslands? — Það var um haustið 1930, en þá starfaði skólinn í húsinu á Vesturgötu undir stjórn Jóns Sívertssoriar. Árið eftir fluttist skólinn í núverandi húsnæði við Grundarstíg og tók þá við skóla- stjórn Vilhjálmur Þ. Gíslason magister og gegndi því starfi í rúma tvo áratugi með miklum sóma sem ágætur og þjóðlegur menntamaður. Vann Vilhjálmur skólanum mikið gaign með því að koma stúdentsprófinu á, því að við þau tímamót jókst áhugi nemenda á öllum almennum fræðigreinum, sem eru að verða undirstaða allrar sérfræðslu. Var sérstaklega ánægjulegt, að saga íslands var tekin upp sem kennslugrein, þar sem hún ásamt móðurmáli okkar fyrst og fremst tenigir okkur við land og þjóð. Er Vilhjálmur svo varð út- varpsstjóri, tók dr. Jón Gíslason við skólastjórn og er um hann það sama að segja og Vilhjálm, að hann er hinn ágætasti mennta maður og hefur ætíð látið leiðast af þjóðlegum anda og mennta- anda í star-fi skólans. — Hvaða kennslugreinar hatfið þér aðallega kenht? — í Flensborg kenndi ég ís- landssögu, almenna söigu, dýra- fræði og dönsku, en í Verzlunar- skólanum íslandssögu og landa- fræði í efri bekkjunum en dönsku í fyrsta bekk skólans. — Hafið þér haldið meira upp á eitt fag en önnur? — Af öllum þeim fögum sem ég hef kennt, -hef ég -haft mesta igleði af að kenna íslandssö-gu og íslandslýsingu, því að þau eru svo samtengd landi okkar og þjóð. — Ég las einhvers staðar, Sig- urður að þér hefðuð iðulega hér áður fyrr farið með nemendurna í langar gönguferðir út fyrir bæ- inn. Viljið þér segja okkur eitt- hvað frá því? — Eins og ég sagði áðan hef ég ætíð haft mikið yndi af nátt- úrunni. Mig langaði til að nem- endur mínir gætu lært að meta fegurð landsins og njóta þeirrar -gleði er þvi fylgir. Því var það að ég fór ávallt tvisvar til þrisvar á vetri í gönguferðir með þá. — Fannst yður þetta bera til- skilinn árangur? — Já, mér er óhætt að segja það. Nemendurnir hötfðu af þessu mikið yndi, og ferðirnar sköpuðu vináttu og velvild milli þeirra og kennaranna og áttu sinn mikla þátt í að skapa igóðan anda og góða reglu í skólastarfinu. — Eruð þér hættir allri kennslu núna Sigurður? — Nei, nú kenni ég einn tíma á dag, svo og nokkra tíma heima. Mér líður ekki vel nema ég sé í einhverri snertingu vi-ð æskuna. — Þér hafið á þessari löragu starfsævi kennt ótölulegum fjölda ungra manna og kvenna. Hvað er yður efst í huga er þér lítið til baka? — Það má segja að mikill hluti nemanda V. í. hafi verið ágætir nemendur, sem mikil ánægja hefur verið að vinna með. Þeir hafa viljað öðlast hlutdeild í Sigurður: „Ég er ekki hræddur um framtíð Islands í höndum æsk- unnar". iþeirri menntagleði sem okkur sjálfum var gefin, en án þeirrar gleði verður öll kennsla og allt starf andvana, hvort sem það er unnið með hug eða hendi. Margir þessara nemenda hafa komizt til æðstu metorða og verið skólan- um og þjóðinni til mikils sóma. Þegar ávöxtur starfsins er slík- ur er það fulllaunað. En um hina gildir ekki síður, að iþeir hafa komizt vel á-fram í hinn praktíska lífi. ■— Hvað finnst yður um æsk- una? — Það veitir mér ætíð gleði að horfa framan í andlit nemenda minna því þau eru bæði fríð og heilibrigð og bera þess ljósan vott að þjóð vor býr nú við góð kjör. Sigurbjörn Einarsson, biskup: Jóns biskups Vídalíns verði minnzt í öllum kirkjum 20. marz BISKUPINN yfir íslandi hefur öllum kirkjum landsins sunnu- sent Mbl. afrit af bréfi, sem hann hefur ritað prestum landsins, vegna þess að á yfirstandandi ári eru þrjár aldir frá því Jón biskup Vídalín fæddist. Bréf Sigurbjörns Einarssonar biskups gr svohljóðandi: „Á þessu ári eru réttar þrjár aldir síðan Jón biskup Vídalín fæddist. Hann hefur orðið lang- lífari í landi sínu en flestir aðr- ir og átt ríkan þátt í kristni- haldi kynslóða. Þarf ekki að færa rök að því í bréfi þessu, að hlutur hans sem kehniföður í kirkju vorri er gildur og veiga- mikill. Sem dáður meistari hins heilaga orðs hefur hann staðið næstur síra Hallgrími Péturs- syni og Vídalínspostilla er ein þeirra bóka, sem sízt munu þykja í völtu sæti meðal sígildra rita íslenzkra. Auðsæ er sú ræktarskylda, að kirkja vor og þjóð minnist meist- ara Jóns á þessu afmælisári. Þýkir mér fara vel á því, að það verði gert á þeim sunnu- degi, sem næstur er fæðingar- degi hans, en hann fæddist 21. marz 1666. Ég hef því ákveðið að óska þess, að minning Jóns biskups Vídalíns verði gerð á daginn 20. marz, en það er sunnu dagur í miðföstu. Guðspjöll þessa dags gefa tilefni til að hug leiða, hvernig þjóð vor hefur notið miskunnar Guðs og fyrir hans kraftaverk fengið að halda lífi og andlegri reisn. „Brauð Guðs, sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf.“ (Jóh. 6,33) hefur verið styrkur henn- ar, sá Drottinn, sem mettaði mannfjöldann í auðninni til merkis um, að hann er sjálfur brauð lífsins og hin eilífa svala- lind, hefur verið með oss. Um það ber minning slíks höfuð- snillings í flutningi Guðs orðs sem Jón Vídalín var ríkulegt vitni. Og jafnframt vitnar hann fyrir þjóð vorri nú, að þótt hag- ir séu breyttir og öldin önnur á flesta grein, er lífið sanna hið sama, og þar að finna sem áð- ur. Jesús Kristur er hinn sami í gær og í dag og um aldir. Þá væri og vert að minnast þess, að sá staður, sem lífsstarf Jóns biskups Vídalíns var bund- ið við, Skálholt, er enn skammt komið á vegi þeirrar viðrétting- ar ,sem minningar þess jafnt sem nauðsyn heilagrar kirkju í nútíð og framtíð krefjast. Þótt þjóðin ætti einskis að minnast í sam- bandi við Skálholt annars en þess, að þar sat meistari Jón, þar samdi hann bækur sínar, þar hvíla bein hans, væri samt mikið vangoldið, ef skuldin væri réttilega metin og „hin hjartkæra móðir“ hans, og vor, „kristileg kirkja Guðs á íslandi" mætti njóta hans til nokkurrar hlítar með þeirri kynslóð, sem fyrst íslenzkra kynslóða lifir við almennar allsnægir. Ólíklegt er, að neinn geti dregið það í efa, að sú hugsjón og viðleitni að gera Skálholt að miðstöð kristinna manna á landi voru, sé í sam- ræmi við ævistarf Jóns biskups og í hans anda og stefni í þá átt, sem hann mundi óska, ef hann ætti nú einhverja ósk und- ir góðvilja og manndómi landa sinna. Hverjum góðum íslend- ingi ætti að vera það ljúft að rækja minningu þessa mikla vel- gjörðamanns íslenzkrar kristni og þjóðar með því að leggja gott til Skálholts, — samúð og fyrirbæn, liðstyrk í orði og verki, fjárhagslegan stuðning. Vil ég biðja yður, kæri sóknar- prestur, að ljá þessu traust liðs- yrði nú, er þér minnist meistara Jóns, sem og endranær.“ Þess unnum við henni vel, því að þjóð vor hefur svo oft orðið að búa við fátækt og hungur- dauða sem allir vita. Nei, ég er ekki hræddur um framtíð ís- lands í höndum okkar æsku þeg- ar hún fær manndóm til. Við verðum aðeins að kenna henni að lifa ávallt í anda hinna miklu vormanna íslands nú og á liðnum tímum, og að muna ávallt hið skáldlega spakmæli Einars Bene- diktssonar „Hver þjóð sem í igæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa“. —ihj. Námsstyrkur borgarstjárnar- innar í liiel Borgarstjórnin í Kiel mun veita íslenzkum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur. Styrkurinn nemur DM 350, — á mánuði í 10 mánuði, til dvalar í Kiel 1. okt. 1966 til 31. júlí 1967, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt all- ir stúdentar, sem hatfa stundað hásikólanám í a.m.k. þrjú misseri í guðfræði, lögfræði, hagfræði, læknisfræði, málvísindum, nátt- úruvísindum, heimspeki, sagn- fræði og landbúnaðarvísinduim. Ef styrkhafi óskar eftir því, verður honum komið fyrir í stúdentagarði, þar sem fæði o^g húsnæði kostar um DM 200. á mánuði. Styrkhafi skal vera kominn til háskólans eigi siðar en 15. okt. 1966 til undirbúnings undir námið, en kennsla hefst 1. nóv. ember. Umsækjendur verða að hafa nægilega kunnáttu í þýzku. Umsóknir um styrk þennan skal senda skrifstofu Háskóla ís- lands eigi síðar en 1. maí n.k. Umsóknum skulu fylgja vottorð a.m.k. tveggja manna um náms- ástundun og námsárangur og a. m.k. eins manns, sem er per- sónulega kunnugur umsækj- anda. Umsóknir og vottorð skulu vera á þýzlcu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.