Morgunblaðið - 22.03.1966, Side 17
Þriðjudagur 22. mar* 1966
MORCUNBLAÐIÐ
17
Dýrmæt menningaráhrif hafa borizt
milli Danmerkur og íslands
Ræða Jens Otto Krag forsætis-
ráðherra á hátíð hfaðamanna
Góðir veizluges'tir!
Ég þafeka heimboðið til Is-
lands. Það er mér og konu minni
ánægja að vera viðstödd árshátíð
Blaðamannafélags íslands í
kvöld. Ég lít á þetta boð sem
nýja staðfestingu á hinum nánu
tengslum, sem eru miilli íslands
og Danmerkur.
Margt er sameiginlegt með
löndum okkar. Sameiginlegt með
okkur er hið lýðræðislega lífs-
viðhorf. Við eigum sameiginleg-
an norrænan uppruna. Við eig-
um einnig langa sameiginlega
sögu, og bæði löndin eru aðilár
að Atlantshafsbandalaginu og
standa saman í norrænni sam-
vinnu. ísland er einnig eitt af
þeim fáu löndum utan Danmerk
ur, þar sem lögð er stund á
danska tungu.
En mig langar til að fara
nokkrum orðum um þau mál,
sem snerta sögu landanna. Því
er ekki að leyna, að sameigin-
leg saga okkar hefur verið allt
annað en snurðufaus. Danir réðu
löngum mestu eða öllu, meðan
löndin lutu sömu stjórn, og á
því er enginn vafi, að við höfum
gerzt sekir um afbrot gegn frænd
um vorum, en, sem betur fer,
er það allt liðin saga.
Mig langar til að nota tæki-
færið til að hylla íslenzku þjóð-
ina vegna þess hvernig hún hef-
ur komið til móts við Dani og
sýnt vilja á að draga fjöður yfir
þessa liðnu atburði, og einnig
vegna þess, hvernig íslenzku
þjóðinni hefur tekizt að byggja
upp nýtt þjóðfélag og traustan
efnahag, þegar hún öðlaðist sjálf
stæði, og hefur getað breytt ís-
landi í vestur-evrópskt velferðar
ríki. Ennfremur hafa íslending-
ar getað skapað að nýju sjálf-
stæða menningu og eigin bók-
jnenntir, málaralist og dagblöð.
Þessar breytingar hljóta eðli-
lega að eiga sér langan aðdrag-
anda. Ég er hins vegar feginn
því, að nú sé óhætt að trúa því,
að eitthvert viðkvæmasta vanda-
mál, sem ágreiningi hefur valdið
milli þjóða okkar, sé nú í þann
veginn að verða til lykta leitt,
Og á ég þar við afhendingu ís-
lenzkra handrita úr safni Árna
Magnússonar i Kaupmannahöfn.
Eins og menn vita, voru lögin
um afhendingu þeirra loks sam-
þykkt af danska þjóðþinginu
siðastliðið vor. Hins vegar liggur
enn ekki fyrir úrskurður danskra
dómstóla um þetta mál. Ég veit,
að íslendingar álíta þessa töf
óverulega miðað við þá löngu
sögu, sem þetta mál hefur að
baki sér. Bæði á íslandi og í
Danmörku hefðu margir að sjálf
sögðu kosið skjótari únla-usn, en
það kann að reynast vel, einnig
fyrir framtíðarsambúð Dana og
íslendinga, að mál þetta verði
þaulrannsakað, svo að ekki verði
Ihægt að fullynða seinna, að ein-
hver hlið þess hafi verið snið-
gengin, henni gleymt, eða fjallað
hafi verið um málið af léttúð,
þannig að þegar þetta mál er
loks til lykta leitt, örlar ekki á
minnsta efa um lagalegar hliðar
þess.
Margvísleg dýrmæt menning-
aráhrif hafa á öllum tímum
borizt milli Danmerkur og ís-
lands. Handritin eru ímynd ein-
hvers þess dýrmætasta, sem okk
ur hefur borizt: þau opna okkur
heim Íslendingasagna, og af þeim
höfum við öðlazt þekkingu okk-
ar á frelsishugmyndum Norður-
landaibúa til forna og sameigin-
legum hugsunaiihiætti þeirra. Al-
þing íslenipiga er tvímælaiáust
móðir alLrX þinga Norðurlanda-
þjóðanna, en jafnvel á okkar dög
um hafa borizt margvísleg, dýr-
mæt, andleg áhrif frá íslandi til
Danmerkur. íslenzkir listamenn
hafa gegnt mikilvægu hlutverki
í menntalífi Dana nú á dögum.
Samt leyfist mér vonandi að geta
þess, að kynni íslendinga áf
menningu Dana hafa verið þeim
lykill að menningu aiirar
Bvrópu. Íslendingar hafa að
miklu leyti öðlazt hlutdeild í
nútíma menningarstraumum
Evrópu vegna sambandsins við
Danmörku.
Ég er þeirrar skoðunar, að
þessi þróun muni halda áfram,
en augljóst er, að í heimi þeim,
sem vér lifum í í dag, hljóta sam-
skiptin við aðrar þjóðir að verða
æ nánari; jafnt flugsamgöngur
sem vígbúnaðar- og stjórnmála-
þróunin í öllum löndum heims.
hafa haft þau áhrif, að ísland
hefur færzt mjög nær nágrönn-
um sínum; landfræðilegri ein-
angrun þess er lokið. Þetta hef.ur
í för með sér annað vandamál,
sem hlýtur aö skipta miklu máli
fyrir bæði Dani og Íslendinga,
þ.e.a.s. hvert sé hlutverk Norður
landaþjóðanna og hver sé staða
þeirra í heiminum og einkum,
hver sé afstaða Norðurlanda-
þjóða til annarra Evrópuþjóða.
Ekki verður þetta mál síður fróð
legt, ef athuguð er sú þróun,
sem átt hefur sér stað upp á síð-
kastið á sviði sanwinnu Evrópu-
þjóða og innan Atlantshafsbanda
lagsins. Þróunin hefur sýnt okk-
ur fram á, að Norðurlandaþjóð-
irnar geti ekki einangrað sig
eða staðið einar sér. Norðurlanda
þjóðirnar taka allar þátt í hinni
miklu alþjóðasamvinnu með
ýmsu móti. í öryggismálum land
anna hafa þær orðið að velja
ólí'kar leiðir: Danir Norðmenn
og íslendingar eru aðilar að At-
lantshafssáttmálanum, en Svíar
Og Finnar hafa fylgt hlutleysis-
stefnu, þótt á ólíkum forsendum
sé. Þrátt fyrir ólíka utanríkis-
stefnu Norðurlandaþjóðanna
held ég, að óhætt sé að segja, að
þær hafi í sameiningu lagt fram
sinn skerf til að treysta ástandið
í alþjóðamálum. Sameiginleg af-
staða Norðurlandaþjóðanna til
kjarnorkuvígbúnaðar er mjög
mikilvæg í þessu sambandi. Það
er enginn vafi á því, að sú stað-
reynd, að Norðurlandaþjóðir
hafa ekki kjarnorkuvopn, stuðli
mjög að öryggi í alþjóðamálum.
Sama máli gegnir um sameigin-
lega afstöðu Norðurlandaþjóða
hjá Sameinuðu þjóðunum; þar
höfum við í sameiningu áunnið
okkur álit og virðingu annarra
þjóða — þó að Norðurlandaþjóð-
irnar hafi ekki alltaf litið sömu
augum á málin, og jafnvel þótt
ágreiningur hafi orðið milli
þeirra. Það verður að halda
þessu samstarfi áfram og leggja
sífellit áherzlu á það.
Þegar við athugum vandamál
Evrópu, er ég sannfærður um, að
Norðurlandaþjóðunum ber að
stefna að víðtækri samvinnu við
hinar Evrópuþjóðirnar, jafnvel
þótt þær hafi stundum eigin-
hagsmuni í huga, eins og skiljan
legt er, og að sjálfsögðu mega
þær ekki stefna að einangrun
Norðurlandaþjóðanna.
Að mörgu leyti má með nokk-
urri sanngirni álíta þjóðfélags-
fyrirkomulag Norðurlandaþjóða
eins konar fyrirmynd fyrir önn-
ur lönd, en þegar meta á þjóðir
meginlands Evrópu, menningu
þeirra og réttarfar, mega menn
vara sig á því að gera lítið úr
þeim, enda þótt lýðræðishug-
myndirnar hafi stundum orðið að
Jens Otto Krag í ræðustól
sæta sorglegum örlögum hjá
þessum þjóðum. Við verðum í
þessum efnum að líta fram á við
og megum ekki einbiína á for-
tíðina. Saga liðinna tíma má ekki
aftra okkur frá því að meta kosti
nútímans og vinna að framtíð-
inni.
Stjórnmál Evrópu snúast ekki
eingöngu um fjárhagslega Og
efnahagslega hagsmuni, eitt aðal
málið er einnig stjórnmála og
menningarsamband Norðurlanda
þjóðanna við hinar Evrópuþjóð-
irnar. Á þessu sviði á gagnrýni
heima, en afstaðan má ekki vera
neiikvæð.
Norræn samvinna hefur borið
mikilvægan árangur — einkum
í Norðurlandaráðinu. og held ég,
að unnt sé að ná enn betri ár-
angri. Norrænn andi er óbug-
andi, hann hefur orðið fyrir áföll
um, en lifir æ. Samhugur okkar
er svo sterkur, að við megum
við því að verða fyrir vonbrigð-
um. Gagnkvæmt traust Norður-
landaþjóðanna breytist ekki,
áföllin hafa orðið til þess, að
samvinnan mótast af meira raun-
sæi.
Vegna þessa raunsæis er sam-
vinnu okkar þannig háttað, að
ekkert vérður því til fyrirstöðu,
að við getum náð því takmarki,
sem ég held, að sé sameigimlegt
öllum Norðurlandaþjóðum: víð-
tæk lausn margra mála í Evrópu
fyrir tilstilli landanna sex í Efna
hagsbandalaginu og landanna í
Fríverzlunarbandalaginu (EF
TA), og hefði stærsta ríkið þar
forystuna.
í þessu sambandi vil ég gjarn-
an geta þess, að við söknum
þess, að íslendingar hafa ekki
gerzt aðilar að Fríverzlunar-
bandalaginu. Við skiljum vel
ástæðurnar fyrir hinni hikandi
afstöðu íslendinga. Á sama hátt
og afnám tolla og hafta innan
Fríverzlunarbandalagsins nær
ekki til landbúnaðarafurða, sem
eru mjög mikilægar fyrir. Dani,
þá nær það heldur ekki nema
að mjög litlu leyti til’ fisks og
fiskafurða, sem eru enn mikil-
vægari fyrir Íslendinga, en ég
vil samt láta í ljós, að við sökn-
um íslendinga í Fríverzluna-r-
bandalaginu, einnig vegna þess
að ef íslendingar væru aðilar að
samtökunum mundum við hafa
alla norrænu fjölskylduna í sama
verzlunarbandalaginu.
Á umbrotatíroum finna menn
betur til ættartengsla. Ef til vill
er sannleikurinn sá, að íslend-
ingar og Danir standa hvorir
öðrum nær en nokkru sinni fyrr.
Við skulum styrkja þessi tengsl,
ganga til móts við sameiginlega
framtíð Norðurlandaþjóðanna og
annarra Evrópuþjóða, og sameig-
inlegt takmark okkar skal vera
aukin verzlun landa á milli,
vöxtur menningarinnar og friður
landa á milli.
Réttarholtsskólinn:
Imyndunarveikin
Höfundur: Jean Moliére
Leikstjóri; Hinrik Bjarnason
Það verður ljósara með hverju
árinu sem líður, að leiklistar-
áhugi hérlendis er mikill og
ört vaxandi. Kemur það ekki
hvað sízt fram í gleðilegri við-
leitni áhugamanna og æskufólks
á þessu sviði. Þó slíkar sýningar
nái ekki að jafnaði því máli, að
þær verði mældar með ströng-
ustu stikum, eru þær sá jarð-
vegur sem fullgild list sprettur
upp úr þegar frá líður, auk þess
sem þær stuðla bæði beint og
óbeint að auknum áhuga yngri
kynslóða á þessari göfugu list-
grein. Víðtækur áhugi og al-
menn þátttaka skapa smám sam-
an strangari kitöfur sem stuðla
að batnandi árangri.
Ég hafði satt að segja ekki
gert mér háar hugmyndir um
túlkun gagnfræðaskólanema á
klassískum gamanleik Moliéres,
,,ímyndunarveikinni“, þegar mér
var boðið til frumsýningar hans
í Réttarholtsskólanum á sunnu-
dagskvöldið, enda hafði ég ekki
fyrr séð frammistöðu þessa ald-
ursflokka á leiksviði. Taldi hins
vegar sennilegt að slíkt viðfangs-
efni yrði svo ungu fólki ofviða.
Sú fyrirfram myndaða skoðun
varð sér rækilega til skammar
á sunnudagskvöldið. Er skemmst
af því að segja, að sýningin
var í flestu tilliti hin ánægju-
legasta og viðtökur áhorfenda
mjög góðar. Grín Moliéres skii-
aði sér furðanlega í meðförum
hinna ungu leikenda, og sýning-
in var í heild fjörmikil og sam-
felld, þó framsögn einstakra
leikenda væri talsvert ábótavant
og framganga þeirra sumra dá-
lítið klaufalega.
Hefur leikstjórinn, Hinrik
Bjarnason, hér' unnið umtalsvert
afrek við erfiðar aðstæður, þvi
vitanlega hefur öll vinna nem-
enda við æfingar verið unnin í
hjáverkum með tímafreku námi.
„ímyndunarveikin" er að ýmsu
leyti þakklátt verkefni óreynd-
um leikendum, gefur þeim færi
á að ýkja og stílfæra persónurn-
Framhald á bls. 23
Randver Þorlaksson (.Argan)
elique).
Og ingiujujig aouauuásuotur (Ang-