Morgunblaðið - 22.03.1966, Page 25

Morgunblaðið - 22.03.1966, Page 25
MORGUNSLAÐIÐ 25 ÞriSjuðagur 22. marz 1966 — ísl. uppfinning Framhald af bls. 2 una er handhæg, það má fjar- lægja vinduna frá borðstokkn um á hálfri mínútu eða jafn- vel skemmri tíma. Eftir að sjórinn hefur farið gegnum vinduna, fellur hann út fyrir borðstokkinn. Þess má einnig geta að Linomat-vindan er að mestu leyti sjálfvirk en er annars stjórnað með einu handfangi og sjálfvirkur rað- ari raðar færinu jafnt á rúlj- una. >að hefur sýnt sig að einn maður á mjög létt með að anna tveimur Lionmat- vindum og jafnvel þremur, ef verið er að veiðum á djúpu vatni. — Hvenær fenguð þér hug- myndina að Linomat-vind- unni, Jón? — Það var árið 1961, að sjó- maður færði það í tal við mig, hvort ég gæti ekki teiknað og byggt nýtt tæki til handfæra- veiða, en hann taldi hina gömlu aðferð við þær úrelta og gamaldags. Ég fékk áhuga á þessu og með góðri aðstoð hans og fleiri reyndra manna varð Linomat-vindan til. Þetta hefur tekið nokkurn tíma eins og gefur að skilja, og ég hef orðið að vinna við smíði vindunnar í tómstund- um mínum. — Hvernig hafa tilraunir við Linomat-vinduna gengið? — Utan úr heimi Framhald af bls. 16 Ibyltimgu. Suharto fór sér engu óðslega og tilkynnti, að máfl Suíbandrios yrði meðhöndlað sam kvæmt stjórnanskránni, — þegar Ihernum ynnist tímd til að taka það fyrir. Heriran í Indónesíu hefur til- kynnt að iranan skamms verði Bkipuð stjórn með um 25 ráð- lierrum, en fráfarandi stjóm Ihafði 108 ráðherrum á að skipa. Fréttir frá Indónesíu síðustu daga, gefa til kynna, að stjórn- arskiptin ætli ekki að ganga eins Bnurðulaust fyrir sig, eiras og álitið var í fyrstu. Eins og málum er raú varið austur þar, er enniþá allt á huldu um ástandið og þó einmig um það hver framvinda málanna verður. Stjórramálasérfræðingar á vest urlöndum eru uggandi út af ástandinu í Indónesíu, sem telur um 3 þúsund eyjar, byggðar af ifiólki af mismunandi uppruna. Reymsla sérfræðinganna af stjórn málum í Indónesíu er sú, að þar hafa hinir ótrúlegustu hlutir skeð, oig þeir geta endurtekizt. Eftir októberbyltinguna, féll Súkarnó í skugga um skeið. Hann kom Iþó aftur og jafn stórorður og fynr. Nú hefur honum verið vikið til hliðar, en stóra spurn- ingin er: Nær goðinn völdunum aitur í sínar hendur? — Er lífæð Frh. af bls. 19 auðvelt að kanna og kortleggja þau svæði, sem eru uppeldis- stöðvar fiskstofnanna. Þegar þessu væri lokið, trúi ég ekki öðru, en hægt væri að ná samkomulagji við þær þjóðir, sem hér hafa hagsmuna að gæta um fullkomna friðun þessara svæða og um sameiginlega gæzlu þeirra. GHSXAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. Sími 11171. Málflutningsskrifstofa BIRGIR ISL. GUNNARSSON Lækjargötu 6 B. — II. hæð JON EYSTl IINSSON lögfræðingur Laugavegi 11. — Sími 21516. 08^91 mjs *i nxoounons NvisnNprdvid vuS iiiói iðiaMS — f>ær hafa gengið mjög ákjósanlega. Vindurnar hafa verið reyndar áður, 1964, og þá aðeins tvær, en nú eftir áramót hafa 11 slíkar vindur verið reyndar um borð í And- 'vara RE 101, og stundaði bát- urinn veiðar eingöngu með þessum vindum. Ég fékk veiðiskýrslu frá skipstjóran- um, Jóni Guðjóixssyni, eftir fyrstu sjö veiðidagana og þá 'hafði hann fengið 50 tonn. Á- höfnin var sjö manns en skip- stjórinn taldi, að hann mundi geta aflað álíka mikið með 5 manna áhöfn. Þessar vindur hafa nú þegar gefið svo góða raun, að ég vonast til að geta hafið fjöldaframleiðslu á þeim með aðstoð bróður míns, Sig- urðar Þórðarsonar, vélvirkja. Hann mun taka að sér að fram leiða vindurnar, en dreifingu og sölu á þeim mun heild- verzlun Marinós Péturssonar annast, bæði hér heima og væntanlega erlendis líka, en fyrirspurnir um vindurnar höfum við fengið frá Dan- mörku og Færeyjum. — Ég get ekki endanlega gefið upplýsingar um verð hverrar vindu, en líklegt má telja að það verði um 19.500 krónur. SIGURÐAR SAGA FÓTS Teikningar: ARTHUR ÓLAFSSON Sá maðurinn, að fyrri kom í hallina, tók tveim höndum vigrina og veifir svo hart og tíðum, að þar af stóð svo mikili vindur, að öll slokknúðu login, er í voru hallinni. Var þá yfrið myrkt með öilu. Kölluðu konungarnir þá, að kveikja skyldi Ijósin sem skjótast, segja nú, að brögð nokkur muni í vera. Var þá fram hrundið borð- unum og upp hlaupið á báða bekkina. Urðu þá hrundingar heldur harðar, svo aðallt var í einni andrá. En er ljósin voru tendruð, sást hvorgi komumaðurinn, en brúðurin var öll í burtu. Hvarvetna var spillt og brotið, það er borðbúnaði heyrði tU. Var nú upp hlaupið og að brúðinnl leitað millum f jalls og f jöru nær og fjarri, og fannst hún eigi því heldur. Þóttist brúðguminn nú heldur sakna vinar í stað, og varð þó svo búið að vera. VUdi hann þar ekki Iengur vera og sigldí þegar heim tU Vallands og undi þó lítt við sína ferð. JAMES BOND ~>f~ ->f ->f- Eftii IAN FLEMING Bond staulast gegnum dyrnar, þar sem færibandið gengur gegnum fjallið. Hversu langt ætli sé að hinum endan- Finna Honey .........! Dána eða lifandi, ég verð að finna hana.........! ég verð að vita! Árekstur í dimmunni við veru, sem gengur hratt í gegntim göngin frá hinum endanum. um? JÚ M B Ö -i<- Teiknari: J. MORA Er skipstjórinn kom hlaupandi niður brúarstigann, kom hann auga á Álf, og hrópaði: — Nú, þarna siturðu þá. Álfur hafði ekki sérlega góða samvizku — því að hann átti nefnilega að vera að skrúbba þilfarið. — Já, við situm hérna bara og röbbum saman, svaraði hann, — öldurnar taka að sér að skola af þilfarinu. En skipstjóranum var hjartanlega sama, hvort hann skrúbbaði þilfarið eða ekki, því að hann var með annað í huganum: — Já, já, Álfur, það er allt í lagi . . . en segðu mér, hvernig þekkir þú Júmbó? Og Álfur sagði lionum alla sólarsöguna um smyglið og eyjuna og allt það. Skipstjórinn hafði vonað allt annað. — Það var sorglegt, Álfur, sagði hann, því að ég hafði vonað, að þú hefðir hitt hann í fangelsinu, og þá hefðum við haft hann í ærlegri klemmu. SANNAR FRASAGNIR L -iK- ~J<~ ~*~ ~J<- Eftir VERUS Chicago er önnur stærsta borg Bandaríkjanna, aðeins New York er stærri. Chicago er heimsborg í orðsins fyllstu merkingu og iðar af athafnalifi og fólki af öllum stéttum og þjóðernum. Borgin er staðsett nálægt miðpunkti meginlands- ins og hefur orðið miðstöð verzlunar- og iðnaðar í öllum myndum og þar mætast loft-, sjávar- og landleiðir. Franskir innflytjendur voru hinir fyrstu könnuðir borgar- stæðis Chicago. Það var á ár- inu 1673, sem þeir fyrst heim- sóttu svæðið, sem Chicago stendur nú á. Innan sex ára var hún orðin mikilvæg verzl- unarmiðstöð og 1803 var Fort Dearborn byggt á þessu svæði og liermenn sendir þangað af ríkisstjórninni. Árið 1830 voru fyrstu Ióðirn- ar í Chicago boðnar til kaups. Lóðir, sem þá fengust á 40—60 dali, eru milljóna dala virði í dag. Borgin, sem staðsett er við Vötnin miklu, hjá Michcigan- vatni, fékk strax augljósa þýð- ingu, sem innanlands hafnar- borg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.