Morgunblaðið - 22.03.1966, Side 31

Morgunblaðið - 22.03.1966, Side 31
ÞriSJu<?agur 22. marz 1966 MORGUNBLAÐID 31 Nýtt embœfti — Jón SigurBsson bagsýslustjóri Hyllt á 30 ára leikafmæli SÍÐASTLIÐIÐ laugrardags- kvöld hafði Leikfélag Reykja víkur heiðurssýningu á Húsi Bernörðu Alba, eftir Garcia Lorca. Heiðurssýningin var fyrir Regínu Þórðardóttur leik konu, í tilefni þess, að nú eru liðin 30 ár frá því hún lék fyrst í Iðnó. Húsfyllir var á Ieiksýningunni og var Regína ákaft fagnað. 1 lok sýningar ávarpaði Sveinn Einarsson leikhús- stjóri Regínu Þórðardóttur og færði henni blómakörfu frá Leikfélaginu, sem örlítinn þakklætisvott fyrir list henn- ar á sviðinu í 30 ár. Einnig ávörpuðu hana Helga Bach- mann, meðleikkona hennar í Húsi Bernörðu Alba, og Val- ur Gislason, sem færði henni blómakörfu frá Félagi ís- lenzkra leikara. Leikkonunni bárust ógrynni blóma og þakk aði hún að lokum nokkrum orðum þann heiður, sem henni hefði verið sýndur. Mynd- in er tekin við það tæki- færi og sýnir Regínu í miðju blómahafinu. (Ljósm. Bj. Bj.) Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá ríkisstjórninni um breytt skipu- lag fjármálaráðuneytisins og er það í því fólgið að settur hefur verið sérstakur hagsýslustjóri. Embættinu gegnir Jón Sigurðs- son, deildarstjóri. í samræmi við stefnuyfirlýs- ingu forsætisráðherra á Alþingi 13. okt. sl., hefur ríkisstjórnin gert skipulagsbreytingu á starf- semi fjármálaráðuneytisins. Sett verður á fót sérstök fjár- lsga- og hagsýslustofnun innan fjármálaráðuneytisins. Stofnun- in lýtur beinni yfirstjórn fjár- málaráðherra, hliðstætt Ríkis- endurskoðun og Hagstofu íslands Forstöðumanni hinnar nýju stofn unar hefur verið ákveðið em- bættisheitið hagsýslustjóri ríkis- ins. Hin nýja stofnun tekur við öllum þeim verkefnum fjármála ráðuneytisins, sem snerta undir- búning og setningu fjárlaga og — Forsetinn — Indónesia Framhald af bls 1 og aðrir ráðherrar, hafa nú verið fluttir í herfangelsið í Djakarta. Stúdentar og aðrir námsmenn, sem stóðu fyrir óeirðunum á dögunum, héldu mikla sigur- hátíð í háskólanum í Djakarta á sunnudag. Stúdehtarnir hafa sem kunnugt er, lýst sig ánægða með stjórnarskiptin, en riokkurrar óánægju hefur þó gætt meðal þei-rra, vegna þess að herinn hef ur enn ekki tekið mál Sulbandrio fyrir. Á sunnudag ræddi Suiharto við oðra hershöfðingja um væntan- lega stjórnarmyndun. Trúverðug er heimildir í Djakarta telja, að hin nýja stjórn, sem verður skip íið 25—30 ráðherrum, verði mynduð síðar í þessari vi'ku. Á laugardag gaf Suiharto út fyrir- skipun þess eðlis, að aLlir skól- ar landsins skuli opnaðir á ný, en þeim var lokað samkvæmt skipun Sukarnos er stúdenta- óeirðirnar stóðu sem hæst. í tilkynningu frá neyzlumála- ráðuneytinu í Djakarta-útvarp- inu á mánudag, sagði að verð á ýmsum vörum, svo sem skófatn- aði, lyfjum og ýmsum matvæl- um, yrði nú verulega laekkað. Sukarno dvelur enn í sumar- höll sinni í Bogor. Hann hafði farið þess á leit við hina nýju valdhafa, að hann fengi leyfi til að heimsækja fæðingarborg sina, en beiðni hans var neitað „af öryggisástæðum“ að því er AP- fréttastofan segir. Indónesíski þjóðernisflokkuirinn, en það var flokkur Sukornos, hefur nú opin 'berlega lýst stuðningi við hina nýju valdhafa og hafa þá allir flokkar landsins lýst stuðningi við Suharto. Djakarta-útvarpið hefur tilkynnt, að aðalritari þjóðernisflokksins, Ali Surach- man, hafi verið settur af og fangelsaður, en hann var leið- togi vinstri arms flokksins. Enn er ekki vitað hvort Nasution muni verða ráðherra í næstu stjórn. Að því er AP- fréttastofan segir, telja sumar héimildir, að Nasution verði vara forseti landsins, en aðrar heimild xr segja, að hann telji sig vera búinn að gera nóg með því að koma Sukarno frá og vilji því draga sig í hlé. Nasution er ein- lægur þjóðernissinni, en er ekki sagður hafa mikinn áhuga á stjórnmálastarfsemi. Jarðskjálftar í Lganda Kampala, 21. marz NTB. SNARPIR jarðskjálftar urðu í Uganda um helgina. Var um hríð talað, að a.m.k. hundrað manns hefðu beðið bana af þeírra völdum, en nánarj fregn- ir í dag, mánudag, herma, að fyrstu fregnir hafi verið mjög orðum auknar — hafi sennilega ekki fleiri farizt en 10—20. Þeg- ar hafa sjö lík fundizt. Jarðhræringarnar hófust kl. 5 á sunnudagsmorgun og stóðu yfir í fimrn klukkustundir. Tölu- verðar skemmdir urðu á mann- virkjum, mestar í bænum Bwam- ba. í Kampala og Entebbe kast- aðist fólk út úr rúmum sínum við jarðskjálfta kippina. Fjöldi manna þusti út á götur bæjanna og greip um sig mikil skelfing, — en tjón varð ekki verulegt. Upptök jarðhræringanna munu hafa verið einhvers staðar fyrir sunnan Kampala, austur af Vikt- oriu vatni. — 2/ tilbob Framhald af bls. 32 virkjunar tilkynnti í upphafi að tekið yrði við fleiri tilboðum, ef þau hefðu sannanlega verið kom- in í póst fyrir þennan bíma, enda vitað að flugvél hafði seinkað í Skotlandi. Þar sem tilboðin eru frá svo mörgun^ löndum, eru þau reiknuð í margskonar mynt. Þa-rna heyrðust lesnar upphæðir | í sterlingspundum, frönskum fronkum, japönskum yenum, j ítölskum lírum, bandarískum dollurum, þýzkum mörkum, j svissneskum frönkum, austurrísk um shillingum, sænskum krón- um og norskum. Enda fyrirtæk- in, sem bjóða í sölu á rafölum í Búrfellsvirkjun í Bretlandi, Frakklandi, Japan, Ítalíu, Sviss, | Austux-ríki, Spáni Svíþjóð, Nor- egi, Þýzkalandi og Júgóslaviu. Þar sem auk þess eru sums | staðar einhver frávik og tilboðin í 11 liðum, er ekki gott að bera þau saman í snar'heitum. Eru mörg tilboðin þó greinilega nokk uð jöfn, en meira en helmings- munur á þeirn lægstu og þeim i hæstu. Fer nú fram samanburður á tiliboðunum hjá Landsvirkjun og verða niðurstöður sendar um- bjóðendum. Framhald af bls. 1. uðu heiðursvörðinn í skyndi og hröðuðu sér síðan inn í flugvallarbygginguna, en þar fór hin opinbera móttökuat- höfn fram. Forseti ísraels, Zalman Shaz- ar, var ekki á flugvellinum til að taka á móti gestunum, en sem kunnugt er, þá er Shazar í heim- sókn í Nepal um þessar mundir. í móttökunefndinni voru m.a. handhafi forsetavalds, Kadish Luz, varnarmálaráðherrann, Levi Eshkol, og utanríkisráðherrann, Abba Eban. Auk þeirra voru mættir við móttökuathöfnina, fulltrúar frá þinginu, hernum og lögreglunni. í móttökuávarpi sínu lagði Kadish Luz áherzlu á hið góða og nána samband, sem verið hefði milli íslands og ísra- els frá því síðarnefnda ríkið var stofnað árið 1948. í ræðu sinni gat forseti íslands þess, að heim- sókn sín væri „þáttaskil í þróun vinsamlegra samskipta þessara tveggja þjóða“ og að hann fagn- aði þessu einstæða tækifæri, sem hann og utanríkisráðherra ís- lands fengju nú til að kynnast hinni ísraelsku þjóð og landi hennar af eigin raun. Herra Ásgeir Ásgeirsson mun ferðast um ísrael til 27. þ.m. Það er ekki þáttur í hinni opinberu heimsókn, en hún mun hefjast 28. marz. Emil Jónsson, utanrík- isráðherra, mun verða gestur ísraelska utanríkisráðherrans í Jerúsalem á þriðjudag. Á mið- vikudag mun Emil m.a. ræða við viðskiptamálaráðherrann, Haim Zadok. Heimsókn forsetans ljúka 30. marz. Jón Sigurósson yfirumsjón með framkvæmd þeirra. Sem hluta af því starfi er stofnuninni ætlað að fara með mál, sem hörfa til umbóta x rekstrf ríkisins og hafa frum- kvæði að rannsóknastarfsemi á því sviði. Með því að skilja þessi stö-rf frá umfangsmiklum störfum að- alskrifstofu fjármálaráðuneytis- ins við yfirstjórn skatt- og toll- heimtu, starfsmannahalds, fjár- greiðslna úr rikissjóði, bókhalds o.s. frv., og fá þau sérstakri stofn un, er að því stefnt að styrkja að stöðu ráðuneytisins til eftirlits með fjárreiðum ríkisins og til að tryggja sem bezta nýtin-gu þess fjár, sem ríkið ráðstafar ár hvert. Fjármálaráðhenra hefur í dag sett Jón Sigurðsson, deildarstjóra í atvinnumálaráðuneytinu, til að gegna embætti hagsýslustjóra. Jón Sigurðsson er fæddur árið 1934, stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1954 og cand. jur. frá Háskóla íslands 1958; skip- aður fulltrúi í atvinn-umálaráðu- neytinu 1958 og deildarstjóri 1962. 1963 — 64 dvaldist hann við háskóla í Bandaríkjunum sem styrkþegi Fulbright-stofnunar- innar og stundaði framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu. Fjármálaráðuneytið, 21. marz 1966. mun Sögulegur vadburður: Páll páfi VI og erkibisk- upinn af Kantarajborg ræðast við opinberlega London, 21. marz — AO-NTB • Erkibiskupinn af Kantara borg, dr. Michael Ramsey fer á morgun, þriðjudag til Róma borgar, þar sem han mun hitta að máli Pál páfa VI. Má telja þessa ferð hans söguleg- an viðburð, því að þetta verð- ur í fyrsta sinn, sem yfirmenn rómversk kaþólsku kirkjunn- ar og ensku biskupakirkjunn- ar ræðast við opinberlega. Kaþólska kirkjan og enska biskupakirkjan klofnuðu á 16. öld, þegar Hinrik konungur VIII tók í sínar hendur yfir- stjórn kirkjunnar í Englandi, vegna deilu hans og páfa um skilnaðarmál konungs. Dr. Michael Ramsey er ©1 árs að aldri. Hann er 100. erki biskupinn af Kantaraborg, trúarleiðtogi 40 milljóna manna. Hann hefur um langt skeið haft afar vinsamleg sam skipti við fulltrúa rómversk kaþólsku kirkjunnar í Bret- landi og síðustu vikur átt tíða fundi með kaþólska erki- biskupinum, John Heenon, og Igino Cardinale, erkibiskupi, sendimanni Páfastóls. Hann mun þegar hafa fengið því framgengt, að kaþólska kirkj- an aflétti hömlum sínum gegn hjóna-böndum kaþólskra og þeirra, er lúta ensku biskupa kirkjrinni. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn, sem fulltrúar þess ara tveggja kirkjudeilda ræð- ast við opinberlega. Hinsveg- ar hittust þeir formlega árið 1960 Jóhannes páfi 23. og fyrir rennari Dr. Ramseys, Dr. Geoffrey Fisher — senx nú er Fisher lávarður af Lambeth. — Adenauer Framhald af bls. 2 Sovétríkin ofurveldi og Kína stæði í bakgrunninum sem slíkt. Það verður smám saman að byggja Evrópu þannig upp, að við verðum ekki möluð mélinu smærra í átökum þessara ofur- velda“, sagði Adenauer. Hann lagði á það áherzlu, að þótt ekki tækist að finna lausn á vanda- málinu varðandi einingu Evrópu, sem allir teldu ákjósanlega og hina „einu sönnu“ lausn, yrðu | þjóðirnar að byrja á því að setja fram framkvæmanlegar tillögur og hugmyndir, er þokuðu málinu í rétta átt. „Geti sex þjóði-r ekki orðið sammála um eitthvað, verða fimm þjóðir að reyna að koma sér saman . . . og takist fimm þjóðum það ekki eiga fjór- ar að reyna . . . . og þannig áfram. Þið getið verið viss um að hinir koma á eftir“. Adenauer kvaðst hafa rætt við de Gaulle um einingu Evrópu, er hann var sjðast á ferð í París, og franski forsetinn hefði verið sér algerlega sammála. Þá stað- hæfði hann. að Efnahagsbanda- lagið eitt væri ekki nóg, evrópsku þjóðirnar yrðu að koma á sameiginlegri stefnu í utanríkismálum — stjórnmálaleg eining Evrópu muni setja nýjan svip á alþjóðastjórnmál. Þegar Adenauer hafði lokið ræðu sinni var hann hylltur geysilega, og kjörinn heiðursfor- seti Kristilega demókrataflokks- ins ævilangt. Segir í fregn DPA, að hinn aldni stjórnmálaskörung ur — hann er rxú níræður — hafi greinilega komizt við yfir þessum viðbrögðu-m.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.