Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 10
10
MORCU N B LAÐID
Fimmtudagur 14. apríl 1966
J.W. Fulbright og gagnrýni
hans á stefnu stjórnar USA.
Á þessari mynd, sem tekin var eitt sinn er þeir ræddust viS,
Fulbright öldungadeildarþingmaður og Lyndon B. Johnson
forseti, er eftirfarandi áletrun frá forsetanum: Til Bill — ég
sé að ég hef ekki verið mjög sannfærandi — Lyndon B. John-
son.
• MARGT hefur að undan-
förnu verið skrifað um
bandaríska öldungadeiidar-
þingmanninn James William
Fulbright, formann utanríkis-
málanefndar Bandaríkjaþings.
Fulbright hefur, sem kunnugt
er, skipað sér í fremstu röð
þeirra sem halda uppi gagn-
rýni á stefnu Lynddns B. John
sons, forseta, í utanríkismál-
um og þá einkum stefnu hans
í Víetnam. Grein sú, er hér
fer á eftir í íslenzkri þýðingu
birtist fyrir skömmu í banda-
riska vikuritinu U.S. News &
World Report.
Utanríkismálanefnd öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings
hefur ávallt verið ein af virt-
ustu og áhrifamestu samkund
um hins bandaríska þing-
heims. Og sú hefur verið föst
venja, að formaður nefndar-
innar hafi á tímum erfiðleika
nána samvinnu við forseta
ríkisins og utanríkisráðherra
um hin mikilvægustu atriði,
er varða stríð og frið.
Á árunum eftir heimsstyrj-
öldina síðari veitti Arthur
heitinn Vandenberg, repúblik-
ani frá Miohigan, demókrat-
anum Truman, forseta, stuðn-
ing í ýmsum mikilvægum mál
um, svo sem varðandi stofnun
Sameinuðu þjóðanna, Atlants-
hafsbandalagsins, skipulagn-
ingu Marshall-áætlunarinnar
og hann studdi þá stefnu, er
Truman vildi fylgja til að
hefta framgang kommúnism-
ans.
Walter heitinn George,
demókrati frá Georgíu, veitti
repúblikanum Eisenhower, for
seta, stuðning þegar Formósu
samþykktin var á döfinni —
þegar kínverskir kommúnist-
ar hótuðu innrásinni 1955 og
síðan í Súez-átökunum árið
1956.
En nú virðist annað uppi á
teningnum. Tímar samstarfs
virðast liðnir. Nú er svo kom-
ið að ágreiningur er ríkjandi
meðal demókrata sjálfra um
stefnu stjórnarinnar.
Haft er eftir sérfræðingi
einum um utanríkismál, er
starfað hefur bæði í utanríkis
ráðuneytinu og á þingi: „Ó-
hætt er að fullyrða, að í sögu
Bandaríkjanna hefur formað-
ur utanríkismálanefndar þings
ins aldrei fyrr á stríðstímum
verið svo algerlega andsnúinn
forseta úr eigin flokki“.
Svo að segja frá þeim degi,
sem Lyndon B. Johnson tók
við forsetaembætti í Banda-
ríkjunum hefur núverandi for
maður nefndarinnar, J. W.
Fulbright, haldið uppi nær
stöðugri opinberri gagnrýni á
meðferð stjórnarinnar á utan-
ríkismálum.
Fulbright, sem nú stendur
á sextugu, hefur haldið all-
margar ræður, þar sem hann
hefur ráðizt á framkvæmd
styrjaldarinnar í Suðaustur-
Asíu, fordæmt íhlutun Banda-
ríkjanna í Dominikanska lýð-
veldinu, og látið í Ijós vantrú
á tilraunum stjórnarinnar til
að einangra stjórn Castros á
Kúbu með pólitísku og efna-
hagslegu banni.
Formaðurinn er málsvari
aukinna samskipta við komm-
únísku stórveldin, Sovétríkin
og Rauða-Kína. Hann er því
hlynntur, að „brúa“ bilið milli
Bandaríkjanna og leppríkja
Sovétríkjanna í Austur-Evr-
ópu.
Fyrirrennarar Fulbrights í
formannsstöðunni reyndu eft-
ir megni að jafna ágreinings-
málin sem risu innan nefnd-
arinnar og starfa á þeim svið-
um, er samhugur var fyrir
hendi — og aðstoða þannig
framkvæmdavald ríkisins við
mótun utanríkisstefnunnar.
Undir stjórn Fulbrights hefur
nefndin hinsvegar — að því
er mörgum finnst — orð-
ið vettvangur persónulegra
deilna og akademískra rök-
ræðna, og er nefndin þrí- eða
fjórklofin.
Haft er eftir einum nefndar-
manna: „Bill (Fulbright) er
skólamaður, miklu fremur en
stjórnandi. Hann var — og er
Fulbright.
raunverulega ennþá háskóla-
rektor — en hann er ekki
ýkja mikilhæfur stjórnandi“.
Og haft er eftir reyndum
sérfræðingi í utanríkismálum:
„Ef Fulbright hefði þá for-
ystuhæfileika, sem Vanden-
berg hafði, hefði hann orðið
stórkostlegur formaður. Hann
hefur flestum meiri þekkingu
á utanríkismálum. En Ful-
bright hefur alltaf róið einn á
báti í öldungadeildinni. Hann
hefur aldrei verið þátttakandi
í innsta hring, ef svo mætti
segja“.
— ★ —
En hver er Fulbright öld-
ungadeildarþingmaður og
hvað vakir fyrir honum?
Formaðurinn hefur viður-
kennt, að með því að vekja
athygli almennings á skoðun-
um sínum sé hann að reyna
að „hafa áhrif á utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna,,, sem
hann telur mótaða af „nokkr-
um einstaklingum innan
stjórnarinnar".
Engu að síður sýna atkvæða
greiðslur á þinginu, að Ful-
bright mælir fyrir munn
minna en fjórðungs nefndar-
manna — sem eru nítján tals-
ins, að meiri hluta demókrat-
ar, eða þrettán talsins. Og
stuðningsmenn hans á þinginu
sjálfu eru hlutfallslega enn
færri.
Fulbright er af auðugu fólki
kominn. Hann er frá Fayette-
ville í Arkansas og hann var
rektor háskólans i Arkansas i
tvö ár — 1939—41. Hann er
afar vel menntaður maður,
hefur fjórar háskólagráður,
frá Oxford, háskó,'’num í Ar-
kansas og lagadeilu George
Washington-háskólans. — Á
þingi hefur hann starfað í 24
ár — 2 ár í fulltrúadeildinni
og 22 ár í öldungadeildinni.
Áður en hann tók við emb-
ætti formanns utanríkismála-
nefndarinnar hafði hann ver-
ið formaður banka- og gjald-
eyrisnefndar þingsins.
Þegar Fulbright tók við for
ystuhlutverki í utanríkismál-
um þingsins árið 1959, sagði
„The Wasihington Evening
Star“: Hinn nýi formaður er
víðförull Arkansas-búi, sem
er „frjálslyndur" erlendis en
öllu íhaldssamari heima fyr-
ir. í innanríkismálum skipar
hann sér yfirleitt í flokk með
Suðurríkjamönnum".
„Hann er bæði fluggáfaður
og geðugur maður, en mennta
manns sjónarmið hans eru
ýmist mikils virt eða lítils,
eftir því hver í hlut á. Sumir
hafa kvartað um að hann
haldi sig í hæfilegri fjarlægð
frá fólki, aðrir segja að hann
sé latur“.
Nefnd verkalýðssamtak-
anna, er fjallar um pólitíska
uppfræðslu hefur bent á, að
Fulbright hafi á 88. þinginu,
1963—64, aðeins greitt at-
kvæði með 36% þeirra til-
lagna, er þau mæltu með. Og
helztu samtök frjállslyndra
„Americans for Democratic
Action" segja, að hann sé 36%
frjálslyndur. Hann greiddi at-
kvæði gegn Mannréttinda-
frumvarpinu árin 1957, 1960
og 1964. Og árið 1956 undir-
ritaði hann mótmælaskjal
Suðurríkjanna gegn því að
hæstiréttur Bandaríkjanna
gæti fyrirskipað samskólun
hvítra og blakkra.
Þessi afstaða kann að hafa
kostað hann embætti utanrík-
isráðherra í stjórn Kennedys.
Var nafn hans ofarlega á lista
yfir þá, er komu til greina í
það embætti, þar til forystu-
menn mannréttindahreyfing-
ar blökkumanna beittu sér
gegn skipan hans. Sjálfur hef-
ur Fulbright hinsvegar stað-
hæft, að hann hafi aldrei haft
áhuga á embætti utanríkisráð
herra, hvorki undir stjórn
Kennedys né Johnsons. Hefur
hann sagt í viðtali, að hann sé
að upplagi og skaplyndi alls
ekki hæfur í það embætti.
. — ★ —1
Það er reyndar ekkert nýtt,
að ágreiningur sé með Ful-
bright og forseta Bandaríkj-
anna. Hann gagnrýndi öðru
hverju harðlega aðgerðir Tru-
mans og Eisenhowers. Stefna
Kennedys virtist honum meira
að skapi. En sá, er hann hafði
alltaf mesta trú á var Adlai
heitinn Stevenson, fyrrum
aðalfulltrúi Bandaríkjanna
hjá Sameinuðu þjóðunum.
Veitti Fulbright honum full-
an stuðning í baráttunni fyr-
ir forsetaembættinu 1952 og
1956.
Eftir kosningarnar 1946,
þegar repúblikanar unnu
meirihluta á þingi, hvatti Ful-
bright Truman til að segja af
sér og fá forsetaembættið í
hendur repúblikana. Og hann
spáði því að demókratar gætu
ekki sigrað í kosningunum
1948 hvern svo, sem þeir byðu
fram.
í fyrstu ræðu sinni í öld-
ungadeildinni árið 1945 talaði
Fulbright um óttan við komm
únismann sem „öfluga hleypi-
dóma“. Hann sagði:
„Tilraunir Rússa með sósíal
isma er tæpast róttækari mið-
að við nútímaaðstæður en
sjálfstæðisyfirlýsing Banda-
ríkjanna var á dögum Georgs
konungs III“.
Fulbright varð manna fyrst
ur til þess að fordæma Mc-
Carthy-ismann og talaði um
fordæmingu öldlungadeildar-
innar á aðgerðum McCarthys
sem eitt af mestu afrekum
deildarinnar.
í upphafi stjórnartímabils
Kennedys árið 1961 fékk hann
talið forsetann og landvarna-
ráðherrann, Robert McNam-
ara, á að hætta við fyrirætl-
anir um fræðslu hermanna
um baráttuaðferðir kommún-
ismans. Og í ræðu, sem Ful-
bright hélt í háskólanum i
Norður-Carolínu árið 1964,
sagði hann, að kalda stríðið
hefði orðið til þess, að Banda-
ríkjamenn ýktu sjúklega fyr-
ir sér hættuna af árásarstefnu
kommúnista erlendis og undir
róðri þeirra og sviksemi
heima fyrir.
í málum, er varða Kúbu,
hefur Fulbright ýmist verið
afar friðsamur eða afar her-
skár. Árið 1961 var hann einn
þeirra fáu, sem vöruðu Kenne
dy forseta við innrásinni á
Svínaflóa. Næsta ár hinsveg-
ar, i eldflaugadeilunni haust-
ið 1962, hvatti Fulbright til
þess, að innrás og beinar loft-
árásir yrðu gerðar á Kúbu til
þess að tryggja brottflutning
sovézku eldflauganna þaðan.
Fulbright hefur beint harðri
gagnrýni að yfirmönnum hers
ins og gagnrýnt einnig starf-
semi CIA, bandarísku leyni-
þjónustunnar erlendis. Hann
hélt því fram árið 1964, að
hvorki bandaríska þjóðin né
bandaríska þingið hefði
nokkra stjórn á hermálum sín
um.
Fulbright hefur verið and-
vígur loftárásunum á Norður-
Víetnam og auknum herafla
Bandaríkjanna í Suður-Víet-
nam. Hann hefur hvatt til
þess, að bundinn verði endi á
styrjöldina og gengið til samn
inga þar sem hann gerir ráð
fyrir að báðir deiluaðilar yrðu
að gera miklar tilslakanir. —
Hann er því hlynntur, að öll
Suðaustur-Asía verði hlut-
laust svæði og nýlega lýsti
hann þeirri skoðun sinni, að
Bandaríkjamenn ættu að
hætta að sporna við inngöngu
Kína í samtök Sameinuðu
þjóðanna.
Og hver eru viðbrögðin við
þessu öllu?
Fregnir frá heimaríki Ful-
brights herma, að þar séu
ekki margir fylgjandi skoðun-
um hans. Hinsvegar séu menn
sammála um að hann hafi rétt
til þess að láta í ljós þær skoð
anir, sem honum sýnist.
Og stjórnin í Washington
hefur vaxandi áhyggjur af
markmiðum og áhrifum utan-
ríkismálanefndar öldunda-
deildar Bandaríkjaþings.
Vöruafgreiðsla
okkar er flutt að ÁRMÚLA 1.
Inngangur um baklóð.
I. MMINHI t ttllttl It,
Fjölvirkar skur-ðgröfur
I
AVALT TIL REIÐU.
Sími: 40450
Vanur, traustur
bifreiðastjóri óskast
við útkeyrslu á vörum vegna forfalla. — Einnig
vantar nokkra menn til afgreiðslustarfa í vöru-
geymslu grænmetisverzlunar landbúnaðarins. —
Upplýsingar í síma 13200 á skrifstofutima.